Þjóðviljinn - 11.01.1990, Síða 6
ERLENDAR FRETTIR
Flestir telja að yfirlýsing Li Pengs hafi þann tilgang einan að draga úr
andúð almennings í heiminum á þeim stjórnvöldum sem sendu skrið-
dreka til að valta yfir þá sem kröfðust frelsis og lýðræðis í Kína.
Hugrekkið sem mótmælendur sýndu andspænis morðtólunum vakti
aðdáun fólks um allan heim.
Rúmenía
Hið Ijúfa líf
Zoe Ceausescu
Kína
Heriögum
aflétt
Bandaríkjastjórn
fagnar enflestir telja
að lítið breytist í
frjálsræðisátt
Li Peng, forsætisráðherra
Kína, lýsti því yfir í sjónvarpsá-
varpi i gær að herlögum sem gilt
hafa í Peking frá því í maímánuði
í fyrra verði aflétt í dag,
fímmtudag. Kvað hann ástandið í
borginni orðið stöðugt og hefði
herinn náð frábærum árangri í að
kveða niður pólitískar óeirðir sl.
vor.
Vestrænir sendimenn og Kín-
verjar sem fréttamenn Reuter
ræddu við voru sammála um að
þessi ráðstöfun myndi ekki draga
úr strangri öryggisgæslu í borg-
inni, yfirlýsingu Li Pengs væri
fyrst og fremst ætlað að bæta álit
kfnverskra stjórnvalda á alþjóða-
vettvangi.
í sjónvarpsávarpinu sýndi Li
Peng af sér allt annað fas en þegar
hann greindi frá þeirri ákvörðun
sinni að siga hernum á þann „ör-
fámenna hóp fólks“ sem sat á
Torgi hins himneska friðar og
krafðist lýðræðis. Nú var hann
klæddur að vestrænum hætti og í
bakgrunni voru bókahillur, mild-
in skein úr hverjum drætti. í
fyrravor var hann klæddur í Maó-
Afundi forsætisráðherra að-
ildarríkja Comecon, við-
skiptahandalags Sovétríkjanna,
Austur-Evrópu, Kúbu, Víetnams
og Mongóiíu, í Sofía, höfuðborg
Búlgaríu, var samþykkt í gær að
skipa nefnd sem á að skila til-
lögum fyrir miðjan mars um
breytingar á skipulagi bandalags-
ins og samstarfi nu sem á sér stað á
þess vegum. Búist er við að um-
skiptin taki 3-5 ár.
Comecon hefur starfað í 40 ár
og innan vébanda þess hafa
ákvarðanir verið teknar um inn-
byrðis viðskipti landanna 10.
Bandalagið hefur ákveðið
framleiðslu- og útflutningskvóta
á þeim vörum sem viðskiptin ná
til og sömuleiðis þau kjör sem
stakk, harður á svip og skók hnef-
ann orðum sínum til áherslu-
auka.
Viðbrögð ríkja á Vestur-
löndum voru þau að draga úr
öllum samskiptum við Kína og
minnka aðstoð, einkum hernað-
araðstoð við stjórnvöld. Erlendir
sendimenn í Peking segja að yfir-
lýsing Li Pengs hafi þann tilgang
að auðvelda erlendum ríkis-
stjórnum að opna dyrnar á nýjan
leik. Þannig verði nú auðveldara
fyrir George Bush forseta Banda-
ríkjanna að halda því fram að til-
raunir hans til að hafa áhrif á kín-
versk stjórnvöld hafi borið ávöxt.
Bush sendi fyrir skömmu tvo
háttsetta embættismenn sína í
heimullegar heimsóknir til Pek-
ríkt hafa í viðskiptunum. Al-
gengast er að um vöruskipti sé að
ræða en þegar svo er ekki eru
reikningarnir gerðir upp með
rúblum sem ekki er hægt að
skipta utan bandalagsríkjanna.
Skiptar skoðanir hafa verið um
ágæti þessa bandalags. Oft hefur
verið fullyrt að það væri tæki Sov-
étríkjanna til að arðræna hin rík-
in en þegar raddir koma upp um
að breyta skipulaginu eru það
stjórnvöld í Tékkóslóvakíu sem
vilja fara hægast í sakirnar.
Fregnir af fundinum í Sofia
herma að sovéski forsætisráð-
herrann hafi lagt til að fyrirhug-
aðar breytingar frá áætlunarbú-
skap yfir í frjáls gjaldeyrisvið-
skipti og viðskipti á grundvelli
ing og mátti þola talsverða
gagnrýni fyrir þær.
Fór það eftir að í gær fagnaði
Dan Quaile varaforseti yfirlýs-
ingu Li Pengs og kvað stjórn sína
myndu nú taka bann við lán-
veitingum til Kína til endurskoð-
unar.
Vestrænir sendimenn segja að
stjórnvöld í Peking láti afar lítið
af hendi með yfirlýsingu Li
Pengs. Fyrir það fyrsta séu her-
sveitir staðsettar skammt utan
við borgina, í öðru lagi sé öryggis-
gæsla í borginni mjög ströng og í
þriðja lagi hafi stjórnin sett það í
lög í síðasta mánuði að banna all-
ar mótmælaaðgerðir sem ekki
hafa hlotið samþykki yfirvalda.
Reuter/-ÞH
heimsmarkaðsverðs tækju þrjú
ár en Tékkar vildu draga þær í
fimm ár.
Stjórnin í Ungverjalandi hefur
lagt til að Ungverjar, Pólverjar
og Tékkar myndi með sér eins-
konar innra bandalag til að draga
úr þeim áhrifum sem breytingar á
Comecon munu hafa á efnahag
ríkjanna þriggja. Ríkin hafa not-
ið þess að fá hráefni til iðnaðar-
framleiðslu frá Sovétríkjunum á
hagstæðu verði og einnig að hafa
tryggan markað fyrir vörur sínar í
Sovétríkjunum og öðrum ríkjum
Comecon. Sagt er að þessi ríki
óttist að verða úti á heimsmark-
aði með vörur sem ekki standast
vestrænni framleiðslu snúning
hvað snertir gæði.
Dagblaðið Frjáls æska í Búka-
rest hefur birt lýsingar á líf-
erni Zoe, dóttur hins fallna ein-
valds Nikolae Ceausescu í Rúm-
eníu. Er hún sögð hafa átt ótal
elskhuga, legið í ferðalögum og
verið svo til alltaf drukkin.
Zoe er hátt á fertugsaldri og
var handtekin sama dag og for-
eldrar hennar voru teknir af lífi.
Hún situr nú í fangelsi ásamt
bróður sínum Nicu og bíður dóms
en enginn veit hvar uppeldis-
bróðir þeirra, Valentin, er niður-
kominn.
Zoe bar titil deildarforseta í
stærðfræðideild tækniskóla í
Búkarest en hún var sárasjaldan í
borginni. Hún ferðaðist víða um
lönd og ekki alltaf til að skoða
söfn, að sögn Frjálsrar æsku.
Blaðið segir að hún hafi verið ást-
sjúk og ef hún kom auga á sé-
legan pilt þá lét hún hann ekki í
friði fyrr en hann þýddist hana.
Og var henni þá nokk sama hvort
viðkomandi var ráðherra, bar-
þjónn eða dæmdur afbrotamað-
ur. Aðferðin sem hún beitti til að
ganga úr skugga um karlmennsku
Að fundinum loknum í gær
sagði aðstoðarforsætisráðherra
Búlgaríu, Georgi Pirinski, við
fréttamenn að fyrstu skrefin í átt
til frjálsra gjaldeyrisviðskipta og
heimsmarkaðsverðs yrðu tekin á
næsta ári. Sagði hann nauðsyn-
legt að breytingin gerðist hægt
svo unnt reyndist að gera upp
reikningana milli ríkjanna á eðli-
legan og sársaukalausan hátt.
Ráðherrarnir viðurkenndu að
skiptar skoðanir hefðu verið á
fundinum enda væru tímar ein-
stefnunnar í samskiptum ríkj-
anna liðnir. Þeir létu í ljósi
ánægju með árangur fundarins og
töldu að hann markaði tímamót í
sögu Comecon.
Fulltrúi Kúbu á fundinum,
Carlos Rafael Rodriguez vara-
forseti, greiddi atkvæði með til-
lögunni sem samþykkt var á
fundinum en sló ýmsa varnagla í
viðtali sem kúbanska fréttastofan
Prensa Latina átti við hann.
Sagði hann að þótt ákveðið hefði
verið að taka upp frjáls markaðs-
viðskipti milli rfkjanna þýddi það
engan veginn að „stjórnleysi“
myndi ríkja í framleiðslunni.
„Þótt einkaeignarrétturinn verði
að einhverju leyti viðurkenndur
er ekki þar með sagt að hann
verði gerður að hornsteini sam-
félagsins,“ sagði Rodriguez.
Staða Kúbu innan Comecon er
um margt ólík stöðu ríkjanna í
Austur-Evrópu. Aðild Kúbu
tryggir landinu bæði markaði
fyrir útflutningsvörur sínar og
efnahagsaðstoð. Fyrir vikið hafa
Kúbanir að verulegu leyti sloppið
við áhrif sveiflna á sykurverði á
heimsmarkaði og auk þess haft
aðgang að sovéskri olíu á hag-
stæðu verði. Eftir að ríki Austur-
Evrópu fóru að losa sig undan
einokun kommúnistaflokkanna
hafa kúbönsk stjórnvöld brugðist
við með því að ítreka tryggð sína
við sósíalismann og miðstýrðan
áætlunarbúskap í efnahagsmál-
um- Reuter/-ÞH
þeirra var einföld: hún reyndi að
drekka þá undir borðið og ef þeir
urðu of drukknir til að bregðast
við ástleitni hennar varpaði hún
þeim á dyr. Einkum var henni
uppsigað við liðsmenn öryggis-
sveitanna Securitate. Ef þeir
stóðu ekki og sátu eins og henni
fannst rétt áttu þeir á hættu að
vera sendir til starfa langt út í
sveit. Þeim sem henni fannst lið-
tækir í bólinu reyndist hún hins
vegar vel og fann þeim yfirleitt
góð störf einhvers staðar í kerf-
inu.
Tvívegis er Zoe, sem gekk
undir nafninu „prinsessan“, sögð
hafa gengist undir meðferð vegna
áfengisneyslu og oft á hún að hafa
stungið af frá Búkarest í óþökk
foreldra sinna. Þá brá móðir
hennar, Elena, gjarnan á það ráð
að skipa öryggissveitunum að
hefja víðtæka leit að stúlkunni
um allt land. Eitt sinn átti slíkt að
hafa gerst þegar Zoe varð ást-
fangin af lækni sem Elenu fannst
henni ekki samboðinn.
Zoe bjó í stórri íbúð skammt
frá forsetahöllinni í Búkarest og
þar var stór bar sem ávallt var
fullur af eðalvínum. Rúmenska
sjónvarpið sýndi á dögunum
myndir úr íbúðinni sem skreytt
var dýrum málverkum auk þess
sem þar fundust margar dýrmæt-
ar bækur ánafnaðar „doktor
Zoe“.
Reuter/-ÞH
Mandela
látinn laus?
Fullyrðingar þess efnis að
stjórnvöld i Suður-Afríku hyggist
innan skamms láta blökku-
mannaleiðtogann Nelson Mand-
ela lausan gerast æ háværari
með hverjum deginum. Útvarps-
stöð í eigu ríkisins hélt því fram í
gær að það væri einungis tíma-
spursmál hvenær Mandela yrði
látinn laus úr prísundinni sem
hann hefur verið í um aldarfjórð-
ungs skeið. Dagblaðið Citizen
sem fylgir stjórn F.W. de Klerk að
málum sagði í leiðara í gær að
það þjónaði ekki lengur neinum
tilgangi að halda Mandela föng-
num. Walter Sisulu, leiðtogi Afr-
íska þjóðarráðsins sem látinn var
laus úr fangelsi fyrir nokkru, hélt
því fram í gær að enginn hagnað-
ist lengur á fangavist Mandela,
hvorki stjórnin, Mandela sjálfur
né blökkumenn í landinu. Getgát-
um er leitt að því að Mandela
verði látinn laus um svipað leyti
og þing Suður-Afríku kemursam-
an sem er um næsta mánaða-
mót.
Rostropovitsj
ekki ánægður
Sovéski sellóleikarinn Mstislav
Rostropovitsj sem er í útlegð
vann í gær nokkurn sigur í máli
sem hann höfðaði á hendur
pólska kvikmyndaleikstjóranum
Andrzej Zulawski fyrir vafasama
notkun á tónleikaupptöku selló-
leikarans í kvikmynd um Boris
Godunov. í myndinni er flutning-
ur Rostropovitsj á tónverki eftir
Mussorgskí notaður sem undir-
leikur við þvaglát og ástarleiki.
Dómstóll í París féllst ekki á að
banna notkun upptökunnar en
fyrirskipaði að fremst í myndinni
skyldi birt yfirlýsing þess efnis að
sellóleikarinn væri ekki ánægður
með meðferðina á tónlist sinni.
Svíþjóð
Fjáiiög með aðhaldi
Stjórnin varar við miklum launahœkkunum en lengir fœðingarorlofí
15 mánuði. Félagsleg aðstoð nemur 28% af útgjöldum ríkisins
Stjórn sænska jafnaðarmanna-
flokksins lagði í gær fram
frumvarp til fjárlaga fyrir fjárl-
agaárið 1990-91 en samkvæmt
því er ætlunin að veita aðhald og
hamla gegn þenslu verðlags og
launa. Frumvarpið gerir ráð
fyrir tekjuafgangi upp á 550 milj-
arða íslenskra króna.
Frumvarpið gerir ráð fyrir
minnkandi tekjum ríkisins en ör-
lítilli aukningu útgjalda. Þau út-
gjöld sem mest aukast eru vel-
ferðarmál, en til þeirra renna
28% útgjalda ríkisins, og aðstoð
við erlend ríki en hún verður á
næsta ári 13 miljarðar íslenskra
króna. Mesta aukningin verður á
aðstoð Svía við ríki Austur-
Evrópu.
Kjell-Olof Feldt fjármálaráð-
herra varaði við miklum launa-
hækkunum í komandi kjara-
samningum og kvað stjórn sína
myndu fylgjast grannt með samn-
ingagerð. A nýliðnu ári hækkuðu
tímalaun að meðaltali um 9,5%
sem er talsvert umfram verð-
bólgu en hún var 6,4% á árinu.
Sagði ráðherrann að draga yrði
úr launahækkunum svo sam-
keppnisstaða sænskra fyrirtækja
versnaði ekki á alþjóðamarkaði.
Feldt sagði að ein helsta ástæða
mikilla kauphækkana væri
skortur á vinnuafli og við því ætl-
aði stjórnin að bregðast með því
ma. að liðka til fyrir innflutningi á
erlendu vinnuafli.
Meðal þess sem hækkar sam-
kvæmt fjárlagafrumvarpi jafnað-
armanna er framlag til fæðingar-
orlofs foreldra sem verður lengt
úr 12 mánuðum í 15 á þessu ári.
Er það markmið stjórnarinnar að
lengja það í 18 mánuði á næsta
ári. Hvort foreldra sem er getur
nýtt sér orlofið og engu skiptir
hvort þeir eru giftir eða ekki.
Vel er búið að fjölskyldunni í
sænsku þjóðfélagi því samkvæmt
frumvarpinu á að verja 460 milj-
örðum íslenskra króna til fjöl-
skyldumála á sama tíma og her-
inn fær 350 miljarða til ráðstöfun-
ar. Fyrir vikið eru 85% mæðra
barna á forskólaaldri virkar á
vinnumarkaði. Greiða foreldrar
aðeins fimmtung þeirrar fjárhæð-
ar sem það kostar að hafa barn í
dagvist eða rúmlega 8.000 ís-
lenskar krónur á mánuði.
Reuter/-ÞH
Comecon
Slakað á efnahagssamvinnu
Ríkin 10 í Comecon ætla að breyta efnahagssamstarfi sínu og stefna að
frjálsum markaðsviðskiptum sín á milli
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 11. janúar 1990