Þjóðviljinn - 11.01.1990, Side 7

Þjóðviljinn - 11.01.1990, Side 7
ÞJOÐMAL Alþýðubandalagið í meirihlutasamstarfi á 21 stað Sveitarstjórnarmál Hugað að framboðum Undirbúningur sveitarstjórnarkosninga að hefjast. Alþýðubandalagsfólk fundar Undirbúningur sveitarstjórn- arkosninganna á vori kom- anda er nú sem óðum að hefjast. Sveitarfélög í landinu eru alls 213 talsins. Víða eru óhlutbundnar kosningar í litlum sveitarfé- lögum, en Alþýðubandalagið á hlut að meiri hluta í nær helmingi þéttbýlisstaðanna. Svanfríður Jónasdóttir, að- stoðarmaður fjármálarráðherra og þáverandi formaður fram- kvæmdastjórnar Alþýðubanda- lagsins, dreifði á Landsfundi flokksins í haust fróðlegu yfirliti Ólafsvík Alþýöubandalagiö í sókn Fyrir rúmum tveim árum voru Olafsvíkingar mikið í fréttum, því bæði héldu þeir þá upp á 300 ára verslunarafmæli og 100 ára afmæli barnafræðslu með mikl- um hátíðahöldum. Þar er Al- þýðubandalagið í meirihluta í bæjarstjórn ásamt Alþýðuflokki, Framsóknarflokki og Lýðræðis- sinnum. Við spurðum Heiðar El- van Friðriksson, formann Al- þýðubandalagsins hvernig hefði gengið. „Samstarfið gekk illa framan af en hefur verið gott undanfarið," svaraði Heiðar. „Það var kannski ekki alveg að marka hvað vand- ræðin voru mikil fyrst því afmæl- isárið mikla, 1987, var framund- an og í mikið lagt til að halda upp á það. Við reistum nýtt félags- heimili, stórglæsilegt, sem nú er því sem næst fullfrágengið. Allir sem leika í húsinu eða koma hing- að með tónleika ljúka lofsorði á það. En það var geysilega dýrt og fjármagnskostnaður stefnir nú í að gleypa helming af tekjum bæjarfélagsins.“ Atvinna er yfirdrifin í Ólafs- vík, einkum við að saltverka þorsk, og um tuttugu erlendir far- andverkamenn eru í vinnu þar núna, aðallega Pólverjar. „Þeir eru mest í beitningu," sagði Heiðar, „þetta er harðduglegt fólk en algerlega mállaust nema á pólsku. Allar verbúðir eru full- setnar fólki, bæði í frystihúsinu og á hótel Nesi, og frystihúsið tók einbýlishús á leigu handa Pól- verjunum. Annars er ekki gott að fá húsnæði á leigu hér og lítið byggt af húsum vegna bágrar stöðu bæjarsjóðs.“ Þó fækkar fólki ekki í bænum, nýtt fólk kemur í staðinn fyrir þá fáu sem fara. Peningarnir sem ekki fara til bankanna fyrir sunnan eru m.a. notaðir til að bæta höfnina. „Höfnin hérna er ágæt,“ segir Heiðar, „en mætti vera stærri, og við erum núna að auka viðlegu- plássið. Því lýkur vonandi á ár- inu.“ Eitt af því sem Ólafsvíkingar eru óánægðir með eins og fleiri er raforkuverð. „Við fáum reikning upp á 20-30 þúsund krónur á tveggja mánaða fresti, sem hegg- ur svolítið í kaupið hjá fólki vegna þess að þetta er fastur lið- ur. Lægsti reikningurinn á mínu heimili í fyrra var 17 þúsund krónur, hann kom um mitt sumar. Annars erum við bjartsýn í Ól- afsvík. Margir eiga vélsleða og ferðir upp á jökul eru vinsælar bæði meðal heimamanna og ferðamanna. Menn skjótast þetta til dæmis á kvöldin á sumrin til að ná sólsetrinu. Það er geysilega fallegt." Eruð þið farin að undirbúa kosningar? „Það verður fundur í stjórn Alþýðubandalagsins um fram- boðsmál á sunnudaginn, þá skýrast málin. En ég held að flokkurinn hafi aukið fylgi sitt hér um slóðir undanfarið." um þátttöku hans í sveitarstjórn- um. Þar kemur í ljós að Alþýðu- bandalagið er í meirihlutasam- starfi í 21 sveitarfélagi en í minni- hlutanum á24stöðum. Á 17stöð- um var boðinn fram G-listi, en þó ber að athuga, að dæmi eru um sameiginleg framboð sem notuðu listabókstafinn G. í minni sveitarfélögum er Al- þýðubandalagið oft í samstarfi með öðrum aðilum sem buðu fram sameiginlega undir lista- bókstafnum H. Mánudaginn 15. janúar verður haldinn fundur í framkvæmda- stjórn Alþýðubandalagsins og verða sveitarstjórnarkosningar og undirbúningur þeirra eflaust til umfjöllunar. í byrjun febrúar mun miðstjórn flokksins koma saman til 2 daga fundar og má gera ráð fyrir að annar dagurinn fari að verulegu leyti til umræðna í tengslum við komandi kosning- ar. Breytt viðhorf eru nú að mörgu leyti í sveitarstjórnarmálum, eftir að ný lög um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga hafa tekið gildi. Nefna má grundvallarbreytingar á Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, sem verður nú loksins fær um að gegna hlutverki sínu. Honum er ætlað að jafna aðstöðu minni sveitarfélaganna, bæði með rekstrar- og stofnframlögum. Meðal þeirra verkefna sem nú flytjast til sveitarfélaganna má fyrst nefna það veigamesta, allan rekstur grunnskóla, að frátekn- um kennaralaununum, en einnig rekstur tónlistarskóla, heimilis- þjónustu osfrv. ÓHT Siglufjörður u Ekkert vol og væl ndirbúningur sveitarstjórn- arkosninganna í vor er að fara af stað hjá okkur, segir Sigurður Hlöðvesson tæknifræðingur, for- maður Bæjarráðs Siglufjarðar og annar tveggja bæjarfulltrúa Al- þýðubandalagsins, sem mynda meiri hluta bæjarstjórnar ásamt Framsóknarflokki og Sjálfstæðis- flokki. Hinn fulltrúi Alþýðu- bandalagsins er Brynja Svavars- dóttir, húsmóðir. Alþýðubanda- lagið hefur nú átt aðild að meiri- hlutasamstarfí í tvö kjörtímabil samfleytt. - Við héldum aðalfund Al- þýðubandalagsfélagsins hér á Siglufirði fyrir viku, erum að undirbúa blaðaútgáfu ogslíkt. Ég held að staðan hjá okkur sé eftir atvikum ágæt, við erum bjartsýn hér og leið á svartagallsrausi. - Hér hafa verið gríðarlegar framkvæmdir undanfarin miss- eri, t.d. í gatnagerð. Hér er nýtt íþróttahús, nýr grasvöllur, nýtt skíðasvæði, ný slökkvistöð og bygging dvalarheimilis aldraðra langt komin. Því miður erum við skemmra á veg komin með barn- aheimilið. Fjárhagsstaða bæjar- ins er náttúrlega erfið á svona miklum framkvæmdatímum. En þótt við séum á svörturn lista hvað þetta varðar getur maður ekki annað en verið ánægður með árangurinn. Hér er búið í haginn fyrir framtíðaríbúa Siglu- fjarðar. - Atvinna er hér þokkaleg núna, en þó er það mjög bagalegt ef ekki tekst að gera rækjuvinns- luna klára fyrir vertíðina, sem nú fer að styttast í. Hér hefur ekkert verið unnið í henni síðan leigut- ími Sigluness rann út. Einhver biðstaða er nú í sölumálum, stríð milli ráðuneyta. Fjármálaráðu- neytið var búið að gera samning við Sunnu, en vinnsluleyfi vantar frá sjávarútvegsráðuneyti. Þetta kemur sér afar illa. - Lagfæring stendur fyrir dyr- um í Strákagöngum. Gólfið verð- ur lagfært og göngin fóðruð innan, sennilega veturinn 1990/ 1991. Vonandi verða ekki allir gangasérfræðingar uppteknir við að bora sundur Vestfjarðakjálk- ann á vegum Steingríms J. Sigfús- sonar á þeim tíma. Hvað ætli megi bora mikið svo þessi fjöll haldist uppi hjá þeim? - Hér er lítill snjór og varla vélsleðafæri fyrir áhugamenn. Veðrið er milt þessa stundina, en dýrt að halda á sér hita hér á Siglufirði. Hitaveitan okkar er með þeim dýrari á landinu og á í feiknarlegum erfiðleikum. Vatn- ið er nægilegt, en skuldirnar eru að drepa okkur. Hér var kynt með olíu áður fyrr og mjög lítið um rafhitun. - Annars er hér allt gott og já- kvætt að frétta, flest í góðu standi. Okkur Siglfirðingum leiðist þetta vol og væl sem víða heyrist. ÓHT Fimmtudagur 11. janúar 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.