Þjóðviljinn - 10.01.1990, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.01.1990, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 10. janúar 1990 6. tölublað 55. árgangur RÚV Sjónvarpiö íhugar aðra rás Rœtt um aðRíkisútvarpiðfari afstað með aðra sjónvarpsrás. Svavar Gestsson: Ég tel koma veltilgreina aðRÚV sémeð aðra rás til útsendingar á sjónvarpsefni. Markús Örn Antonsson: Hefur komið til tals Eg hef heyrt þetta utan að mér en það hefur enn sem komið er ekki verið rætt við mig um þetta sérstaklega, sagði Svavar Gests- son menntamálaráðherra um þann orðróm að Ríkisútvarpið sé að velta því fyrir sér að fara af stað með aðra sjónvarpsrás. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans er þetta rætt nú meðal manna sem tengjast RÚV, eink- um í Ijósi slæmrar stöðu Stöðvar 2. Verði Stöð 2 gjaldþrota skapast ákveðið tómarúm á Ijós- vakamarkaðinum því fjöldi hcim- ila í landinu hefur nú um tvær sjónvarpsrásir að velja. „Ég hef einsog er ósköp lítið um þetta að segja. Ég tel hinsveg- ar koma vel til greina að Ríkisút- varpið sé með aðra rás til útsend- ingar á sjónvarpsefni. Að mínu mati er ekki ólíklegt að það verði skoðað," sagði Svavar. „Þetta hefur komið til tals innan Ríkisútvarpsins, þá í tengslum við leyfisveitingu sam- gönguráðherra í lok síðasta árs, þegar RÚV var úthlutað einu rás- inni sem eftir var, þrátt fyrir að tveir aðrir aðilar sýndu þeirri rás mikinn áhuga, Stöð 2 og ísfilm," sagði Markús Örn Antonsson út- varpsstjóri við Þjóðviljann í gær þegar þetta var borið undir hann. Markús Örn sagði að þeir hefðu varað við því að RÚV hefði ekki aðgang að fleiri rásum til útsendinga, enda hafi dag- skrártími Sjónvarpsins lengst mikið að undanförnu og því erfitt að koma ýmsu efni fyrir á góðum útsendingartíma. „Ef einhverjir möguleikar áttu að vera fyrir hendi með viðbótar- þjónustu Sjónvarpsins hefði ver- ið mjög óvarlegt að úthluta öðr- um en RÚV þessari rás,“ sagði Markús Örn. Hann sagði að enn væri ekkert farið að ræða hverskonar dagskrá yrði á annarri rás en það mætti benda á að sérhæft efni sem höfð- aði til smærri hópa ætti oft erfitt uppdráttar, t.d. fræðsluvarpið, en nú væru að fara af stað við- ræður við menntamálaráðuneyt- ið um það hvernig RÚV gæti komið markvissar inn í fræðslu- varpið. Svavar var spurður að því hvort hann sæi fyrir sér að rás tvö hjá Sjónvapinu yrði afþreying- arrás á meðan hin rásin sinnti meira menningar- og fræðslumál- um. „Það er ýmislegt hægt að hugsa sér í þeim efnum hvernig dagskrárefni raðaðist á þessar rásir, en ég tel að það komi vel til greina að skoða það mál. Hins- vegar liggur ekkert til úrlausnar á mínu borði.“ -Sáf Lítið tjón varð á höfuðborgarsvæðinu þrátt fyrir mikla veðurhæð. Mynd: Jim Smart Alver Greinilegur áhugi hjá Frekari viðrœðum haldið áfram í nœstu viku etta voru mjög gagnlegar við- ræður og þar kom fram gagn- kvæmur og greinilegur áhugi á því að halda áfram samtölum um þátttöku þeirra í Atlantalvcrkefn- inu, sagði Jón Sigurðsson iðnað- arráðherra um viðræður við full- trúa bandaríska álfyrirtækisins Alumax sem lauk í gær. íslensk stjórnvöld vilja fá bandaríska fyrirtækið til að taka þátt í byggingu nýs álvers með hollenska fyrirtækinu Hoogo- vens og Granges frá Svíþjóð, eftir að Alusuisse gekk úr skaftinu. Stefnt er að því að fyrirtækin þrjú haldi fund um málið í næstu viku og að sögn iðnaðarráðherra er líklegt að hann verði hér á landi. íslensk stjórnvöld munu þá einn- ig taka þátt í viðræðunum. Hollendingarnir og Svíarnir hafa-lýst þeirri skoðun sinni að þeir kjósi fremur að ganga til samstarfs við evrópskt fyrirtæki um byggingu nýs álvers, en Jón Sigurðsson segir að þeir útiloki hins vegar ekki samstarf við aðra. Og þá telji þeir Alumax ákjósan- legan samstarfsaðila. í viðræðunum við fulltrúa Alumax var einnig lítillega rætt um hugsanlegan áhuga þeirra á að fjárfesta í þriðja álverinu á ís- landi, gangi ekki saman með þeim og evrópsku fyrirtækjunum tveimur. „Það er enn til umræðu og athugunar, en ætli við athug- um ekki fyrst hvað getur komið út úr þessu,“ sagði iðnaðarráð- herra. Um þátttöku íslenska ríkisins í byggingu nýs álvers, sagði Jón að ekki væri tímabært að ræða það fyrr en ljóst væri hvað kæmi út úr þríhliða við- ræðum erlendu fyrirtækjanna. Áætlanir Atlantalhópsins miða að því að nýtt álver rísi í Straumsvík, en iðnaðarráðherra hefur haldið að þessum aðilum að metnir verði kostir og gallar þess að setja það niður á öðrum stað. Þar hafa verið nefndir Eyjafjörð- ur og Reyðarfjörður. Banda- ríkjamennirnir hafa lýst áhuga Veðurofsinn gríðarlegt Gríðarlegt tjón varð á Stokks- liggjandi hús í veðurofsanum og cyri og Eyrarbakka í þeim telja menn þar mestu mildi að náttúruhamförum sem gengu yfir það skyldi ekki brotna í spón og þessi byggðarlög í fyrrinótt. Þá tvístrast yfir byggðina. brunnu tvö fiskverkunarhús til j Sandgerði brunnu tvö fisk- kaldra kola í Sandgerði í veðurof- verkunarhús til kaldra kola og sanum án þess að slökkviliðið vegna veðursins gat slökkviliðið gæti nokkuð að gert. ekki ráðið við neitt. -grh Að sögn heimamanna á Stokkseyri var þorpið nánast í rúst eftir hamfarir næturinnar og þá aðallega vegna sjógangs sem braut niður sjóvarnargarða og vegi auk þess að bera með sér ógrynni af sandi og drullu út um allt. Þá varð fólk að flýja úr íbúð- um sínum vegna flóða. Þar fór einnig nýleg skemma í rúst auk harðfiskverkunarhúss. Eftir nóttina leit Eyrarbakki út eins og eftir sprengjuárás en þar flæddi sjór einnig um allt. Þar fauk þakið af saltfiskhúsi hrað- frystihússins í heilu lagi yfir nær- Alumax sínum á að taka þátt í staðarval- inu, verði af samstarfi þeirra um byggingu nýs álvers. Miðað er við að hið nýja álver framleiði 200 þúsund tonn á ári og er kostnaðurinn talinn verða 750-800 miljónir dollara, án vaxta á byggingartímanum. Með vöxtum verður kostnaðurinn 100-150 miljónum hærri, eftir því hversu langur byggingartíminn er. Ef álbræðsla í hugsanlegu nýju álveri á að hefjast á síðari hluta árs 1993 í fyrri áfanga og ári seinna í síðari áfanga þarf að hefj- ast handa um undirbúning virkj- anaframkvæmda á fyrri hluta þessa árs. -gb Sjá síðu 3 Samningar Stutt í niður- stöður Það á að koma í Ijós á næstu 2-4 dögum hvort menn vilja fara þessa leið eða ekki og það þýðir ekkert að bíða lengur með það. Ef menn eru sammála því eiga þeir að drífa sig í að ganga frá samningum, því það verður að klára farminn strax og hann kem- ur í land,“ sagði Björn Grétar Sveinsson formaður Verkalýðsfé- lagsins Jökuls í samtali við Þjóð- viljann í gær. Könnunarviðræður ASÍ og VSÍ hafa nú staðið yfir í rúman mánuð og ættu þær að fara að skila sér í ákveðnum niðurstöð- um. Skiptar skoðanir eru um það manna á meðal hve mikil vinna er eftir til að hægt verði að ganga til samninga samkvæmt svokallaðri „núll-lausn“. Björn Grétar segir könnunarviðræðurnar á réttri leið, miðað við ákveðnar for- sendur. Hann sagði þær vera komnar það langt á veg að auðveldlega ætti að vera hægt að ákveða í þessari viku hvort samið verði á þeim nótum. Einar Oddur Kristjánsson for- maður VSÍ tók undir það að niðurstaða þyrfti að liggja fyrir innan tíðar. Hann sagði samn- ingsaðila ekki hafa endalausan tíma en vildi ekki gefa neinn ák- veðinn frest þar að lútandi. -þóm

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.