Þjóðviljinn - 31.01.1990, Page 4
þJÓÐVILJINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
Búsetufrelsi
og
byggðakvúti
Sagt var frá því í fréttum, aö samráðsnefnd um kvótafrum-
varpiö hafi lokið störfum og kemur þá í Ijós að hagsmuna-
samtök og pólitíska flokka greinir mjög á um veigamikil atriði
í því. Þó eru vonandi einhverjar línur að skýrast í því máli -til
að mynda er frá því greint að hugmyndir um að tengja kvóta
við byggðir á vaxandi fylgi að fagna. Alþýðubandalagið
hefur haldið fram þeirri stefnu, Alþýðuflokkur, Kvennalisti og
Borgaraflokkur vilja einnig tengja kvóta við byggðarlög,
Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra sagði í fréttavið-
tali í fyrrakvöld að leita þyrfti leiða til að framfylgja slíkri
tengingu.
Margskonar áhlaup eru gerð á þá meginhugsun sem felst
í byggðakvóta. Eitt slíkt var grein í DV á mánudag eftir Jón
Magnússon, einn af vonbiðlum um áhrif í Sjálfstæðisflokkn-
um um margra ára skeið. Þar segir á þá leið, að stjórnmála-
menn séu í frekju sinni sífellt að skipta sér af því hvar fólk býr.
íslenskir stjórnmálamenn hafi til dæmis reynt áratugum
saman að halda fólki frá því að flytja í þéttbýli og þá sérstak-
lega til Faxaflóasvæðisins. Eins og siður er nú, þá er stutt í
að vísað sé á eitthvað í Austur-Evrópu: sú byggðastefna
íslensk sem Jón Magnússon vill feiga er talin hliðstæða við
Berlínarmúrinn og gaddavír járntjaldsins! Flutningur
dreifbýlismanna á höfuðborgarsvæðið er túlkaður sem eins-
konar frelsisuppreisn gegn illu valdi stjórnmálamanna, hlið-
stæða við það sem gerðist þegar múrar hrundu milli tveggja
þýskra ríkja.
Hér er frelsishugtakinu misþyrmt á fáránlegasta hátt.
Byggðastefna hefur ekki verið rekin á íslandi til að meina
fólki að flytja á suðvesturhornið. Heldur til þess blátt áfram
að menn ættu þess raunverulegan kost að lifa áfram í sínum
byggðum, þar sem þeir eiga ætt og óðal, ef þeir svo kjósa.
Það leiðir nefnilega af sjálfu sér, að ef kippt er fótum utan
atvinnumöguleikum í byggðum og plássum landsins, þá er
ekki verið að bjóða mönnum upp á frelsi til að kjósa sér
bústað - það er verið að neyða menn til að flýja, hvort sem
þeim líkar betur eða verr. Leiðinlegt reyndar, að Alþýðublað-
ið skuli í gær á leiðarasíðu sinni taka fullkomlega gagnrýnis-
laust undir sjónarmið Jóns Magnússonar, rétt eins og hann
hefði fundið sjálfan lykilinn að aldingarði frelsis og réttlætis.
Það er þess vegna meðal annars sem byggðakvóti er
mikil nauðsyn. Menn vilja náttúrlega ekki þurfa að standa í
því endalaust að halda heimskulega reknum fyrirtækjum á
floti bara vegna þess að þau skapa svotil einu atvinnutæki-
færin í heilum plássum. En hvað sem menn kjósa að gera
við gjaldþrota útgerðarmenn eða frystihúsastjóra, þá eru
íbúar þeirra byggða þar sem þeir hafa sinn rekstur saklausir
af þeirra afglöpum. Það er þess vegna sem það er ranglátt
að láta útgerðarmenn hafa fiskinn í sjónum að léni sem þeir
geti síðan farið með að geðþótta: Ranglætið er fyrst og
síðast í því fólgið að ekki er tekið neitt mið af rétti fólksins í
byggðunum, sem hefur stundað þaðan sjómennsku kyn-
slóðum saman, til þeirra auðlinda sem er grundvöllur bæði
afkomu þess og svo frelsis til að fara eða vera.
Við lifum á tíma þegar herská einstaklingshyggja er í
uppsveiflu. Þá varðar miklu að menn missi ekki sjónar á
þeirri félagshyggju sem íslensku samfélagi er nauðsyn-
legust og þarf að koma fram í sameign á auðlindum sem rís
undir nafni og samábyrgð um nýtingu þeirra.
ÁB
KLIPPT OG SKORIÐ
Framboismálin
Senn líður að bæja- og sveitar-
stjórnarkosningum eins og allir
mega eftir taka. Umræðan er far-
in af stað. En enn sem komið er
tengist hún mestan part við til-
högun kosninga, hún er um sam-
eiginleg framboð, prófkjör og
þessháttar. Eins og menn vita
fara framboð til bæjarstjórna og
sveitarstjórna einatt eftir öðru en
flokkakerfinu. Ekki síst í smærri
byggðum. Það er hinsvegar nýtt
að menn velti fyrir sér þverpólit-
ískum framboðum í sjálfri höfuð-
borginni í þeim mæli sem nú er
gert. í>ó er það ekki nema eðli-
legt. Ekki bara vegna þess, að
jafnvel í borg, sem hýsir um
helming þjóðarinnar reynist ekki
auðvelt fyrir fimm-sex' flokka að
koma til skila marktækri sérstöðu
sinni og aðgreiningu frá öðrum
flokkum að því er varðar for-
gangsröð framkvæmda og áhersl-
ur í félagslegri þjónustu. Ekki
bara vegna þess að í bæjarfélagi
þar sem einn flokkur fer með
meirihluta vilja menn finna leið
til að slá niður “glundroðakenn-
ingu“ hans ( þið vitið hverju þið
sleppið en ekki hvað þið hrepp-
ið). Heldur og vegna þess að
minnihlutaflokkarnir í Reykjavík
hafa, eins og fulltrúar þeirra hafa
oft minnst á á undanförnum mán-
úðum, haft með sér traust og gott
samstarf í málaflokkum á liðnu
kjörtímabili.
Ekki nema eðlilegt að upp úr
öllu saman hafi skapast drjúgur
vilji til sameiginlegs framboðs.
Þessa daga eru menn enn að
reyna að vinna úr þeim vilja, og
víst eins gott að trufla þá ekki um
of við þá iðju nema með því að
óska þeim góðs gengis. Hitt mega
menn vita, að hver sem niður-
staðan verður mun Morgunblað-
ið snúa henni Davíð til dýrðar. Ef
minnihlutaflokkarnir bjóða fram
saman verður það túlkað á þann
veg að þeir þori ekki hver um sig í
garpinn Davíð. Ef þeir bjóða
fram marga lista verður túlkunin
sú að þessir eymingjar geti ekki
komið sér saman um neitt, ekki
einu sinni um að stilla saman
kraftana gegn Sjálfstæðisflokkn-
um.
Prófkjörsmál
En hvernig sem allt veltist
þurfa menn saman eða hver um
sig að leysa þann vanda, hvernig
skal á lista raðað. Eiga kjör-
nefndir að ráða framboði, eða
prófkjör - lokuð, hálfopin eða
galopin?
I þessum efnum er allt á hverf-
anda hveli eins og menn vita. Það
eina sem er nokkurnveginn hægt
að henda reiður á er það, að
menn trúa eða trúa ekki á próf-
kjör allt eftir því, hverju þeir
ÞURFA að trúa hverju sinni.
Sjálfstæðisflokkurinn og Morg-
unblaðið hafa stundum boðað af
miklum hita fagnaðarerindi próf-
kj öra - gott ef þau létu ekki að því
liggja að flokkar sem ekki hefðu
opin prófkjör væru andvígir lýð-
ræðinu. Nú hafa þessir aðilar snú-
ið við blaði, nú eru prófkjör
óþörf og mikið talað um ókosti
þeirra, feikilegan kostnað, hvim-
leiða auglýsingamennsku kring-
um persónur og margt fleira.
Sannleikurinn er sá, að við
fáum aldrei nema part af því sem
við viljum. Val kjörnefnda eða
mjög lokaðra prófkjöra á fram-
bjóðendum hefur þann kost að
menn vita blátt áfram að hverju
þeir ganga. Það hefur þann ókost
að fáir komi við sögu, að erfitt er
fað skapa breidd í framboði og
tryggja skynsamlega endurnýj-
un. Prófkjör í opnara lagi skapa
meiri áhuga, vissa möguleika til
fjölbreytni og fleira þesslegt. En
•þau hafa augljósa galla sem
stefna í það bandaríska ástand,
að menn geti ekki gefið sig í póli-
tík nema eiga vísa sjóði til að
kosta dýra auglýsingaherferð
fyrir eigin mannkosti í fjölskyldu-
lífi, bisness og framgöngu við
börn, gamalmenni, gæludýr og
gróður jarðar. Öll áhersla verður
á ímynd persónu en allt það sem
heitið gæti pólitík gufar upp og
sér þess ekki stað meir.
Af flokkakerfi
En meðan menn nú velta fyrir
sér þessum kostum skal haldið
áfram með einn þráð sem út úr
þessum lopa spinnst. Tilefnið er
leiðari sem birtist ekki alls fyrir
löngu í Alþýðublaðinu um fram-
boðsmál. Þar er nefnilega ekki
barasta verið að mæla með sam-
eiginlegu framboði minnihluta-
flokka í Reykjavík, heldur skrifar
leiðarahöfundur sig í þann ham
að hann er farinn að afneita
flokkum yfir höfuð. Hann segir:
„Sannleikurinn er sá að flokka-
kerfið sem slíkt er fráhrindandi í
augum alls almennings. Þetta
verða þeir sem starfa við og fyrir
stjórnmálaflokka að gera sér
grein fyrir. Það er í raun galli á
hinu frjálsa þjóðfélagskerfi okk-
ar, að lýðræðislegar kosningar á
fulltrúum fólksins þurfi einatt að
ganga í gegnum flokkakerfi.
Vissulega eru óháð framboð
gömul staðreynd en yfirleitt hafa
þau verið utangarðs eða
skammlíf."
Herra minn sæll og trúr: flokk-
ar geta verið mönnum hvim-
leiðir, tiltekið flokkakerfi líka.
En það er ekki það sem mestu
skiptir í þeirri romsu sem nú var
til vitnað. Hér er ráð fyrir því gert
að flokkakerfi, hvernig sem það
er, sé heldur til bölvunar og væri
auðvelt að draga þá ályktun af
öllu saman, að pólitískir flokkar
séu eins og óþarfir og eigi að víkja
fyrir einhverri lítt höndlanlegri
rómantík um hið beina og milli-
liðalausa lýðræði fólksins sjálfs
eða eitthvað þessháttar.
Allavega er það ljóst að leið-
arahöfundur hefur áður en lýkur
tilhneigingu til að álíta að „óháð
framboð“ séu eitthvað betri en
þau sem pólitískir flokkar standa
að.
Pólitískir flokkar eru ekki
helgar kýr, sem bannað er að
slátra og éta. En án þeirra verður
pólitík öll enn ókræsilegri og
marklausari en hún verður þar
sem menn eru með nokkurri al-
vöru að velja sér kost milli hægri
og vinstri og miðjumanna. Þegar
búið er að lama pólitíska flokka
svo að þeir eru varla nema nafnið
tómt (eins og raun hefur orðið á í
Bandaríkjunum) þá tekur við
„Óháð Regla Oháðra“. Sem í
raun þýðir ekki annað en að al-
menningur á enn færri möguleika
til að kjósa sér hlut en áður. Með-
an frambjóðendur til stjórnmála-
starfa eru skelfilega vel geymdir í
vösum þeirra ríkismanna sem
eiga peninga til að kosta þeirra
framboðsslag - og ætla sér svo að
innheimta útlagðan kostnað með
greiðvikni hins kjörna við við-
komandi fyrirtæki og hagsmuni.
ÁB
pJÓÐVILJINN
Síðumúla 37-108 Reykjavík
Sími: 681333
Kvöldsími: 681348
Símfax:M1935
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
FramkvœmdastjórLHallurPállJónsson.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Ólafur H. Torfason.
Fróttastjóri: SiguröurÁ. Friðþjófsson.
Aðrlr blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Guðmundur
Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pótursson, Hildur Finnsdóttir (pr),
Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), LiljaGunnarsdóttir,
Ólafur Gíslason, Þorfinnur Ómarsson (íþr.), Þröstur Haraldsson.
Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir.
Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir.
Auglysingastjóri: Olga Clausen.
Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingi-
mundardóttir, UnnurÁgústsdóttir.
Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Guðrún Gísladóttir.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna
Magnúsdóttir.
Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 68 13 33 &68 16 63.
Símfax:68 19 35
Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 90 kr. Nýtt Helgarblað: 140 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 1000 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 31. janúar 1990