Þjóðviljinn - 17.01.1990, Side 12
Ætlarðu að blóta þorr-
ann?
Ragnar Sigurðsson
sópari:
„Nei, ég geri það ekki, en ég _er
vanur að borða þorramatinn. Ég
borða mikið til af bakkanum."
Áslaug Ásgeirsdóttir
húsmóðir:
„Ég býst jafnvel við því. Ég held
mikið upp á þorramat."
Guðmundur Steinsson
apótekari:
„Nei, ég held ekki. Mér finnst
þorramaturinn góður og ég borða
hann líklega einhvern tíma á
þorranum."
Sigurður H. Einarsson
vélskólanemi:
„Já. Mér finnst allur þorramatur
góður. Hákarl og súrsaðir hrúts-
pungar eru veislumatur."
Hrafnhildur Þorgerðardóttir
póstafgreiðslumaður:
„Nei. Þorramaturinn er allt of súr
fyrir mig.“
STAÐGREIÐSLA
AF HLUNNINDUM
Ferðalög, fœðl, fatnaður, húsnœði, orka.
Dagpeningar til greiðslu á gistingu, fæði og fargjöldum (þó ekki milli landa) erlendis eru
staðgreiðsluskyldir fyrír ofan eftirfarandi viðmiðunarmörk:
Noregurog NewYork Annars
Svíþjóð borg staðar
Almennirdagpeningar Dagpeningar vegna þjálfunar, náms eða 190SDR 180SDR 155SDR
eftirtitsstarfa 120SDR 115SDR 100SDR
Dagpeningar innanlands eru staðgreiðsluskyldir fyrir ofan eftirfarandi viðmiðunarmörk:
Gisting og fœði í einn sólarhring 6.090 kr.
Gisting í einn sólarhring 3.01 Okr.
Fœði hvem heilan dag, minnst 10 klst ferðalag 3.080kr.
Fœði í hálfan dag, minnst 6 tíma ferðalag 1.540kr.
Almennir dagpeningar vegna ferðalaga erlendis reiknast þannig, að 50% eru vegna gistingar, 35%
vegna fæðis og 15% vegna annars kostnaðar.
Hafi gisting erlendis verið greidd frá þriðja aðila reiknast staðgreiðsla af greiddri upphæð ferðafjár
þegar 50% af fullri fjárhæð dagpeninga hefur verið dregin frá. Auk þess er heimilt að draga fjárhæð
sem samsvarar mati á gistingu í eina nótt frá slíku ferðafé.
Fái launamaður greidda dagpeninga fyrir 30 daga eða fleiri á sama ári skulu viðmiðunarmörkin
lækka um 635 kr. fyrir hvem dag umfram 30.
FÆÐl
Fæði sem launamanni (og fjölskyldu hans) er látið í té endurgjaldslaust er staðgreiðsluskylt
og skal metið þannig til tekna:
Fultt fœði fullorðins 635kr.ádag
Fullt fœði bams yngra en 12 ára 509kr.ádag
Fœðiaðhluta 254kr.ádag
Greiði launamaður lægri fjárhæð fyrir fæði hjá launagreiðanda hans en mat ríkisskattstjóra segir til
um skal telja mismuninn til staðgreiðsluskyldratekna launamanns. Fæðispeninga í staðfullsfæðis
eða að hluta ber að telja til tekna að fullu.
FATNAÐUR
Fatnaðursem ekkl telstlil einkennisfatnaðar eða nauðsynlegs hlífðarfatnaðar
skal talinn til tekna á kostnaðarverði og eru þœr tekjur staðgreiðsluskyldar.
Ávalltskal reikna staðgreiðslu afallri greiðslu launagreiðanda til launamanns 111 kaupa á fatnaði.
Endurgjaldslaus afnot af íbúðarhúsnæði sem launagreiðandi lætur launamanni í té eru
staðgreiðsluskyld og skulu þannig metin til tekna:
Fyrir ársafnotreiknast2,7% affasteignamati húsnœðisíns, þ.m.t. bílskúrs og lóðar.
Sé endurgjald greitt að hluta skal reikna mismuninn til tekna upp að 2,7% af
gildandi fasteignamati.
Húsaleigustyrk ber að reikna að fullu til tekna.
Ef búseta í húsnæði er kvöð sem fylgir starfi launamanns er heimilt að lækka mat
húsnæðishlunninda við álagningu á næsta ári eftir staðgreiðsluár.
Orkukostnaður launamanns, greiddur af launagreiðanda, skal reiknast að fullu til tekna á
kostnaðarverði.
RÍKISSKATTSTJÓRI