Þjóðviljinn - 31.01.1990, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 31.01.1990, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 31. janúar 1990 21. tölublað 55. órgangur Samningar Skrifað undir í nótt Velmiðaðiísamkomulagsáttígœr. Ríkisstjórnin leggurfram 1200-1500 miljónirtilaðsamningartakist. ÓlafurRagnar Grímsson: Mikilvœgt að mœtaþessum kostnaði án erlendra lántaka. Bankar hafaþegargefið út nafnvaxtalœkkun en BSRB vill lœkkun raunvaxta Igærkvöld voru allar líkur á að samningar næðust í nótt eftir tveggja klukkustunda fund við- semjenda með fulltrúum stjórn- arflokkanna. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum fyrr um daginn að leggja um 12 til 15 hundruð milj- ónir af mörkum til að samningar takist, aðallega vegna niður- greiðslna á landbúnaðarvörum og hækkunar frítekjumarka. Að sögn Ólafs Ragnars Grímssonar fjármálaráðherra verður þessum útgjaldaauka ekki mætt með er- lendum lántökum heldur með auknum sparnaði. „Pað er afar mikilvægt að draga úr útgjöldum ríkisins til að mæta þessum kostnaði í stað þess að grípa til erlendra lántaka og við höfum þegar hafið undirbún- ing á því. f>á höfum við farið þess á leit við lífeyrissjóðina að þeir noti hluta af 11-12 miljarða króna ráðstöfunarfé sínu til kaupa á rík- isskuldabréfum," sagði Ólafur Ragnar í gær. Hann gat ekkert tjáð sig um hvort samningar gætu tekist í nótt, en Einar Oddur Kristjáns- son formaður VSÍ var bjartsýnn á að það tækist. „Samningar eru auðvitað aldrei í höfn fyrr en búið er að skrifa undir, en við vonumst til að hægt verði að ljúka þeim í þessari törn, helst í nótt. Ég tel raunhæfar líkur á að það takist í nótt,“ sagði Einar Oddur þegar hann kom af fundi með fulltrúum stjórnarflokkanna. Einsog fram kom í Þjóðviljanum í gær er samkvæmt samningnum gert ráð fyrir að laun hækki tvisvar um 1,5% á þessu ári og um 2% 1. desember. Samningurinn gildi til 1. september 1991 en á því ári hækki laun alls um 4,5%. Rauðu strikin verði 1. maí og 1. sept- ember á þessu ári, en báðir aðilar geti sagt samningnum upp 1. des- ember. Viðskiptabankarnir hafa ákveðið að lækka nafnvexti sína strax 1. febrúar og hefur ís- landsbanki þegar sent frá sér til- kynningu um vaxtalækkun. Þannig lækka almennir kjörvex- tir skuldabréfa um 8,25%, eða í 19,75%. Yfirdráttarlán Iækka úr 32% í 25% og forvextir lánsvíxla lækka úr 26,5% í 21%. Á sama hátt lækka innlánsvextir, t.d. á sparisjóðsbókum og tékkareikn- ingum einstaklinga úr 9% í 5%. Það getur hinsvegar haft áhrif á samninga BSRB og ríkisins að raunvextir haldast óbreyttir. Verðtryggð útlán verða áfram með 6,5% vöxtum og verð- tryggðir innlánsreikningar halda 2,5% vöxtum. Ögmundur Jónas- son formaður BSRB segir raun- vaxtalækkun nauðsynlega, enda sé stærsta lánabyrði launafólks verðtryggð. Bankarnir telja hins- vegar ómögulegt að lækka raun- vexti og getur þessi hnútur haft áhrif á heildarsamningana þar- sem mikilvægt er að BSRB semji á sömu nótum og ASÍ. Þá er BSRB einnig með sérkröfu varð- andi desemberuppbót og upp- sagnarákvæði elstu starfsmanna. Að auki hafði í gærkvöld ekki verið gengið frá launakröfu bænda, sem hljóðar uppá rösk- lega 100 miljónir króna. En hvort heldur samningar takast á þessa leið eður ei er aðeins hálf sagan sögð, því margir óttast að erfitt verði að fá þá samþykkta í verka- lýðsfélögunum á næstunni. -þóm Ásmundur Stefánsson og Þórarinn V. Þórarinsson umsetnir spyrlum upplýsingasamfélagsins eftir fundinn með fulltrúum ríkisstjórnarinnar í Stjórnarráðinu í gær. Mynd: Kristinn. * Askorun Vinnum saman í vor 60 manns skora á andstœðinga Sjálfstœðis- meirihlutans íReykjavík að taka höndum sam- an. EgillEgilsson: Mikilvœgt að viðsamein- umst Idag birtist áskorun manna úr öllum minnihlutaflokkunum í Reykjavík auk óflokksbundins fólks, þar sem skorað er á and- stæðinga Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík að sameinast í einu opnu og lýðræðislegu framboði. „Ástæðan fyrir þessari áskorun er að okkur hefur borist til eyrna að Framsóknarflokkurinn og Kvennalistinn séu að endurskoða afstöðu sína til sameiginlegs framboðs," sagði Egill Egilsson, en hann er einn þeirra sem undir- rita áskorunina. Yfirskrift áskorunarinnar er: Vinnum saman í vor. Síðan segir að þetta sé áskorun á stuðnings- menn stjórnarandstöðunnar í Reykjavík og annars áhugafólks núna um betri borgarstjórn og mannúðlegri forgangsröð verk- efna. „Hópurinn sem stendur að þessu vann saman í haust að því að undirbúa slíkt framboð, en hætti skömmu fyrir jól þegar af- staða Kvennalista og Framsókn- arflokks var ljós. Þegar okkur barst svo til eyrna að þessir flokk- ar væru að endurskoða afstöðu var rokið til núna og ákveðið að drífa í þessu. Ég tel það mjög mikilvægt að allir sem andvígir eru borgarstjórnarmeirihlutan- um sameinist núna, einkum í ljósi niðurstöðu skoðanakönnunar- innar sem birtist í vikunni," sagði Egill. -Sáf Arnarflug Starfsmönnum sagt upp Liður í endurskipulagningu fyrirtœkisins Ollum starfsmönnum Arnar- flugs, 80 að tölu, var afhent uppsagnarbréf á fundi með for- ráðamönnum félagsins í gær. Uppsögnin gildir frá og með flmmtudeginum 1. febrúar og miðast við uppsagnarfrest sam- kvæmt gildandi kjarasamningum og lögum. Að sögn Harðar Einarssonar stjórnarformanns Arnarflugs var ákveðið að segja starfsfólkinu upp vegna endurskipulagningar sem nauðsynlegt er að gera á starfsemi félagsins að öllu óbreyttu. Þessar aðgerðir stjórn- ar félagsins tengjast meðal ann- ars þátttöku nýrra aðila í rekstri þess. Hörður sagði að svo virtist sem stjórnvöld ætluðu sér að ríg- halda í þá skipan sem verið hefði í millilandafluginu og það væri deginum ljósara að við þær að- stæður væri enginn grundvöllur fyrir áframhaldandi flugrekstri í þeirri mynd sem verið hefði. Kvikmyndahátíðin í Berlin verður haldin í fyrsta skipti i báð- um borgarhelmingum f næsta mánuði. ADN fréttastofa Austur- Þýskalands skýrði frá þessu í gær. Kvikmyndahátíðin í Berlín hefur verið haldin árlega í fjörutíu ár í Vestur-Berlín. Menningarsam- skipti milli Austur- og Vestur- Berlínar hafa stóraukist frá því að múrinn milli borgarhlutanna var rofinn í nóvember. Reuter/rb Hörður sagðist þó vonast til auðiðværi. Hann sagði jafnframt þess að hægt yrði að hraða endur- að áætlunarflug félagsins yrði ráðningum starfsmanna svo sem áfram með eðlilegum hætti.-grh Kvikmyndir Berlínarhátíðin báðum megin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.