Þjóðviljinn - 18.01.1990, Síða 5

Þjóðviljinn - 18.01.1990, Síða 5
VIÐHORF Um tjáningarfrelsið dýra Lýðræði er venjulegá ekki fullkomið stjórnskipulag, það býr yfir hættum, en það er eigi að síður besta stjórnskipulagið sem okkur ófullkomnum skynsemis- verum hefur tekist að upphugsa og framkvæma. Og parað með efnahagsskipulagi kapítalismans - breyskur maðurinn í samruna við óskeikult lögmálið - er það frjálsasta hjónaband sem við þekkjum. Hvers vegna er samfélagið þá ekki fullkomnara en það er? Af hverju er óréttlætið eins mikið og raun ber vitni? Misréttið? Óheil- indin? Lengi vel var jöfnum höndum reynt að finna skýringar á þessu í eiginleikum lögmálsins og mannsins, jafnvel heldur meira í lögmálinu, enda virðist í fljótu bragði árennilegra að breyta kenningum en mönnum. Settar voru fram ýmsar hug- myndir um annars konar stjórn á samfélaginu og kenningar Karls Marx náðu meira að segja svo langt að þær voru settar sem stjórnskipan yfir stóran hluta mannkyns. Á síðustu mánuðum undan- gengins árs hratt svo lýðurinn því oki sem þessi stjórnskipan hafði reynst vera um áratugaskeið. í ljós kom að kommúnisminn var síst betri vörn gegn breyskleika mannsins en kapítalisminn. Um þessi mál öll, aðdraganda þeirra og afleiðingar, höfum við lesið á síðum Þjóðviljans undanfarnar vikur og mánuði, og eins og gengur voru sumir greinahöfund- ar slegnir en aðrir höfðu alltaf vit- að þetta. Víst má vera að Ólafur Ragnar Grímsson hafi rétt fyrir sér þegar hann segir að kommúnisminn sé víxlspor í sögunni, allir muni kjósa að gleyma honum hið bráð- asta og kommúnistar utan Ráð- stjórnarríkjanna fyrrverandi séu aðeins afvegaleiddir jafnaðar- sauðir. Og víst má vera að greina- höfundur vesturþýska vikuritsins Der Spiegel hafi rétt fyrir sér þeg- ar hann segir að framleiðsla og efnahagslíf fái ekki blómstrað án samkeppni. En sjaldan er erfið- ara að átta sig á því hvort þrá- kelkni manns er staðfesta eða hrifningin bjóði blekkingunni heim og einmitt meðan hlutirnir eru að gerast. Framtíðin er óljós- ust allra tíða og við getum leyft Jórunn Sigurðardóttir skrifar okkur að velta vöngum af því að við erum ekki í lífshættu. Eitt er þó víst: eftir að múrinn féll og spillingin opinberaðist er setning- in um að kommúnisminn sé von mannkynsins háði líkust, og var í rauninni löngu orðin það. Nægir að nefna heræðið, gerræðið við hugsana- og tjáningarfrelsi, um- hverfisspjöll, fátækt. millistríðsáranna hailað sér glott- andi aftur á bak í hægindastóln- um með vindilinn og strokið ístr- una, meðan kommúnistinn strýk- ur beinaberri hendi niður kinn- fiskasogið andlit og rýnir þögulu augnaráði inn í óræða framtíðina. Andstæðingar kommúnismans í Austur-Þýskalandi sem náðu eyrum heimsins fyrst fyrir ið á tjáningarfrelsi og afskiptum þegnanna af stjóm lands síns. Við íslendingar þekkjum þetta kerfi mætavel: hátt vöruverð - en tjáningarfrelsi. Mörgum hefur fundist tjáningarfrelsið of dýru verði keypt, vilja ekki nýta sér það heldur flýja land. Mótmæla með fótunum eins og það var kallað í Austur-Evrópu á „Við sem eftirsitjum gœtum unnið að því að bœta aðstœður okkar á lýðrœðis- legan hátt, nýtt okkur tjáningarfrelsið sem við greiðum svo dýru verði og skipt okkur afþví hvernig okkur er stjórnað“ Kenningarnar sem kommún- isminn byggir á voru skrifaðar á öldinni sem leið og nú er þessi næstum því liðin. Hún setti upp- hefð lítilmagnans á oddinn og því var ekki að undra þó að bestu menn þjóðanna aðhylltust þessar kenningar í pólitískri sannfær- ingu sinni og eldmóði. Mann- eskjan hefur alltaf viljað skapa betri heim, og eftir hörmungar síðari heimsstyrjaldarinnar þegar óheftur kapítalismi hafði kallað svartnætti fasismans yfir Evrópu, var engin furða þó að trúin á eitthvað alveg nýtt sem ekki hafði verið reynt til þrautar vekti bjart- ari von meðal fólks en það sem var búið að nota og hafði ekki jafnað hag þegnanna eða aukið réttlæti meðal þeirra til muna. í rauninni hafa væntingar beggja sannast á hinum, eins og kemur í ljós þegar litið er á Þýskulöndin tvö. Hreinræktaði kommúnisminn í austurhlutan- um sýndi sig í frelsisskerðingu og skorti, meðan kapítalisminn í vesturhlutanum sannaði hið forn- kveðna, að þegar undir einn hleðst, annar undir treðst. Samt hefur kapítalisminn sigrað og get- ur eins og í áróðursleikhúsum tveimur árum hugðu ekki á bylt- ingu. Þetta fólk vildi halda ýms- um ótvíræðum kostum hins kommúníska samfélags, eins og félagslegu öryggi, virðingu fyrir hinum vinnandi manni, lágu verði á nauðsynjavöru og fleira, en það vildi opna samfélagið, gera þegnunum kleift að taka þátt í því, auka tjáningarfrelsi, vernda umhverfið. Krafan var ekki um blóðuga samkeppni markaðsfrelsisins og þrjátíu teg- undir af þvottaefni. Málflutningur þeirra vakti vonir í brjóstum vinstrisinna í allsnægtum sínum á vestur- löndum um að kommúnismann mætti endurbæta. Nú virðist hins vegar ljóst að ekki verður bæði sleppt og haldið fremur en oft áður. Frjálsa markaðssamfélagið er það sem koma skal og þar munu engin grið gefin né frestur til að sannreyna hvort kenningar marxismans um jöfnuð hefði mátt framkvæma á annan hátt. Fyrir tveim vikum var niður- greiðsla ríkisins á barnafötum felld niður í Austur-Þýskalandi, brauð, húsaleiga og fargjöld al- menningsvagna munu fylgja í kjölfarið. Þetta virðist vera verð- haustmánuðum. Og eins og venjulega förum við íslendingar fram úr öllum þegar reiknað er hlutfallslega. Hópurinn sem hef- ur yfirgefið ísland á undan- gengnum misserum er hlutfalls- lega stærri en sá sem fór frá Austur-Þýskalandi í haust sem leið! Eftir sitjum við og gætum víst með öfugum formerkjum gengið um göturnar og hrópað „Við erum þegnarnir", þetta samfélag er fyrir okkur og „Við verðum hér kyrr“, viljum vinna að því að bæta aðstæður okkar á lýðræðis- legan hátt: nýta okkur tjáningarf- relsið sem við greiðum fyrir dýru verði og skipta okkur af því hvernig okkur er stjómað. Við viljum hafa áhrif á forgangsröð framkvæmda. Nú standa fyrir dyrum sveitarstjórnarkosningar um allt land. Eitt megineinkenni lýð- ræðis eru einmitt frjálsar kosn- ingar með vissu millibili þar sem þegnunum gefst kostur á að gefa stjórnendum sínum einkunn fyrir unnin störf og jafnvel fella þá ef þeim líka þau ekki. En oft hafa vaninn og ættartengslin meiri áhrif á hvar við setjum krossinn á kjörseðlinum en vandleg íhugun um hvort viðkomandi flokkur hafi markað stefnu og komið þeim hlutum í kring í samfélaginu sem okkur finnast mest um verð- ir. Fjármagn er alltaf takmarkað, en hefur fénu einkum verið varið til hluta sem okkur eru mikilvæg- ir, blómlegu mannlífi til fram- dráttar? Mun t.d. Davíðsrassinn ofan á tönkunum í Öskjuhlíðinni - þótt hann virðist ólíkt stinnari en frumgerðin - auðga mannlífið í henni Reykjavík eða bæta líf al- mennings? Sömu spurningu má varpa fram um ráðhúsið í Tjöm- inni. Á sama tíma og yfirvöld í stórborgum heimsins berjast hatrammlega við iðnað og bfla- ómenningu til að endurvekja og viðhalda lífríkjum innan borgar- marka sinna þá setja borgaryfir- völd í Reykjavík stórbyggingu ofan í eitt af örfáum lífríkjum sem enn eru eftir í þessari borg. Númer hvað skyldu eilífðar- málin: dagvistun barna, heilsdagsskólar og skólamáltíðir vera hjá hinum háu herrum? Gömul tugga segja kannski margir, já vissulega, en eigi að síður óleyst mál sem veldur mikl- um vanda og aukaálagi á mörgum heimilum hér í borg. Fyrir utan þann vanda sem blasir við um hverja helgi í miðbænum. Stöðugt fleira fólk flyst til Reykjavíkur utan af landi og á- stæðunnar fyrir því er ekki að leita í borgarsollinum. Borgaryf- irvöld verða að takast á við breyttar aðstæður sem þessu fylgja, en almenningur annars staðar en í Reykjavík verður líka að nýta sér kosti hins dýra tján- ingarfrelsis og athuga hvort flokkarnir sem þeir kusu til að stjórna bæjar- eða sveitarfélagi sínu hafa staðið sig í stykkinu og verndað byggð á staðnum með nauðsynlegri félagslegri þjónustu og fjölbreyttu atvinnulífi. En í bili ætla ég að láta mér nægja borgina. Á næstu vikum langar mig að gaumgæfa hér í blaðinu ýmis mál sem gætu gleymst í komandi kosningaum- ræðu andspænis stórframkvæmd- unum á vegum borgarinnar. Jórunn Sigurðardóttir er leikkona, nýlega flutt heim frá Vestur- Þýskalandi. í grein sem fvar Jónsson skrifar í Þjóðviljann fimmtudaginn 4. janúar fjallar hann um mikilvægi háskóla á Akureyri (HA, stytting ívars sjálfs). Með stofnun hans á þyngdarpunktur rannsókna, sem tengjast atvinnulífinu, að flytjast frá höfuðborgarsvæðinu. í greininni tekst ívari að skrifa nánast allar rannsóknastofnanir atvinnulífsins norður; stóran hluta Háskólans, Iðntækni- stofnun, Hafrannsókn og Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins. Það sem upp á vantar á síðan að stofnsetja fyrir norðan. Rökin fyrir flutningunum eru þau, að stofnanir séu nú stefnulausar og stöðnuð bákn borgríkisins án tengsla við atvinnulíf lands- manna, eða eins og ívar kemst að orði: „Frá sjónarmiði nýsköpunar nýtist starfsemi Háskóla íslands og rannsóknastofnana atvinnu- veganna í Reykjavík ekki sem skyldi, því bæði skortir makvissa samhæfða rannsókna- og þróunarstefnu fyrir þessar stofn- anir og þær hafa hneigst til að afla sér sértekna með skammtíma þjónustuverkefnum fyrir fyrir- tæki. Við þetta bætist að HÍ hefur brugðist sem sjálfstæð akademísk rannsóknastofnun, sem gæti Báknið norður stuðlað að langtímastefnu- mörkun fyrir íslenskt atvinnulíf.” Með norðurflutningunum og langtímastefnumörkum væntan- legrar „rannsóknastofnunar á sviði vísinda- og tæknistefnu” Örn Jónsson skrifar framtíðarsymfóníu ívars, þegar hann heimfærir stefnu, sem f rauninni er miðuð við landið allt, upp á nýstofnaðan HA. Þar kem- ur í ljós að flest vantar og ríkið vill ekki skaffa af samsærisástæðum. . .finnst mér ómaklegt hjá honum að horfa gjörsamlegafram hjá þvísem vel hefur verið gert á undanförnum árum“ ætlar ívar að leysa nátttröllin úr álögum og breyta þeim í alls- herjar þróunarstofnun í anda MITI í Japan, en þeirri stofnun er að hluta til þökkuð velgengni Japana á heimsmarkaði. Hér er stórt hugsað. Stórhugur og raunsœi Stórhugur og raunsæi verða að fara saman.. Falskur tónn læðist í Sagt hefur verið að í útópíunni sé alltaf sól og versti óvinur ólskinslandsins sé framkvæmdin. Þær stofnanir og það starf sem ívar lýsir eftir fyrirfinnast hér- lendis, þótt staðsetningin sé ívari ekki að skapi. Hvert er t.d. hlut- verk Rannsóknaráðs ríkisins ef langtímastefnumörkun á sviði „vísinda- og tæknistefnu” er utan verksviðs þess? Og utan dag- skrár, hvers vegna fær Rann- sóknastofnun landbúnaðarins ekki aðgang að væntanlegri para- dís fyrir norðan? ívar nefnir þrjár forsendur fyrir árangursríkri nýsköpun. Þær eru; „mikil og útbreidd þekking tengd frumvinnslu- greinunum, náin tengsl þeirra sem framleiða vélar fyrir frum- framleiðslu og fyrirtækja í frum- framleiðslu og öflug starfsemi há- skóla og tæknistofnana ríkisvald- sins sem hafa það hlutverk að flytja inn og þróa hátækni og staðfæra og dreifa út í atvinnu- lífið.” Ég er sammála þeirri skoðun ívars að náin tengsl opinberra rannsóknastofnanna og atvinnu- lífsins sé ein af frumforsendum öflugrar nýsköpunar. Aftur á móti finnst mér ómarklegt af honum að horfa gjörsamlega framhjá því sem vel hefur verið gert á undanförnum árum. Ég ætla að fjalla um þessar forsendur nánar út frá því starfi sem hefur verið unnið og er verið að vinna. Dæmin eru tengd sjávarút- veginum vegna þess að tilefni greinarskrifa hans er einmitt að- för ríkisvaldsins og sérhags- munaafla innan Háskólans að sjávarútvegsdeild HA. Hliðstæð þróun hefur einnig átt sér stað í öðrum greinum. Þróunarstarf fyrirtœkja Þróunarstarf fyrirtækja hefur aukist á undanförnum árum. Fyr- irtækin sjálf hafa haft þar frum- kvæði, en þátttaka rannsókna- stofnana fer stöðugt vaxandi. Að vísu er rétt að fá fyrirtæki hafa efni á umfangsmiklum grunn- rannsóknum, en markviss vöru- þróun er orðin almenn, bæði í frumvinnslu og úrvinnslu. Sömu sögu er að segja um tækni- væðingu, framleiðniaukandi að- gerðir og gæðastjórnun. Útflutningur á framleiðslu- tækjum fyrir sjávarútveg hefur margfaldast á síðastliðnum árum og nemur verðmæti hans nú hundruðum miljóna. Páll Gísla- son, framkvæmdastjóri ICEC- ON, hefur margsinnis bent á að það verklag og sú reynsla sem starfsfólk í sjávarútvegi ræður yfir sé sú þekking sem útlending- ar hafa mestan áhuga á að kaupa. Til þess að af kaupunum geti orð- Framhald á bls. 6 Flmmtudagur 18. janúar 1990 ÞJÖDVIUINN - SfÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.