Þjóðviljinn - 31.01.1990, Side 6
_________________ERLENDAR FRETTIR______
Bandaríkjaforseti
Óverulegur hemiðurskurður
Forystumenn demókrata í
bandaríska þinginu hafa látið
í fjós vonbrigði vegna þess hve
fjárlagafrumvarp Bush Banda-
ríkjaforseta gerir ráð fyrir iitlum
niðurskurði til hermála.
Samkvæmt frumvarpinu, sem
var kynnt á mánudag, er gert ráð
fyrir að Bandaríkjamenn verji
306,9 miljörðum dollara til her-
mála. Það er 2,5 prósent sam-
dráttur frá fyrra ári þegar tekið
hefur verið tillit til verðbólgu.
Margir bandarískir þingmenn
segja óeðlilegt að draga ekki
meira úr hernaðarútgjöldum í
ljósi breytinganna í Austur-
Evrópu og minnkandi spennu í
heiminum. Jim Sasser demókr-
ati, sem er formaður fjárlaga-
nefndar öldungadeildarinnar,
Bangladesh
Skotvopn í
skólatöskum
Kazi Zafar Ahmed forsætis-
ráðherra Bangladesh segir að
skammbyssur og hríðskotarifflar
hafi komið í stað skriffæra og
bóka í háskólum landsins.
Ráðherrann sagði í ræðu á
Bangladeshþingi í fyrrakvöld að
stúdentar skiptust ekki iengur á
skoðunum með skynsamlegum
rökum heldur með ruddaskap og
valdbeitingu. Hann gagnrýndi
stjórnmálaflokka í Bangladesh
fyrir að reyna ekki að koma í veg
fýrir ofbeldið í háskólum og sak-
aði þá um að ýta undir það.
Nærri tvö hundruð manns hafa
fallið í bardögum milii andstæðra
stjórnmálaafla í háskólum í
Bangladesh á tveimur árum. Þar
af hafa tíu látið lífið í Dhaka-
háskóla sem eitt sinn var ein virt-
asta menntastofnun Asíu. Þá var
skólinn gjarnan kallaður Oxford
austursins.
Reuter/rb
segir að Bush hafi borið á borð
kaldastríðsleifar frá Reagan for-
vera sínum.
Samkvæmt fjárlagafrumvarp-
inu á að auka útgjöld til kjarn-
orkuvígbúnaðar og stjörnustríðs-
áætlunarinnar sem felst í því að
koma upp geimvörnum gegn
kjarnorkustríði. Framlög til
hefðbundins herafla minnka hins
vegar nokkuð og lagt til að 69
bandarískum herstöðvum verði
lokað eða umsvif þeirra minnkuð
mikið á næstu árum, þar af 14
erlendis.
Herstöð Bandaríkjamanna á
Keflavíkurflugvelli er ekki meðal
þessara fjórtán herstöðva. En
umdeild herstöð þeirra í
Greenham Common er ein þrig-
gja bandarískra herstöðva sem
lagðar verða niður á Bretlandi.
Þar hafa kjarnorkuvopn verið
geymd í aðeins hundrað kfló-
metra fjarlægð frá Lundúnum og
hafa friðarsinnar árum saman
barist fyrir því að herstöðinni yrði
iokað.
Sovéski sendiherrann í Was-
hington hefur látið í ljós von-
brigði yfir hvað útgjöld til her-
mála minnka lítið samkvæmt
frumvarpinu. Hann kallaði það
sóun á fjármunum en sagði að
Sovétmenn myndu samt halda
ótrauðir áfram að skera niður
eigin útgjöld hermála. Reuter/rb
Forystumenn bandarískra demó-
krata saka Bush Bandaríkjafor-
seta um að bera kaldastríðsleifar
frá Reagan á borð.
Gorbatsjov
Þýsku ríkin sameinist
Gorbatsjov Sovétleiðtogi sagði í
gær að hann efaðist ekki um
ágæti þeirrar hugmyndar að
þýsku ríkin yrðu sameinuð. Hins-
vegar yrði að nálgast þetta vanda-
mál á rökréttan hátt og vega og
meta allar kringumstæður í Evr-
ópu og í heiminum.
Gorbatsjov sagði þetta á fundi
Chile
Ævintýralegt
fjöldastrok
Stór hópur vinstrisinnaðra
skæruliða slapp úr fangelsi í Sant-
iago í gær.
Alls sluppu 49 fangar í gegnum
áttatíu metra löng göng sem þeir
höfðu grafið út úr fangelsinu.
Upphaflega var tilkynnt að
fimmtíu fangar hefðu sloppið en
síðar fannst einn þeirra fastur í
göngunum.
Fangamir voru allir nema einn
með austur-þýskum blaða-
mönnum í Moskvu áður en hann
ræddi við Hans Modrow forsætis-
ráðherra Austur-Þýskalands þar í
gær.
Modrow sagði eftir viðræðurn-
ar við Gorbatsjov að raunhæfur
möguleiki væri á sameiningu
þýsku ríkjanna. En hún væri háð
félagar í Föðurlandsfylkingu
Manuels Rodriguez sem árum
saman hélt uppi skæruhernaði
gegn herforingjastjórninni í
Chile. Þeim er gefið að sök að
hafa átt aðild að banatilræði við
Pinochet herforingja árið 1986.
Reuter/rb
Sovéthamborgarar
McDonald‘s í Moskvu
Skyndibitahringurinn McDon-
ald‘s opnar í dag fyrsta veitinga-
stað sinn í Sovétríkjunum. Veit-
ingastaðurinn, sem er í Moskvu,
stuðningi annarra Evrópuþjóða
og því erfitt að setja ákveðin
tímamörk.
Þetta er breyting frá fyrri af-
stöðu Modrows. Aður var hann
talsmaður þess að þýsku ríkin
færðust nær hvort öðru með
auknu samstarfi en væra áfram
tvö aðskilin ríki. Reuter/rb
verður jafnframt stærsta McDon-
ald‘s veitingahús í heimi.
í veitingahúsinu era sæti fyrir
sjö hundrað manns. Það er rekið
af sameignarfélagi borgaryfir-
valda í Moskvu með alþjóðafyr-
irtækinu McDonaid's. Allt hrá-
efni verður innlent en forsvars-
menn fyrirtækisins ábyrgjast að
sovéskir hamborgarar verði
jafngómsætir og bandarískir.
Hamborgaramáltíðin kostar
fimm rúblur sem er talið nokkuð
sanngjamt miðað við að meðal-
laun í Moskvu era um 230 rúblur
á mánuði.
Reuter/rb
F-16
Ósýnilegar
omistuþotur
Bandarískar orrustuþotur af
gerðinni F-16 hafa verið útbúnar
felutækni þannig að þær hverfa
því sem næst af ratsjá að sögn
breska hermálatímaritsins Jane‘s
Defence Weekly.
í nýjasta tölublaði tímaritsins
eru birtar myndir af orrastuþot-
unum með gylltum flugmanns-
klefum sem ragla ratsjárgeisla.
Efni sem borin era á vélarnar era
sögð minnka ratsjárendurvarp
þeirra um fjörutíu prósent.
Tímaritið segir að svo virðist
sem allar F-16 orrastuþotur
Bandaríkjamanna hafi verið
endurnýjaðar með þessari feiu-
tækni og sömuleiðis 150 F-16 þot-
ur sem Belgar eiga. Ekki er vitað
um vélar annarra þjóða.
F-16 þotur eru uppistaðan í'
flugflota margra bandamanna
Bandaríkjamanna, þar á meðal
ísraelsmanna.
Felutæknin gerir loftvarnar-
kerfi margra ríkja óvirk vegna
þess að þau byggja á ratsjár-
tækni. Bandaríkjamenn hafa
áður tekið í notkun F-117 feluorr-
ustuþotur sem vora notaðar í
innrásinni í Panama í desember.
Og nýjar B-2 sprengjuflugvélar
þeirra era líka því sem næst
ósýnilegar á ratsjám. Reuter/rb
A ustur-Þýskaland
Honecker frjáls
Erich Honecker fyrrverandi
ríkisleiðtoga í Austur-Þýskalandi
var sleppt lausum úr varðhaldi í
gær eftir að borgardómstóllinn í
Austur-Berlín skar úr um að
hann væri of veikburða til að þola
fangavist.
Saksóknari hafði krafist þess
að Honecker yrði fangelsaður
þar til réttarhöld yfir honum og
þremur öðram fyrrverandi leið-
togum kommúnista hefjast í
mars. Þeir eru sakaðir um
landráð með því að hafa fótum-
troðið mannréttindi, sóað al-
mannafé og hylmt yfir kosninga-
svik.
Reuter/rb
I
MINNING
Halldór Karisson
trésmíðameistari, frá Seyðisfirði
F. 23. september 1930 - D. 22. janúar 1990
Kveðja frá Seyðfirðingafé-
laginu í Reykjavík.
Hver harmafregnin af annarri
breytir um þessar mundir
skammdegisrökkri í hryggðar-
sorta því að hinn slyngi sláttu-
maður reiðir nú hart og ótt til
höggs. Mánuði eftir lát Gríms,
Helgasonar gengur annar mætur
Seyðfirðingur fyrir ætternisstapa,
Halldór Karlsson trésmíðameist-
ari aðeins 59 ára að aldri.
Halldór fæddist á Seyðisfirði 3.
september 1930, sonur hjónanna
Kristínar Halldórsdóttur og
Karls Sveinssonar verkamanns.
Hann ólst upp í kreppunni miklu
sem reið yfir vestrænan heim á
fjórða áratug þessarar aldar. Líf
manna á þeim tíma var enginn
dans á rósum heldur hörð barátta
fyrir daglegu viðurværi, baráttan
um brauðið. Atvinna var þá mun-
aður eins og Kristján heitinn Ing-
ólfsson komst að orði í minning-
argrein um Kristínu móður Hall-
dórs 1970. En þrátt fyrir erfiða
tíma tókst foreldrum Halldórs
með þolgæði, nýtni og sparsemi
að koma börnum sínum fimm vel
á legg.
Halldór hleypti heimdragan-
um ungur að árum og hélt til
Reykjavíkur. Þar lærði hann tré-
smíði og kom á fót fyrirtæki að
námi loknu, trésmíðaverkstæði í
Reykjavík. Hann byrjaði með
tvær hendur tómar en starfsemin
dafnaði vel undir öruggri stjórn
eigandans því einstök atorka og
ráðdeild réð för í rekstri og upp-
byggingu fyrirtækisins. Halldór
gerði sérlega vel við starfsmenn
sína, bar velferð þeirra mjög fyrir
brjósti, og það kunnu þeir að
meta.
Halldór var kvæntur mikilli
dugnaðar- og ágætiskonu, Fann-
eyju Sigurjónsdóttur frá Kópa-
reykjum í Reykholtsdal, sem lifir
mann sinn. Þau kynntust í
Reykjavík, felldu hugi samán, og
gengu í hjónaband árið 1954.
Haft var á orði hve óvenju glæsi-
leg hjónaefnin væru, há og grönn
bæði, fríð sýnum og fönguleg.
Þau hjón voru barnrík eins og
sagt var stundum. Þau eignuðust
sjö mannvænleg börn sem öll era
á lífi.
Nærri má geta að það útheimti
mikinn dugnað og ómælda þolin-
mæði að ala upp svo mörg börn
og koma þeim til manns. En þau
hjón voru samhent og samstiga í
uppeldinu sem og öllu öðra.
Heimili þeirra við Fögra-
brekku 15 og síðar Vallhólma 16 í
Kópavogi er orðlagt fyrir ein-
staka gestrisni og myndarskap.
Það var sannarlega ekki í kot vís-
að að koma til þeirra hjóna þar
sem veggir era þaktir listaverkum
eftir nafntoguðustu málara þjóð-
arinnar. En undanfarin 20 ár hef-
ur Halldór safnað miklum fjölda
málverka af smekkvísi og ein-
stakri elju.
Hann var listrænn og listelskur
og lét sig dreyma um að reka
myndlistarsal á efri árum. í þessu
söfnunarstarfi sínu reyndist hann
ófáum listamönnum stoð og
stytta enda orðlagður fyrir örlæti
og rausn.
Römm er sú taug er rekka
dregur föðurtúna til segir mál-
tækið. Það á vel við um Halldór
heitinn Karlsson. Hann var mikill
og góður Seyðfirðingur er sýndi
hug sinn til átthaganna ósjaldan í
verki. Hann var t.d. áhugamaður
um skák og var sjálfur skákmað-
ur góður. Hann sendi eitt sinn
Seyðisfjarðarskóla töfl og skák-
klukkur svo og fleiri skólum á
Austurlandi.
Hann gaf Seyðfirðingafélaginu
stórgjafir. Mér er það minnis-
stætt þegar við Seyðfirðingar hér
syðra samþykktum á félagsfundi í
Domus Medica 16. nóvember
1986 að kaupa húseignina Skóga
á Seyðisfirði. Þá kom Halldór til
mín og hvíslaði að mér: Ég ætla
að gefa eldhúsinnréttingu í húsið.
Þarna var Halldór lifandi kom-
inn. Hann kvaddi sér ekki hljóðs
og lýsti þessu yfir með pomp og
pragt heldur hvíslaði hann orðun-
um í eyra mér. Slíkt var látleysi
þessa öðlings og lítillæti hjartans.
Höfðingslund og hógværð ein-
kenndu hann alla tíð. Og hann lét
ekki þar við sitja að gefa
innréttinguna heldur keypti 15
gjafabréf, fleiri bréf en nokkur
annar einstaklingur í félaginu og
gerðu þó margir vel í því efni. Við
öfluðum fjár til húsakaupanna
með sölu slíkra bréfa. Og enn
kom hann mér á óvart er hann
sendi innréttinguna austur og lét
setja hana í húsið hvort tveggja á
sinn kostnað og tilkynnti mér svo
eins og í framhjáhlaupi að hann
ætlaði að gefa félaginu myndir í
húsið.
Halldór var stór í sniðum.
Ógleymanlegur öllum er kynnt-
ust honum. Við ótímabært fráfall
þessa öðlings sakna margir vinar
og velgerðarmanns, ekki síst
Seyðfirðingar nær og fjær. Hve-
nær kemur annar slíkur?
En sárastur er söknuður eigin-
konu, barna og barnabarna. Ég
sendi þeim innilegar samúðar-
kveðjur.
Á góðum stundum varð Hall-
dóri tíðrætt um átthagana austur
á Seyðisfirði. Hvergi birtist hon-
um dýrð sköpunarverksins betur
en í einstæðri náttúrafegurð
fjarðarins þar sem tignarleg fjöll-
in, hreggbarin í sjó fram á vetrum
og græn upp í miðjar hlíðar á
sumrum, standa vörð um íbúana
ár og síð.
Nú er hann horfinn í dýrð ann-
ars heims og nýtur þar hvfldar og
næðisstunda hjá því almætti sem
öllu ræður.
Ingólfur A. Þorkelsson
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 31. janúar 1990