Þjóðviljinn - 09.01.1990, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.01.1990, Blaðsíða 4
Málgagn sósíalisma, þjóðfre/sis og verkaiýöshreyfingar KLIPPT OG SKORIÐ Nyrst Bretlandseyja? Forsætisráöherra íslands hefur undanfarna daga sætt ámæli frá forstjóra Sambands íslenskra samvinnufélaga, fyrir ummæli sem gætu aö sögn forstjórans haft óheppileg áhrif á lánardrottna Sambandsins, einkum í Bretlandi. Þetta nýstárlega orðaskak beinir athyglinni að áhrifum Breta á íslensk málefni fyrr og síðar. Steingrímur Hermannsson hefur ítrekað lýst því yfir opin- berlega, að sér sé kunnugt um áhyggjur erleridra banka vegna skuldastöðu Sambandsins og að þeir hafi „aldrei knúið jafnfast á og núna“. Forsætisráðherra telur Lands- bankanum standa ógn af þessari stöðu mála, enda sé hún reyndar „grafalvarlegt mál fyrir þjóðarbúið allt“. Vísar hann til þess að erlendu bankarnirgeti gjaldfellt lán Sambandsins og þar með rýrni traust erlendra aðila á íslendingum sem viðskiptamönnum svo óviðunandi sé. Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sambandsins, lýsir frammi- stöðu forsætisráðherra með þessum orðum í viðtali í DV í gær: „Ég tel að erlendir bankar geti orðið órólegir af svona gáleysislegu tali.“ Hann segir þetta fráleita lýsingu á fjár- hagsstöðu fyrirtækisins og því sé hér af ábyrgðarleysi sáð frækornum tortryggni. Nú er það út af fyrir sig athyglisvert, að ráðamenn auðs og valda á íslandi geri ráð fyrir því að erlendir bankar byggi niðurstöður sínar um íslensk efnahagsmál á reykvískum dagblaðafréttum. Hins vegar er kannski eðlilegt að Sam- band íslenskra samvinnufélaga óttist viðbrögð erlendis, ef oddvitar ríkisstjórnarinnar láta þau boð út ganga, að fyrir- tækið geti orðið gjaldþrota innan tiltekins tíma að ákveðnum forsendum gefnum og misst lánstraust sitt fyrirvaralítið á flestum vígstöðvum. Eru bæði Sambandsforstjórinn og ráðherrar þeir sem hafa tjáð sig um málið að segja: Fulltrúar erlendra fjár- magnsstofnana hafa ekki bara ráð íslenskra fyrirtækja, heldur sjálfs lýðveldisins í hendi sér? Erum við sem sagt löngu boltuð í gólf Evrópubandalagsins? Stjórnmálamenn af eldri kynslóðinni og yngri sagnfræð- ingar hafa á síðustu árum sýnt okkur með skýrum hætti, hvernig ísland lenti á „bresku valdsvæði". í bresku ráðu- neytunum hefur öldum saman ríkt sá skilningur að ísland væri nyrst Bretiandseyja. Dönum leyfðist að halda uppi lögum, þjónustu og viðskiptum, en ævinlega þegar eitthvað lá við, skárust bresk stjórnvöld í leikinn og stjórnuðu hér því sem þau vildu. En Bretar njóta vinsælda hér. Ekki er nóg með að Egill Skallagrímsson hafi lært bragarhætti hjá þeim, og aðrir að skrifa og teikna, heldur reyndist verslun við Breta oft hag- stæð á tímum danskrar nýlendustjórnar. Hugsjónamenn og frömuðir okkar létu síðan hugann fremur hvarfla til Breta en annarra þjóða. Nærri lá, að íslendingar gengju til liðs við ensku biskupa- kirkjuna á 19. öldinni og enn er hér fylgt breskri ritskoðun í biblíuútgáfum. Sú stytta útgáfa Ritningarinnar sem íslend- ingar prenta er þó hæpin sérviska, álíka og spíritisminn, sem íslendingar apa líka eftir Bretum í stórfenglegri stíl en annars staðar þekkist. í mestu hagsmunaátökum og árekstrum sem orðið hafa á Norðurhöfum, í heimsstyrjöldunum tveimur, tryggðu Bretar sér umsvifalaust áhrif og stjórnvald hér um slóðir. Enski konsúllinn stjórnaði frá Reykjavík í þeirri fyrri og Bretar sendu herlið í þeirri síðari. Þorskastríðin eru öllum á miðjum aldri í fersku minni. Af sjónarhóli Breta sem líta á ísland sem norðurtanga Stóra-Bretlands var ekkert eðlilegra en þeir ættu hefðbundinn rétt til veiða og stjórnsýslu hér. Alla öldina hafa breskir bankar veitt (slendingum verulega þjónustu. Uppskátt er og óumdeilt, að nokkrum sinnum lögðu þeir beinlínis á ráðin um innanríkismál okkar, einkum fyrr á tíð. Hitt var á færra vitorði, þangað til nú, að það upplýsist í orðaskiptum forsætisráðherra og forstjóra Sam- bandsins, að bárur úr buddum Lundúna brotna enn hvítfyss- andi á höfðum íslenskra ráðamanna. ÓHT Sú sem var of sæt fyrir þig: Carole Bouque. Amerískt bíó Jólamyndir kvikmyndahús- anna floickast flestallar með has- armyndum (gamanmyndirnar líka, þær lifa á hasar þó að gam- anið gangi ekki ævinlega út á of- beldi), og þær eru allar amerísk- ar. Enn einu sinni spyr áhuga- maður um kvikmyndir hvort bíó- stjórar haldi að Reykjavík sé smábær í miðríkjum Bandaríkj- anna. Ekki geta þeir kvartað undan lélegri aðsókn að húsum sínum þegar þeir bjóða upp á aðra rétti: Gestaboð Babettu var sýnt samfellt í tæpt ár, Pelle sigur- vegari stefnir í sama. Pegar ég horfði á Fjölskylduna ítölsku mér til óblandinnar ánægju á síðustu kvikmyndahátíð rifjaðist upp fyrir mér að einu sinni hafði ég mikið dálæti á Vitt- orio Gassman og sá - oftar en ekki í menningarlegum bíóhús- um Hafnarfjarðar - allar kvik- myndir sem hann lék í, bæði ítalskar og amerískar. Undan- farna áratugi hefur hann ein- göngu leikið í ítölskum myndum og þar sem þær koma ekki til ís- lands - nema ein og ein á kvik- myndahátíð - hefur mér verið meinað að fylgjast með þessum ágæta leikara. Almenningur fer ekki síst í bíó til að horfa á eftirlætin sín leika. Stjörnur eru búnar til með auglýsingaherferðum til þess að minna þurfi að eyða í auglýsingar á stökum myndum sem þær leika í. Nú höfum við um hríð ein- göngu fengið að kynnast banda- rískum kvikmyndastjörnum, og það er þess vegna sem við höld- um mest upp á þær, ekki af því að þær séu bestar. Myndirnar sem við fáum frá Ameríku eru heldur ekki alltaf merkilegustu myndirnar frá þeim bæ, iðulega erum við svikin um bandarískar myndir sem hljóta viðurkenningu í Evrópu - eins og þar með sé gulltryggt að íslend- ingar vilji ekki sjá þær! Hvar eru myndirnar sem þóttu bestar eða urðu vinsælastar af innlendri framleiðslu í Þýska- landi, Frakklandi, Bretlandi, ít- alíu og á Norðurlöndunum í fyrra? Af hverju fengum við ekki að sjá eitthvað af þeim um jólin? Að ég nefni nú ekki Pólland, Rússland, Japan ... Hvenærfáum við að sjá Of sæt fyrir þig (Trop belle pour toi) með sjarmörnum Depardieu sem fékk sérstök verðlaun í Cannes í fyrra, eða nýju myndina hans Beineix um Rósalind og ljónin. íslendingar kunnu vel að meta bæði Dívu og Betty Bleu. Kannski fáum við ekki að sjá rómantísku gamanmyndina Romuald et Juliette eftir Coline Serreau fyrr en Ameríkanar eru búnir að gera sína útgáfu af henni. Þannig fór fyrir mynd sama leikstjóra um Þrjá menn og körfu. Hún varð að metsölu- myndinni Þrír menn og barn í Ameríku og sigraði heiminn. Sú franska var samt miklu hlýlegri, fyndnari og betur leikin. Um það geta þeir borið sem tókst að fá miða á einhverja af örfáum sýn- ingum á henni á kvikmyndahátíð í Reykjavík. Kvikmyndahátíðir eru góðar og nauðsynlegar, en íslenskir bíó- stjórar hafa alveg misskilið til- gang þeirra hingað til. Þær eru ekki til þess að reka áhugamenn í bíó þrisvar á dag í eina viku, og valda þeim árlöngum kvíða fyrir að fá flensuna einmitt þá daga; þær eru til að kynna myndir og gefa þeim vissan gæðastimpil áður en þær eru sýndar í kvik- myndahúsum. Elsku bíóstjórar, venjið okkur á annað myndmál en amerískt hasarmálfar. Gefið okkur tæki- færi til að verða málkunnug bestu kvikmyndastjörnum Evrópu. Sýnið okkur eitthvað annað en draugabana í lögregluskóla eitt tvö og þrjú. Reynt að losna við tilbera Nú berast fréttir af því að nokkur þúsund manns hafi fallið í innrás Bandaríkjamanna í Pa- nama skömmu fyrir hátíð ljóss og friðar. í sjónvarpinu sáum við borgarhverfi í rúst eftir harka- legar loftárásir. Allt vegna þess að Bush þurfti að koma höndum yfir einn mann. Jónas Kristjánsson bendir á það í prýðilegum leiðara í D V um helgina að lítið hafi Bandaríkja- menn lært af Mikael Gorbatsjov. Á sama tíma og hann hafi sagt „að Rúmenar væru einfærir um að sjá um sín mál, lét George Bush Bandaríkjaforseti hernema Panama.“ En ekki er von að Kanar hafi lært mikið af Mikael, því Jónas bendir á að þeir hafi ekki heldur lært margt af gangi sögunnar á þessari öld: „Að vísu voru Bandaríkin eng- an veginn öfundsverð af stöð- unni. Noriega var áður fyrr á launum hjá Bush forseta, þegar hann var yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar, Bush var með sínum hætti að losa Panama- búa við uppvakning, sem hann hafði sent þeim. En einföldu lausnirnar reynast oft engar lausnir, þegar til langs tíma er litið. Bandaríkin hafa ára- tugum saman beitt hernaðarlegu, stjórnmálalegu og efnahagslegu ofbeldi til að hafa sitt fram í Suður- og Mið-Ameríku, jafnan með slæmum afleiðingum fyrir báða aðila ... Bandaríkjamönnum mistókst að bjarga Suður-Víetnam frá kommúnistum. Þeim mistókst að bjarga Líbanon frá ofsatrúar- mönnum íslams. Þeim hefur mis- tekist að hafa sitt fram í Suður- og Mið-Ameríku. Þeim hefur þó ævinlega tekist að velja sér ókræsilega leppa. í skák heimsveldanna felur hernaðarsigur líðandi stundar í sér pólitískan ósigur um langa framtíð. Hver vann síðari heimsstyrjöldina? Þýskaland eða Japan?“ Er róni bara róni? Það hefur lengi loðað við landann að líta á drykkjumenn sem glataða snillinga. Væru menn örlagabyttur var talað með virðingu um það sem „hefði get- að orðið úr þeim“ ef þeir hefðu ekki lent ofan í flöskunni. Jafnvel hefur kveðið svo rammt að þessu að ungir gáfumenn og dúxar í skóla þættust vera fyllibyttur ef þeir voru ekki svo heppnir að vera það. í sama DV og Jónas skrifar áð- urnefndan leiðara er ritdómur um ljósmyndabókina Innan garðs eftir Þórarin Óskar Þórar- insson þar sem kveður við annan tón og boðar kannski breytt við- horf: „Róni er róni er róni,“ segir þar. „Að kalla róna „innangarðs- mann“ eða „heimspeking“ er sjálfsblekking, háð og hræsni. En hins vegar ber að auðsýna slíkum mönnum sömu tillitssemi og öðr- um. Þeir eiga rétt á að halda sinni mannlegu reisn jafnvel gagnvart þeim sem af hugsjón vilja sýna ljótleikann í tilverunni.“ Er ekki þversögn í þessu? SA þlÓÐVILJINN Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími: 681333 Kvöldsími: 681348 Símfax:681935 Útgefandi: Útgáfufél-g Þjóöviljans. Framkvœmdast jóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Árni Bergmann, Ólafur H.Torfason. Fróttastjóri: SiguröurÁ. Friðþjófsson. Aðrir blaðamenn: Dagur Þorleifsson, ElíasMar(pr.),Guömundur Rúnar Heiðarsson, HeimirMár Pótursson, HildurFinnsdóttir(pr.), Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), Lilja Gunnarsdóttir, ÓlafurGíslason.ÞorfinnurOmarsson (íþr.), Þröstur Haraldsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guörún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingi- mundardóttir, UnnurÁgústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu-og afgreiðslustjóri: Guðrún Gísladóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður. Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúlað, Reykjavík, símar: 68 13 33 &68 16 63. Símfax:68 19 35 Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verðílausasölu:90kr. Nýtt Helgarblað: 140kr. Áskriftarverð ó mánuði: 1000 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 9. janúar 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.