Þjóðviljinn - 18.01.1990, Side 7

Þjóðviljinn - 18.01.1990, Side 7
ERLENDAR FRETTIR Sovéther skipað að skjóta Sovéski herinn hefur fengið fyrirmæli um að beita skotvopn- um gegn óaldarhópum Azera og Armena ef nauðsyn krefji. Sovéska sjónvarpið sagði í gær- kvöldi að ákvörðunin um að leyfa hermönnum að skjóta hefði verið tekin eftir að árásir hefðu verið gerðar á vopnabúr stjórnarinnar. Herinn hefði forðast bein vopna- átök hingað til en hermenn yrðu að fá að verj a sig þegar ráðist væri á þá. Innanríkisráð Sovétríkjanna skýrði frá því í gær að rúmlega ellefu þúsund hermenn væru komnir til átakasvæðanna í Arm- eníu og Azerbaijan. Þjóðernis- sinnar reyndu að hindra för hers- ins með því að setja upp götuvígi en yfirmenn í sovéska hernum segja að auðvelt hafi verð að komast framhjá þeim. Á mörgun stöðum voru hermenn fluttir með þyrlum. Fréttaflutningur frá átökunum er fremur óljós þar sem erlendum fréttamönum er bannað að fara þangað. Sovéskir fjölmiðlar hafa skýrt frá atburðunum en farið varlega í að lýsa hrottafengnum árásum óeirðaseggja bæði í Azer- baijan og Armeníu af ótta við að það kyndi undir ólgu og frekari þjóðernisátökum. Stór hluti sovéska herliðsins var sendur til Nagorno-Karabakh sem liggur á mörkum sovétlýð- veldanna tveggja. Bæði Armenar og Azerar gera tilkall til svæðis- ins, sem er 4.400 ferkílómetrar og hafa barist nokkrum sinnum um það undanfarin 170 ár. Að minnsta kosti 180 manns hafa fallið í átökum Armena og Azera undanfarin tvö ár, þar af sextíu frá því á laugardag. Reuter/rb Kólombía Kókaínbarónar boða vopnahlé Hryðjuverkasamtök kókaín- smyglara í Kólombíu lýstu yflr í gær að þeir væri hættir morðtil- Bandaríkin Þróunar- aðstoð Bandaríkjamenn íhuga nú möguleika á því að beina hluta 14 miljarða dollara þróunaraðstoð- ar sinnar til Austur-Evrópu. Öldungadeildarþingmaðurinn Robert Dole, sem hefur forystu fyrir þingflokki Repúblikana, hefur lagt til að dregið verði úr bandarískri aðstoð við ísrael, Eg- yptaland, Filippseyjar, Tyrkland og Pakistan sem hingað til hafa fengið um tvo þriðju allrar þró- unaraðstoðar Bandaríkjamanna. Þess í stað vill hann veita ríkjum Austur-Evrópu aðstoð til að vinna bug á efnahagsörðugleik- um sínum. Bandaríkjastjórn gaf á þriðju- dag út yfirlýsingu þar sem þessari tillögu er vel tekið. Hún fer fram á aukið svigrúm til að ákveða hvert aðstoð Bandaríkjanna sé beint svo að hægt verði að veita ríkjum í Austur-Evrópu og ann- ars staðar meiri stuðning. Talið er að þessi breytta áhersla í þróunaraðstoð Banda- ríkjanna komi til með að bitna á ísraelsmönnum og öðrum sem hingað til hafa þegið bróðurpart- inn af henni. fsraelsmenn hafa látið í ljós áhyggjur af því að breytingar í Austur-Evrópu verði til þess að fjárhagsstuðningur Bandaríkjamanna við þá minnki. Reuter/rb ræðum og sprengjuárásum til að sanna friðarvilja sinn. Samtökin, sem kalla sig Extra- ditables, Hinir framseljanlegu, gáfu út fréttatilkynningu í gær sem var lesin upp í útvarpsstöðv- um í Medillin þar sem höfuð- stöðvar kólombískra fíkniefn- asmyglara eru. Þau hófu hryðjuverkaherferð sína í ágúst eftir að stjórnvöld á- kváðu að ekki þyrfti dómsúr- skurð til að framselja menn sem væru eftirlýstir í Bandaríkjunum fyrir kókaínviðskipti. Síðan hafa þeir gert yfir tvö hundruð spreng- jutilræði, sem að minnsta kosti 193 hafa látið lífið í. í yfirlýsingu samtakanna segir að þeir hafi ákveðið að hætta sprengjutilræðunum vegna á- skorunar kaþólsku kirkjunnar og tveggja fyrrverandi forseta á mánudag. Þar eru yfirvöld hvött til að sýna linkind gegn því að öllum útflutningi fíkniefna verði hætt. Frá jarðarför Luis Carlosar Galáns forsetaframbjóðanda í Kólombíu sem út- sendarar skæruliða myrtu í ágúst I fyrra. Stjórnvöld skáru upp herör gegn kókaínsmyglurum í framhaldi af morðinu sem aftur varð til þess að þeir hófu morðherferð sína. Kókaínbarónarnir segjast geta fallist á þetta. Þeir lofa að af- henda vopn sín, eyðileggja til- raunastofur þar sem kókaín er framleitt og hætta kókaínútflutn- ingi um leið og lagalegur réttur þeirra verði tryggður. Leiðtogar kókaínsmyglhringa í Kólombíu hafa safnað gítur- „ legum auðæfum á undanförnum árum og fjárfest hluta þeirra í lög- legum viðskiptum. Tilboð þeirra •bendir til að sumir þeirra vilji draga sig út úr eiturlyfjaviðskipt- unum og njóta auðæfa sinna sem löglegir auðkýfingar. Reuter/rb Umhverfismál Tyrkir stífla Efrat Irakar og Sýrlendingar mótmæla Tyrkir byrjuðu að veita vatni úr stórfljótinu Efrat á laugardag til að fylla aðveitulón við Ataturk-stífluna sem þeir eru að byggja. írakar og Sýrlendingar hafa mótmælt framkvæmdinni sem þeir segja að stríði gegn al- þjóðalögum. Efrat á upptök sín í Tyrklandi og rennur þaðan um Sýrland og írak til sjávar í Persaflóa. Bæði Sýrlendingar og írakar nota fljót- ið til áveitu á stóru svæði og raf- orkuframleiðslu. Tyrknesk stjórnvöld segja að breytingar á farvegi fljótsins komi ekki til með að skaða Sýr- lendinga og íraka. Þau hafa lofað að veita vatni úr ám neðan við stífluna á meðan þau eru að fylla hana af vatni en áætlað er að það taki um þrjátíu daga. Sérfræðing- ar í Sýrlandi og Irak segja hins vegar að lítið vatnsmagn í Efrat bitni á áveitum og raforkufram- leiðslu og hafi áhrif á líf milljóna manna. Ataturk-stíflan er níunda stærsta stíflumannvirki í heimi. Stefnt er að því að ljúka fram- kvæmdum við hana árið 2001. Áætlað er að heildarkostnaður við stíflugerðina og áveitu- mannvirki, sem tengjast henni, nemi samtals um 700 miljörðum íslenskra króna. Reuter/rb Umhverfismál Madeira Tuttugu kílómetra breiður ol- íufláki barst upp að norðurströnd portúgölsku eyjunnar Madeira í gær. Mengunarsérfræðingar hafa flykkst þangað til að reyna að reyna að hreinsa ströndina. Olíubrákin var í nágrenni við Porta Santo í fyrradag um 40 kfl- ómetrum fyrir norðaustan Ma- deira. Ekki er vitað hvaðan hún er upprunin en talið er hugsan- legt að hún sé frá spænska olíu- skipinu Aragon sem missti 25.000 tonn af olíu í hafið fyrir tveimur vikum. Fjölskrúðugt dýralíf er við Ma- deiraströnd. Olíukámugar skjaldbökur, fiskar og sjófuglar börðust um í flæðarmálinu þar í gærkvöldi og gátu sér enga björg veitt. Umhverfisverndarmenn reyndu að koma í veg fyrir að hún bærist á dvalarstað sæljóna á ströndinni. Flugvélar frá portúgalska flug- hernum dreifðu mörgum tonnum af hreinsiefnum yfir olíuna til að reyna að eyða henni. Reuter/rb Evrópubandalagið Dubcek fær mann- réifinda- verðlaun Alexander Dubcek, hinn endurreisti leiðtogi Tékkóslóvak- íu, tók í gær við mannréttinda- verðlaunum Evrópubandalags- ins. Á blaðamannafundi, sem Du- bcek hélt eftir að hann tók við verðlaununum, hvatti hann Evr- ópuríki til að gera allt sem í þeirra valdi stæði til aðstoðar Sovétríkj- unum til að tryggja að umbóta- viðleitni Gorbatsjovs Sovétleið- toga næði fram að ganga. Dubcek lagði áherslu á mikil- vægi þess að efla tengsl Tékkósló- vakíu við Vestur-Evrópu. Hann skoraði á alla að leggjast á eitt til að umbæturnar í Tékkóslóvakíu og Evrópu yrðu varanlegar. Dubcek var aðalleiðtogi vors- ins í Prag sem Sovétmenn bundu endi á með innrás sinni 1968. Hann fékk uppreisn æru með stjórnarskiptunum í Tékkósló- vakíu í desember þegar hann var kosinn forseti tékkneska þings- ins. Reuter/rb f Um áramótin lækkaði allt lambakjöt um 8%. SAMSTARFSHÓPUR r Sparaöu og kauptu lambakjöt. UM SÖLU LAMBAKJÖTS

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.