Þjóðviljinn - 06.03.1990, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.03.1990, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRETTIR Lagabreyting Sovéskur séreignarréttur Æðstaráð Sovétríkjanna sam- þykkti í gær ný lög um eignarrétt sem heimila sovéskum borgurum mcðal annars að eiga verksmiðjur og önnur fram- leiðslutæki. Athygli vekur að forðast er að tala um séreignarrétt í lögunum jafnvel þótt lagabreytingin felist í raun í því að leyfa séreign á fram- írland Skallasjónvaip í þingsölum Irskir þingmenn hafa áhyggjur af að beinar sjónvarpsútsending- ar frá þingsölum komi til með að afhjúpa hárleysi virðulegra stjórnmálamanna. Sendinefnd þingmanna, sem send var til Bretlands til að kanna reynsluna af sjónvarpsútsending- um frá breska þinginu, komst að þeirri niðurstöðu að þær gerðu skalla þingmanna óþarflega augljósa. Brendan Howlin þingmaður írska verkamannaflokksins fjall- aði um þetta í gær. Hann nefndi Neil Kinnock leiðtoga Breska verkamannaflokksins sem dæmi. Sjónvarpsmenn séu í stökustu vandræðum með skallann á hon- um. Howlin segir einn sjónvarps- mann hafa trúað sér fyrir því að í hvert skipti sem hann sjái svitann spretta af skallanum á Kinnock fái hann óstjórnlega löngun til að rjúka inn í þingsal til að púðra hann. Howlin segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir slíkt í írska þing- inu. Best sé að koma myndavél- unum fyrir sem næst gólfi til að þingskallarnir myndist ekki. Reuter/rb leiðslutækjum. Róttækir um- bótasinnar eru óánægðir með þetta en segja að það skipti kann- ski ekki höfuðmáli þar sem lögin heimili í reynd séreignarrétt þótt hann sé ekki kallaður því nafni. Þeim tókst hins vegar að fella tillögu íhaldssamra kommúnista um að tekið yrði fram í lögunum að sósíalísk sameign væri grund- völlur sovéska hagkerfisins. T Jeltsín Boris Jeltsín einn helsti forystu- maður róttæks andstöðuarms innan sovéska kommúnista- flokksins lýsti því yfir í gær að hann hefði hug á að bjóða sig fram til forseta Rússneska sam- bandslýðveldisins. Jeltsín sagðist vonast til að lýðræðisöfl næðu rúmlega helm- ingi þingsæta til rússneska þing- sins. Tækist það myndi hann bjóða sig fram í forsetaembætti í Rússlandi. Róttækir umbótasinnar hlutu mikið fylgi í fyrrihluta fylkiskosn- inganna sem fóru fram um helg- ina. En vegna mikils fjölda fram- bjóðenda fékk enginn löggilda kosningu í rúmlega helming kjör- dæma. Þar verður að kjósa aftur þann 18. mars á milli þeirra tveggja frambjóðenda í hverju kjördæmi sem fengu mest fylgi. í nýrri bók eftir Jeltsín, sem birtist í Bandaríkjunum í gær sak- ar hann sovéska kerfið um að hata sig. Hann lýsir meðal annars ítarlega umdeildu atviki í október á síðasta ári þegar hann hélt því fram að honum hefði verið sýnt banatilræði. Síðar dróg hann framburð sinn til baka og neitaði að ræða ásakanir um að hann hefði logið til um banatilræðið. Harðar deilur urðu um ákvæði í lögunum um að arðrán manns á manni sé óheimilt og sömuleiðis firring verkamanna í fram- leiðslunni. Þetta tvennt eru grundvallarkennisetningar í marxískri hugmyndafræði fyrir sósíalískt þjóðfélag. Róttæklingar reyndu árangurs- laust að fá þessi ummæli felld nið- ur úr lögunum. Yuri Boldyrev þingfulltrúi frá Leníngrad segir að harðlínukommar hafi ekki getað útskýrt hvað átt væri við með arðráni og firringu. Verka- maður sem átti sæti á þinginu sagðist hins vegar gera sér fullkomna grein fyrir hvað um væri að ræða þar sem hann gæti einmitt sjálfur orðið fórnarlamb arðráns. Reuter/rb Rússland vill forsetatign Boris Jeltsín náði kosningu til rússneska þingsins með áttatíu prós- enta kjörfylgi í heimaborg sinni Sverdlovsk. Nú gerir hann sérvonirum að verða kosinn forseti Rússlands. Nú segir Jeltsín að bifreið hafi að það hafi beinlínis verið bana- verið ekið upp að honum og hann tilræði heldur hafi markmiðið neyddur til að stökkva í jökul- verið að kasta rýrð á mannorð kalda Moskvuá. Hann efist um hans. Reuter/rb Þýskaland Kohl fellst á óbreytt landamæri Helmut Kohl kanslari féllst í gær loksins á að þýsku ríkin gætu ábyrgst óbreytt landmæri við Pólland með yfirlýsingu jafnvel þótt Þýskaland hafi ekki verið sameinað í eitt ríki. Flugþol Albatrosar óþreytandi Franskir vísindamenn hafa sannreynt með aðstoð gervi- hnatta að albatrosinn, stærsti sjó- fugl veraldar, hefur sjö sinnum meira flugþol en áður var álitið. Hann flýgur oft vikum saman með allt að 50 km hraða á klukkustund. Vísindamennirnir notuðu gervihnetti til að fylgjast með sex flökkualbatrosum. Þeir komust að því að fuglarnir flugu 16.500 km vegalegnd á 33 dögum. Þeir flugu oft með 50 km hraða á klukkustund tímunum saman í myrkri og hvfldu sig aðeins stutta stund að næturlagi. Þetta er miklu meiri vegalengd og miklu meiri hraði en menn höfðu talið mögulegt fyrir nokkra fuglategund. Reuter/rb Áður hélt hann því fram að vestur-þýska þingið hefði ekkert umboð til að gefa út yfirlýsingar um hvernig austurlandamæri Þýskalands skuli vera. Einungis sameinað Þýskaland geti samið um landamæri þýska ríkisins. Eftir heimsstyrjöldina síðari fengu Pólverjar stór svæði sem áður tilheyrðu Þýskalandi í stað- inn fyrir enn stærra pólskt land- svæði sem var innlimað í Sovétr- íkin. Pólverjar hafa verið mjög ugg- andi vegna þess hvað Kohl var tregur til að lýsa því yfir að landa- mærunum við Pólland yrði ekki haggað við sameiningu Þýska- lands. Málamiðlunin sem Kohl féllst loksins á í gær eftir skyndifund í samsteypustjórn hans felst í því að þing Vestur- og Austur-Þýska- lands samþykki samhljóða álykt- un strax eftir þingkosningarnar í Austur-Þýskalandi 18. mars. Þar verði því lýst yfir að landamærin skuli haldast óbreytt enda sé slíkt forsenda fyrir friði í Evrópu. Síð- an verði formlega gengið frá landamærasamningum eftir sam- einingu þýsku ríkjanna. Reuter/rb Afganistan Valdaránstilraun mistekst Tilraun klofningshóps innan af- göngsku stjórnarinnar til að stcypa Najibullah forseta úr stóli og taka völdin í sínar hendur mis- tókst í gær. Hersveitir hliðhollar Shanaw- az Tanai fyrrverandi varnarmála- ráðherra gerðu árás á forsetahöll- ina og harðir bardagar brutust út á götum höfuðborgarinnar Ka- búl. Svo virðist sem Tanai hafi gert leynilega samninga við skæru- liða, sem njóta stuðnings Banda- ríkjamanna, um bandalag gegn Najibullah. Skæruliðasamtökin Hezb-i-íslam sem hafa höfuð- stöðvar í Pakistan lýstu yfir stuðningi við uppreisnartil- raunina. Hlutar stjórnarhersins tóku líka þátt í uppreisninni sem hófst með loftárás herflugvéla á for- setahöllina. Þorri hersins virðist samt hafa haldið tryggð við for- setann. Þrátt fyrir allharða bardaga í Kabúl fram eftir degi herma frétt- ir þaðan að stjórnarherinn hafi ekki orðið fyrir teljandi mann- falli. Útgöngubanni var lýst yfir í Kabúl í gærkvöldi og ríkisútvarp- ið skýrði frá því að Tanai hefði flúið burt frá borginni. Reuter/rb :6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlövlkudagur 7. mars 1990 Búlgaría Verkföll loksins lögleg Búlgarska þingið samþykkti á þriðjudag lög sem gefa lagalega heimild fyrir verkfallsboðun í fyrsta skipti í sögu Búlgaríu. Lögin setja reglur um samn- inga og vinnudeilur. Ef beinar samningsviðræður milli verka- lýðsfélaga og iðnrekenda skila ekki árangri skal opinber sátta- semjari reyna að miðla málum í allt að fjórtán daga. Dugi það ekki geta verkamenn boðað verkfall með viku fyrirvara. Verkföll verða eftir sem áður bönnuð í her, lögreglu, póstþjón- ustu, orkuframleiðslu og sjúkra- þjónustu. Þrátt fyrir að verkföll hafi ekki verið leyfð samkvæmt búlgörsk- um lögum hafa skæruverkföll verið algeng þar á undanförnu enda eiga Búlgarar við mikinn efnahagsvanda að stríða. Búlgarska þingið samþykkti líka í gær lög um eignarrétt sem ganga enn lengra en ný eignar- réttarlög Sovétmanna. Sam- kvæmt þeim eru engar takmark- anir á einkaeign búlgarskra ríkis- borgara. Þeir mega eiga ótark- markað lausafé og fasteignir og selja þær að vild á frjálsum mark- aði; Áður máttu Búlgarar í mesta lagi eiga eina íbúð, einn sumar- bústað, einn bflskúr og tvö öku- tæki. Þeir mátt ekki selja þessar eignir nema fyrir milligöngu op- inberra aðila á föstu verði. Reuter/rb Filippseyjar Enríle sleppt úr haldi Juan Ponce Enrilc fyrrverandi varnarmálaráðherra Filippseyja var látinn laus úr fangelsi í gær samkvæmt fyrirmælum hæsta- réttar. Enrile var handtekinn í síðustu viku sakaður um aðild að upp- reisnartilraun stuðningsmanna sinna innan hersins í desember. Hann var látinn laus gegn 100 þúsund pesóa tryggingu (um 270 þús. kr.). Honum var ennfremur fyrirskipað að fara ekki úr landi á meðan rannsókn stendur yfir í máli hans. Enrile er eini stjórnarand- stöðuþingmaðurinn í öldunga- deild filippseyska þingsins. Ákvörðun hæstaréttar um að láta hann lausan gerir honum kleift að taka þátt í þingstörfum í dag. Enrile var varnarmálaráðherra Filippseyja í sautján ár lengst af undir stjórn Marcosar. Hann átti síðan þátt í að koma Corazon Aq- uino til valda 1986 og var varnar- málaráðherra í stjórn hennar fyrstu mánuðina. En hún rak hann fljótlega úr henni fyrir meinta aðild að uppreisnartil- raun hersins. Aðalsaksóknari Filippseyja hefur lýst yfir áhyggjum vegna fleiri uppreisnartilrauna hersins úr því að Enrile hefur verið sleppt úr haldi. Nú síðast um helgina gerðu stuðningsmenn hans enn eina tilraunina til uppreisnar. Reuter/rb

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.