Þjóðviljinn - 10.01.1990, Blaðsíða 12
Árni Tryggvason
hönnuður
Nei, ég bý í góðu hverfi og svaf
einsog steinn.
Magnús Jónsson
nemi
Nei, og þótt ég hafi óneitanlega
orðið þess var þá varð ég ekki
fyrir neinni truflun.
Guðjón Gíslason
dúkari
Nei, það fauk ekki neitt. Ég vakn-
aði svona tvisvar þrisvar um nótt-
ina en veðrið var talsvert betra
um morguninn.
SPURNINGIN
Fauk eitthvaö hjá þér í
óveðrinu í gær?
Daði Ólason
nemi
Nei, nei, það gerði það ekki. Ég
svaf svona með höppum og
glöppum en varð ekki meint af.
Guðný Hilmarsdóttir
Borgarspítala
Nei, það varð ekkert tjón af því.
Ég svaf svona af og til og vaknaði
við lætin.
blÓÐVIMINN
Miðvikudagur 10. janúar 1990. 6. tölublað 55. órgangur
SÍMI 681333
Á KVÖLDIN
681348
SÍMFAX
681935
Landgrœðsluskógar Ataks 1990
Birkibyltingin að bresta á
Allir hvattir tilað vera með ístœrsta gróðursetningarátakiIslandssögunnar
Avori komandi sleppa ein og
hálf milljón lítilla bjarka úr
prísund sinni hjá garðyrkju-
bændum í uppsveitum Arnes-
sýslu. 73 gróðursnauð svaeði víðs
vegar um land verða vettvangur
byltingarstarfsins í byrjun og
sloka rætur bjarkanna í sig af
áfergju. Plönturnar hyggjast
„valda straumhvörfum í gróður-
sögu landsins“, eins og segir í
kynningu á Átaki 1990, „upp frá
þessu verða stærri skref stigin til
að endurheimta glötuð land-
gæði.“
- Átakið hófst formlega á
Kjarvalsstöðum sl. sunnudag,
segir Hulda Valtýsdóttir, for-
maður Skógræktarfélags íslands,
-nú erum viö að undirbúa svæðin
og hefja upplýsingar og fræðslu.
Sjónvarpið sýnir meðal annars 7
þætti sérstaklega á vegum Átaks-
ins. Við munum gefa út fræðslu-
bæklinga, hafa samband við
skólana og svo framvegis. Tilefni
Átaksins er 60 ára afmæli Skóg-
ræktarfélags íslands, sem er sam-
bandsfélag allra áhugamannafé-
laga um skógrækt í landinu, en
félagsmenn þeirra eru alls um
7000.
- Er þetta Atak aðeins á vegum
skógrœktarfélaganna?
- Nei, Landgræðsla ríkisins,
Skógrækt ríkisins og landbúnað-
arráðuneytið eru samstarfsaðilar
okkar í þessu verkefni, en nú er
leitað til þjóðarinnar allrar. Við
tökum að okkur að safna fé til að
kaupa þessa 1,5 miljón birkipl-
antna, síðan ætlum við að dreifa
þeirn til áhugahópa, skólafólks,
sveitarfélaga og alls almennings,
sem óskar að hjálpa við gróðurs-
etninguna.
- Hvernig voru þessi svœði val-
in?
- Boð voru látin ganga til skóg-
ræktarfélaga og annarra aðila um
að benda á svæði. Þau voru svo
endanlega valin í samráði við
sérstaka fagnefnd Átaksins, en í
Merki Átaks 1990 á eftir að sjást
víða á þessu ári. Ástæða er til að
hvetja fólk til að fylgjast með
sjónvarpsþáttunum í tilefni
Ataksins.
LANDGRÆÐSLUSKOGAR
ATAK 1990
henni sitja nokkrir vísindamenn
og sérfróðir aðilar.
- Er eingöngu plantað birki?
- Nei, við dreifum líka sitka-
greni og sérstakri víðitegund, en
ekki síst lúpínufræi, birkifræi og
grasfræi. Allt miðast við það að
geta grætt upp gróðursnauð
svæði.
- Hvað er þetta stórt átak miðað
við venjuleg afköst okkar Islend-
inga í trjáplöntun á einu ári?
- Við ætlum að dreifa þessari
1,5 miljón plantna, en árleg
plöntun hér hefur numið um ein-
ni miljón árlega. Og það er von
okkar að stofnanir og áhugafólk
láti Átakið ekki koma í staðinn
fyrir venjulegt framtak, heldur
verði það að sem mestu leyti við-
bót. Og samt er þetta lítið. Svíar,
sem ekki byggja skóglaust land,
láta sér ekki nægja að planta
minna en 450 miljónum plantna
árlega.
- Hverjir heldurðu að komi til
samstarfs?
- Stuðningsaðilarnir eru marg-
ir. Eimskipafélag íslands hefur
þegar gefið 7,5 miljónir króna í
tilefni 75 ára afmælis síns og um
400 aðilar hafa heitið stuðnihgi
og vinnu. Skógræktarfélögin
verða eflaust mjög framarlega í
starfinu og víða í góðri samvinnu
við sveitarfélög, sem hafa brugð-
ist vel við. Við bindum líka mikl-
ar vonir við árangur af sölu
Grænu greinarinnar 19.-22. apríl
í vor.
Það nýja við Átak 1990 er
uppgræðsluþátturinn. Núna eru
valin gróðursnauð svæði og
skógarplönturnar notaðar til að
hjálpa þeim. Þess vegna kallast
þetta landgræðsluskógar. Það er
einnig skilyrði að skógarnir verði
gerðir aðgengilegir almenningi,
enda tilgangurinn að koma upp
útivistarskógum sem víðast.
Önnur nýjung er „Vinarskó-
gurinn“. Komið hefur verið fyrir
söfnunarbaukum víða þar sem
erlendir ferðamenn staldra hér-
lendis og þeim gefinn kostur á að
skilja eftir sig tré. „Vinarskógin-
um“ sem á að koma upp fyrir
þetta fé, ásamt öðru sem hugsan-
’lega berst frá útlöndum, hefur
enn ekki verið valinn staður.
Átak 1990 fær 10 kr. af hverri
Fuji-filmu sem seld verður hér-
lendis á árinu, auk þess sem Fuji-
umboðið hefur kostað gerð 7
sjónvarpsþátta í tengslum við
Atakið. Fyrirtækið Víðsjá fram-
leiðir þættina undir stjórn Gísla
Gestssonar. Ferðaland hf. gefur
10% af andvirði plötunnar „ís-
land er land þitt“, en Magnús Þór
Sigmundsson er höfundur lagsins
við texta Margrétar Jónsdóttur.
Verndari Átaks 1990 er forseti
íslands, Vigdís Finnbogadóttir.
ÓHT
Framtíðarlandið? Halllormsstaðarskógur er dæmi um birkiskóg sem
hefur fóstrað og skýlt mörgum tignarlegustu trjám landsins. Myndin er
frá Mörkinni í Hallormsstað. Mynd: ÓHT.