Þjóðviljinn - 11.01.1990, Blaðsíða 3
FRETTIR
Fossvogsdalur
Jarðgöng líkleg
Vegagerð ríkisins hefur nú til
athugunar erindi frá Kópavogs-
kaupstað um að jarðlög í Foss-
vogsdal verði könnuð með það
fyrir augum að jarðgöng fyrir
umferð bifreiða verði lögð um
dalinn. Kristján Guðmundsson
bæjarstjóri í Kópavogi segir að ef
gerð ganga sem þessara reynist
tæknilega möguleg, geri Kópa-
vogskaupstaður það að tillögu
sinni að sú leið verði farin.
í samtali við Þjóðviljann sagði
Kristján þessa lausn geta orðið
leið til sátta í deilu Reykjavíkur-
borgar og Kópavogskaupstaðar
um framtíðarskipulag Fossvogs-
dals. Verkfræðifélag íslands
hefði fyrst sett hugmynd um jarð-
göng fram og borgarstiórinn í
Reykjavík sagt þá leið hugsan-
lega geta verið til sátta í deilu
bæjarfélaganna. Kristján sagði
fulítrúa Kópavogs hafa átt vin-
samlegan fund með fulltrúum
Reykjavíkurborgar en nú væri
beðið eftir niðurstöðum Vega-
gerðarinnar.
Samkvæmt skýrslu sem Verk-
fræðistofa Sigurðar Thoroddsens
gerði yrði kostnaðurinn við tvö-
föld umferðargöng um 1,5 milj-
arðar króna að frátöldum kostn-
aði við mannvirki beggja vegna
við þau, að sögn Kristjáns. Talað
væri um tvenn göng sem yrðu
hvor um sig um 2 kílómetrar að
lengd og kostnaðurinn við hvern
kílómetra því 350 miljónir króna.
Þar sem um þjóðveg í þéttbýli
yrði að ræða kæmi ríkið til með
að greiða hluta kostnaðarins.
Kristján sagði ljóst að þótt
göngin reyndust tæknilega mögu-
leg yrðu þau ekki byggð alveg á
næstu árum. -hmp
Fiskverðsdeilan
Allt fast sem fyrr
Deiluaðilar rœðast við á Vopnafirði en ekki á
Eskifirði og Fáskrúðsfirði. HrafnkellA.
Jónsson: Kröfur sjómanna byggðar á stað-
reyndum heimilisbókhaldsins
„Hér hefur ekkert gerst og allt
fast sem fyrr í þessari deilu. Það
er viðbúið að þetta komi við
pyngju einhverra en það er nóg af
mat í frystikistunni og góður bar-
áttuandi í mannskapnum. Við
munum ekki hvika frá fyrri kröf-
um okkar um hækkun fiskverðs
þó reynt sé að beygja okkur og
taka mannskapinn á taugum með
því að ræða ekkert við hann,“
sagði Hafþór Hannesson togar-
asjómaður á Fáskrúðsfirði sem
jafnframt á sæti í samninganefnd
sjómanna.
Hið sama er að segja frá Eski-
firði og Vopnafirði. Þar hefur
heldur ekkert miðað í átt til
samkomulags í deilu sjómanna
við sína viðsemjendur um hækk-
un fiskverðs. Að vísu talast menn
við á Vopnafirði til að reyna að
finna lausn á deilunni sem við-
semjendur sjómanna á Eskifirði
og Fáskrúðsfirði virðast ekki
telja ómaksins virði.
Á Eskifirði hafa sjómennirnir
haft opið hús á degi hverjum til
að hittast og voru í gær í „andlegri
og líkamlegri afslöppun", eins og
Hrafnkell A. Jónsson formaður
verkalýðsfélagsins Árvakurs orð-
aði það. Hann sagði það vera
augljóst af sinnuleysi viðsemj-
enda sjómanna að þeim væri
stjórnað af mörgum spottum
enda féllu kröfur sjómanna um
hækkun fiskverðs ekki að
efnahags- né gengisstefnu
stjórnvalda hvað þá að hinni
svokölluðu núll-lausn aðila
vinnumarkaðarins. Þar er gert
ráð fyrir að fiskverð breytist lítið
sem ekkert.
„Það sem fyrst og fremst hefur
ráðið kröfugerð sjómanna og
baráttuanda þeirra fyrir bættum
kjörum eru staðreyndir heimilis-
bókhaldsins en ekki að þeir séu
að leggja stein í götu stjórnvalda
né að halda uppi einhverri stjórn-
arandstöðu í verki,“ sagði
Hrafnkell A. Jónsson.
-grh
Kópavogur
Heimir ekki fram
Heiinir Pálsson, formaður
bæjarráðs Kópavogs, hefur
ákveðið að gefa ekki kost á sér að
nýju í bæjarstjórnarkosningun-
um í vor.
„Það er langt síðan ég tók
ákvörðun um það og ég sé ekki
ástæðu til að draga það lengur að
segja félögum mínum opinber-
lega frá því,“ sagði Heimir í sam-
tali við Þjóðviljann.
Um þessar mundir fer fram
skoðanakönnun meðal Alþýðu-
bandalagsmanna í Kópavogi þar
sem þeir eru beðnir að tilgreina
þá sem þeir vilja sjá á framboðs-
lista í komandi kosningum. Fé-
Leiörétting
í frétt af fundi um málefni
Þjóðleikhússins í blaðinu í fyrra-
dag, var ekki alveg rétt haft eftir
Herdísi Þorvaldsdóttur leikkonu.
Á fundinum sagði Herdís að
starfsfólk Þjóðleikhússins skyldi
vera þakklátt fyrir að vera álitið
þess virði að fá dýrt og gott
leikhús sem uppfyllti kröfur tím-
ans.
Hlutaðeigandi eru beðnir vel-
virðingar á mistökunum.
lagsmenn hafa fengið lista yfir þá
sem hafa verið í störfum og nafn
Heimis er þar á meðal.
„Ég hafði gert uppstillingar-
nefnd grein fyrir því að ég gæfi
ekki kost á mér til endurkjörs og
þess vegna þykir mér mjög vont
að láta félaga mína í félaginu í
Kópavogi halda að þeir geti
gengið að mér í þetta starf þegar
þeir eru að stilla sér upp lista,“
sagði Heimir.
Hann segist líta á það sem
þegnskyldu að leggja lið í félags-
málunum, það hafi hann gert í
fjögur ár. „Pað er alveg augljóst
mál að vinna af þessu tagi tekur
bæði mikinn tíma og mikla starfs-
orku. Nú treysti ég mér ekki til að
sinna því starfi lengur eins og ég
vil geta sinnt því og hef ákveðið
að þakka fyrir mig.“
Heimir segir að þar með sé
hann ekki að hlaupa út úr pólitík-
inni, því hann muni áfram starfa í
Alþýðubandalagsfélaginu í
Kópavogi.
„Ég hef ekki undan neinu að
flýja í þessu efni. Áhugamálin
eru mörg og þau hafa flest orðið
að sitja á hakanum. Mér finnst ég
ekki geta misboðið mér öllu
lengur,“ sagði Heimir Pálsson,
formaður bæjarráðs Kópavogs.
-gb
Lokaspretturinn
hafínn
Könnunarviðræðum Alþýðu-
sambands Islands, Vinnuveit-
endasambands íslands og Vinnu-
málasambandi samvinnufélag-
anna fer brátt að Ijúka og mun þá
skýrast hvort hægt verður að fara
svokallaða „núll-leið". Á löngum
miðstjórnarfundi ASÍ í gær var
forsetum sambandsins falið að
halda áfram þessum viðræðum
við atvinnurekendur og ríkisvald.
Miklar umræður urðu um ágæti
þessara viðræðna en aðeins Kar-
vel Pálmason taldi ckki rétt að
halda áfram á sömu braut.
Mönnum ber þó ekki saman
um hve mikið starf er enn óunnið
og þótt sumir telji mögulegt að
ganga frá samningi um eða eftir
helgina verður að teljast mjög
ólíklegt að það takist. „Það þarf
ekki lengri tíma til að vita hvort
þessi leið er fær,“ sagði Björn
Grétar Sveinsson í Þjóðviljanum
en ýmsir eru ósammála þessari
fullyrðingu. Ýmis ljón eru á vegi
samningsaðila, ma. hvort hægt sé
að fá starfsmenn ríkisins til að
taka þátt í pakkanum. Þannig
getur farið svo að viðræðunum
ljúki án teljandi árangurs í næstu
viku.
Þótt könnunarviðræðurnar
hafi aðallega verið fólgnar í at-
hugun á verðlags- og væntanlegri
vaxtaþróun hafa nokkrar hug-
myndir komið fram til að kjaras-
amningur uppfylli skilyrði varð-
andi atvinnu og kaupmátt. Sú
stefna hefur þegar hlotið meðbyr
aðildarfélaga og verður því að
teljast mjög líklegt að slíkur
samningur verði undirritaður.
Mikilvægast þykir að lækka fram-
færslu heimila og fyrirtækja í
landinu með lækkun eða
óbreyttu verðlagi og með lækk-
uðu vaxta. Þannig mætti halda
verðbólgu í skefjum, kaupmáttur
almennings myndi aukast og
atvinnuleysi drægist saman.
Eitt afbrigði samnings sem
uppfyllir þessi skilyrði felur í sér
tvær 1,5% launahækkanir, vaxta-
lækkun við undirritun og óbreytt
verð á landbúnaðarafurðum og
opinberri þjónustu á árinu. Sam-
kvæmt þessu er vonast eftir að-
eins um 6% verðbólgu og myndi
kaupmáttur aukast verulega með
þessum hætti. Óvíst er hve langur
samningstíminn verður en væn-
legast þykir að semja amk. til eins
árs, eða jafnvel til vorsins 1991.
Verkalýðshreyfingin mun þó
varla skrifa uppá slíkt plagg nema
í því séu ákvæði um uppsögn
samnings lækki kaupmáttur á ný.
Ljón á veginum
En það eru ýmis ljón á vegin-
um. Með samningi sem þessum
vonast samningsaðilar til að allir
aðilar vinnumarkaðarins verði
með í púkkinu. Það er hinsvegar
afar ólíklegt þarsem háskóla-
menn hjá ríkinu hafa þegar samið
um talsvert meiri launahækkanir
á árinu. Páll Halldórsson formað-
ur BHMR segir félagið ætla að
standa við gerðan samning, enda
kostaði hann sex vikna verkfall.
„Samningurinn var torfenginn á
sínum tíma og það verður staðið
við hann. Ég vil ljá máls á því að
það væri móðgun við félagsmenn
að fara fram á að gefa eftir samn-
inginn og málið er því ósköp ein-
falt af okkar hálfu,“ sagði Páll í
samtali við Þjóðviljann.
Einar Oddur Kristjánsson for-
maður VSÍ hefur sagt það
nauðsynlegt að stöðva samning
BHMR og ríkisins með einhverj-
um hætti og eigi ríkið að rifta
honum ef í hart fer. Þessi orð for-
mannsins hafa vitaskuld farið
misjafnlega i menn og þykir ekki
vænlegt í samningaviðræðum að
tala þannig um rétt samningsað-
ila. Sami formaður hefur einnig
sagt að ekki megi semja um
neinar launahækkanir, en líklegt
verður að telja að vinnuveitendur
gangi að þriggja prósenta hækk-
un.
Þá er óvíst hvernig staðið verð-
ur að samningi ríkisins við BSRB
en litlar sem engar viðræður hafa
enn farið fram á þeim vettvangi.
Þar eru samningsmál svo til alger-
lega í höndum einstakra félaga en
fulltrúar ASÍ og VSÍ telj a eðlilegt
að BSRB semji á sömu nótum á
sama tíma. Ögmundur Jónasson
formaður BSRB vildi ekkert um
það spá hvort samtökin yrðu í
samfloti með ASÍ eður ei.
„Burtséð frá öllum kauphækkun-
um og prósentum þá erum við
sammála því prinsippi að treysta
kaupmáttinn án þess að verð-
bólgan haldi áfram á sömu braut,
því þar fara hagsmunir launafólks
saman. Hinsvegar eru ýmis mál
sem á eftir að ganga frá í okkar
í BRFNNIDEPLI
Hugsanlegt er að
samningar takist í
nœstu viku, en margt
bendir til að það mis-
takist. Viðsemjendur
fá aldrei alla til að
vera með í „tíma-
mótasamningnum“
sem engu að síður
kemur öllum til góða.
Takist samningar
samkvœmt „núll-
leið“ er hinsvegar
ólíklegtað öll verka-
lýðsfélögin samþykki
þá vegnafyrri reynslu
ogýmissa aðstæðna í
þjóðfélaginu
samtökum. Félögin skoða þau
hvert í sínu lagi og er enn mörgu
ólokið, td. varðandi skerðingu
stjórnvalda á lífeyrisréttindum,“
sagði Ögmundur í samtali við
Þjóðviljann í gær.
Alþýðusambandið vill að
fjármálaráðuneytið taki upp ga-
malt frumvarp um lífeyrismál og
getur það sett verulegt strik í
samstarf ASÍ og BSRB. Sam-
kvæmt því myndu lífeyris-
greiðslur starfsmanna hjá ríkinu
hækka verulega og er mjög ólík-
legt að BSRB sætti sig við slíkt í
miðjum samningaviðræðum. Það
myndi ugglaust valda misklíð á
milli samtakanna.
Ekki samþykktir?
Þótt þessi samningur, sem
sumir kalla tímamótasamning,
verði undirritaður er alls ekki ör-
uggt að hann verði samþykktur í
ýmsum verkalýðsfélögum. Deila
sjómanna og fiskkaupenda um
fiskverð á Austurlandi getur
einnig haft mikið að segja og tru-
flað samningsgerðina. Þannig
munu sjómenn varla samþykkja
þessa samninga og er jafnvel ótt-
ast að verkalýðsfélög á höfuð-
borgarsvæðinu muni eiga í erfið-
leikum með að fá samningana
samþykkta. Verkafólk á lands-
byggðinni metur mikils ef atvinna
verður tryggð, en í þéttbýlinu
hugsar launafólk meira um
beinar kauphækkanir.
Einn trúnaðarmaður innan
Dagsbrúnar taldi svona samning
aldrei verða samþykktan í þeirra
röðum. „Meiri launahækkanir
eru skilyrði fyrir því að við sam-
þykkjum samninginn. Það hefur
margsinnis endurtekið sig að
svona óbeinir samningar klúð-
ruðust alltaf stuttu eftir að þeir
voru undirritaðir," sagði trúnað-
armaðurinn. Vandamálin eru
greinilega mörg og farið getur svo
að „tímamótasamningurinn“
verði jafnvel ekki samþykktur
þegar upp verður staðið eftir
mikla fyrirhöfn. Því fáir eru víst
spámenn í sínu föðurlandi, eða
hvað?
-þóm
Fimmtudagur 11. janúar 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3