Þjóðviljinn - 09.01.1990, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.01.1990, Blaðsíða 2
FRETTIR Landgrœðsluskógar Átak1990-stærsta íslenska veikefnið Landgræðsluskógar - Átak 1990 er viðamesta skógrækt- arverkefni sem ráðist hefur verið í á íslandi. Það hófst formlega sl. sunnudag, 7. jan., undir vernd forseta Islands, Vigdísar Finn- bogadóttur. Átak 1990 byggist á „landgræðsluskógum“, sáningu 1,5 miijónar trjáa í 73 gróð- ursnauð en friðuð svæði á landinu, með aðstoð sjálfboða- liða. Um leið verður sáð fræi af birki, lúpínu og grasi. Nú er leitað til stofnana og fyr- irtækja, skóla og almennings, um stuðning við Átak 1990, um leið og kynning á því hefst. Tilefni Ataksins er 60 ára afmæli Skóg- ræktarfélags íslands, en til liðs við það hafa nú gengið Skógrækt ríkisins, Landgræðsla ríkisins og landbúnaðarráðuneytið. Þessir aðilar hafa skipulag og stjórn fra- mkvæmda á hendi. Lögð er áhersla á að loka gróð- ursnauðum svæðum, hefta upp- blástur og hefja „gróðurbylt- ingu“, helst með aðstoð allrar þjóðarinnar. Einnig er tekið við fé erlendis frá og því varið til svonefnds „Vinarskógar“. Söfnunarbaukum er komið fyrir á helstu ferðamannastöðum. Um 400 aðilar hafa þegar heitið stuðningi sínum. Eim- skipafélag íslands reið á vaðið með 7,5 miljóna gjöf í tilefni 75 ára afmælis síns 1989. Fuji- umboðið gefur 10 kr. af hverri Fuji-filmu sem seld er hérlendis. Magnús Þór Sigmundsson hefur gefið Átakinu lag sitt við textann „ísland er land þitt“ og verður það einkennislag Átaks 1990. ÓHT „Ég vtl e,ska mitt land“ sungu allir viðstaddir fullum hálsi á Kjarvalsstöðum á sunnudaginn, við formlegt upphaf Ataks 1990. Frá vinstri sjást Pálína Hermannsdóttir, Hulda Valtýsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Vigdis Finnbogadóttir, Steingrímur Hermannsson, Edda Guðmundsdóttir, Svavar Gestsson og Sigurður Blondal. Mynd: OHT. Verkamannabústaðir Neyöarástand í Hafnarfiröi Alver Rætt við Alumax Viðræðunefnd frá bandaríska álfyrirtækinu Alumax kom hing- að til lands í gær til viðræðna við ráðamenn um hugsanlega þátt- töku í byggingu nýs álvers hér á landi. Bandaríkjamennirnir áttu fund með iðnaðarráðherra síð- degis í gær en fyrr um daginn ræddu þeir við fulltrúa Lands- virkjunar. Viðræðurnar snúast um hugs- anlega þátttöku Alumax í bygg- ingu nýs álvers með Atlantal- hópnum svokallaða þar sem fyrir eru sænskt og hollenskt fyrirtæki. Einnig verður rætt um hugsan- lega byggingu þriðja álversins hér á landi í samvinnu við Alumax. Viðræðum þessara aðila verð- ur haldið áfram í dag. -gb Alltað200 umsóknir óafgreiddar. Stjórnfulltrúaráðs verkalýðsfélaganna krefstþess að stjórn- völd tryggi nægjanlegtfjármagn hjá Byggingasjóði verkamanna til að útrýma slíku ástandi Stjórn fulltrúaráðs verkalýðs- félaganna í Hafnarfirði telur að neyðarástand hafi verið að safnast upp í málefnum Verka- mannabústaða í bænum. Ástæð- an er að ekki hefur fengist fé til að standa straum af byggingu 200 íbúða sem áætlað var að byggja síðustu fjögur árin samkvæmt könnun sem þá var gerð um þörf- ina á byggingu þessara íbúða. Á nýafstöðnum stjórnarfundi fulltrúaráðsins var þess krafist að stjórnvöld tryggðu nægjanlegt fjármagn hjá Byggingasjóði verkamanna til að útrýma slíku ástandi og að stjórn hans tæki meira tillit til aðstæðna í sveitarfélögum og veitti fjár- magni þangað sem þess væri raunverulega þörf. Ennfremur að bæjaryfirvöld í Hafnarfirði gerðu í samráði við stjórn Verka- mannabústaða raunhæfa áætlun um útrýmingu þessa vanda á 2 til 3 árum. í fyrsta lagi með tilskildu fjárframlagi og jafnvel með út- vegun lánsfjármagns ef stjórnvöld hefðu ekki manndóm í sér til að standa við skyldu sína í þessum mikilvæga málaflokki. Fyrir fjórum árum þegar upp- haflega áætlunin var gerð tóku bæði stjórn Byggingasjóðs verka- manna og bæjarstjórn Hafnar- fjarðar málinu vel og á fyrsta ári byggingaáætlunarinnar voru af- hentar 73 íbúðir, nýbyggðar og keyptar á almenna markaðnum. Þá voru umsóknir alls 130 hjá Verkamannabústöðunum. Strax eftir fyrsta árið fór að draga úr fjárveitingum til bæjarins og framkvæmdir drógust saman að sama skapi. Steininn tók þó úr á síðasta ári þegar sótt var um lán fyrir byggingu 130 íbúða hjá stjórn Byggíngasjóðs verka- manna en aðeins fékkst leyfi fyrir byggingu 40 íbúða, sem byggðar skyldu á 18 mánaða tímabili eða ígildi 27 íbúða á ársgrundvelli. Áður höfðu bæj aryfi rvöld í Hafn- arfirði tekið umsókninni jákvætt og lofað fé til þeirra fram- kvæmda. grh Sleipnir Flutningar á landi lamast Enginn sáttafundur hefur verið boðaður í deilu Bifreiða- stjórafélagsins Sieipnis og vinnu- veitenda eftir að félagið boðaði þriggja sólarhringa verkfall frá 15. janúar. Að sögn Magnúsar Guðmundssonar formanns Sleipnis hefði slíkt verkfall nokk- uð víðtæk áhrif þótt félagsmenn séu aðeins um 80 á þessum árs- tíma. „Það lamast nær allar sérleyfis- bifreiðar, töluvert af flutningum vegna skóla, keyrsla til Keflavík- urflugvallar fellur niður og Land- leiðir hætta keyrslu," sagði Magnús um áhrif verkfallsins. Hann sagði félagsmenn aðeins vera að bíða eftir að ríkissátta- semjari boðaði sáttafund, en hann verður að boða áður en til verkfalls kemur. Hjá sáttasemj- ara fengust þær upplýsingar að sáttafundur verði varla boðaður fyrr en í lok vikunnar. Þarsem krafa Sleipnis hljóðar m.a. uppá nær 100% launahækk- un, auk kauptryggingar, verður að teljast ólíídegt að lausn deilunnar sé í sjónmáli því vinnu- veitendur hafa ekki verið til um- ræðu um slíkar kröfur. -þóm Vinningstölur laugardaginn 6. jan. ’90 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 1 2.351.342 2. 1 408.866 3. 4af5 85 8.297 4. 3af 5 3452 476 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 5.108.605 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULINA 991002 75 mínútna lag Óvenjulegir tónleikar verða á vegum Tónlistarfélagsins í Lang- holtskirkju í kvöld kl. 20.30. Þar munu þau Paul Zukofsky og Anna Guðný Guðmundsdóttir flytja verkið „For John Cage“ eftir Morton Feldman. Verkið er mjög hljóðlátt og hægferðugt og krefst mikillar einbeitni, bæði af áheyrendum og flytjendum, það er ein samfella án þáttaskila og tekur 75 mínútur í flutningi. Að- göngumiðasala við innganginn. Málfræðifyrirlestur í Odda íslenska málfræðifélagið efnir til almenns fundar á morgun, mið- vikudaginn 10. janúar, kl. 16.15 í stofu 101 í Odda. Fyrirlesari verður Kerstin Norén, en hún vinnur að doktorsritgerð við há- skólann í Gautaborg. Fyrirlestur- inn nefnist „Prepositioner, adverb och verbpartiklar" og verður fluttur á sænsku. Rúmeníusöfnun Rauða krossins Rauði kross íslands hefur ákveð- ið að hrinda af stað söfnun til hjálpar bágstöddum í Rúmeníu, en féð á að nota til þess að veita munaðarlausum börnum í Rúm- Sigurður Antonsson afhendir Hannesi Haukssyni fram- kvæmdastjóra Rauða krossins 120 þúsund króna framlag frá Nýborg í Rúmeníusöfnunina. eníu aðstoð. Rauði kross íslands hefur þegar sent tvær miljónir króna til Rúmeníu. Tekið er við framlögum á gíróreikning 90000- 1 og er hægt að hringja til Rauða krossins í síma 26722 og tilkynna framlög. Einnig er hægt að nota greiðslukort. Ný ættfræðinámskeið Ný ættfræðinámskeið eru að fara af stað hjá Ættfræðiþjónustunni og eru þau bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Veitt er fræðsla um leitaraðferðir sem eru í senn fljótvirkar og öruggar, gefið yfir- lit um helstu ættfræðiheimildir og leiðbeiningar veittar um gerð ætt- artölu og niðjatals. Þá fá þátttak- endur tækifæri og aðstöðu til að þjálfast í verki við að rekja eigin ættir og frændgarð með afnotum af víðtæku gagnasafni, m.a. kir- kjubókum um land allt, manntölum, ættartöluhandritum og útgefnum bókum. Leiðbein- andi er Jón Valur Jensson, innritun hjá Ættfræðiþjónust- unni í síma 27101. Linda íþróttamaður Hafnarfjarðar Linda S. Pétursdóttir, fimleika- kona hjá Fimleikafélaginu Björk, var á sunnudag kjörin íþróttamaður Hafnarfjarðar. Dagur til Dagsprents Ákveðið var að hlutafé Dags- prents yrði aukið nú um helgina og að Dagsprent tæki yfir rekstur dagblaðsins Dags, en greiðslust- öðvun þess rann út um helgina. KEA er stærsti hluthafinn í Dag- sprenti og hefur stjórn þess ákveðið að auka verulega hlutafé sitt í fyrirtækinu. Afkoma Dags og Dagsprents hefur batnað verulega en eftir sem áður verður reynt að selja fasteign þeirra við Strandgötu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.