Þjóðviljinn - 06.03.1990, Qupperneq 1
Þriðjudagur 6. mars 1990 44. tölublað 55. árgangur.
Kjaramál
Allt fast í álverinu
* _____________________
Agreiningurumjólauppbótogfleira.Enginnfundurboðaður.Enn ósamið við sjómenn, starfsfólk í flugiog stóriðju
Samningaviðræður starfsfólks
og stjórnenda álversins í
Straumsvík eru í gangi en miðar
lítið. I fyrradag var haldinn ár-
angurslaus samningafundur en
nýr fundur hefur ekki verið boð-
aður.
Sigurður T. Sigurðsson for-
maður Verkamannafélagsins
Flugeftirlits-
nefnd
Nýjung í
neytenda-
málum
Hefur eftirlit með því
aðflugfélög á sérleyfis-
leiðum uppfylli þœr
þjónustukröfur sem
þeim ber að inna af
hendi
„Þetta er í fyrsta skipti sem
nefnd sem þessi er sett á stofn hér-
lendis og trúlega er engin
sambærileg nefnd að störfum i
nálægum löndum. Verksvið
hennar er að hafa eftiriit með
þjónustu sérleyfishafa, bæði í
innanlands- sem og í millilanda-
flugi og taka til meðferðar rök-
studda gagnrýni frá neytendum,“
sagði Halldór Kristjánsson í sam-
gönguráðuneytinu.
Steingrímur J. Sigfússon sam-
gönguráðherra ákvað að setja á
fót þessa nefnd samkvæmt reglu-
gerð seint á síðasta ári og var það í
tengslum við úthlutun sérleyfa til
einstakra flugfélaga. Samkvæmt
reglugerðinni hefur nefndin
heimild, ef ástæða þykir til, að
áminna flugfélag sem ekki upp-
fyllir þá þjónustu sem því ber að
inna af hendi. Sömuleiðis að
leggja það til við ráðherra að
flugfélag verði svipt sérleyfinu ef
sýnt þykir að brot þess á þjónust-
unni sé það alvarlegt að ekki
verði hjá því komist. Þá mun
nefndin einnig athuga flugfar-
gjöld og hafa eftirlit með því að
þar sé enginn maðkur í mysunni.
Starfssvið nefndarinnar hefur
þegar verið kynnt fyrir flug-
rekstraraðilum, sveitarstjórnum
og Neytendasamtökunum en
fram til þessa hefur mestur tími
hennar farið í að móta starfið og
koma sér niður á ákveðnar vinn-
ureglur. Búist er við að ráðherra
muni staðfesta þær mun bráðar.
Formaður Flugeftirlitsnefndar
er Birgir Þorgilsson ferðamála-
stjóri, varaformaður er Halldór
Kristjánsson í samgönguráðu-
neytinu og aðrir í nefndinni eru
þeir Georg Ólafsson verðlags-
stjóri og Jóhann A. Jónsson frá
Flugmálastjórn.
-grh
Hlífar í Hafnarfirði sagði í sam-
tali við blaðið í gær að nokkur
meiningarmunur væri uppi milli
deiluaðila. „Við viljum fram-
lengja síðasta kjarasamning með
þeim ákvæðum sem um var samið
í heildarsamningunum í febrúar.
Þeir vilja hins vegar fella niður
ákvæði um eingreiðslur sem við
teljum að eigi að halda sér frá
fyrri samningi. Þar er um að ræða
desemberuppbót og fleiri
greiðslur. Við teljum einsýnt að
þessar greiðslur haldi sér en þeir
eru á annarri skoðun. Við ætlum
okkur ekki að gefa neina forgjöf í
þessum samningaviðræðum,"
sagði Sigurður.
Hann vildi ekki gefa neitt út á
það hversu langur tími gæti liðið
þar til samningar næðust en mál-
inu hefur enn ekki verið skotið til
sáttasemjara.
Þegar samningur Alþýðusam-
bandsins og atvinnurekenda var
undirritaður á dögunum var sett í
hann ákvæði þess efnis að gengið
skyldi frá öllum samningum sérs-
ambanda og hópa innan ASÍ fyrir
5. mars. Enn er þó ósamið við
sjómenn, bæði farmenn og fi-
skimenn, starfsfólk allra stóriðj-
ufyrirtækja nema Sementsverks-
miðjunnar og starfsfólk í fluginu.
Viðræður þessara hópa við at-
vinnurekendur eru í fullum gangi.
-ÞH
„Gestir" Kvenna gegn klámi horfðu með hryllingi á brot það sem konurnar sýndu úr klámmynd sem þær öfluðu sér í gegnum smáauglýsingu
í DV. Mynd: Kristinn.
Klám
Konur skera upp herör
Konurgegn klámi vekja athygli á hversu auðvelterað nálgastklám-
myndir á Islandi með því að sýna fjölmiðlum og þingmönnum eina slíka.
DV hœttir að auglýsa klámmyndir til sölu
Konur gegn klámi kölluðu fjöl-
miðla og ráðamenn á sinn
fund á Hótel Sögu í gær til að sýna
þeim brot úr klámmynd sem þær
höfðu aflað sér með auðveldum
hætti I gegnum smáauglýsingar
DV. A fundinum var síðan lesið
bréf frá Ellert B. Schram ritstjóra
DV, þar sem hann tilkynnti að
klámmyndir yrðu ekki lengur
auglýstar til sölu í smáauglýsing-
um blaðsins.
Ingibjörg Hafstað er meðlimur
í „Konur gegn klámi“. Hún sagði
Þjóðviljanum að með sýningu
myndarinnar vildu konurnar
fyrst og fremst vekja athygli á
fyrirbærinu. Þær grunaði að ráða-
menn þjóðarinnar vissu afskap-
Iega lítið um klámmarkaðinn á
íslandi og hvers konar varningur
væri þar á boðstólum, aðgengi-
legur jafnt börnum sem öðrum.
Konur gegn klámi vildu reyna að
skapa umræðu um klám í landinu
en sú umræða hefði mikið legið í
þagnargildi.
„Klám er nánast tákn um frelsi
og fjálslyndi og því erfitt að skapa
þessa umræðu og við sem viljum
ræða þessi mál fáum á okkur
stimpil fyrir að vera hysterískar
kerlingar með ritskoðun,“ sagði
Ingibjörg. Konur gegn klámi
vildi fá almenningsálitið á móti
klámi.
„Fullorðinsmyndir“ hafa um
nokkurt skeið verið auglýstar til
sölu í DV. Ingibjörg sagðist hafa
heyrt tröllasögur um að hægt væri
að verða sér úti um klám á mynd-
bandaleigum. Þetta dæmi væri
sínu verra þar sem nánast hver
sem væri gæti orðið sér úti um
klámmyndir undir nafnleynd.
Einnig væri erfiðara að fara á
myndbandaleigu og biðja um
klámmynd en að panta sér hana í
pósti.
Klám er hættulegt bæði kon-
um, börnum og karlmönnum, að
mati Ingibjargar. Klámmyndir
væru oft og tíðum eina kynfræðsl-
an sem ungir drengir fengju og
spurning væri hvers konar hug-
myndir þeir fengj u um kynlíf með
þeim hætti. „Eins og Helga Sigur-
sjónsdóttir benti á hér á fundin-
um er þessi varnirngur seldur
undir því yfirskyni að um erótík
sé að ræða,“ sagði Ingibjörg.
Klám væri hins vegar ofbeldi og
mannfyrirlitning en erótík væri
það ekki. Með klámi væri verið
að aflífa Eros.
íslensk lagaákvæði um klám
eru skýr. Ingibjörg sagði aftur á
inóti nauðsynlegt að bæta inn í
lögin grein sem skilgreindi klám
þannig að auðveldara væri að
spyrna gegn því.
-hmp
Akureyri
Fyrstu búsetamir
Búseti á Akureyri hefur gert
samning um kaup á fyrstu
búsetaíbúðunum á Akureyri.
Fjórar fjölskyldur hafa keypt sér
búseturétt í fjölbýlishúsi við
Múlasíðu og verða íbúðirnar af-
hentar í desember á þessu ári.
Að sögn Heimis Ingimars-
sonar, formanns Búseta, hefur
félagið sótt um lán fyrir 20 aðra.
„Það er búist við að umsókn-
irnar verði afgreiddar fljótlega og
við vonumst til þess að fá sem
flest lán. Ef við fáum lán fyrir
10-12 manns kemur til greina að
byggja fjölbýlishús," sagði
Heimir í samtali við Þjóðviljann í
gær.
Búseti á Akureyri var stofnað-
ur árið 1984 og að sögn Heimis
eru um 110 manns í félaginu.
-gg