Þjóðviljinn - 18.01.1990, Qupperneq 6
Kvikmyndaklúbbur íslands
Besta bíómynd
Evrópu 1989
í kvöld
- Við vorum búin að tryggja
okkur sýningarrétt á grísku
myndinni „Landslag í þoku“,
áður en hún fékk evrópsku Felix-
verðlaunin í París í vetur, segir
Guðmundur Karl Björnsson,
talsmaður klúbbsins. - Hún hefur
sópað að sér verðlaunum auk
þess að vera valin þarna besta
kvikmynd Evrópu 1989. Við sýn-
um líka aðra mynd eftir leikstjór-
ann, Theo Angelopoulos, í lok
janúar, Ferðina til Kithira. Áður
höfum við sýnt Býflugnabóndann
eftir hann.
Kvikmyndaklúbbur íslands er
öllum opinn og sýningar hans
fara fram við ágætar aðstæður í
Regnboganum við Hverfisgötu.
Þar kaupa félagsmenn skírteini á
1000 kr., en síðan kostar 300 kr.
inn á hverja sýningu, sem er
lægra verð en á almennar sýning-
ar. Fastir sýninartímar eru á
fimmtudagskvöldum kl. 21 og
23:15 í litlum sal, en á laugar-
dögum kl. 15:00 í stórum sal.
Kvikmyndaklúbburinn sýnir
alls 20 myndræmur frá 7 löndum
á þessu 3. sýningartímabili sínu.
Megináherslan að þessu sinni er
lögð á „film noir“, myndir frá
Bandaríkjunum og á sænskar
myndir frá 2. og 3. áratug aldar-
innar. Loks verða í lokin sýndar 3
hryllingsmyndir, tvær eftir Roger
Corman og ein frá Andy Warhol,
þrívíddarmynd um Frankestein.
Áhorfendur verða þá að leggja
leið sína í Laugarásbíó, vegna
þrívíddaráhrifanna sem hægt er
að ná þar. Ein íslensk mynd er á
Frá Rannsóknastofnun
uppeldis- og menntamála
Starf forstöðumanns
Staða forstöðumanns Rannsóknastofnunar uppeldis- og
menntamála er laus til umsóknar. Umsækjandi skal upp-
fylla hæfniskröfur sem gerðar eru til prófessora. Hann skal
hafa staðgóða þekkingu á rannsóknaraðferðum félagsvís-
inda og hafa sannað hæfni sína m.a. með rannsóknum á
sviði uppeldis- og menntamála.
Umsækjendur um stöðu forstöðumanns skulu láta fylgja
umsókn sinni rækilega skýrslu um vísindastörf þau sem
þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil
sinn og störf. Laun eru samkvæmt launakerfi starfsmanna
ríkisins.
Forstöðumaöur er ráðinn tili fjögurra ára og er gert ráð fyrir
að staðan verði veitt frá 1. júlí 1990.
Umsóknarfrestur er til 1. mars 1990.
Umsóknir skulu sendar til Rannsóknastofnunar uppeldis-
og menntamála, Kennaraskólahúsinu við Laufásveg, 101
Reykjavík.
Stjórn Rannsóknastofnunar uppeldis- og
menntamála 12. janúar 1990
Snæfellingar
Upplýsingafundur um
Evrópska efnahagssvæðið,
EES, verður haldinn á vegum
utanríkisráðuneytisins, þann
19. jan. kl.21.001
Félagsheimilinu íólafsvík.
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð-
herra hefur framsögu og mun ásamt emb-
ættismönnum utanríkisráðuneytisins svara
fyrirspurnum um viðræður Fríverslunars-
amtaka Evrópu, EFTA, og Evrópubandal-
agsins, EB, um myndum sameiginlegs
markaðar í Evrópu.
Utanríkisráðuneytið
Það verður að teljast heppni eða sérstök forsjálni hjá Kvikmyndaklúbbnum að
vera búinn að tryggja sér „Landslag í þoku“, en í kvöld og á laugardaginn gefst
kostur á að sjá í Regnboganum þessa nýju grísku verðlaunamynd, sem fékk
Silfurljónið á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum 1988 og Felix-verðlaunin í París
1989.
dagskránni, Rokk í Reykjavík
eftir Friðrik Þór Friðriksson.
Kvikmyndasafn fslands styður
klúbbinn, í samræmi við lagafyr-
irmæli, með fundaraðstöðu og
fleiru, en allt starf í þágu hans
vinna sjálfboðaliðar með eld-
legan áhuga á þessari listgrein og
iðn.
/ kvöld: Landslag í þoku
Myndina sem hlaut kvikmynd-
averðlaun Evrópu 1989, Lands-
lag í þoku, gerði Grikkinn Theo
Angelopoulos 1988. Höfundur-
inn er hálfsextugur og stúndaði
nám í lögfræði og kvikmynda-
gerð, en var reyndar rekinn úr
franska skólanum IDHEC á sín-
um tíma. Hann segist hrifnastur
af danska kvikmyndaleikstjórun-
um Carl T. Dreyer og þeim
franska Jean-Luc Godard, en
þykir lítið til um Svíann Berg-
mann. Angelopoulos þykir eitt
skýrasta dæmi samtímans um
sanna höfunda (auteaur) kvik-
myndagerðarinnar.
Landslag í þoku fékk Silfur-
ljónið fyrir bestu leikstjórn í Fen-
eyjum 1988 og Felix-verðlaun
Evrópu 1989: Hún er rúmlega
tveggja stunda löng og sýnir
ferðalag yfir þvert Grikkland, en
ferðir eru uppáhaldsefni Angel-
opoulosar. Systkini, 14 og 5 ára,
hyggjast leita föður síns í Þýska-
landi en verða fyrir margs konar
reynslu á leið sinni að landamær-
unum og hitta marga kynlega
kvisti.
Sama tækniliðið vinnur yfir-
leitt með Theo Angelopoulos og
skapar það sterkt yfirbragð
myndanna. Sagt er um Landslag í
þoku, að þar sanni Angelopoulos
enn snilli sína við að kalla fram
söknuð og minningar, nái því að
gæða veröld gærdagsins sérstæðri
fegurð og neyði áhorfandann til
að framkalla sína eigin sýn af því
liðna. ÓHT
VIÐHORF
Framhald af bls. 5
ið verða að vera til fyrirtæki sem
binda þessa þekkingu í vélum,
tækjum og skipulagi. Fyrirtæki
sem hafa tök á slíku eru nú orðin
allmörg og margir starfsmenn
þeirra hafa með einum eða öðr-
um hætti verið tengdir Háskólan-
um eða rannsóknastofnunum at-
vinnuveganna. Sömu sögu er að
segja um framleiðsluvörurnar,
þær hafa verið þróaðar í tengslum
við stofnanir. Nægir að nefna
frumgerðir Marelsvoganna, en
þær voru unnar innan veggja Há-
skólans, kör Sæplasts á Dalvík og
allmargar vélar unnar í samvinnu
við Rannsóknastofnun fisk-
iðnaðarins. Meka og Marel vinna
nú að viðamiklu verkefni ásamt
tveimur dönskum fyrirtækjum
auk Iðntæknistofnunar og Rann-
sóknastofnunar fiskiðnaðarins og
er markið sett á vinnslulínu fram-
tíðarinnar. Eureka verkefnið Ha-
lios hefur einnig verið starfrækt í
nokkur ár.
Rannsóknir og
atvinnulíf
Tölvuvogir fyrir frystihús væru
óhugsandi án náinnar samvinnu
framleiðenda og notenda og
sama gildir um færavindur DNG
á Akureyri. Sérhæfð þekking og
frumframleiðsla fer þegar saman
hér á landi eins og ör vöxtur þess-
arar iðngreinar er ótvírætt dæmi1
um. Tengslin hafa myndast m.a.
vegna aukinnar áherslu á
þjónustuverkefni sem ívar hefur
svo mikla skömm á. Samstarf að1
lausn hagnýtra verkefna er lykill-
inn að þeirri nýsköpun sem hann
leitar að, en þykist ekki finna, og
slíkt samstarf er síðan forsenda
raunsærra langtímaáætlana sem
hann lýsir eftir.
Fréttir af líftækni eru ekki jafn
mikið á forsíðum blaðanna nú og
fyrir nokkrum árum. Starfsemi á
þessu sviði er þó orðin blómleg.
Búið er að byggja líftæknihús Há-
skólans á Keldnaholti og þar er
m.a. unnið að örveruræktun og
hagnýtingu ensíma til himnu-
losunar og roðflettingar svo dæmi
séu nefnd.
Samstarf um líftækni er gott
dæmi um samhæfingu dreifðra
krafta. Hingað til lands voru
komnir allmargir sérfrðingar sem
höfðu sótt þekkingu sína til frem-
stu rannsóknastofnana heims.
Þeir sameinuðust um ákveðin
rannsóknarverkefni. Rann-
sóknaráð ríkisins styrkti
rannsóknirnar enda samræmdist
það langtímaáætlun þess. Nú
hafa aðstandendur, bæði rann-
sóknastofnanir atvinnulífsins og
þar með talinn Háskólinn og fjöl-
mörg fyrirtæki, þ.á m. í sjávarút-
vegi, stofnað fyrirtæki um hag-
nýtingu rannsóknanna. Ég er
sannfærður um að ekki líður á
löngu þar til afurðirnar verða að
framleiðsluhæfum vörum.
Hæfnisuppbygging á sviði líf-
tækni er skólabókardæmi um
framsækna stefnumörkun og
hafa margir aðilar komið þar við
sögu eins og áður sagði. Samt
sem áður held ég að ekki sé á
neinn hallað þegar fullyrt er að
styrkveitingar Rannsöknaráðs
hafi skipt sköpum.
Fleiri dæmi mætti nefna því af
nógu er að taka, s.s. fisknasl, sem
er samstarfsverkefni Fiskmars á
Ólafsfirði, Iðntæknistofnunar og
Rannsóknastofnunar fiskiðnað-
arins, nána samvinnu Háskólans
og Lýsis h/f um vöruþróun á lýsis-
afurðum og grunnrannsóknir
þeim tengdar, rannsóknir á sviði
fiskeldis og mjölvinnslu. Einnig
eru ótalin verkefni sem tengjast
langtíma stefnumótun og unnin
eru að hluta til í Háskólanum. Má
þar nefna verkefni á sviði fisk-
veiðistjórnunar, mat á stofn-
stærðum, reiknilíkön fyrir útgerð
og vinnslu. Ég vil leyfa mér að
halda því fram að Háskólinn og
rannsóknastofnanir atvinnu-
veganna hafi tengst beint eða
óbeint flestum umfangsmeiri ný-
sköpunarverkefnum sem unnin
hafa verið hérlendis á undan-
förnum árum.
Raunhœf nýsköpun
Síðustu ár hafa verið umskipta-
tímabil í atvinnulífinu. Fyrirtæki í
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 18. janúar 1990
Athugasemd
við
Gunnar
Karisson
Mikið var ég hissa þegar ég sá
að Gunnar Karlsson var að gera
mér upp skoðanir í Þjóðviljanum
16. janúar sl. Nefnilega að ég
skipi sagnfræðiverkum skör
lægra en skáldverkum. Og þetta
þykist hann lesa út úr orðum sem
ég lét falla við blaðamann DV
sem spurði mig hvort væri ekki
erfitt að vega á sömu vog fræðirit
og skáldrit. Svar mitt var á þá
lund að það væri alltaf snúið að
gera upp á milli bóka, jafnvel
skáldverka innbyrðis og klykkti
út með því að varðandi bók-
menntaverðlaunin þá hlyti bók-
menntalegt gildi verkanna að
skera úr.
Hvernig í dauðanum Gunnar
les út úr þessu svari að hér sneiði
ég að fræðiritum er mér hulið.
Telur hann þá að fræðirit og bók-
menntalegt gildi geti ekki farið
saman? Nei, raunar fjallar grein
hans í löngu máli um hið gagn-
stæða.Af hverju er honum þá í
mun að klína þessu viðhorfi á
mig? Er hér einber vígagleði sem
stjórnar pennanum?
Listrænir fræðimenn eru hval-
reki, en þeir mega þó ekki þurrka
gersamlega af sér áminningu Ara
um sannleiksskylduna.
Pétur Gunnarsson
öllum greinum hafa farið í gegn-
um miklar þrengingar sem ekki
er séð fyrir endann á. Þrátt fyrir
þetta hafa fjölmörg fyrirtæki lagt
stóraukna áherslu á þróunar-
starfsemi. Vissulega hefur sú
þróunarvinna að uppistöðu til
verið vöruþróun og tæknivæðing
fremur en langtíma rannsókna-
starfsemi, en það er einmitt mun-
urinn á útópíum og raunsærri
framkvæmd; verkefnin verður að
vinna stig af stigi.
Röksemdir háskólamanna sem
hafa andmælt stofnun HA eru
mjög í anda þeirra sem ívar sjálf-
ur setur fram í grein sinni. Ann-
ars vegar aukið mikilvægi þver-
faglegra rannsókna og hins vegar
að þverfaglega vinnu verði að
byggja á haldgóðri sérþekkingu á
fjölmörgum sviðum. Rökin fyrir
því að starfrækja ætti sjávarút-
vegsnám við Háskóla íslands
voru einmitt þau að sú aðstaða
sem ívar vill setja upp á Akureyri
væri þegar fyrir hendi við Há-
skólann.
Ég held að allir þeir sem
þekkja til þess frumherjastarfs,
sem unnið hefur verið á sviði líf-
tækni undanfarin ár, geti verið
sammála um að fásinna væri að
endurtaka það þrekvirki í nafni
byggðastefnu. Slíkt væri bæði
sóun á fé og fyrirhöfn. Einnig sé
ég lítinn tilgang með því að stofna
sérstakt Rannsóknaráð fyrir
landsbyggðina. Aftur á móti eru
næg verkefni fyrir’hendi á öðrum
sviðum.
Nú er búið að stofna háskóla
fyrir norðan og eins og ívar bend-
ir á þá skapar það tækifæri á öðr-
um áherslum. Staðsetningin gef-
ur ákveðna möguleika, en raun-
sæ atvinnustefna, með eða án
suðvesturhornsins, hlýtur að
byggja á samhæfingu þeirra
krafta sem fámenn þjóð hefur
yfir að ráða. Annað er einhvers
konar nútíma útgáfa af helminga-
skiptareglunni sálugu. í upplýs-
ingasamfélaginu er staðsetning
ekki hindrun fyrir haldgóðri sam-
vinnu.
Örn Jónsson er forstöðumaður
Sjávarútvegsstofnunar Háskóla ís-
lands