Þjóðviljinn - 10.01.1990, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 10.01.1990, Qupperneq 6
MENNING Sinfónían Tónleikar helgaðir Brahms Guðný Guðmundsdóttir og Gunnar Kvaran flytja tvíleikskonsert. Tónleikarnir endurteknir á Akranesi Sinfóníuhljómsveit íslands heldur síðustu áskriftartónleika fyrra misseris í Háskólabíói ann- að kvöld, fimmtudag. Tónleik- arnir eru helgaðir Jóhannesi Brahms (1833-1897) og einleikar- ar verða þau Guðný Guðmunds- dóttir fiðluleikari, kons- ertmeistari Sinfóníunnar, og Gunnar Kvaran sellóleikari. Stjórnandi verður Petri Sakari, aðalstjórnandi Sinfóníunnar. Á tónleikaskránni eru þrjú af verkum Brahms, samin á tíu ára tímabili: Tragíski forleikurinn, sem var frumfluttur í Vínarborg á jóladag 1880, Konsert fyrir fiðlu, selló og hljómsveit, frumfluttur í Köln í október 1887 og Sinfónía nr. 2, sem var frumflutt í Vín í árslok 1877. Guðný Guðmundsdóttir og Gunnar Kvaran hafa á undan- förnum árum komið víða fram sem dúó. Auk tónleikaferða um ísland hafa þau leikið í Dan- mörku, Bandaríkjunum og Kan- ada og hyggja á tónleikaferð til Bandaríkjanna í apríl. Tónleikarnir verða endurtekn- ir í íþróttahúsinu á Akranesi á föstudagskvöldið og hefjast kl. 20:30 bæði kvöldin. Fyrstu áskriftartónleikar síðara misseris verða þann 8. febrúar og hafa handhafar áskriftarskírteina for- kaupsrétt frá 15/1 til 2/2. LG Guðný Guðmundsdóttir og Gunnar Kvaran leika tví- leikskonsert eftir Brahms á tón- leikum Sinfóníunnar annað kvöld. Ást og afbrýði í Lindarbæ Ruth Hansen kynnt Menningarsamtök Norðlend- inga og Alþýðubankinn hf. kynna þessa dagana verk listak- onunnar Ruth Hansen. Ruth er fædd á Akureyri 1944, er ein þeirra, sem staðið hafa að Mynd- hópnum og hefur tekið þátt í samsýningum hans frá 1979. Á listkynningunni eru 9 mál- verk unnin með olíu á striga og eru 2 þeirra frá 1985 en hin frá 1989. Kynningin er í útibúi Al- þýðubankans hf. á Akureyri, Skipagötu 13. Hún er opin á af- greiðslutíma og stendur til 2. fe- brúar. Jólabækurnar ræddar Félag íslenskra fræða boðar til fundar um jólabækurnar í Skólabæ við Suðurgötu í kvöld kl. 20:30. Guðmundur Andri Thorsson. bókmenntafræðingur hefur fram- sögu um nýútkomnar jólabækur og eru höfundar og gagnrýnend- ur hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum. Nemendaleikhúsið í Lindarbæ æfir þessa dagana Óþelló eftir William Shakespeare. Óþelló er eitt af þungavigtarleikritum Shakespeares og fjallar um ást og afbrýði, hatur og bráðan bana. Leikstjóri er Guðjón Pedersen, leikmynd gerir Grétar Reynis- son, íris saumar búninga og dramatúrg er Hafliði Arngríms- son. Mynd: Jim Smart Leikfélag Hafnarfjarðar Teiknaðu Hróa Hött! Leikfélagið efnir til teiknisam- keppni 6-12 ára Leikfélag Hafnarfjarðar hefur efnt til teiknisamkeppni í tilefni að því að félagið hefur hafið æfingar á barnaleikriti um Hróa Hött í leikgerð og leikstjórn Guð- jóns Sigvaldasonar. Samkeppnin er opin börnum á aldrinum 6-12 ára og er myndefn- ið að sjálfsögðu Hrói og félagarn- ir í Skírisskógi. Blaðastærð á að vera A-3 og skal teikningin vera greinilega merkt nafni og heimil- isfangi teiknarans. Myndirnar sendist Leikfélagi Hafnarfjarðar, pósthólfi 116, 220 Hafnarfirði. Skilafrestur rennur út fimmtudaginn 8. febrúar. LEGO hefur gengið til sam- starfs við leikfélagið um fram- kvæmd keppninnar og eru vegleg verðlaun f boði. Fimm manna dómnefnd velur álitlegustu myndirnar og verða þær til sýnis gestum og gangandi í leikhúsinu og víðar en niðurstöður verða kynntar þann 20. febrúar. Hrói Höttur verður síðan frumsýndur í Hafnarfirði þann 24. febrúar. LG BÆKUR Agætir eru þeir í tilverunni Eyvindur P. Eiríksson Viltu Goðorð 1989 Það fer ekki mikið fyrir flókn- um líkingum í þessari kvæðabók Eyvindar. Heldur kemur hann sér beint að efninu, er oft fyndinn og víða hlýlegur. Hann er einnig hittinn á mannlega niðurlægingu og lýsir hversdagsmanninum af vinsemd, þar sem hann stendur frammi fyrir fjandsamlegu vald- inu: Tölv bölv Þú ert skráður og skjalfestur bandaður tölvaður. Allt vita þeir um þig. Allt. Þeir skemmta sér yfir þér í hádegissnarlinu: Afbrýðisömum heimskum mislukkuðum pungsíðum náttúrulausum flatfœttum. Þetta eiy vita þeir ekki: Þú ert manneskja. Petta kvæði er úr fyrsta kaflan- um og nefnist hann Skástök. Kvæðið Kvikustak lýsir ein- semd, þjáningu og ótta af miklu innsæi. Kvikustak ísnálarnar koma út úr frostþokunni þegjandi ofan geilina í skoruna þar sem hjarta mitt hniprar sig lifandi og stingast í kvikuna. MAGNÚS GEZZON SKRIFAR Broddstak er einnig fullt af þjáningu og gæti sem best lýst þeirri firringu og viðkvæmni sem oft grípur skáld því þau þjást ein-! att meira en venjulegt fólk. Ég skal viðurkenna að við fyrsta lestur kom ég helst auga á stórkarlalegt spaug: í kyrrð næturinnar/ slæ ég stóran fret segjr t.d. í ljóðinu Un-Ús. Að- vænt er nafti ljóðs á síðu 14, kvæðið gæti allt eins heitið Að- venta. Efnið er trúarlegt og segir frá Kristi. Annað kvæði, Lamb- stak hefur áberandi trúarlegt inntak og er á s. 37. Lítum á kvæðið Bússi Gobbi hakk hakk sem gæti allt eins fjall- að um afgamla karla í fámennu vestfirsku þorpi, en líklega eru það fremur Gorbatsjov og Bush sem þama ríða hjá garði. Þetta er einkennandi fyrir þann stórkarla- lega anda sem víða ríkir í kvæð- unum: Bússi Gobbi hakk hakk Hakk hakk hakka hakka hakk hakk í hakk hakka hakka hakk hakk í spað hakka hakka hakk hakk í kjöt hakka hakka hakk hakk í glás Hakka hakka blœkur og bein hakka hakka hunda við stein hakka hakka fýlur ogfól hakka hakka strúta í stól í kaflanum Sérstök er ljóð þar sem sögusviðið er norðan við Skutulsfjörð og nokkur sem ger- ast í Finnlandi. Eitt ljóð heitir Jylland og endar á þessum orð- um: Ég ek norður þann litla grœna EB-skaga - ég hef öl og snafs það er heitt og trén þjóta hjá ég er hamingjusamur maður meðal manna. Bókin geldur þess að öllu ægir saman og samstillingu vantar þótt kaflaskiptingin sé viðleitni í þá átt. Pað er t.d. fulllangt á milli efnisþátta Ijóða sem standa hlið við hlið líkt og Haltekki s. 21 of Tölv bölv á 22. Þa er sem sé mikið á seyði í þessari bók. Hvort tveggja fer honum vel, hlýjan og viðkvæmnin, spaugið og óvæntu lokaorðin líkt og í þessu kvæði: 'Alltafstak Ég er alltaf að reyna að þóknast öllum í einu þess vegna er ég svona. Sko! Eyvindur P. Eiríksson. Mynd: Kristinn En ég get hnerrað mér til hressingar. Ha? Kápumyndin eftir Magnús Tómasson er snjöll en ég efast um gildi þess að nota sömu kápu- mynd á allar 8 bækumar í þessum flokki Goðorðsmanna. Ég tel að þessi ráðstöfun svipti bækurnar höfundareinkennum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.