Þjóðviljinn - 18.01.1990, Side 3
FRÉTTIR
Húseiningar
íslenskt hugvit
í framleiðslu
Bresk risasamsteypa œtlar að reisa hér verksmiðju til
að framleiða klæðningu úr Hekluvikri
Breska fyrirtækjasamsteypan
Melville hefur ákveðið að
reisa hér á landi verksmiðju til
framleiðslu á vegg- og loftklæðn-
ingu þar sem vikur úr Heklu
verður meginuppistaðan. Einnig
verður innflutt gips notað í fram-
leiðsluna. Framleiðsluaðferðin er
byggð á íslensku hugviti og er það
Björn Einarsson tæknifræðingur
sem á heiðurinn að henni.
Sveinn Halldórsson, umboðs-
maður Melville á íslandi, sagði í
samtali við Þjóðviljann að byrjað
yrði á því að reisa tilraunaverk-
smiðju. Ætlunin er að ganga frá
því máli um helgina.
Hugmyndir eru uppi um að
reisa verksmiðju með 5-7 1/2
miljón fermetra framleiðslugetu.
Endanleg ákvörðun um stærð
verksmiðjunnar verður þó ekki
tekin fyrr en tilraunaverksmiðjan
verður komin í gang. Reiknað er
með að vélakostur verksmiðj-
unnar kosti ekki undir 300 milj-
ónum króna og að markaðssetn-
ing og prófanir kosti um einn
miþarð. Gert er ráð fyrir að
breska samsteypan eigi að
minnsta kosti 80 prósent í verks-
miðjunni. Núverandi áætlanir
gera ráð fyrir að þar starfi um 50
manns.
Ekki hefur verið gengið frá
staðsetningu fyrirhugaðrar verk-
smiðju, en fjórir staðir koma til
greina, Reykjavík, Helguvík,
Straumsvík og Porlákshöfn.
Ekki hefur enn fengist form-
legt leyfi frá stjórnvöldum til að
reisa verksmiðjuna, en Jón Sig-
urðsson iðnaðarráðherra lýsti því
yfir í viðtalið við Þjóðviljann í
október, þegar málið bar fyrst á
góma, að sér þætti þetta mjög
áhugavert.
Björn Einarsson sem á hug-
myndina að framleiðslunni sagð-
ist vera ánægður yfir að ákveðið
hefði verið að reisa verksmiðj-
una.
„Mér líst ljómandi vel á það, en
ég er sár yfir að íslenskir aðilar
hafi ekki viljað sinna þessu,“
sagði Björn. -gb
Útflutningur
Aætlanir hmndu
„Alls voru flutt frá landinu um
1000 tonn af eldislaxi á nýliðnu
ári. Framboð á laxi frá Islandi
hefur hins vegar ekki verið eins
mikið og eldismenn áætluðu því
gert var ráð fyrir allt að 4 þúsund
tonna framleiðslu á síðasta ári,“
sagði Hannes Hafsteinsson hjá
markaðsdeild Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna.
Friðrik Sigurðsson fram-
kvæmdastjóri Landssambands
fiskeldis- og hafbeitarstöðva
sagði að helsta ástæða þess að
framleiðsluáætlun síðasta árs hafi
ekki gengið eftir hafi einkum ver-
ið sú að framleiðendur hafi verið
of bjartsýnir í upphafi nýliðins
árs. Að auki hafi heimtur í haf-
beit alveg klikkað í fyrra og svo
ákváðu nokkrir stórir fram-
leiðendur að slátra minna af laxi
en þeir ella hefðu gert sökum
þeirra verðlækkana sem urðu á
markaðnum á síðasta ári. „Hins
vegar er raunhæft að áætla að í ár
verði framleitt til útflutnings það
magn sem ráð var fyrir gert að
yrði í fyrra,“ sagði Friðrik Sig-
urðsson.
Á síðasta ári tók SH upp nýjan
þátt í starfsemi sinni sem er sala á
íslenskum eldislaxi erlendis og
nam heildarsalan hjá fyrirtækinu
alls 224 tonnum fyrir nærri 79
miljónirkróna. Obbinn af þessari
sölu fór aðallega fram á síðari
hluta ársins. Mest var selt til
Frakklands eða 100 tonn fyrir
rúmar 28 miljónir króna, 70 tonn
fóru til Bandaríkjanna fyrir rúm-.
ar 25 miljónir króna. Til Japans
voru seld 47 tonn fyrir rúmar 22
miljónir króna og 6 tonn seldust
til Spánar. Þessar tölur segja þó
ekki allt því flutnings- og pökk-
unarkostnaður er misjafn til
hinna ýmsu markaða. Ferskur
laxinn er ýmist seldur slægður
eða óslægður og fluttur með inn-
lendum eða erlendum flugvélum
á markað. Nokkur tonn fóru að
jafnaði í hverri ferð í fyrra en
stærsta einstaka sendingin fór til
Frakklands skömmu fyrir jól eða
15 til 16 tonn.
Á síðasta ári seldi Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna lax frá 19 fyrir-
tækjum en að sögn Hannesar
Hafsteinssonar annast á milli 25
til 30 aðilar sölu á eldislaxi héðan.
-grh
Sleipnir
Kröfumar
óhaggaðar
Minni harka í verkfallsvörslu í gœr. Boltinn hjá VSÍ
Verkfalli Bifreiðastjórafélags-
ins Sleipnis lauk á miðnætti í nótt.
Félagsmenn eru vongóðir á að
verkfallið verði til þess að fá við-
semjendur að samningaborðinu,
en kröfur þeirra uin tvöföldun
grunnlauna standa óhaggaðar
þangað til.
„Á meðan ekkert heyrist frá
vinnuveitendum höldum við
auðvitað fast í okkar kröfur. Það
er lágmark að þeir sendi okkur
gagntilboð, en næsta skref verður
að koma frá þeim,“ sagði Haf-
steinn Snæland í Sleipni í gær.
Vinnuveitendasambandið hefur
enn ekki verið til viðræðna um
kröfur Sleipnis vegna gífurlega
hárra krafna um launahækkanir.
Talsvert minni harka var við
verkfallsvörslu í gær en fyrri dag-
ana, en það var eingöngu Vest-
fjarðaleið sem ók í trássi við fé-
lagsmenn. Ágúst Hafberg for-
stjóri Landleiða hótaði hluta
starfsmanna sinna að tækju þeir
þátt í verkfallinu yrði litið á það
sem uppsögn. Bifreiðastjórar
funduðu seint í gærkvöld um
stöðuna og hvernig haga bæri
samningamálum á næstunni.
-þóm
Ef ekki er hægt að draga nægilega úr menguninni eða meðan unnið er að úrbótum getur verið nauðsynlegt að
starfsmenn noti öndunargrímur. Meðfylgjandi mynd er tekin á sínum tíma í kerskála álversins í Straumsvík þegar
starfsmönnum stafaði mengunarhætta af völdum gallaðra rafskauta sem þar voru notuð.
mengunarvömum
Nýjungí
Um áramót gengu í gUdi reglur
um mengunarmörk og aðgerðir
til að draga úr mengun. Þar með
ganga í fyrsta sinn í gildi al-
mennar reglur um loft á vinnu-
stöðum í landi.
Tilgangur reglnanna er að
fyrirbyggja að starfsmenn verði
fyrir heilsutjóni vegna mengunar
í andrúmslofti á vinnustað.
Vinnu á að skipuleggja og fram-
kvæma þannig að mengun sé eins
lítil og kostur er og má hún ekki
fara yfir þau mörk sem sett eru í
reglunum. Ef mengun er undir
mengunarmörkunum á að vera
tryggt að starfsmenn verði að
jafnaði ekki fyrir heilsutjóni af
hennar völdum.
Nokkrar tilkynningar berast
Vinnueftirlitinu árlega um
meinta atvinnusjúkdóma vegna
efnamengunar. Áð sögn Harðar
Bergmanns fræðslustjóra Vinnu-
eftirlitsins er það í höndum við-
komandi lækna að tilkynna það
til Vinnueftirlitsins ef skjólstæð-
ingar þeirra hafa veikst af völdum
atvinnusjúkdóma. Á árunum
1981-1986 bárust að jafnaði frá
10-35 tilkynningar um sjúkdóma í
öndunarfærum. Það er mun færra
en gengur og gerist í nágranna-
löndunum. Varla er þó við því að
búast að ástandið á vinnustöðum
sé eitthvað betra hér á landi en
þar. Mælingar Vinnueftirlitsins
benda til að við mörg störf í efna-
iðnaði og við málun og lökkun,
svo dæmi séu nefnd, sé mengun
yfir mörkum. Verði starfsmaður
veikur eða fái önnur einkenni
sem geta verið tengd mengun í
vinnuumhverfi er nauðsynlegt að
fram fari bæði læknisskoðun á
viðkomandi einstaklingi og mæl-
ingar á menguninni.
Með aukinni áherslu á um-
hverfisvenid hefur áhugi manna
á aðbúnaði og hollustuháttum á
vinnustöðum aukist á síðari tím-
um sem er mikil breyting til batn-
aðar frá því sem áður. Eflaust er
það reynsla margra frá þeim
tíma, og er jafnvel enn, að krafan
um hreint inniloft á vinnustað sé
nokkurs konar afgangsstærð hjá
atvinnurekendum. Enda þarf oft
á tíðum að ráðast í fjárfrekar
framkvæmdir við að koma upp
viðunandi loftræstingu á vinnu-
stað.
Vinnuvernd vinnur á
Að sögn Harðar Bergmanns
fræðslustjóra Vinnueftirlitsins
hafa atvinnurekendur tekið kurt-
eisislega undir málaleitan um
aukna vinnuvemd á vinnustöð-
um. Enda er vinnuvernd eitt af
þeim góðu málum siðferðislega
sem erfitt sé að standa gegn um
þessar mundir og er það án efa
afleiðing þeirrar umræðu um
betra og hreinna umhverfi sem
nýtur æ meiri hylli víðast hvar í
heiminum.
í þeim úttektum sem gerðar
hafa verið á aðbúnaði og hollust-
uháttum í hinum ólíku atvinnu-
greinum ss. málmiðnaði, prent-
iðnaði og á bifreiðaverkstæðum
kom fram að víða var pottur brot-
inn hvað varðar viðunandi loft-
ræstingu á vinnustöðunum. í
framhaldi af þessum úttektum
komu oftast fram kröfur um úr-
bætur í þessum efnum. í úttekt-
inni á bifreiðaverkstæðum sem
gerð var á síðasta ári var kröfunni
um bætta loftræstingu fylgt vel á
eftir með góðum árangri að mati
Vinnueftirlits ríksins.
Ef fyrirtæki þverskallast við
kröfum Vinnueftirlitsins um
endurbætur á aðbúnaði, öryggi
og hollustuháttum á vinnustöð-
um getur Vinnueftirlitið gripið til
1 þvingunaraðgerða gegn þeim til
að knýja á um viðkomandi
í BRENNIDEPLI
breytingar. Á síðasta ári fjölgað
þeim allmikið og varð að grípa til
þessara aðgerða alls í 443 skipti.
Inni í þessari tölu eru meðai ann-
ars afskipti starfsmanna Vinnu-
eftirlitsins vegna ónógs öryggis í
lyfturum og öðrum atvinnutækj-
um svo dæmi séu nefnd.
Mengunarmörk
Mengunarmörk segja til um
mestu mengun sem talið er að
starfsmaður þoli án þess að verða
fyrir heilsutjóni. Þetta gildir
einnig um langvarandi dvöl í
mengun það er að segja heila
starfsævi. Einstaklingar geta þó
verið mjög misnæmir gagnvart
mengun. Af þeim sökum er ekki
hægt að útiloka að hluti þeirra
sem verða fyrir mengun um eða
undir mengunarmörkum verði
fyrir óþægindum sem þó ganga
yfir. Ekki er heldur hægt að úti-
loka að fáeinir bíði að einhverju
leyti varanlegt tjón á heilsunni.
Vinnu á að skipuleggja
ogframkvæma þannig
að mengunsé eins lítil
og kostur er og má hún
ekkifara yfir þau mörk
sem sett eru í reglunum.
Efmengun er undir
mengunarmörkum á
að vera tryggt að starfs-
menn verði að jafnaði
ekkifyrir heilsutjóni af
hennar völdum
Út frá læknisfræðilegu sjónar-
miði er ekki hægt að gefa upp
skörp mörk milli magns sem er
skaðlegt og þess sem er ekki
skaðlegt. Með núverandi þekk-
ingu er talið að sé mengun að
meðaltali undir mengunarmörk-
um, eigi ekki að vera hætta á
heilsutjóni eða óþægindum. Það
er þó mikilvægt að halda mengun
í algjöru lágmarki. Þetta á sér-
staklega við þegar starfsmenn
verða fyrir mengun frá mörgum
efnum samtímis. Enn fremur við
erfiðisvinnu vegna örari öndunar
sem fylgir henni.
Hlutfallið milli mengunar-
marka tveggja efna segir ekki
alltaf til um hlutfallsleg eituráhrif
þeirra. Þetta stafar meðal annars
af því að mengunarmörk fyrir hin
ýmsu efni eru oft sett með tilliti til
mismunandi líffræðilegra eigin-
leika. Sum mörk eru sett til að
koma í veg fyrir heilsutjón vegna
langvarandi mengunar. Önnur
eru sett til að hindra bráð áhrif til
dæmis ölvunaráhrif leysiefna eða
áhrif á slímhimnu frá ertandi
lofttegundum.
Ef mengun er yfir mengunar-
mörkum skal þegar gripið til að-
gerða til að draga úr mengun. í
reglunum og leiðbeiningum með
þeim er bent á ýmsar leiðir til
þess. Besta lausnin er yfirleitt að
fjarlægja mengunina strax við
upptök hennar með góðri loft-
ræstingu. Ef ekki er hægt að
draga nægilega úr menguninni
eða meðan unnið er að úrbótum
getur verið nauðsynlegt að starfs-
menn noti öndunargrímur.
í reglunum er sérstakur kafli
og skrá yfir krabbameinsvaldandi
efni og er þeim skipt upp í flokka.
Annars vegar efni sem ekki er
leyfilegt að nota nema með und-
anþágu eða leyfi frá Vinnueftirliti
ríkisins og hins vegar efni sem
leyfilegt er að nota ef mengun er
undir mengunarmörkum. Þá er
jafnframt í reglunum skrá yfir
efni þar sem menguunarmörk
fyrir þau koma fram. Þar kemur
einnig fram ef efnin geta borist
inn í líkamann í gegnum húðina
og ef þau eru ofnæmisvaldandi
eða geta valdið krabbameini.
Til að kynna þessar nýju reglur
um mengunarmörk og aðgerðir
til að draga úr mengun hafa verið
gerðir stuttir sjónvarpsþættir sem
landsmenn hafa vafalaust tekið
eftir á skjánum. En þeim hefur
verið skotið inn á milli dagskrár-
liða annað slagið. Þá hafa fréttat-
ilkynningar um málið verið send-
ar til fjölmiðla auk þess sem
Vinnueftirlitið hefur sent bréf til
fyrirtækja. Ennfremur hefur
Vinnueftirlitið hamrað á mikil-
vægi málsins í fréttabréfi stofnun-
arinnar sem fer víða um landið.
-grh
Fimmtudagur 18. janúar 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3