Þjóðviljinn - 27.03.1990, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 27.03.1990, Blaðsíða 2
FRÉTTIR Nýtt álver Ráðherra ósammála Jóhanni Jón Sigurðsson: Niðurstöður Jóhanns Rúnars Björgvinssonar varð- andi þjóðhagsleg áhrif nýs álvers gefa ekki rétta mynd af málinu. Virkjanaframkvæmdir munu standa undir sér Jón Sigurðsson iðnaðarráð- herra er ekki sammála þeim niðurstöðum sem Jóhann Rúnar Björgvinsson starfsmaður Þjóð- hagsstofnunar kemst að í riti sínu um áhrif nýs álvers á þjóðarbú- skapinn, og sagt var frá í Þjóðvilj- anum á laugardag. Sagði iðnað- arráðherra niðurstöður Jóhanns byggja á mjög háum raunvaxta- hugmyndum á erlendum lánum vegna virkjanaframkvæmda og hann teldi hugmyndir hans alls ekki gefa réttvísandi mynd af málinu. í samtali við Þjóðviljann sagði Jón að von væri á áliti frá Þjóð- hagsstofnun og Byggðastofnun um áhrif frekari uppbyggingar stóriðju á framvindu efnhags- mála næstu 5-10 árin. Þar muni koma glöggt fram að verði þessar hugmyndir að veruleika sé verið að bæta hagvaxtarmöguleika og lífskjör um 1% næstu 5 árin og sagðist ráðherrann ekki enn hafa séð rök sem hrektu þær niður- stöður. Ráðherrann sagðist einnig vilja vekja athygli á nýlegri grein Ingva Harðarsonar starfsmanns Þjóðhagsstofnunar í Morgun- blaðinu, þar sem hann hrekti með góðum rökum málflutning Jóhanns Rúnars. Hann fagnaði hins vegar umræðu um þessi mál. „Það er víst að ekki verður ráð- ist í virkjanaframkvæmdir sem eingöngu eru nauðsynlegar vegna stóriðjunnar, nema þær standi fullkomlega undir sér sjálf- ar og verði þar með engin íþyng- ing fyrir hinn almenna orkunot- anda,“ sagði Jón. Þetta skilyrði væri bundið í lögum og hann sem ráðherra myndi aldrei gera aðra samninga en þá sem uppfylltu þetta skilyrði. Ráðherrann sagðist telja mjög lfklegt að lán á bestu kjörum fengjust til virkjanafram- kvæmda, miðað við að samningar næðust um byggingu nýs álvers sem væri í raun hin eiginlega tryg- ging fyrir málinu í heild. Jóhann Rúnar segir líkleg vaxtakjör vera um 9% en því vísaði Jón á bug án þess að vilja þó nefna einhverjar aðrar tölur. Hann sagðist líka telja að tölur Jóhanns varðandi kostnaðinn við þessa uppbygg- ingu þyrftu nánari skoðunar við. Að sögn Jóns eru sérfræðingar nú að taka saman ýmsar upplýs- ingar um hvernig best verði að haga byggingu nýs álvers og framkvæmdum í kringum hana ásamt staðsetningu og mengun- arvörnum og fleira. Góð niður- staða myndi fást í málinu en hún lægi að öllum líkindum ekki fyrir fyrr en um mánaðamótin maí- júní. -hmp „Saltfiskur er sælgæti" er kjörorð saltfisksvikunnar, enda bar ekki öðru við opnun hennar í Naustinu í gær. Frá vinstri: Svanfríður Jónasdótttir, Óiafur Ragnar Grímsson, Árni Benediktsson, Bryndís Schram og Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri SÍF. Mynd: Jim Smart. Sjávarfang Sælgæti á saltfisksviku SIF-Sölusarnband íslenskra flskframleiðenda, sem er stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í heiminum, efnir nú til saltfisksviku og kynnir á henni nýja framleiðsluvöru og lostæta fiskrétti. 7 veitingahús og 4 versl- anir í Reykjavík og á Akureyri taka þátt í þessu átaki. Auk þess sem gæði saltfísksins hafa aukist undanfarið er nú miðlað hingað reynslu suðlægra þjóða í matseld- inni. Kjörorð saltfisksvikunnar er: „Saltfískur er sælgæti“. í Reykjavík verður fjölbreytt úrval saltfiskrétta á hlaðborði í hádegi hjá veitingastöðunum Þrem Frökkum, Naustinu, Við Tjörnina, Hótel Sögu, Múlakaffi og Lauga-ási, en auk þess vöru- kynningar í Miklagarði við Sund og í Hagkaupum í Kringlunni. Út hefur verið gefinn bæklingur með nýstárlegum uppskriftum frá mörgum löndum. Á Akureyri geta menn kynnt sér þetta vöruþróunar- og þjón- ustuátak í Fiðlaranum á þakinu og í verslunum Hagkaupa og KEA. Vöruþróun hefur verið ör hjá saltfiskframleiðendum undanfar- ið og söltunaraðferðir breyst. Magnús Gunnarsson sagði í ræðu við opnun saltfiskvikunnar í gær að fáar greinar íslensks sjávarú- tvegs hefðu þróast jafn mikið og ört og saltfiskvinnslan. Tandur- fiskurinn hefur styrkt stöðu ís- lendinga, t.d. gagnvart Norð- mönnum á Spánarmarkaði. Og nú hefur SÍF efnt til samkeppni meðal matargerðarmeistara á Spáni um skyndibita úr saltfiski, sem stefnt er að að selja á Ól- ympíuleikunum í Barcelona og heimssýningunni í Sevilla. ÓHT Akureyri Óbreytt í efstu sætum Núverandi bæjarfulltrúar Al- þýðubandalagsins á Akureyri, Sigríður Stefánsdóttir og Heimir Ingimarsson, verða áfram í fyrsta og öðru sæti G-listans. Listinn var samþykktur samhljóða á fé- lagsfundi á sunnudaginn. Fyrir síðustu kosningar kom nýtt fólk í nokkur efstu sæti list- ans og sá hópur gefur nú áfram kost á sér. Sigríður verður áfram í fyrsta sæti og Heimir í öðru, en annars skipar þetta fólk ellefu efstu sætin: 3. Sigrún Sveinbjörnsdóttir sálfræðingur, 4. Þröstur Ás- mundsson kennari, 5. Elín Kjart- ansdóttir iðnverkamaður, 6. Guðlaug Hermannsdóttir kenn- ari, 7. Hilmir Helgason vinnuvél- stjóri, 8. Kristín Hjálmarsdóttir formaður Iðju, 9. Hulda Harðar- dóttirfóstra, 10. GuðmundurÁr- mann Sigurjónsson myndlistar- maður og í 11. sæti listans er Guð- mundur B. Friðfinnsson húsa- smiður. -gg Alþýðuflokkurinn AB félagar útilokaðir Alþýðubandalagsfélagar sem vilja sýna sameiningarvilja sinn með inngöngu í Alþýðuflokkinn koma að lokuðum dyrum. Þjóðviljanum er kunnugt um félaga í Alþýðubandalaginu í Reykjavík sem gerði tilraun til að ganga í Alþýðuflokkinn en fékk ekki. Flokkslög Alþýðuflokksins banna flokksmönnum að eiga að- ild að öðrum stjórnmálaflokkum. Það er hins vegar ekki bannað í flokkslögum Álþýðubandalags- ins. Félagar í Alþýðuflokknum ættu samkvæmt því að geta gengið í Alþýðubandalagið en ekki öfugt. Þrátt fyrir yfirlýstan vilja Al- þýðuflokksmanna í Reykjavík til samstarfs við óánægða Álþýðu- bandalagsmenn í framboðsmál- um er því ljóst að Alþýðuflokkur- inn býður útsendara Alþýðu- bandalagsins ekki velkomna í raðir sínar enn sem komið er. -rb Hrafninn verðlaunaður Kvikmynd Hrafns Gunnlaugs- sonar, f skugga hrafnsins, fékk sérstök verðlaun dómnefndar á alþjóðakvikmyndahátíðinni í Valenciennes í Frakklandi nú um helgina. Formaður dómnefndar var leikstjórinn og rithöfundur- inn José Giovanni, en auk hans sátu í dómnefndinni m.a. franska leikkonan Catherina Alric, rit- höfundurinn Alphonse Bondard auk bandarískra og þýskra kvik- myndagerðarmanna. Þá fékk rússneski leikstjórinn Alexandre Prochkine verðlaun fyrir kvik- mynd sína Hart vor 1953. Sjóréttarfélagið og vátryggingar Hið íslenska sjóréttarfélag boðar til fundar fimmtudaginn 29. mars kl. 17.15 í stofu 102 Lögbergi. Frummælandi á fundinum er Arnljótur Björnsson prófessor og mun hann ræða vátryggingar gegn bótakröfum á hendur út- gerðarmanni. Fundurinn er op- inn öllum áhugamönnum um sjórétt. Frá heimsókn nokkurra bókaútgefenda á Landsbókasafnið til að kynna sér alþjóðlega bóknúmerakerfið. Alþjóðlega bóknúmerakerfið 1. mars. sl. var alþjóðlega bóknúmerakerfið tekið formlega í notkun hér á landi og við það tækifæri heimsóttu nokkrir bókaútgefendur Landsbókasafn íslands. Þjóðdeild Landsbókasafnsins hefur tekið að sér umboð fyrir kerfið hér á landi og annast kynningu og útbreiðslu þess. Bókaútgefendur erlendis hafa um árabil látið prenta bóknúmer á allar bækur en númerið er tíu stafa tala sem skiptist í fjóra mislanga þætti. Megintilgangurinn er að greina hvert rit sem best frá öðru en hvert númer er einstakt. Með samræmdri tölumerkingu rita skapast möguleikar á aukinni notkun tölva jafnt hjá útgefendum, seljendum og bókasöfnum. Regína Eiríksdóttir bókavörður á Þjóðdeild Lands- bókasafnsins hefur umsjón með úthlutun bóknúmera á íslandi. Óréttlát umræða um Breiðholtið Fulltrúaráð nemendaráða grunnskólanna í Breiðholti vilja koma eftirfarandi ábendingum á framfæri vegna frétta í fjölmiðl- um undanfarna daga: „Við sætt- um okkur ekki við óréttláta um- ræðu um Breiðholtið og könnumst ekki við að hverfið okkar sé fíkniefnabæli. Við vilj- um í því sambandi minnast á blaðagrein er birtist í Dagblaðinu Vísi 20. mars 1990. Þar koma fram forkastanleg vinnubrögð af hálfu blaðamannsins ÓTT. Við teljum þessa grein vera uppfulla af rangfærslum og mannorðs- skemmandi alhæfingum. T.d. er þar sagt að fimmti hver níundi- bekkingur í Breiðholti neyti ólög- legra fíkniefna. Þar sem við þekkjum mjög vel til þessara mála hér í Breiðholti þá fullyrð- um við að þetta eru ósannindi. Við teljum að vandamál Breiðholtshverfisins séu ekki meiri en annarra borgarhluta. Við viljum lýsa frati okkar á þessa blaðamennsku og finnst hún ekki á háu plani og lýsir það sér best í því að blaðamaður ræðst á einn borgarhluta og einn skóla. Það er von okkar að í fram- tíðinni verði fjallað um mál ung- linga á jákvæðari hátt. í Breiðholti er t.d. blómlegt félags- líf hjá unglingum sem fjölmiðlar sýna lítinn áhuga. Við erum opin fyrir allri umræðu en neitum að láta dæma okkur eftir orðum eins vandræðagemlings.“ undir þetta skrifa Nemendaráð Breiðholts- skóla, Fellaskóla, Hólabrekku- skóla, Seljaskóla og Öldusels- skóla. Sönglög á Haskolatónleikum Hrönn Hafliðadóttir óperusöng- kona mun flytja sönglög eftir Gustav Mahler við texta eftir Ruckert og úr Des Knaben Wunderhorn við undirleik Þóru Fríðu Sæmundsdóttur píanó- leikara á Háskólatónleikum í Norræna húsinu á morgun, mið- vikudag, kl. 12.30. Ténleikar Ténfræðideildar Árlegir tónleikar tónfræðideildar Tónlistarskólans í Reykjavík verða haldnir í Bústaðakirkju í kvöld kl. 20.30. Frumflutt verða verk eftir nemendur. 2 S(ÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 27. mars 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.