Þjóðviljinn - 10.01.1990, Blaðsíða 7
ERLENDAR FRÉTTIR
Austur-Þýskaland
Mengaðasta land í Evrópu
Krataflokkar úr báðum hlutum Pýskalands hvetja til stórátaks í um-
hverfismálum í Austur-Þýskalandi
Sérfræðingar jafnaðarmanna-
flokka þýsku ríkjanna áætla
að ekki dugi minna en 200 milj-
arðar marka (7.000 miljarðar ís-
lenskra króna) til að bæta þær
umhverfisskemmdir sem orðið
hafa í landinu, fyrst og fremst af
völdum orkuframleiðslu og
-eyðslu.
Fulltrúar flokkanna héldu fund
í Bonn og lögðu þar til að þýsku
ríkin gerðu með sér umhverfis-
verndarbandalag sem byggðist
ma. á því að stjórnvöld í Bonn
reiddu fram fimmtung áðurn-
efndrar fjárhæðar, þe. fjóra milj-
arða marka á ári í tiu ár.
Austur-Þýskaland á við ein-
hver verstu umhverfisvandamál
að stríða af öllum löndum í Evr-
ópu. Því veldur einkum að til
orkuframleiðslu eru notuð
brúnkol að 80 hundraðshlutum
en við brennslu þeirra myndast
mikið sót, brennisteinstvíildi og
aðrar gufur sem valda öndunar-
erfiðleikum hjá fólki og skógar-
dauða.
Vesturþýska fréttaritið Der
Spiegel skýrir frá því í nýjasta
tölublaði sínu að eitt orkuver í
austurhluta Austur-Þýskalands
dæli út í andrúmsloftið jafnmiklu
brennisteinstvíildi og öíl orkuver
í Noregi og Danmörku saman-
lögð. Orkusóun ereinnig gífurleg
í landinu. Þannig eru
Austur-Þjóðverjar þriðju mestu
orkunotendur heims á eftir fbú-
um Bandaríkjanna og Kanada
sem eru hins vegar mun iðnvædd-
ari en Austur-Þýskaland.
Krataflokkarnir tveir komust
að þeirri niðurstöðu að til þess að
bæta þær skemmdir sem orðið
hafa á íbúðasvæðum í Austur-
Þýskalandi þyrfti að verja 100
miljörðum marka, 60 miljarða
þyrfti til að endurnýja orkuver
landsins og 40 miljarða til að
auka orkunýtingu í iðnfyrirtækj-
um. Austurþýskir kratar sögðu
að afnema yrði allar niður-
greiðslur á orku í því skyni að
hvetja til orkusparnaðar.
Nauðsynlegt væri að ná orku-
Austurþýskt orkuver: eitt slíkt veldur meiri mengun en öll orkuver í Danmörku og Noregi samanlögð.
eyðslunni niður um 20% á næstu
fimm árum, draga verulega úr
notkun brúnkola, loka þeim ork-
uverum sem mestum spjöllum
valda og skipta yfir í gasbrennslu
sem veldur langtum minni meng-
un.
Vesturþýsir kratar bentu á að
yfirvöld í Bonn þyrftu að leggja
fram verulegar fjárhæðir til þessa
verkefnis, hugsanlega með því að
hætta við boðaðar skattalækkanir
á fyrirtækjum. - Það væri ekki
síður hagur Vestur-Þjóðverja að
draga úr mengun fyrir austan því
við það minnkaði álagið á vestur-
þýskt umhverfi. Þeir lögðu einnig
til að Vestur-Þjóðverjar létu
Austur-Þjóðverjum í té olíu og
gas af varabirgðum sínum og
tækniþekkingu til að draga úr
menguninni.
Flokkarnir voru sammála um
að Vestur-Þjóðverjar ættu að
hætta að senda úrgang til urðunar
í Austur-Þýskalandi. Eins og er
taka Austur-Þjóðverjar við fimm
miljónum tonna af vesturþýskum
úrgangi árlega gegn greiðslu í
gjaldeyri. Ennfremur lýstu flokk-
arnir því yfir að gildandi sam-
starfssamningar ríkjanna á sviði
umhverfismála væru nafnið tómt
og einungis til skrauts. Þörf væri
fyrir miklu víðtækará samstarf
ríkjanna.
Vesturþýski umhverfismála-
ráðherrann, Klaus Töpfer, hefur
lýst því yfir að hann sé reiðubúinn
að veita nærri einum miljarði
marka til verkefna í Austur-
Þýskalandi. Flann sagði í fyrra-
dag að mengunin í Austur-
Þýskalandi væri meiri en nokk-
urn hefði órað fyrir og að það
myndi taka í það minnsta áratug
að komast fyrir verstu afleiðingar
hennar.
Frank Bogisch, sem sæti á í
framkvæmdastjórn austurþýska
jafnaðarmannaflokksins, sagði
eftir fundinn í Bonn að Austur-
Þýskaland væri eitt skítugasta ríki
álfunnar og ef ekki yrði gripið til
þeirra ráða sem dygðu til að ná
tökum á umhverfismálunum væri
útlitið svart fyrir börnin sem nú
vaxa úr grasi.
Reauter/-ÞH
Suður-Afríka
Sex felldir í
verkfalls-
Ekki færri en sex manns féllu
og 18 særðust í átökum verkfalls-
manna við járnbrautirnar í
Germiston í Suður-Afríku við
aðra starfsmenn sem settu sig á
móti verkfallinu. Verkfallið hefur
staðið í níu vikur og hafa amk. 22
fallið í átökum sem tengjast því.
Að sögn talsmanna suður-
afríska verkamannasambands-
ins, COSATU, hófust rósturnar í
gær á því að járnbrautarlest með
fjölda verkfallsmanna kom á
brautarstöðina í Germiston sem
er skammt austan við Jóhannes-
arborg. Á brautarpallinum voru
samankomnir um 2.000 andstæð-
ingar verkfallsins vopnaðir hníf-
um og kylfurn og réðust þcir að
verkfallsmönnum með þeim af-
leiðingum að amk. sex féllu og 18
særðust.
Talsmenn COSATU sögðu að
lögreglumenn hefðu fylgst með
átökunum án þess að hafast að en
því neita stjórnendur lögreglunn-
ar. Kvaðst lögreglan hafa
skakkað leikinn og þurft að beita
táragasi í því skyni. Sjónarvottar
sáu þó nokkur lík borin í burtu af
brautarstöðinni.
Verkfallsmenn berjast fyrir
hærri launum og viðurkenningu á
starfsréttindum samtaka sinna.
Ríkisfyrirtækið SATS sem starf-
rækir flestar járnbrautarlestir og
allar hafnir og flugvelli landsins
hefur mætt verkfallinu-af.fyllstu
hörku og rekið yfir 22.000 verk-
fallsmenn eða um fjórðung þeirra
blökkumanna sem starfað hafa
hjá fyrirtækinu. Reuter/-ÞH
Olía
Verðlækkun heldur áfram
Mildara veður íNorður-Ameríku ogaukin
framleiðsla OPEC-ríkjanna veldur lœkkandi
olíuverði
Olíuverð hélt áfram að lækka á
mörkuðum í Lundúnum í gær.
Verð á Norðursjávarolíu lækkaði
um 35 cent fatið en í fyrradag
lækkaði það enn meir eða um
1,55 dollara fatið. Fatið er nú selt
á 20,75 dollara en sl. fimmtudag
var verðið 23 dollarar fyrir fatið
og hafði ekki farið hærra í fjögur
ár.
Sérfræðingar telja að það sé
einkum tvennt sem valdi þessari
verðlækkun. í fyrsta lagi hafi um
helgina dregið verulega úr vetrar-
hörkum sem ríkt hafa í Banda-
ríkjunum og Kanada að undan-
förnu og leitt til verulegrar
hömstrunar á olíu til húshitunar.
Á hinn bóginn voru birtar tölur
um framleiðslu OPEC-ríkjanna
sem sýndu að hún hefur aukist
þrátt fyrir samkomulag ríkjanna
um að takmarka hana. Nýr samn-
ingur um að minnka framleiðs-
luna um eina miljón fata á dag
tók gildi um áramót en áhrifa
hans tekur ekki að gæta fyrr en
eftir nokkra mánuði.
Talsmaður Alþjóða orkumála-
stofnunarinnar í París kvaðst í
gær eiga von á að verðið fyrir
Norðursjávarolíu myndi komast í
jafnvægi í kringum 19 dollara fat-
ið. Hið háa verð undangenginna
vikna hafi ekki verið raunhæft.
Hins vegar væru margir séfræð-
ingar þeirrar skoðunar að olíu-
markaðurinn væri loksins að
jafna sig á verðhruninu sem varð
snemma á níunda áratugnum og
orsakaðist af verulegum sam-
drætti í orkueyðslu í kjölfar hinna
miklu verðhækkana sem urðu
áratuginn á undan.
Framleiðsla OPEC-ríkjanna er
nú 23-24 miljónir fata á dag og
hefur aukist um 50% frá 1985
þegar hún fór lægst. Samt hefur
verðið farið heldur hækkandi.
Því veldur samdráttur í fram-
leiðslu stórveldanna tveggja,
Sovétríkjanna og Bandaríkj-
anna, auk þess sem olíunotkun
hefur farið vaxandi í heiminum.
Alþjóða orkumálastofnunin spá-
ir því að eftirspurn eftir olíu í
öllum löndum nema Sovétríkjun-
um, Austur-Evrópu og Kína
aukist um eina miljón fata á dag
og verði 52,9 miljónir fata. Fari
það eftir er það mesta ®líunotkun
sem um getur, meiri en hún varð
mest um 1980.
Reuter/-ÞH
EINDAGINN
ER 15.
HVERS MÁNAÐAR
Launagreiðendum ber að skila afdreg-
inni staðgreiðslu af launum og reikn-
uðu endurgjaldi mánaðarlega. Skilin
skulu gerð eigi síðar en 15. hvers mán-
aðar.
Með skilunum skal fylgja greinar-
gerð á sérstökum eyðublöðum, „skila-
greinum", blátt eyðublað fyrir greidd
laun og rautt fyrir reiknað endurgjald.
Skilagrein ber ávallt að skila einnig þó
svo að engin staðgreiðsla hafi verið
dregin af í mánuðinum.
Allar fjárhæðir skulu vera í heil-
um krónum.
RSK
RlKISSKATTSTJÓRI
Miðvikudagur 10. janúar 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7