Þjóðviljinn - 31.01.1990, Side 7
MENNING
Kjarvalsstaðir
Leirinn heillar
GuðnýMagnúsdóttirrEghefalltafveriðmeirafyrirskúlptúranaen nytjalistin er ekki síður mikilvæg
- Mérhefuralltaffundist leirinn
heillandi efni, segir Guðný Magn-
úsdóttir, sem um síðustu helgi
opnaði sýningu á leirverkum, eða
skúlptúrum úr leir, í vesturforsal
Kjarvalsstaða. - Leirinn er ekki
síður kjörinn til listsköpunar en
mörg önnur efni, segir hún, -og
það er skrítið hvað fólk á oft á
tíðum erfitt með að viðurkenna
hann sem slíkan.
- Ég lauk Myndlista- og hand-
íðaskólanum árið 1974. Eftir það
var ég með vinnuaðstöðu í vinnu-
stofu Gests og Rúnu, auk þess
sem ég starfaði með Langbrók-
um. í byrjun ársins 1981 fór ég
svo til Finnlands þar sem ég bjó
og starfaði næstu fjögur árin. Þar
sótti ég námskeið fyrir starfandi
listamenn en var ekki í skóla, því
mig langaði ekki til að vera ein-
göngu þiggjandi.
Fyrsta árið í Finnlandi var ég á
vinnustofu Önnu Maríu Osipow,
sem er þekkt finnsk leirlista-
kona. Það má kannski segja að
ég hafi verið í eins konar læri hjá
henni, ég vann með henni að
hennar verkum og hafði mjög
gott af því. Árið eftir komst ég
svo að með finnskum listakonum
á verkstæði á Sveaborg og rak
það með þeim næstu þrjú árin.
Norræna listamiðstöðin var þá
einmitt að taka til starfa á Svea-
borg þannig að á þessum tíma fór
heilmikið að gerast í norrænu
listalífi á þessum slóðum.
Ég tók á þessum tíma þátt í
nokkuð mörgum sýningum með
finnskum listamönnum, auk þess
sem ég sýndi með Langbrókum.
Þar að auki hélt ég tvær einkasýn-
ingar í Helsinki, 1982 og 84.
Ég hef alltaf verið meira inni á
skúlptúrlínunni, þótt ég hafi gert
töluvert af nytjahlutum í gegnum
árin. Þótt það megi segja að
skúlptúrinn sé æðra stig listar er
nytjalistin ekki síður mikilvæg,
því hún er hluti af listuppeldinu.
Þeir sem alast upp með fallega og
Guðný Magnúsdóttir: Þegar verkið kemur úr ofninum hefur það eignast eigið líf. Mynd: Kristinn
listræna hluti í kringum sig læra
að meta slíkt og finnst óhugsandi
að nota annað.
Hugmynd okkar Langbróka
var einmitt að stuðla að slíku list-
uppeldi. Við reyndum að koma
þessari listiðnaðarbyltingu sem
þá var í gangi á Norðurlöndum og
víðar í Evrópu inn í íslenskt
þjóðlíf, en komumst að því að hér
á landi er fólk tilbúið að gefa
meira fyrir erlenda fjöldafram-
leiðslu en innlendan listvarning.
Okkar hefð í listiðnaði er heldur
ekki eins löng og í nágrannalönd-
unum og fólk hér er þar að auki
veikt fyrir því sem útlent er.
En ég er sammála finnskum
hönnuði sem ég heyrði einhvem
tíma segja eitthvað á þá leið að
góð hönnun ætti að vera svo sjálf-
sögð og nauðsynleg að fólk fyndi
til vanlíðunar þegar hana vant-
aði. Ég hef haft mjög gaman af að
útfæra hugmynd sem tengist
þessu, en hún er: Að gera skál að
skúlptúr og skúlptúr að skál, -
skil þess að njóta og nota eru oft
óljós.
Ég hef unnið í önnur efni en
leir, til að mynda vann ég ein-
göngu í tré og gifs á Sveaborg. Á
þeim tíma langaði mig mikið til
Kjarvalsstaðir
Andstæöur New Yorkborgar
Bragi Þ. Jósefsson:
Þema sýningarinnar er aðallega þessar hróplegu andstæður sem er að finna í New York
New York, New York, er nafn
Ijósmyndasýningar, sem Bragi Þ.
Jósefsson opnaði í austurforsal
Kjarvalsstaða síðastliðinn laug-
ardag. - Ég tók þessar myndir á
árunum 1984-89, segir Bragi, -
flestarveturinn 1986-87, en þá
bjó ég í New York. Hinar eru svo
teknar í tveim eða þremur heim-
sóknum en þá var ég þar í nokkr-
ar vikur í senn.
- Ég var í skóia norðar í fylk-
inu, en að námi loknu fór ég að
vinna sem aðstoðarmaður í lausa-
mennsku á ýmsum ljósmynda-
stofum í New York. Það hafði sitt
að segja fyrir þessar myndir að
fjárhagurinn var knappur og
borgin dýr, svo það var oft á tíð-
um ekki völ á annarri dægradvöl
en að ganga um með myndavél-
ina.
- Það var ekki fyrr en ég var
búinn að búa þarna einhvern
tíma að ég fann að ég var kominn
með ákveðið þema og fór að
vinna samkvæmt því. Hinsvegar
gat ég lítið skoðað þær myndir
sem ég var með, ég framkaliaði
sumar filmurnar en aðrar ekki
enda hafði ég enga aðstöðu til að
vinna þær almennilega. Það var
ekki fyrr en ég var aftur kominn
hingað að ég gat farið yfir það
sem ég var með, og fór síðan í
hálfs mánaðar ferð til New York í
fyrrahaust til að taka þær myndir
sem mér fannst vanta.
- Þemað er aðallega þessar
hróplegu andstæður sem er að
finna í borginni. Annars vegar
hverfi þar sem allt er óskaplega
fínt og fágað og hins vegar hverfi,
sem líta út eins og eftir loftárás og
þar sem eymdin blasir við á
hverju götuhorni. Ég tók reyndar
fleiri myndir í verri hverfunum,
þau voru áhugaverðari fyrir mig
sem íslending, ég hafði aldrei
áður séð nokkuð þessu líkt og ég
vandist því aldrei. LG
BRAQI
að breyta til og valdi gifsið aðal-
lega vegna þess að þannig gat ég
gert stærri verk. Nú hef ég hent
þessum gifsverkum, en sú tilraun
opnaði mér ný svið, ég fann
möguleika á að nýta mér leirinn
betur.
Leirinn er ekki síður sterkur og
varanlegur en mörg önnur efni.
Hann hefur fylgt mannkyninu frá
örófi alda og það má lesa sögu
þess að miklu Ieyti í gegnum
hann. í Persíu hafa til að mynda
fundist mörg þúsund ára gömul
hús, sem eru með uppistöðum og
skreytingum úr leir.
Þótt það sé viss áskorun að
vinna í önnur efni og ég hafi gam-
an af því gefur leirinn mér mjög
margt. Það getur verið erfitt að
vinna með hann því hann er mjög
sjálfstæður og þegar verk er einu
sinni orðið þurrt hefur maður
enga möguleika á að breyta
neinu. Sköpun hvers verks er
heillangt ferli og það eignast
sjálfstætt líf í höndunum á mér
þannig að þegar það kemur úr
ofninum hefur það eignast eigið
líf. Þá þarf ég að kynnast því á
nýjan leik. LG
Bragi Þ. Jósefsson: Verri hverfin voru áhugaverðari því ég hafði aldrei áður séð nokkuð þessu líkt. Mynd:
Jim Smart.
Miðvikudagur 31. janúar 1990 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 7
Afmælissýning
í Slúnkaríki
Slúnkaríki á ísafirði er fimm ára
um þessar mundir og fiefur gert
sér þann dagamun að bjóða hol-
lenska listmálaranum og skáld-
inu Jean-Paul Franssens að
halda sýningu.
Franssens, sem er tæddur
1938, mun ungur hafa heillast af
expressionískri myndlist. Þegar
hann var um tvítugt fékk hann
hinsvegar styrk til söngnáms og
stefndi í óperusöng í hálft annað
ár en sneri sér þá að óperuleik-
stjórn. Hann var óperuleikstjóri í
V-Þýskalandi og Hollandi til árs-
ins 1975, en hefur síðan helgað
sig myndlist og ritstörfum.
Sýning Franssens stendur til
18. febrúar og er Slúnkaríki opið
fimmtudaga til sunnudaga kl. 16-
18.