Þjóðviljinn - 10.01.1990, Síða 2
FRÉTTIR
Fjárhagurinn
Sveitarfélög á hausnum
Harkalegar aðgerðir þarf til að bjarga þeim verst settu
Nettóskuldir 28 verst stöddu
sveitarfelaganna í landinu eru
á bilinu 60-180% af tekjum mið-
að við árið 1988. Fjárhagsstaða
12 þessara sveitarfélaga er svo
slæm að gripa þarf til harkalegra
aðgerða til að koma fjármálum
þeirra aftur á réttan kjöl. Hin
sveitarfélögin 16 ættu að geta
komist út úr erfiðleikunum án af-
skipta ríkisvaldsins.
Þetta kemur m.a. fram í
skýrslu nefndar sem félagsmála-
ráðherra skipaði á síðasta ári tii
að kanna fjárhagsstöðu verst
stöddu sveitarfélaga landsins og
gera tillögur til úrbóta.
í skýrslunni kemur fram að
ástandið er verst hjá þéttbýlis-
sveitarfélögunum, einkum þeim
minni, þar sem leitast er við að
veita sömu þjónustu og í stærri
sveitarfélögunum, þar sem stærð-
arhagkvæmni er farið að gæta.
Minnstu sveitarfélögin standa
aftur á móti vel fjárhagslega,
enda veita þau minnstu þjónust-
una.
Kjörnir sveitarstjórnarmenn
og framkvæmdastjórar sveitarfé-
Iaga eru gagnrýndir í skýrslunni
og segir að þeir hafi í mörgum
tilvikum ekki sýnt nægilega fyrir-
hyggju í stjórn fjármála sveitarfé-
laga sinna. Sagt er að aðhaldi sé
ábótavant og að margvísleg þjón-
usta og rekstur hafi verið aukin
án þess að fjárhagslegur grund-
völlur væri fyrir hendi. Þá segir
að fjárhagsstaða sveitarfélag-
anna hafi almennt versnað frá ár-
inu 1986 og að veltufé þeirra sé
núorðið neikvætt í langflestum
tilvikum.
Nokkrar ástæður versnandi
fjárhagsstöðu eru nefndar til sög-
unnar. í einstökum sveitarfé-
lögum eru tekjur of lágar miðað
við sambærileg sveitarfélög. Þá
hafa verkefni og þjónusta verið
aukin og ráðist hefur verið í of
miklar fjárfestingar. Mikill fjár-
magnskostnaður og fyrirhyggju-
leysi í fjármálastjórn sumra
sveitarfélaga eru meðal söku-
dólganna, svo og skerðing á
Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Nefndin er með fjölmargar til-
lögur til úrbóta á fjárhagsvand-
ræðum sveitarfélaganna. Þar má
nefna að tekjur Jöfnunarsjóðs
sveitarfélaga verði ekki skertar
og rekstrargjöld verði dregin
saman þar sem þau eru of há.
Sveitarfélögin eru hvött til að
forðast þátttöku í atvinnurekstri
ef unnt er, settar verði ákveðnar
viðmiðanir varðandi ábyrgðir og
Fólk telur þjónustu banka al-
mennt góða og þá sérstaklega
þeirra eigin viðskiptabanka.
Banka á að reka með hagnaði, en
þótt flestir telji hagnað þeirra of
mikinn vill yfirgnæfandi meiri-
hluti landsmanna skipta við
banka sem skilar hagnaði. Þá eru
áhrif stjórnmálamanna í bönkum
of mikil og umræða um banka í
fjölmiðlum er villandi. Þrátt fyrir
þessar skoðanir almennings veit
aðeins þriðji hver íslendingur
hvað grundvallarhugtök einsog
nafnvextir, raunvextir og verð-
trygging þýða.
Þetta eru helstu niðurstöður
könnunar sem Félagsvísinda-
stofnun Háskólans gerði fyrir
Samband íslenskra viðskipta-
banka í september sl. „Við töld-
um nauðsynlegt að kanna viðhorf
fólks til banka á þessum tíma-
mótum vegna sameiningar bank-
anna og þar að auki hefur um-
ræða um banka verið neikvæð í
fjölmiðlum að undanförnu,"
lántökur sveitarfélaga, og að
aukin áhersla verði lögð á
menntun og þjálfun stjórnenda
sveitarfélaga.
sagði Stefán Pálsson bankastjóri
Búnaðarbankans þegar niður-
stöður voru kynntar.
Könnunin náði til 1500 manns
á aldrinum 18-75 ára og svöruðu
1050, eða 70%. Aðstandendur
könnunarinnar voru mjög
ánægðir með niðurstöðurnar,
enda benda þær ótvírætt til
ánægju fólks með þjónustu bank-
anna. Af þeim sem tóku afstöðu
höfðu 52% jákvætt viðhorf
gagnvart bönkum og 80% töldu
þjónustu þeirra góða eða frekar
góða. Rösklega 91% telja eigin
viðskiptabanka veita mjög góða
þjónustu þannig að viðskiptavin-
ir hallast mjög að eigin banka.
81,5% töldu starfsfólk bankanna
nægilega lipurt í þjónustu, hvað
sem það nú þýðir.
Flestir, eða þrír af hverjum
fjórum, telja opnunartímann
henta sér vel eða sæmilega og
71% bera mjög mikið eða frekar
mikið traust til bankanna.
Skiptar skoðanir voru um hvort
Nefndin leggur loks til að
kannað verði hvort ekki náist
samstaða um að lágmarksíbúa-
tala sveitarfélaga verði 400. -gb
samkeppni bankanna væri of
mikil, en 76% töldu sameiningu
æskilega og aðeins 15% óæski-
lega. 84% töldu áhrif stjórnmála-
manna í bönkum vera of mikil og
aðeins 1,4% töldu þau vera of
lítil. Þá töldu aðeins 40% um-
ræðu um banka í fjölmiðlum vera
sanngjarna, en 60% töldu hana
villandi og þá aðallega of
neikvæða. Um hagnað banka
töldu 87% æskilegt að þeir
skiluðu hagnaði. 63% töldu
hagnaðinn vera of mikinn en
samt vildu aðeins 7% skipta við
banka sem rekinn væri með tapi.
Er.da þótt afstaða almennings
til bankakerfisins sé mjög af-
dráttarlaus á flestum sviðum eru
fáir nægilega fróðir um grund-
vallarhugtök einsog nafnvexti,
raunvexti og verðtryggingu. Að-
eins þriðjungur kunni skil á þess-
um hugtökum og aðeins 6%
töldu að almenningur vissi nægi-
lega mikið um þau.
-þóm
Pjóðleikhúsið
Skynsamleg
leið
segir Svavar Gestsson
um umdeildar
breytingar á svala-
skipan
Svavar Gestsson mcnntamála-
ráðherra er ekki tilbúinn að
skýra frá því hvort farið verður
eftir umdeildum tillögum bygg-
ingarnefndar Þjóðleikhússins um
breytingar á svalaskipan hússins
samfara endurbótum á innviðum
þess. Endanleg ákvörðun verður
tekin einhvern næstu daga.
„Það voru margir sem höfðu
efasemdir um þessar svala-
breytingar í fyrstu, en
sannfærðust svo. Ég er einn í
þeirra hópi. Ég tel að þetta sé
skynsamleg leið, en það er ekki
þar með sagt að niðurstaðan
verði sú,“ sagði Svavar í samtali
við Þjóðviljann.
Húsfriðunarnefnd hefur lagst
gegn breytingum á svalaskipan-
inni, en að sögn Svavars á hún
ekki lokaorðið þar sem Þjóðleik-
húsið er ekki friðað. Húsa-
meistari ríkisins fer með höf-
undarrétt Guðjóns Samúelssonar
að byggingunni og hann hefur lýst
því yfir að hann muni una þeirri
niðurstöðu sem verði ofan á. Það
mun og hafa verið ein af tillögum
Guðjóns að svalirnar yrðu aðeins
einar.
Á fundi menntamálaráðherra
og byggingarnefndar með starfs-
mönnum Þjóðleikhússins í fyrra-
dag kom fram yfirgnæfandi
stuðningur við tillögur bygging-
arnefndarinnar.
Svavar Gestsson segir að rökin
fyrir breytingunum séu þríþætt. í
fýrsta lagi listræn rök, þau að
Þjóðleikhúsið verði betra
leikhús. „Það erenginn sem mæl-
ir á móti því, út af fyrir sig,“ segir
hann. í öðru lagi eru það rekstr-
arleg rök. „Þau skipta mjög
miklu máli í mínum huga. Það
verður hægt að selja öll sæti á
þessum sameinuðu einu svölum á
fullu verði," segirSvavar. í þriðja
lagi eru það svo menningarsögu-
leg rök, sem menn greinir á um.
-gb
Bankastjórar viðskiptabankanna, GeirMagnússon, Tryggvi Pálsson, Valur Arnþórsson og Stefán Pálsson
kynna niðurstöður könnunarinnar. Mynd: Jim Smart.
Bankar
Góð þjónusta
Almenningur hefur jákvœð viðhorftil banka og villsínum banka
einkar vel. Aðeinsþriðjungur kann skil á grundvallarhugtökum
bankakerfisins
Stúdentar úr Garðabæ
20. desember sl. brautskráðust 29
stúdentar og einn nemandi af
tveggja ára braut frá Fjöl-
brautaskólanum í Garðabæ.
Bestum námsárangri náði Lóa G.
Davíðsdóttir á náttúrufræði-
braut. Á myndinni eru hinir nýút-
skrifuðu ásamt Þorsteini Þor-
steinssyni skólameistara til
vinstri og Gísla Ragnarssyni að-
stoðarskólameistara til hægri.
Tómas R. Einarsson
hljómsveitarstjóri.
Djass á
Café ísland
Á liðnu ári bauð Café ísland gest-
um upp á Iifandi djasstónlist á
laugardagskvöldum og verður
því nú haldið áfram.
Næstkomandi laugardagskvöld
kemur þar fram í fyrsta sinn
Kvartett Tómasar R. Einars-
sonar, sem auk hans er skipaður
Sigurði Flosasyni, Reyni Sigurðs-
syni og Marteen van der Valk.
Kvartettinn mun m.a. leika ís-
lensk djasslög, þ.á m. af hljóm-
plötunni Nýr tónn sem kom út í
nóvember og hefur hlotið lof-
samleg ummæli gagnrýnenda.
Loftleiðahótelið
endurnýjað
Hafin er endurnýjun á 110 gisti-
herbergjum á Hótel Loftleiðum í
Reykjavík. Gert er ráð fyrir að
breytingunum verði lokið um
miðjan mars og að þær muni
kosta um 170 miljónir króna.
Þetta er liður í heildarendurnýj-.
un tækja og þjónustu Flugleiða
sem þykir nauðsynleg til að
tryggja áframhaldandi vöxt
ferðamannaþjónustunnar hér á
landi og verður lokið á þrem
árum. Sömu verktakar sjá um
þessar breytingar og endurný-
juðu öll herbergi á Hótel Esju í
fyrra. Yfirumsjón er í höndum
Ingimars Hauks Ingimarssonar
arkitekts.
Dregið hjá
Sjálfsbjörg
Á aðfangadag var dregið í happ-
drætti Sjálfsbjargar. Bifreiðin
Toyota Corolla 1300 kom á miða
Fjólu Einarsdóttur, Bessastaða-
hreppi.
Verðlaun Gjafar
Jóns Sigurðssonar
Verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sig-
urðssonar hefur verðlaunað eftir-
talin ritverk frá 1988 og 1989: Út-
gáfu Bolla Gústafssonar á ljóðm-
ælum sr. Björns Halldórssonar í
Laufási; Um þurrabúðarfólk á
Eyrarbakka og Stokkseyri eftir
Finn Magnússon; Family and
Household in Iceland eftir Gísla
Ágúst Gunnlaugsson; Dómsdag-
ur og helgir menn á Hólum eftir
Hörð Ágústsson; Byggðaleifar í
Hrafnkelsdal og á Brúardölum
eftir Sveinbjörn Rafnsson og
Gullnu fluguna eftir Þorleif Frið-
riksson.
Aukning hjá
Eimskip
Heildarflutningar Eimskips voru
966 þúsund tonn árið 1989 og er
það 6% aukning frá árinu á
undan. Rekstrartekjur á árinu
námu um 6.000 miljónum króna,
sem er 24% aukning frá 1988.
Fyrirtækið var í árslok með 15
skip í föstum rekstri. Starfsmenn
þess voru þá 670.
Endurbótasjóður
Skipuð hefur verið stjórn Endur-
bótasjóðs menningarbygginga,
samkvæmt lögum frá því í vor.
Sjóðnum skal varið í verndun
gamalla bygginga í eigu ríkisins
og annarra húsa samkvæmt til-
lögum Þjóðminjasafns. Þá skal
einnig verja sjóðnum til þess að
ljúka byggingu Þjóðarbókhlöðu.
Til sjóðsins rennur frá og með
þessu ári sérstakur eignaskattur
sem kveðið er á um í sömu
lögum. f stjórninni sitja Hólm-
fríður R. Árnadóttir fram-
kvæmdastjóri, Jón Helgason
alþm., Sighvatur Björgvinsson
alþm., Þorleifur Pálsson skrif-
stofustjóri, Gunnlaugur Haralds-
son safnvörður og Örlygur Geirs-
son skrifstofustjóri sem hefur
verið skipaður formaður hennar.
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 10. janúar 1990