Þjóðviljinn - 18.01.1990, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 18.01.1990, Qupperneq 2
FRETTIR Byggðastofnun Vanskil tvöfaldast Reksturinn erfiður á síðasta ári en umsvifin engu að síður veruleg. Vanskil námu íárslok 1.064 miljónum króna. Heildarútlán 1989 voru 8.464 miljónir króna og höfðu aukist um 28% Rekstur Byggðastofnunar var mjög erfiður á síðasta ári en um- svif stofnunarinnar voru engu að síður veruleg. Vanskil á árinu 1989 tvöföiduðust frá árinu áður og námu í árslok rúmum einum miljarði króna. Petta kom fram á stjórnarfundi Byggðastofnunar í fyrradag sem haldinn var norður á Akureyri en þar voru lögð fram drög að ársreikningi stofnunarinnar. Samkvæmt þeim námu heildar- útlán Byggðastofnunar á síðasta ári 8.464 miljónum króna og höfðu aukist um 28% á árinu. Hlutur sjávarútvegs var 63% og hafði minnkað nokkuð frá fyrra ári vegna aukins hlutar fiskeldis í útlánum. Samtals voru útborguð lán á árinu 1989 1.544 miljónir króna og var hlutafé keypt fyrir 117 miljónir króna. Styrkir voru veittir fyrir samtals 50 miljónir króna og þar af var niðurgreiðsla á loðdýrafóðri 20 miljónir króna. Á síðastliðnu ári voru afskrifuð lán samtals að upphæð 26 miljón- ir króna og ennfremur varð stofn- unin að leysa til sín allmörg veð á árinu og höfðu þau ekki öll verið seld á ný um áramót. í fyrra tók Byggðastofnun í fyrsta skipti milliliðalaust lán á erlendum fjármagnsmörkuðum og tók stofnunin samtals 1.670 miljónir króna að láni erlendis frá en 132 miljónir innanlands. Framlag af fjárlögum til Byggða- stofnunar var 125 miljónir króna en með fjáraukalögum var það aukið um 50 miljónir króna. Á fundi stjórnarinnar var samþykkt að taka að láni frá Norræna fjár- festingarbankanum lán að upp- hæð 300 rniljónum króna sem er ætlað til almennrar starfsemi stofnunarinnar. Jafnframt ákvað stjórnin að veita fiskeldisstöðv- unum Miklalax í Fljótum og Silf- urstjörnunnar í Kelduhverfi 85 miljón króna rekstrarlán til bráð- abirgða. Stofnunin á 20% hlut- afjár í þessum fyrirtækjum og nema skuldir þeirra við stofnun- Nordjobb 1990 Reiknað er með að um hundrað íslensk ungmenni fari til starfa á hinum Norðurlöndunum í ár og að svipaður fjöldi norrænna ung- menna komi til starfa hér á landi. Nordjobb hefur starfað í fimm ár og er samstarfsverkefni Norður- landanna. Nordjobb sér um miðl- un sumarvinnu milli Norður- landa fyrir fólk á aldrinum 18-26 ára og eru störfin sem boðið er upp á í Iöndunum öllum svo og á sjálfstjórnarsvæðunum á Norð- urlöndum. Margvísleg störf bjóð- ast og eru launakjör svipuð og tíðkast í viðkomandi störfum á ina samtals 500 miljónum króna. Á sfðasta ári veitti Byggða- stofnun stofnlán til smábáta- eigenda. Alls voru veitt 179 lán í þessum lánaflokki samtals 255,2 miljónir króna og telur stjórn stofnunarinnar að þar með sé lokið afgreiðslu lána úr þessum lánaflokki. -grh Íí %sm Kvennalistakonur þinga um setu Kristínar Sigurðardóttir í bankaráði Landsbankans í gær. Mynd: Kristinn. Kristín Sigurðardóttir hjá Kaupþingi Hættir Kristín Sigurðardóttir mætir á fyrsta fund bankaráðs Lands- bankans í dag eftir að hafa sagt upp störfum hjá Kaupþingi. Ingi- björg Hafstað starfsmaður Kvennaiistans segir að grund- völlur hafi verið fyrir tortryggni á störfum Kristínar í bankaráði vegna starfa hennar hjá Kaupþingi og hugsanlega hefði Kristínu verið gert erfitt að sinna sínum störfum. Ingibjörg sagði Þjóðviljanum að það væri Kvennalistanum mikilvægt að þrjú mismunandi álit hefðu komið fram í þessu máli, þar sem aðeins í einu þeirra væri sagt að seta Kristínar í bankaráðinu væri ólögmæt. En í áliti Sigurðar Líndal lagaprófess- ors segir að Kristín teljist al- mennt vanhæf til setu í banka- ráðinu vegna starfa sinna hjá Kaupþingi. Skrifstofustjóri Al- þingis, Friðrik Ólafsson, sagði setu hennar verða að teljast óeðlilega þegar virt væru almenn lagarök en Bankaeftirlit Seðla- bankans taldi Kristínu ekki van- hæfa. Ástæðan fyrir afstöðu Kvenna- listans er fyrst og fremst sú að búið væri að gera Kristínu tor- tryggilega, að sögn Ingibjargar og árekstrar væru hugsanlegir, sérstaklega vegna þess að stjórn Landsbréfa tengdist Landsbank- anum meira en lög gerðu ráð fyrir. Kristín Sigurðardóttir nyti áfram fyllsta trausts Kvennalist- ans. -hmp staðnum. Starfstíminn getur ver- ið allt frá einum mánuði til þriggja mánaða. Það eru norr- ænu félögin á Norðurlöndunum sem sjá um atvinnumiðlun hvert í sínu landi. Á íslandi sér Norræna félagið um Nordjobb atvinnu- miðlunina, en í því felst að félagið veitir allar upplýsingar, tekur við umsóknum frá íslenskum ung- mennum og kemur þeim áleiðis og sér um atvinnumiðlun, útveg- un húsnæðis og tómstundadag- skrá fyrir norræn ungmenni sem koma til íslands. Allar upplýsing- ar, þar á meðal umsóknareyðu- blöð, fást hjá Norræna félaginu, Norræna húsinu, 101 Reykjavík, sími 19670. Samkirkjuleg guðsþjónusta Samkirkjuleg guðsþjónusta verð- ur haldin á vegum Samstarfs- nefndar kristinna trúfélaga á ís- landi, í Dómkirkjunni nk. sunnu- dag kl. 14. Hafliði Kristinsson forstöðumaður í Hvítasunnukir- kjunni predikar, sóknarprestar þjóna fyrir altari, fulltrúar Að- ventista, Hjálpræðishersins og Kaþólsku kirkjunnar fara með ritningarorð. Dómkórinn syng- ur. Stjórnandi er Marteinn Frið- riksson. Styrkurinn gefinn Kvenréttindafélaginu Haukur Halldórsson myndlistar- maður færði Kvenréttindafélagi íslands grafíkmynd að gjöf á jóla- fundi félagsins í desember sl. Myndin er af tveimur konum og nefnist Styrkurinn. Formaður félagsins, Gerður Steinþórsdótt- ir, veitti myndinni viðtöku og þakkaði listamanninum höfðing- lega gjöf. Á myndinni sést Haukur afhenda Gerði og Birnu Guðjónsdóttur í fulltrúarráði fé- lagsins myndina. Leið til betra lífs Hugleiðslukennarinn Acharya Ananda Gaorii frá Japan heldur fýrirlestur í Menningarmiðstöð- inni Gerðubergi, Breiðholti, í kvöld kl. 20. Fyrirlesturinn fjallar um hugleiðslu og hvernig finna megi leið til betra lífs. Hann er fluttur á ensku og þýddur á ís'- lensku. Þá mun Didi Ananda Ga- orii halda helgarnámskeið í hagnýtum jólafræðum. Þátttak- endum verða kynntar slökunar- æfingar og hugleiðsla og rætt verður um skilning jóga á tilgangi andlegra æfinga. Námskeiðið verður haldið 20.-21. janúar í Akureyri Vaxandi atvinnu- leysi Iðja: Iðnaðurinn hrun- inn. Sigríður Stefánsdótt- ir: Framtíðin liggur ekki í byggingu álvers „Atvinnuleysið hefur farið vax- andi hér í bænum að undanförnu og ástæður þess má efiaust rekja til þeirrar staðreyndar að það hefur verið samfelldur samdrátt- ur í iðnaði. Miðað við það sem sú atvinnugrein var og hét fyrir nokkrum árum má segja að iðn- aðurinn sé nánast hruninn,“ sagði Ármann Helgason varafor- maður Iðju félags verksmiðju- fólks á Akureyri. í desember voru alls 238 manns skráðir atvinnulausir á Akureyri og þar af voru konur 99. í mánuð- inum á undan voru 200 einstak- lingar atvinnulausir og af þeim voru konur 87. Sem dæmi um þær breytingar sem orðið hafa í iðn- aðinum á Akureyri má nefna að fyrir nokkrum árum unnu að jafnaði um 300 manns hjá Sam- bandsverksmiðjunum en í dag vinna aðeins 117 manns hjá Ála- fossi. Þar munar mestu um að ullariðnaðurinn var fluttur suður yfir heiðar og þá er fataiðnaður- inn ekki nema skugginn af sjálf- um sér frá því sem áður var. Að sögn Sigríðar Stefánsdótt- ur bæjarfulltrúa er ástand atvinnumála í bænum mjög erfitt og þá sérstaklega í iðnaðinum af einstökum atvinnugreinum. Sig- ríður sagði að von væri til þess að þetta mundi lagast á næstunni ef ástandið batnar í sjávarútvegin- um og þá möguleika sem stofnun sjávarútvegsbrautar við Há- skólann á Akureyri getur haft til nýsköpunar atvinnulífs á staðn- um. „Hins vegar liggur framtíðin ekki í byggingu álvers hér við Eyjafjörðinn," sagði Sigríður Stefánsdóttir. -grh Leikskólanum Sælukoti, Þorra- götu 1, Skerjafirði. Nánari upp- lýsingar veittar í síma 24235 milli kl. 15 og 18. Námskeiðið er á veg- um Ananda Marga. Hæfnispróf Sameinuðu þjóðanna Hæfnispróf á vegum Sameinuðu þjóðanna fyrir umsækjendur um störf á vegum Sameinuðu þjóð- anna verður haldið í Reykjavík dagana 10. og 11. maí. Prófið er haldið í samvinnu við íslensk stjórnvöld og er þetta í fyrsta skipti sem slíkt próf er haldið á íslandi. Prófað verður í stjórnun, hagfræði, tölvufræði og fjölmiðlun/útgáfustarfsemi. Um- sækjendur um þátttöku skulu vera íslenskir ríkisborgarar og fæddir eftir 1. janúar 1958. Þeir skulu hafa lokið háskólaprófi og hafa annað hvort tveggja ára starfsreynslu eða framhalds- menntun á háskólastigi. Einnig er krafist góðrar þekkingar á ensku eða frönsku. Pierre Pel- anne deildarstjóri prófdeildar Sameinuðu þjóðanna er væntan- legur til landsins. Hann mun halda fyrirlestur um hæfnisprófið nk. laugardag í stofu 101 í Lög- bergi, Háskóla íslands, kl. 14, fyrir þá sem hafa áhuga á þátt- töku. 2 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 18. Janúar 1990

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.