Þjóðviljinn - 09.01.1990, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 09.01.1990, Blaðsíða 7
IÞROTTIR Handbolti Landslið á brokki Islendingar höfðu vinninginn íþremur leikjum gegn Tékkum en áttu mjög misjafna leikkafla. Mikil breidd í liðinu íslendingar höfðu betur í landsleikjunum gegn Tékkum um helgina. Tveir sigrar gegn einum sigri Tékka og níu marka munur í heildina verða að teljast viðun- andi úrslit, en leikur liðsins er þó of köflóttur. Á föstudag vannst átta marka sigur, sem er sá stærsti gegn Tékkóslóvakíu frá upphafi, síðan tapaðist annar ieikurinn með tveimur mörkum og síðasta ieiknum lauk með þrig- gja marka sigri eftir brokkgengan síðari hálfleik. Margt gott kom fram í leik íslenska liðsins og ánægjulcgt var að sjá styrk og ör- yggi Júlíusar Jónassonar og Guð- mundur Hrafnkelsson er greini- lega orðinn mun jafnari mark- vörður en áður. Fyrsti leikurinn á föstudags- kvöld var ótrúlega auðveldur fyrir íslenska liðið, sérstaklega í síðari hálfleik. GuðmundurGuð- mundsson var greinilega ánægð- ur með að koma inní hópinn á ný því hann átti mjög góðan leik og skoraði fimm mörk. Nafni hans Hrafnkelsson varði markið af snilld í síðari hálfleik og aðrir leikmenn stóðu sig alla jafna mjög vel. Staðan var 16-12 í hálf- leik en Tékkarnir skoruðu aðeins sjö mörk í síðari hálfleik gegn ell- efu mörkum íslands. Á laugardag gekk hinsvegar allt á afturfótunum. Tékkarnir léku mun betri vörn og sóknar- leikur íslendinga náði ekki að svara því. Margar sóknir runnu út í sandinn þannig að Tékkar skoruðu jafnharðan og var það aðeins Júlíus Jónasson sem ógn- aði vörn Tékkanna að einhverju marki. Hann skoraði tólf mörk, að vísu átta þeirra úr vítum úr jafn mörgum tilraunum. Leikurinn á sunnudagskvöld var síðan blanda af hinum tveimur en þó var sigur íslands aldrei í teljandi hættu. Leikurinn var tvísýnn framan af en eftir að Guðmundur Hrafnkelsson hafði varið þrjú vítaköst áttu Tékkar ekkert svar og ísland náði góðri forystu fyrir leikhlé, 12-6. Mun- urinn jókst í síðari hálfleik, en þegar staðan var 17-10 fór land- anum að ganga mjög illa í sókn- inni og Tékkar fengu hvert hraðaupphlaupið af öðru. Áður en varði var munurinn orðinn að- eins tvö mörk, 18-16, en nær komust Tékkar ekki og sigur ís- lendinga var öruggur, 21-18. Af þessum þremur leikjum að dæma er greinilegt að stöðug- leika vantar í íslenska liðið. Sér- staklega á sóknin það til að vera of einhæf og enduðu alltof marg- ar þeirra ýmist með leiktöf eða þannig að andstæðingarnir kom- ust inní sendingar. Slæmt er að nýta ekki sóknina, en hálfu verra ef andstæðingurinn skorar strax án fyrirhafnar. Talsverð breidd er hinsvegar komin í landsliðshópinn þótt Bogdan þjálfari noti suma leik- menn full lítið. Mjög mikilvægt er að á sama tíma og Einar Þorvarð- arson er óðum að ná sér eftir meiðsli, er Guðmundur Hrafnkelsson ekki síðri. Má segja að Guðmundi hafi farið stöðugt fram eftir að hann lék úrslitaleikinn í París sl. vor. Ljóst er að Bogdan ætlar Júlí- usi sæti í hópnum sem fer til Tékkóslóvakíu en Alfreð Gísla- son og Héðinn Gilsson verða ef- laust einnig í hópnum. Sigurður Gunnarsson er sjálfkjörinn leikstjórnandi, en vonandi nær Óskar Ármannsson sér aftur á strik og Kristján Arason og Sig- urður Sveinsson eru öruggir sem vinstrihandar skyttur. Einnig eru línumennirnir Þorgils Öttar Mathiesen og Geir Sveinsson ör- uggir með sæti og sömuleiðis hornamennirnir Guðmundur Guðmundsson, Jakob Sigurðs- son, Bjarki Sigurðsson og Vald- imar Grímsson. Hér hafa verið taldir upp 15 leikmenn, með fyrirvara um Ósk- ar Ármannsson, en óvíst er hver 16. maðurinn verður. Bogdan hefur nær ekkert notað aðra mar- kverði en Einar og Guðmund, en venjulega fara þrír markverðir í Júlíus Jónasson var aðal vítaskytta landsliðsins gegn Tékkum og skoraði úr öllum sínum 12 vitum. Alls skoraði Júlíus 22 mörk í leikjunum þremur. svona keppni. Leifur Dagfinns- son er einna líklegastur til að hreppa það sæti. Að auki virðist Bogdan ætla að hafa Gunnar Beinteinsson í hópnum frekar en td. Birgi Sigurðsson eða Konráð Olavson. Annars er hægt að velta fyrir sér mörgum möguleikum í stöðunni og getur þetta ráðist meira af heilsufari leikmanna. Landsliðið verður umfram allt að nota tímann fram að keppninni sem best og ekki myndi saka að brydda uppá fleiri nýjungum en venja er. -þóm Mestu vinningslíkur í happdrœtti hérlendis © Þriðji hver miði vinnur 1990 218 milljónir dregnar út © Óbreytt miðaverð: 400 kr. ©

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.