Þjóðviljinn - 09.01.1990, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 09.01.1990, Blaðsíða 5
Horft af hlaðvarpanum Áramót eru uppgjörstími og ærin eru þau efni sem til uppgjörs mega teljast og taka þyrfti fyrir. Það er oft svo ógnarerfitt að horf- ast í augu við blákaldan virkileika staðreyndanna og hér á bæ fáum við til okkar æ ofan í æ fólk sem löngu hefur með öllu horfið ó- raunsæi og ímyndunarheimi á vald, flúið staðreyndir eða flæmst frá þeim og þeirra hlutskipti, þeirra líf er ekki þaðöfunds- verða. Hér á bæ Öryrkjabandalagsins sem ég svo kalla verðum við einn- ig vör þess aukna uggs, sem í brjóstum býr, sem aldrei eins og á uppgjörstíma sem slíkum finnur svo til vanmáttar og allt yfir í efnahagslegt allsleysi má finna dæmin lifandi og ljós. Auðvitað er þessi uggur um þjóðfélagið allt nú og óvissan og vonin togast víða á. Við fáum sem sé inn á okkar borð hin ljósu og lifandi dæmi þar sem endar ná illa eða ekki saman, þar sem baslið og kaldur kvíðinn fyrir næsta degi endurspeglast í augum fólksins, baslið við að framfleyta sér eðli- lega, baslið með að fá húsnæði er hæfi efnum og aðstæðum, baslið með bæturnar lágu, að þær megi endast í það allra brýnasta, baslið með heilsuna oft þó helzt og fremst, orsakavaldinn og auðnu- vald um leið. Reynslunni ríkari er ég þó ýmsu hafi ég áður kynnzt. Alvar- legast er það hversu alltof mikill fjöldi hefur misst lífstrúna, lífs- viljann sakir andlegra erfiðleika, áfalla margs konar, þar sem áfengið hefur óneitanlega oft ver- ið áhrifa- eða hreinlega örlaga- valdur. En öfáir punktar um það hvað Helgi Seljan skrifar reynslan hér hefur þó kennt mér eða alla vega sýnt mér. Helzt og fyrst það að þú lifir ekki eðlilegu lífi af tryggingabót- um einum, alveg sama, hvernig þú reiknar, alveg sama hvaða súlu- og línurit eru sýnd frá ráðu- neytum eða öðrum ámóta aðil- um. sjáum tölurnar og sjáum einnig nokkurn veginn, hvernig úr þeim er spilað. Við sjáum glöggt hversu fer, ef einhver með lág- marksbætur þarf að taka lán - verður jafnvel að taka lán og tryggir það einfaldlega með því að lánið - endurgreiðsla þess sé tekin af tryggingabótum mánað- fullkominn og fáar eða engar undankomuleiðir eða björgunar- leiðir til bóta að fara. Ég hefi svona dæmi daglega fyrir augum og hefi haft hjá ofur eðlilegu fólki um alllangt árabil, umframeyðslu og óþarfasóun hins ótrúlegasta fólks. Sá er að- eins hinn mikli munur, að á ýms- „Það verður nefnilega að taka allt efnahagsdœmi öryrkjans upp og á þeim grunni óhrekjandi staðreynda á svo að grundvalla þær tryggingabœtur sem samfélagið álítur réttar og réttlátar... “ Þú verður að velta hverri krónu fyrir þér varðandi fæði og klæði, tómstundir mega ekki kosta eitt eða neitt, þú mátt ekki fara neitt að skemmta þér, þú verður m.a.s. að fara mjög vel með föt þín öll og skartbúinn er útilokað með öllu, að þú megnir að verða. Og ósiði eins og að reykja leyfir þú þér ekki og segja má að þar sé bættur skaðinn. En málið er einfaldlega það að þú lifir við þurftarmörk að meira sé ekki sagt og hvað þá um það, ef eitthvað kemur upp á. Þú mátt nefnilega engan veginn verða fyrir einhverjum aukaútgjöldum, engin áföll mega upp á koma, allt er svo klippt og skorið að í engu má skeika eða út af bregða. Svo einfalt er þetta hjá okkur sem arlega. Smálán vegna óvæntra, óhjákvæmilegra útgjalda verður býsna óviðráðanlegt, því bæturn- ar þola enga slíka frádráttarliði, allra sízt mánuð eftir mánuð. í þessu óráðsíuþjóðfélagi eyðslunnar á öllum sviðum, þar sem gerviþarfir eru glæsibúnar hvar sem auga fær litið í ljóma auglýsinguna, þá er máske ofætl- an að ekki sé meira sagt, að trygg- ingaþegar eigi að vera með öllu ónæmir fyrir þessu skrumi hismis og hégóma, sem allir virðast falla flatir fyrir. Það ætti því engum á óvart að koma, þó eitthvað færi úrskeiðis, eitthvað í súginn, einn- ig hjá þeim er lakastan eiga efna- haginn og auðvitað gerist það hjá þeim sem öðrum og þá er hrein- lega voðinn vís, vítahringurinn an veg getur sá vinnufæri borgið sér, en það einfaldlega getur tryggingaþeginn ekki, nema þá að neita sér á móti um nauðþurft- ir. Þetta verður fólk að gera sér ljóst, þetta verða stjórnvöld þó öllu fremur að gera sér Ijóst. Það verður nefnilega að taka allt efnahagsdæmi öryrkjans upp og á þeim grunni óhrekjandi staðreynda á svo að grundvalla þær tryggingabætur sem samfé- Íagið áiítur réttar og réttlátar um- leið. Nóg er af reiknisspekingum út um allt - yfir og allt um kring. Og ég hefi á því einlæga og staðfasta trú að dæmið sé ekki erfitt til úrlausnar sé með opnum huga horft til þess lífskjara- grunns, sem eðlilegur og unandi telst og aukin jöfnun sé höfð að leiðarljósi. Tryggingabæturnar sjálfar segja oft aðeins hluta, stundum eru þær allt, klippt og skorið, stundum til uppbótar s.s. þegar vinnulaun koma inn í myndina eða sterkur lífeyrissjóður er til staðar. Allt skarast þetta þó, því tekj- utrygging skerðist við hin lægstu tekjumörk og lágar lífeyrissjóðs- greiðslur og lágmarkslaunin ntargfrægu koma til ærinnar skerðingar. Allt er þetta í endur- skoðun, búið að vera um alltof langt árabil, bætur á bætur ofan á gamalt fat konta sumum til góða, öðrunt ekki. Heildarsamræming þar sem allar tekjur eru þá taldar nteð er nauðsyn, en sú samræm- ing verður þá að taka til alls sam- félagsins, alls skattakerfis þess, því tekjutenging lífeyris ein og sér, m.a. við fjármagnstekjur er fjarri allri sanngirni, ef ekki er litið til allra annarra þátta jafn- hliða. En það er okkur ljósara hér á bæ en flestum öðrum að of lágur bótagrunnur yfir heildina, of skörp skerðingarmörk eru meginmeinsemdir og við höfum því sagt oft áður, að jöfnunin sé aðalatriðið til að ná þessari nauðsynlegu hækkun bóta- grunnsins fram, fyrst samfélagið telur heildarupphæðina vera há- mark þess mögulega. Megi árið nýja færa lífeyrisþeg- um aukinn rétt og réttlæti, meiri og betri lífskjarajöfnun, svo skuggar megi af vegi víkja og vonin ríkja ein. Það er hið verð- uga verkefni ársins. Hclgi Seljan er félagsmálafulltrúi Ör- yrkjabandalags íslands. Hugleiðingar um heilsugæslu Guðmundur Helgi Þórðarson skrifar Á síðasta hausti var lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um heilbrigð- isþjónustu nr. 59/83. Þetta frum- varp hefur orðið kveikja að opin- berum umræðum og hörðum við- brögðum m.a. af hálfu lækna. Ekki verður þó annað séð en að hér sé um eðlilega og að mörgu leyti merka lagasmtð að ræða, sem ætti skilið að fá málefnalegri umfjöllun en raun hefur á orðið. Það sem er tvímælalaust at- hyglisverðast við frumvarp þetta, er það, að ef það verður aö lögum, er þar með lokið við þá uppbyggingu heilsugæslunnar í landinu, sem Alþingi ákvað með lögum um heilbrigðisþjónustu 1973. Þarna er sem sagt gert ráð fyrir því, að síðasta hönd sé lögð á að skipuleggja og byggja upp heilsugæsluna í Reykjavík m.a. með því, að þar verði reknar 13 heilsugæslustöðvar auk þeirrar stöðvar, sem borgin rekur nú í sambandi við Seltjarnarnes. Þetta eru mikil og góð tíðindi þar sem Reykjavík hefur hingað til verið flöskuhálsinn í uppbygg- ingu heilsugæslustöðvanna og haft þar með óheillavænleg áhrif á heilbrigðisþjónustuna í land- inu. Það er vert að vekja athygli á því, að í Reykjavík er gert ráð fyrir að stöðvarnar verði tiltölu- lega margar miðað við íbúa- fjölda. Ef við hugsum okkur að í borginni búi 100 þúsund manns, verða um 7200 manns um hverja stöð. Það svarar til þess að ca. 4 læknar vinni við hverja heilsu- gæslustöð, en það hefur löngum verið talað um, að hver heimilis- læknir geti þjónað 1500-2000 manns, ef hann gegnir ekki öðr- um störfum jafnframt. Ég hygg, að það hafi verið rétt stefna að stilla inn á fremur litlar stöðvar og hafa þær fleiri. Það er margt, sem mælir með því að hafa þann hátt á, og væri freistandi að ræða það nánar, en til þess er ekki svig- rúm að sinni. afskipta heilbrigðisyfirvalda sem þeir kalla miðstýringu. Þessi árátta að fá að reka heilbrigðisstofnanir sem einka- rekstur í ábataskyni hefur lengi ásótt verulegan hluta íslenskrar læknastéttar, og hefur satt að segja gert mikið ógagn. Hún hef- ur t.d. þvælst ótrúlega fyrir því, ntenn svíkist um. Margir af þess- um læknum vinna hjá því opin- bera að meira eða minna leyti, og ættu þeir því að geta tjáð sig um þessa röksemd. Önnur röksemd einkareksturs- manna er sú, að fólk þurfi val- frelsi. Það verði að geta valið á milli hins opinbera kerfis og „Þessi árátta aðfá að reka heilbrigðisstofnanir sem einkarekstur í ábataskyni hefur lengi ásótt verulegan hluta íslenskrar læknastéttar ogsatt að segja gert mikið ógagn“ Eins og áður er vikið að, kom fram gagnrýni á frumvarpið frá læknum. Alþingi barst mótmæl- askjal undirritað af 343 læknum, sem flestir munu hafa verið sér- fræðingar á sjúkrahúsum, sem vinna á prívatstofum sem auka- starf, en auk þess heimilislsæknar og þá fyrst og fremst þeir, sem starfa sjálfstætt. Eitt af meginatriðunum í mót- mælum læknanna, er að einungis sé gert ráð fyrir ríkisreknum heilsugæslustöðvum, en ekki sé gert ráð fyrir öðrum valkosti, og þá átt við sjálfstætt starfandi heimilislæknum. Þessir menn vilja fá frelsi til að reka sína heilbrigðisþjónustu á eigin reikning og að því er virðist án að hægt hafi verið að búa heilsu- gæslunni á höfuðborgarsvæðinu viðunandi starfsskilyrði. Það er segin saga, að í hvert skipti sem einhver hreyfing hefur komið á að bæta úr þessum málum hér suðvestanlands, einkum í höfuð- borginni, þá hafa þessir forsvars- menn einkaframtaksins stormað fram á völlinn og hindrað allar framkvæmdir. Enda þótt það komi ekki fram í áðurnefndu mótmælaskjali, hafa rök þessara einkarekstursmanna m.a. verið þau, að ef læknar vinni að heilsugæslu og raunar lækn- ingum yfirleitt á vegum hins opin- bera, þá gangi þar allt á afturfót- ununt, það safnist biðlistar og ekki hægt að skilja annað en að einkareksturskerfisins. En þó að þetta skraf um valkost hafi staðið í áratugi, þá hafa ekki enn komið fram neinar mótaðar tillögur um það, með hvaða ha:tti þessirval- kostir skuli vera, hvers konar stofnanir það eru, sem fólk geti valið aðrar en venjulegar heilsu- gæslustöðvar. Helst virðist talað um frístandandi einkastofur, sem dreift sé af tilviljun til og frá um bæinn án afskipta heilbrigðisyfir- valda. Nú er það skylda heilbrigðisyf- irvalda á hverjum tíma að ákveða með hvaða hætti heilbrigðisþjón- ustan er rekin. Þau eru ábyrg fyrir því, að landsmenn njóti bestu þjónustu í þessurn efnum, sem völ er á. Það er löngu ákveð- ið að frumheilsugæslan skuli rek- in á heilsugæslustöðvum, eins og þær eru skilgreindar í lögum, og því hefur reyndar ekki verið for- takslaust mótmælt, bara óskað eftir öðru kerfi jafnframt. Heilbrigðisyfirvöldum ber því að byggja svo margar heilsugæslu- stöðvar í landinu, að öll heilsu- gæsla geti farið þar fram. Yfir- völd eru ábyrg fyrir því, að staðall þessara stofnana sé í lagi, þar sé aðstaða til að veita ákveðna lág- marksþjónustu. Það fer því ekk- ert á milli mála, að það ber að reisa heilsugæslustöðvar, sem fjallað er um í áðurnefndu frum- varpi og tryggja rekstur þeirra og sjá til þess, að þær skili þeirri þjónustu sem til er ætlast. Ef það er hins vegar bjargföst sannfæring heimilislækna og fólksins í landinu að ráðlegt sé að gefa læknum eða öðrum heilbrigðisstarfsmönnum tæki- færi til að reka eina eða fleiri slík- ar stöðvar á eigin reikning og sanna þannig kenningar sínar, mætti hugsanlega gefa þeim kost á því, að því tilskildu að þær stöðvar veiti þjónustu, sem er sambærileg við þjónustu annarra heilsugæslustöðva, og falli á eðli- legan hátt inn í heilbrigðiskerfið. Hitt er útilokað, að hætta við þau áform, sem frumvarpið gerir ráð fyrir. Það jafngildir því, að heilbrigðisyfirvöld segi við þessa lækna einkarekstursins: Hafið þetta eins og ykkur sýnist, við skulum borga. Með því móti væru þau að bregðast skyldu sinni. Guðmundur Helgi Þórðarson cr heilsugæslulæknir í Hafnarfirði. Þriðjudagur 9. janúar 1990 ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.