Þjóðviljinn - 10.01.1990, Blaðsíða 11
LESANDI VIKUNNAR
I DAG
Ásdís Skúladóttir, leikstjóri og félagsfræðingur
Ef maður er ánægður er
kominn
Hvað ertu að gera núna, Ásdís?
„Ég skipti mér nokkuð jafnt
milli þess að vera leikstjóri og fé-
lagsfræðingur um þessar mundir.
Ég er að setja upp barnaleikrit
eftir Ole Lund Kirkegaard í
Kópavogi, það heitir Virgill litli.
Við erum að byrja að æfa núna.
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson
þýddi verkið eins og Fróða og alla
hina grislingana sem var sýnt í
fyrra við miklar vinsældir. Og
Gerla gerir leikmynd eins og í
fyrra. Sem félagsfræðingur starfa
ég með Frístundahópnum Hana-
nú. Við erum núna í óðaönn að
skipuleggja starfið næstu þrjá
mánuði, ætlum meðal annars á
gömlu dansana, listasöfn, tón-
leika og í leikhús okkur til and-
legrar og líkamlegrar næringar."
Hvað varstu að gera fyrir tíu
árum?
„Hvernig á ég að muna það, ég
sem er í lausamennsku á vinnu-
markaðnum! En ég held að um
þetta leyti 1980 hafi ég fengið frí
frá því að leika félagsfræðinginn í
Er þetta ekki mitt líf? tíl að
leikstýra Týndu teskeiðinni eftir
Kjartan Ragnarsson norður á
Sauðárkróki. Sýningin var valin
besta áhugamannasýningin það
ár og send til Finnlands."
Hvað gerirðu helst í frístund-
um?
„Ég hef alltaf öfundað fólk sem
getur sagt frá alls konar spenn-
andi hlutum sem það gerir í frí-
stundum, og ég spyr mig: Af
hverju gerir þú ekkert svona? Þá
tel ég stundirnar í sólarhringnum
og kemst að því að 10 tímar fara í
það að koma sér í háttinn, sofa og
fara af stað á morgnana. Hvunn-
dagsmanneskjur eins og ég vinna
aðra 10 tíma, og þá eru bara fj órir
afgangs! Ætli þeir fari ekki í að
kíkja á fjölskylduna, kaupa inn,
hengja upp þvott, lesa, fara í
leikhús og á tónleika þegar tæki-
færi gefst. Þetta er allt í lagi ef
maður hefur gaman af vinnunni
sinni. Þegar Thor Vilhjálmsson
kemur í heimsókn í Hana-nú eða
við förum á sinfóníutónleika, þá
er ég auðvitað fremur að
skemmta mér en að vinna. Frí-
stundir mínar eru eiginlega sam-
verustundir mínar með fólkinu í
Hana-nú.“
Hvaða bók ertu að lesa núna?
„Ég hef aðallega verið að fletta
íslensku orðsifjabókinni undan-
farið. Við veittum okkur þann
munað að kaupa hana með af-
borgunum. Ég hef líka verið að
lesa Glímuskjálfta, ljóðasafn
Dags Sigurðarsonar. Það er gam-
an að rifja upp ljóð skálds sem
maður hefur lifað tímana með og
tími til
ég hef sérstaklega gaman af
fyrstu bókunum hans. Sveitasælu
Fay Weldon las ég líka og fannst
hún ekki nærri því eins bitastæð
og Kvendjöftjllinn. Miklu
skemmtilegra að lesa Landhelg-
ismálið eftir Lúðvík Jósepsson."
Hvað lestu helst í rúminu á
kvöldin?
„Oft les ég bækur, en oftast
blöðin. Þá tek ég Moggann og
Þjóðviljann og renni yfir allt sem
mér finnst ég þurfa að lesa. Síðast
fyrir svefninn les ég svo minning-
argreinarnar, það færir mér ró.
Þó að þær séu misjafnlega vel
skrifaðar er þetta forvitnilegt
efni. Maður sér líf fólks í hnot-
skurn, lífshætti sem stundum eru
fjarri okkur nú á tímum. Á kvöld-
in sækir oft að manni erfiði kom-
andi dags og þá er gott að lesa um
látið fólk. Daglegt amstur verður
svo óttalega smátt andspænis
dauðanum. Til hvers að gera sér
rellu þó að bíllinn þurfi að fara á
verkstæði? Við lifúm bara einu
sinni. En fyrst og fremst les ég
minningargreinar af áhuga á
mannfólkinu. Þær eru skrifaðar
frá svo ólíkum sjónarhóli, bæði
félagslegum og trúarlegum.“
Hvaða bók myndirðu taka með
þér á eyðiey?
„Ljóðabókin hennar Ingi-
bjargar Haraldsdóttur, Nú eru
aðrir tímar, kemur fyrst upp í
hugann."
Hver var uppáhalds barnabók-
in þín?
„Dísa ljósálfur. Þó var ég svo
hrædd við hana að ég þorði varla
að opna hana og fletta henni! Svo
tók Rósa Bennett við þegar ég
varð eldri.“
Hvað sástu síðast í leikhúsi?
„Töfrasprotann, barnaleikrit
Leikfélags Reykjavíkur, og
skemmti mér prýðilega. Sonur
minn fjögra ára heillaðist alveg
og talar ekki um annað en svart-
álfa og prinsessur síðan."
Er eitthvað sem þig langar að
sjá í leikhúsunum núna?
„Fyrst og fremst Heimili Vern-
hörðu Alba í Þjóðleikhúsinu sem
gömul skólasystir mín, María
Kristjánsdóttir, stjórnar. Og ég
sé eftir að hafa ekki farið norður
að sjá uppsetningu Þórunnar Sig-
urðardóttur á sama verki. Mér
skilst að það séu aðrir tónar hjá
Maríu.“
Fylgistu reglulega með ein-
hverjum dagskrárliðum í útvarpi
og sjónvarpi?
„Eg hlusta alltaf á 7 fréttir út-
varpsins, annað er ekki ákveðið.
En ég hlusta oft á þættina í dags-
ins önn og er svolítið veik fyrir
Derrick. Almennt finnst mér
efast
ákaflega margt á Rás 1 sem gam-
an er að hlusta á, einkum á dag-
inn.“
Hefurðu alltaf kosið sama
stjórnmálaflokkinn?
„Já, það hefur alltaf endað
með því.“
Ertu ánægð með flokkinn
þinn?
„Ég get ekki svarað því ját-
andi, lífið er ekki svo einfalt að
því verði nokkurn tíma fundinn
endanlegur farvegur. Ef maður
er ánægður er kominn tími til að
hugsa sig um og rifja upp ljóðið
um efann eftir Brecht!“
Langar þig til að skamma ein-
hvern stjórnmálamann?
„Já, stundum langar mig til að
skamma ýmsa karlkyns þing-
menn. Ekki út af pólitískum
skoðunum heldur vegna þess að
mér finnst þeir ekki virða hlut-
verk sitt sem þingmenn. Þeir eru
oft svo strákslegir í orðum um
málefni sem varða fólk miklu, og
svo eru þeir að furða sig á að
þjóðin skuli ekki virða þá og Al-
þingi.“
Hvernig myndir þú leysa vanda
þessarar þjóðar?
„Ég veit það ekki, en ég held
að ég myndi leggja af stað með
orðin frelsi, jafnrétti og bræðra-
lag og reyna að vinna samkvæmt
þeirra fyllstu merkingu."
Hvað borðarðu aldrei?
„Ég held ég éti allt - eins og
helvítis kötturinn!"
Hvar myndirðu vilja búa ann-
ars staðar en á íslandi?
„Hvergi.“
Hvernig finnst þér þægilegast
að ferðast?
„Mér finnst ágætt að ferðast
bæði í flugvél og bíl, en þó er
alltaf einhvers staðar á bak við
efinn um að ég komist á áfangast-
að. Helst vildi ég losna við allar
ferðir milli staða!"
Hvernig sérðu framtíðarlandið
fyrir þér?
„Þar ríkir jöfnuður og ham-
ingja. Það land er ekki til ennþá,
en við getum vonast eftir því.“
Hef ég gleymt einhverri spurn-
ingu?
„Já, þú hefur ekki spurt mig
hvert ég sé að fara.“
Hvert ertu að fara, Ásdís?
„Ég er að fara á vegum Kópa-
vogsbæjar til Óðinsvéa á 3-4 daga
námskeið um leikhús fyrir aldrað
fólk. Annars staðar á Norður-
löndum hafa aldraðir sett upp
leiksýningar, til dæmis til að
fræða og skemmta yngra fólki og
börnum. Það hefur ekki verið
gert hér ennþá en vonandi kemur
að því.“
SA
þJOÐVILIINN
FYRIR 50 ÁRUM
Kjötið hækkar um 15 aura kg.
Mjólkin hækkar næstu daga.
1000jólatrébrennd. Mussolini
reynir að koma á Balkanbanda-
lagi gegn Sovét. Mannerheim til-
kynnirmiklasigra.
10. janúar
miðvikudagur. 10. dagurársins.
Sólarupprás í Reykjavík kl. 11.06
-sólarlag kl. 16.05.
Viðburðir
Gútemplarareglan stofnuð árið
1884. Alþýðumaðurinn, málgagn
krata á Akureyri hefurgöngusína
árið 1931. Verkalýðsfélag Stykk-
ishólms stofnað árið 1915. Félag
íslenskra útvarpsvirkja stofnað
1938.
APÓTEK
Reykjavik. Helgar- og kvöldvarsla lyfj-
abúða vikuna
5.-11. jan. 1990 er í Holts Apóteki og
Laugavegs Apóteki.
Fyrrnefnda apótekið er opið um helgar
og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til
10 frídaga). Síðarnef nda apótekið er
t opið á kvöldin 18-22 virka daga og á
laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr-
nefnda.
LÖGGAN
Reykjavík sími 1 11 66
Kópavogur sími 4 12 00
1 84 55
Hafnarfj sími 5 11 66
Garðabær sími 5 11 66
Slökkvilið og sjúkrabílar:
Reykjavík sími 1 11 00
Kópavogur sími 1 11 00
Seltj.nes sími 1 11 00
Hafnarfj sími 5 11 00
Garðabær sími 5 11 00
LÆKNAR
Læknavakt fyrir Reykjavík, Sel-
tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu-
verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga
frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi-
dögum allan sólarhringinn. Vitj-
anabeiðnir, símaráðleggingar og tíma-
pantanir í sima 21230. Upplýsingar um
lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í sím-
svara 18888.
Borgarspitalinn: Vakt virka daga kl. 8-
17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis-
lækni eða ná ekki til hans. Landspít-
alinn: Göngudeildin er opin 20-21.
Slysadeild Borgarspítalans: opin allan
sólahringinn sími 696600.
Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan
sími 53722. Næturvakt lækna sími
51100.
Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt s.
656066, upplýsingar um vaktlækna s.
51100.
Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamið-
stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s.
22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445.
Farsími vaktlæknis 985-23221.
Keflavík: Dagvakt. Upplýsingars. 3360.
Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s.
1966.
SJÚKRAHÚS
Heimsóknartimar: Landspítalinn: alla
daga 15-16,19-20. Borgarspítalinn:
virka daga 18.30-19.30, helgar 15-18,
og eftir samkomulagi. Fæðingardeild
Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30-
20.30. Öldrunarlækningadeild Land-
spítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20
og eftirsamkomulagi. Grensásdeild
Borgarspítala: virka daga 16-19, helgar
14-19.30. Heilt jvemdarstöðin við
Barónsstíg opin alla daga 15-16 og
18.30-19.30. Landakotsspítali: alla
daga15-16og 18.30-19. Barnadeild:
heimsóknirannarraenforeldrakl. 16-17
DAGBÓK
daglega. St. Jósefsspitali Hafnarfirði:
alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps-
spítalinn: alla daga 15-16 og 18.30-19.
Vestmannaeyjum: alla virka daga 15-
16og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness:
alla daga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra-
húsið Húsavik: alla daga 15-16 og
19.30-20.
ÝMISLEGT
Hjálparstöð RKI. Neyðarathvarf fyrir ung-
lingaTjarnargötu 35. Sími: 622266, opið
allansólarhringinn.
Sálfræðistöðin. Ráðgjöf í sálfræðilegum
efnum. Simi 687075.
MS-félagið Álahdi 13. Opið virka daga frá
kl. 8-17. Síminner 688620. ’
Kvennaráðgjöfín Hlaðvarpanum Vestur-
götu 3. Opið þriðjudaga kl.20-22,
fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, •
sími 21500, símsvari.
Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa
fyrirsifjaspellum, s. 21500, símsvari.
Upplýsingar um eyðni. Sími 622280,
beint samband við lækni/hjúkrunarlræðing
ámiðvikudögumkl. 18-19, annarssím-
svari.
Samtök um kvennaathvarf, simi 21205.
Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar
hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun.
Samtökln '78. Svarað er í upplýsinga- og
ráðgjafarsímafélags lesbíaog hommaá
mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21—
23. Símsvari á öðrum tímum. Síminn er
91-28539.
Bilanavakt rafmagns- og hiiaveitu: s.
27311. Raf magnsveita bilanavakt s.
686230.
Vinnuhópur um sif jaspellamál. Sími
21260allavirkadagakl. 1-5.
Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga-
nema, er veitt I sima 11012 milli kl. 19.30
og 22.00 áfimmtudagskvöldum.
„Opið hús“ krabbameinssjúklinga
Skógarhlíð8 er„Opiðhús“fyrirallakrabb-
ameinssjúklinga og aöstandendur þeirra á
fimmtudögum kl. 17.00-19.00.
Samtök áhugafólks um alnæmisvand-
ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka
og aðstandendur þeirra. Hringið í sima 91 -
22400 alla virka daga.
GENGIÐ
9. jan. 1990
kl. 9.15.
Sala
Bandaríkjadollar............. 60.63000
Sterlingsþund............... 100.26700
Kanadadollar................. 52.24200
Dönsk króna................... 9.34570
Norsk króna................... 9.33490
Sænskkróna.................... 9.88910
Finnsktmark.................. 15.23370
Franskurfranki............... 10.63500
Belgískur franki.............. 1.72830
Svissneskurfranki............ 39.78350
Hollenskt gyllini............ 32.14310
Vesturþýskt mark............. 36.29450
Itölsk líra................... 0.04847
Austurrískur sch.............. 5.16200
Portúg. Escudo................ 0.40990
Spánskurþeseti................ 0.55530
Japansktyen................... 0.41850
írsktpund.................... 95.66800
KROSSGÁTA
Lárétt: 1 buxur4kylfu
6 stækkuðu 7 grind 9
Iaera12áleit14spil15
nægileg 16kæpan 19
magri20ólgaði21
veiðir
Lóðrétt: 2 stilli 3 hnif 4
geð 5 hás 7 vitlausri 8
stólpa 10stakrar 11
hræðsla13dauði17
eyri 18 bleyta
Lausn á síðustu
krossgátu
Lárétt: 1 blær 4 borg 6
afl7hrak9æska12
Iaust14und15ólm16
nægur19traf20nafn
21 ragan
Lóðrétt: 2 lár 3 raka 4
blæs 5 rík 7 hausts 8
aldnar10stóran11
arminn13ugg 17æfa
18 una
Miðvikudagur 10. janúar 1990 ÞJÓÐVILJII
DA 11