Þjóðviljinn - 06.03.1990, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 06.03.1990, Blaðsíða 11
LESANPI VIKUNNAR Monika Karlsdóttir, aðstoðar- stúlka í sjúkraþjálfun á Grensás- deild. Mynd: Jim Smart. Hvað ertu að eera núna Mon- ika? Ég vinn hér á Grensásdeildinni allan daginn og sinni svo heimilis- störfum. Mikið af tíma mínum fer í að fylgjast með því sem er að gerast í Austur-Pýskalandi. Pó að Íiað séu 25 ár síðan ég flutti til slands, en ég er fædd rétt fyrir utan Leipzig, þá á ég mínar rætur þar og áhuginn er mikill á fram- gangi mála. Breytingarnar hafa verið mjög snöggar og hafa snert mig mikið. Ég starfa einnig innan BSRB og er í nefnd á þess vegum sem fjallar um afstöðu verkalýðs- samtaka til Efnahagsbandalags- ins og mögulegs samstarfs þess og íslendinga. Pað hefur orðið nokkurs konar sprenging í þess- um málum undanfarin misseri og það er skylda hvers íslendings að kynna sér þessi mál vel og taka afstöðu. Mér finnst íslensk verka- lýðsfélög hafa gengið of langt í að lýsa yfir fögnuði sínum yfir við- ræðunum við Efnahagsbanda- lagið. Það er hreinlega ótíma- bært. Ég get að vísu ekki séð að ísland geti haldið sér alveg fyrir utan bandalagið, en þeir verða að fara sér ákaflega hægt og skoða málið vel og vandlega frá öllum hliðum. ísland hefur sérstöðu og við verðum að sjá til þess að hún verði virt og tillit tekið til smæðar landsins. Við erum eins og miðl- ungs borg í Evrópu, og ég er t.d. dálítið smeyk við það ef opnað verður fyrir fjármagnsstreymi, það gæti orðið hættulegt ef ekki er farið varlega. Hvað varstu að gera fyrir 10 árum? Ég var heimavinnandi hús- móðir. Við vorum þá nýflutt inn í húsið sem við höfðum verið að koma upp og erum eiginlega enn að, og um haustið fór ég reyndar að vinna aftur, og einmitt hérna á Grensásdeildinni. Hvað gerirðu helst í frístund- um? Ég vildi að ég hefði meiri frí- stundir. Ég hef mikinn áhuga á félagsmálum og starfa í stéttarfé- laginu mínu. Ég reyni alltaf að fara eina langferð á ári með Úti- vist eða Ferðafélaginu. Það á vel við mig að ferðast á þann hátt og færi mjög gjarnan fleiri slíkar ferðir ef ég gæti. Segðu mér frá því sem þú ert að lesa núna. Síðasta bók sem ég las var Eva Luna eftir Isabel Allende. Bókin hreif mig mjög, mér fannst hún alveg stórkostleg. Þetta var í fyrra en síðastliðna mánuði hef ég haft nóg með að lesa Der Spi- egel, til að geta fylgst eins vel og mér er unnt með því sem er að gerast í Austur-Þýskalandi. Hvað lestu helst í rúminu á kvöldin? Allt sem ég næ í um atburðina austantjalds. Hver er uppáhaldsbarnabókin þín? Það hafa verið ævintýrabækur aðallega, Grimmsævintýri og þess háttar. Þegar börnin voru minni var það fastur liður í jóla- undirbúningnum að fara í bóka- búðir, helst barnabókadeild Máls og menningar og skoða allt sem var á boðstólum og velja úr það sem okkur leist vel á. Erlendis er ekki eins sjálfsagt að gefa bækur og hér, hvorki börnum né full- orðnum. Hvers minnistu helst úr Bibl- íunni? Spurðu mig ekki um Biblíuna, ég hef aldrei lesið hana til enda. Segðu mér af ferðum þínum í leik- og kvikmyndahús í vetur. Ég hef ekkert farið f leikhús, en við tökum stundum bíóskorpur. Nú síðast sáum við Þegar Harry hitti Sally. Það er ágætis afþrey- ingarmynd. Lestu gagnrýni um t.d. bækur og leiklist í blöðum, og hvaða áhrif fínnst þér hún hafa á þitt eigið álit? í vetur fannst mér óvenju erfitt Hér á eg heima að velja bækur og þá kíkti ég á umsagnir í blöðum og þær hjálp- uðu auðvelduðu mér dálítið val- ið. Annars stýrir gagnrýni mér ekki, ég læt hana sem sagt ekki ráða fyrir mig. Fylgistu með einhverjum dag- skrárliðum í útvarpi og sjón- varpi? Fréttum. Klukkan sjö í útvarp- inu, 19:19 á Stöð tvö og klukkan átta í sjónvarpinu. Hefurðu alltaf kosið sama stjórnmálaflokkinn? Já, það hef ég gert. Ertu ánægð með frammistöðu þess flokks? Það er erfitt að svara þessu. Auðvitað er hægt að gera betur en ég held þó að það bjóðist ekki betri flokkur í dag. A.m.k. sam- svarar hann mínum hugsjónum best. Eru til hugrakkir stjórnmála- menn og konur? Auðvitað! Viltu nafngreina þá? Mandela virðist alveg ótrúlega hugrakkur, og Gorbatsjov einn- ig- Eiga hugtökin hægri-vinstri rétt á sér í (íslenskum) stjórnmál- um í dag? Já, í mínum huga. Ég nota þetta hugtak í pólitískum skil- greiningum. Að vísu hefur þetta eitthvað riðlast, en ég sé þetta enn svona og er þeirrar skoðunar að þetta verði áfram í okkar þjóðfélagi. Þessar andstæður eru fyrir hendi, og fyrir mig er þetta spurning um lífsviðhorf. Eftir umbyltingu austantjalds er útlit fyrir að Vesturlönd muni veita þeim löndum aðstoð. Er það ekki vandasamt ef vel á að takast, og hvað gætum við aftur á móti lært af þeim? f fyrsta lagi skil ég ekki afstöðu þess fólks sem virðist vilja af- skrifa 40 ár af sögu Austur- Evrópu. Það er sárt að hugsa til þess og myndi verða til þess að austantjaldslöndin gætu átt á hættu að missa hluti sem vel hafa verið gerðir. fbúar þeirra landa vita að þeir verða að láta ýmislegt af hendi, en það eru ýmis félags- leg málefni sem eru sjálfsögð þar en óhugsandi hér og hjá mörgum öðrum þjóðum vestantjalds. Námsfólkið þar kemur t.d. ekki stórskuldugt út í atvinnulífið. Þar hefur verið styrkjakerfi í langan tíma. Kröfur eru harðari enda leggja nemendur oft harðar að sér. Ákveðnir hlutar af heilbrigð- iskerfinu eystra standa líka fram- ar. Ég er fullviss um það að verkalýðsfélög á Vesturlöndum væru ekki eins sterk og þau eru í dag ef ekki hefði verið barist þeirri baráttu sem gert var í Austur-Evrópu. Þaðan hafa þeir dregið mikið af sínum lærdómi. Vesturlönd búa yfir ýmsu sem austantjaldslöndum væri aðstoð í að fá, en hitt er alveg ljóst að þeir sem vilja veita fjárhagsaðstoð koma til með að vilja eitthvað í staðinn. Það gefur enginn pen- inga nú til dags án þess að vilja fá að minnsta kosti jafn mikið í stað- inn. Hvaða eiginleika þinn viltu helst vera laus við? Fjótfærnina. Hvaða eiginleika þinn fínnst þér skrítnast að aðrir kunni ekki að meta? Kannast ekki við neinn slíkan eiginleika. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Það tók mig langan tíma að venjast fiskinum og lambakjöt- inu. Ég ólst upp svo langt inni í landi að ég var ekki vön fiskmeti. Ég vandist líka lambakjötinu smám saman og borða þetta allt með bestu lyst í dag. En þýskur matur er auðvitað alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér, þá sjaldan ég kemst í hann. Til dæmis þýskt kartöflusalat. Hvar myndirðu vilja búa ann- ars staðar en á Islandi? Ég vil halda áfram að búa á íslandi. Heimili mitt er hér. Þá sjaldan ég fæ heimþrá er það eftir trjám. Ekkert frekar skógi, en stórum og stæðilegum kastaníu- trjám til dæmis. Hvernig fínnst þér þægilegast að ferðast? Mér finnst gaman að ganga, ég kemst auðvitað ekki langt þann- ig. Ef ég mætti velja myndi ég ferðast í fólksbíl, og svo er prýði- legt að ferðast með langferðabíl- um. Hvert langar þig helst til að ferðast? Það eru tvö lönd efst á listan- um. Fyrst er Austurríki en þang- að fer ég í sumar, og svo Noregur. Hvaða bresti landans áttu erf- iðast með að þola? Mér hefur alltaf fundist skrítin þessi árátta þeirra að fara allir á span í það sama. Fiskeldi og loð- dýrarækt eru gott dæmi um þetta. Mér finnst þetta mjög sérkenni- legt. En hvaða kosti Islendinga metur þú mest? Hvað þeir eiga auðvelt með að aðlaga sig. Maður hittir íslend- inga úti um allan heim, þar sem þeir hafa fest rætur og virðast allir ánægðir. Nú og íslendingar sem búa hér eru eins. Það er að- dáunarvert hvað fólk aðlagast fljótt breyttum aðstæðum. Gosið í Vestmannaeyjum og afleiðingar þess er gott dæmi. Hverju vildir þú breyta í ís- lensku þjóðfélagi? Ég var viðbúin ákveðinni stéttaskiptingu þegar ég flutti hingað, en gat glaðst yfir því að hún var ekki mjög áberandi. Nú virðist þetta því miður vera að breytast, en þar sem allt er svo nátengt og viðkvæmt á íslandi þá held ég að þjóðfélagið þoli þetta illa. Hvaða spurningu hef ég gleymt? Engri, og ég er ósköp fegin að þurfa ekki að svara því hvaða karlmað mér þyki fallegastur. Guðrún í DAG þJÓÐVILIINN FYRIR50ÁRUM Ársskýrsla KRON 1939: Kaupfé- lagið selur um fjórðapart allra nauðsynjavara í Reykjavík og Hafnailirði. Sjóðeignirfélagsins hafa vaxið um nær 100 þúsund krónur á árinu. Bretar ætla að hindra flutning sænska járnmálmsinsyfirNarvik. Deilur Bretaog ítala harðna. 7. mars miðvikudagur. 66. dagur ársins. Imbrudagar. Sólarupprás í Reykjavíkkl. 8.15-sólarlag kl. 19.04. Viðburðir Útvegsbanki íslands stofnaður árið 1930. Áburðarverksmiðjan hóf framleiðslu árið 1954. DAGBÓK APÓTEK Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lyfjabúða vikuna 2. mars-8. mars er í Lyfjabúðinni Iðunni og Garðs Apóteki. Fyrrnef nda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 frídaga). Síðarnefnda apótekið er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík sími 1 11 66 Kópavogur sími 4 12 00 Seltj.nes sími 1 84 55 Hafnarfj sími 5 11 66 Garðabær sími 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabílar: Reykjavík sími 1 11 00 Kópavogur sími 1 11 00 Seltj.nes sími 1 11 00 Hafnarfj sími 5 11 00 Garðabær sími 5 11 00 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavík, Sel- tjarnarnes og Kópavog er i Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, simaráðleggingar og tíma- pantanir í síma 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gef nar í sim- svara 18888. Borgarspítalinn: Vaktvirka dagakl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspit- alinn: Göngudeildin er opin 20-21. Slysadeild Borgarspítalans: opin allan sólahringinn sími 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan simi 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöts. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamið- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsimi vaktlæknis 985-23221. Kefiavík: Dagvakt. Upplýsingars. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s. „ 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartimar: Landspitalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspitalinn: virka daga 18.30-19.30, helgar 15-18, ogeftirsamkomulagi Fæðingardeild Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeild Land- spítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeiid Borgarspítala:virkadaga 16-19, helgar 14-19.30. Heiisuverndarstöðin við Barónsstíg opin alla daga 15-16og 18.30-19.30. Landakotsspitali: alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: . heimsóknirannarraenforeldrakl. 16-17 daglega. St. Jósefsspítali Hafnarf irði: alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spitalinn: alla daga 15-16 og 18.30-19. Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16og 19-19.30. Sjúkrahus Akraness: alla daga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavík: alladaga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjáiparstöð RKÍ. Neyðarathvarf fyrir ung- linga Tjarnargötu 35. Sími: 622266, opið allansólarhringinn. Sálf ræðistöðin. Ráðgjöf í sálfræðilegum efnum. Sími 687075. MS-félagiðÁlandi 13. Opiðvirkadagafrá kl. 8-17. Síminn er 688620. Kvennaráðgjötin Hlaðvarpanum Vestur- götu3. Opiðþriðjudagakl.20-22, : fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, sími 21500, símsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum, s. 21500, símsvari. Upplýsingar um eyðni. Sími 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarfræðing á miðvikudögum kl. 18-19, annarssím- svari. Samtök um kvennaathvarf, sími 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauögun. Samtökin '78. Svarað er í upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbía og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21- Æ3. Simsvari á öörum timum. Síminn er 91-28539. Bilanavakt rarmagns- og hifaveitu.s. 27311. Rafmagnsveita bilanavakt s. 686230. Rafveita Hafnarfjarðar: Bilanavakt, sími 652936. Vinnuhópurum sifjaspellamál. Slmi 21260allavirkadagakl. 1-5. .ögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt í síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 á fimmtudagskvöldum. „Opið hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhlið 8 er „Opiö hús" fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudögumkl. 17.00-19.00. Samtök áhugafólks um ainæmisvand- ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið í síma 91 - 22400 alla virka daga. GENGIÐ 6. mars 1990 Bandaríkjadollar............. 60,91000 Sterlingspund................100,31900 Kanadadollar............... 51,27800 Dönsk króna................... 9,36360 Norsk króna................... 9,30630 Sænsk króna................... 9,94610 Finnskt mark................. 15,23700 Franskur franki............. 10,563190 Belgískur franki.............. 1,72970 Svissneskur franki........... 40,74660 Hollenskt gyllini............ 31,91090 Vesturþýskt mark............. 35,95000 Itölsk líra................... 0,04871 Austurrískur sch.............. 5,10540 Portúg. escudo................ 0,40780 Spánskur peseti............... 0,55870 Japanskt jen.................. 0,40798 (rskt pund................... 95,78400 KROSSGÁTA Lárétt: 1 gráða 4 tryllta 6 upptök 7 hvetja 9 feiti 12 ílát 14 hljóð 15 hross 16 fýll 19 rola 20 fyrrum 21 staura Lóðrétt: 1 hreinn3 gróður 4 eyktarmark 5 tunga 7 visst 8 hlýr 10 glundroði 11 blaðra 13 fálm 17vökva 18glöð Lausn á siðustu krossgátu Lrétt: 1 labb 4 föst 6 afl 7fikt9ómak12linna 14púa 15kál 16 messa 19sepi20áðan21 angri Lóðrrétt: 2 asi 3 bati 4 flón5sía7fipast8 klampa10makaði11 kæling 13 nes 17 ein 18 sár Mlövikudagur 7. mars 1990 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.