Þjóðviljinn - 27.03.1990, Page 4
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
Hæpnir
útreikningar
Þegar menn eru aö meta þjóðfélög til framfara er það
mikill siður að einblína á hagvöxtinn. Þar sem mikill hagvöxt-
ur næst, þar er stjórnarfar talið að minnsta kosti skynsam-
legt, hvað sem réttlæti líður. Hagvaxtartölur eru þar af
leiðandi pólitískt vopn sem óspart er notað - eins og sjá má
á Morgunblaðinu oftar en ekki: Þar er minni hagvöxtur á
íslandi en í einhverju meðaltali OECD-landa talinn bera vott
um það fyrst og fremst að vinstri stjórnir séu verri en engar.
Samt er það að koma æ betur á daginn að hagvöxtur er
hæpinn mælikvarði á heilsufar þjóðfélaga. Ekki aðeins
vegna þess að undir hann lyftir í útreikningum ýmisleg starf-
semi sem erfitt er að reikna til framfara. Heldur fyrst og
fremst vegna þess, að í þessum útreikningi hefur ekki verið
tekið tillit til þess hvað hagvöxturinn kostar í spillingu um-
hverfis og eyðingu náttúruauðlinda.
Til dæmis kemur það í Ijós við hrun ríkiskommúnismans
um austanverða Evrópu, að sérfróðir menn í málefnum þess
heimshluta höfðu tilhneigingu til að ofmeta efnahagslega
getu hans. M.a. vegna þess að þeir höfðu ekki nægilega
traustar heimildir fyrir því, hve mikið af þeim hagvexti sem
áætlanaráð þeirra ríkja voru að státa sig af, var fengið með
rányrkju á vatni, mold og andrúmslofti - og svo með því að
fleyta auðteknasta rjómann ofan af óendurnýjanlegum auð-
lindum.
Svipaðar fregnir berast nú frá Chile um það bil sem Pino-
chet hershöfðingi hrökklast þar úr sessi. Það hefur verið
reynt mikið að fegra þá valdaránsstjórn í augum heimsins
með því að vísa til þess, að Pinochet hafi haft vit á að ráða
sér að ráðgjöfum harða markaðshyggjumenn til að efla
einstaklingsframtakið og lyfta þar með undir hagvöxtinn. En
eins og rakið var hér í blaðinu á dögunum, þá reynast þessar
framfarir með auknum útflutningi skammgóður vermir. Tekj-
ur af fiskveiðum hafa aukist - en fiskistofnar hafa verið
ofveiddir herfilega. Tekjur af útflutningi timburs tífaldast en
skógar landsins ganga feykilega hratt til þurrðar fyrir bragð-
ið. Framleiðni hefur verið aukin í landbúnaði með því að
hunsa allar reglur um mengun og meðferð eiturefna. Og svo
mætti lengi áfram telja.
Þessi dæmi koma okkur íslendingum meira við en við
gjarna vildum vera láta. Við höfum um skeið hamast mjög
við að hressa upp á sjálfstraustið með því að brýna það fyrir
sjálfum okkur og öðrum að við nytum óspilltrar náttúru og
mengun væri fyrst og síðast höfuðverkur gamalla og þétt-
býlla iðnaðarhéraða. Sannleikurinn er auðvitað allt annar og
grimmari: gróðurfar landsins er verr leikið af mannavöldum
en víðast annarsstaðar, rányrkja á fiskimiðum okkar er stór-
mál og engum öðrum að kenna en okkur sjálfum. Og við
sleppum heldur ekki frá þeirri „nýju“ mengun sem við héld-
um að fámennið mundi hlífa okkur við. Nýlegar rannsóknir
sýna að fjörur okkar eru verr farnar, ekki síst vegna meðferð-
ar á skólpi, en gengur og gerist í Evrópu. Sorphaugar okkar
eru til vansæmdar. Við höfum engar reglur um útblástur bíla
og treystum því ranglega að vindar muni hreinsa höfuðborg-
ina af þeirri mengun. Rétt eins og ráðamenn virðast treysta
á vinda til að blása burtu eitri frá álverum: Nú síðast berast
fréttir af því að þau erlendu fyrirtæki sem hér vilja reisa nýtt
álver treysti á það að íslendingar séu svo sólgnir í þeirra
framkvæmdafé, að hér sé m.a. hægt að skjóta sér hjá því að
koma upp þeim hreinsibúnaði sem ætlað er að koma í veg
fyrir súrt regn.
Það er löngu mál til þess komið að íslendingar skoði það
með gagnrýnu hugarfari - ekki síður en margir aðrir - hvað
þær framfarir sem við höfum státað af um skeið hafa í raun
og veru kostað. Og beini þeirri gagnrýni einnig að þeim
hagvaxtaráformum sem nú eru helst uppi.
ÁB
KLIPPT OG SKORIÐ
Guð og Satan
á Bylgjunni
Hlustendur Bylgjunnar síö-
degis sl. sunnudag urðu vitni að
fróðlegum skoðanaskiptum um
eilífðarmál, þar sem auglýsinga-
tíminn blandaðist óvart inn í um-
ræðurnar. Dagskrárgerðarmað-
urinn hafði fengið til liðs við sig
tvo andlega sinnaða menn, ann-
ars vegar prest úr Þjóðkirkjunni
og hins vegar miðil. Síðan gátu
hlustendur hringt inn og lagt orð í
belg. Margt var þarna fallegt sagt
um guð og góð verk, en það sem
virtist koma öllum í opna
skjöldu, stjórnanda, þátttakend-
um og hlustendum, var að þáttur-
inn var margsinnis fleygaður með
auglýsingum um Satan og djöfla-
trú, þar sem þessi fyrirbæri voru
lofuð í hástert. Þarna var reyndar
um að ræða auglýsingar frá tíma-
riti, en setningarnar í augiýsing-
unni voru hafðar eftir viðmæ-
lendum þar.
Þeir sem sátu í hljóðstofu
Bylgjunnar voru algerir fangar
þessa ófagnaðar inn á milli síns
göfuga tals. Ekki vafðist gestum
þáttarins tunga um tönn, þótt
sumir hlustendur réðust nokkuð
hart að þeim og gagnrýndu sumir
þar að auki þessar auglýsingar
sem engin leið var að losna við,
að sögn þáttarstjórans. Nokkrum
fannst óhæfa að presturinn gæfi
kost á sér með miðli í beinni út-
sendingu og legði þar með bless-
un sína yfir kukl. Presturinn var
mildur í máli við flesta, en komst í
nokkra vöm og fullyrti að framh-
leypnir hlustendur gætu hvorki
kennt sér íslenskt mál né guð-
fræði og vitnaði í Nýja testament-
ið sér til fulltingis. Hins vegar var
miðillinn öllu djarfari í svörum og
benti fólki sem spurði um anda-
glas á það, að honum væri leikur
einn að komast með kraft sinn,
þótt fjarstaddur væri, inn í slík
samkvæmi, og mundi líka láta
borð lyftast og svo framvegis ef
um væri beðið. Slíkt gætu aðrir og
verri aðilar líka gert, svo best
væri að fara með gát í þeim efn-
um.
Eins og geta má nærri var
samtal þetta allt heldur sundur-
leitt, en eftir stendur þessi sér-
kennilega uppákoma auglýsinga-
útvarpsins, að kostunaraðilar
þessara mínútna um guðdóminn
skyldu halda fólkinu í spenni-
treyju með sjónarmiðum sem
voru þeim ekki aðeins andstæð,
heldur vörðuðu allan tilveru-
grundvöllinn. Við því er raunar
ekkert að segja, auglýsandinn
gekk greinilega ekki of langt að
mati útvarpsstöðvarinnar og
þátttakendunum í þættinum var í
lófa lagið að kveðja ef þeim
fannst þeir í alvöru ginntir í
björg.
Porsteinn vill
formannsskipti
Þorsteinn Pálsson formaður
Sjálfstæðisflokksins skrifaði að
venju laugardagspistil í Morgun-
blaðið um helgina, en þar gefur
hann flokksmönnum lfnuna.
Núna vekur hann athygli á kosn-
ingum í A-Evrópu og við-
brögðum í A-flokkunum á ís-
landi við öllum tíðindum að
austan undanfarið. Þorsteinn
skrifar: „Einna mesta athygli hef-
ur vakið, að Alþýðuflokkurinn
skyldi taka atburðina í Austur-
Evrópu inn á sig. Fortíð hans
hafði þó ekki gefið neitt tilefni til
þess. En vinstri sveifla síðustu
misseri með fráhvarfi frá frjáls-
iyndum hugmyndum flokksins á
síðustu árum og ljósaböðum for-
manna A-flokkanna tveggja virð-
ast hafa gert það að verkum að
Alþýðuflokkurinn varð að taka
þessar búksorgir á sig einnig."
Þorsteinn er með þessu móti að
undirbúa röksemdafærslu sína
varðandi hugsanlegt samstarf
Sjálfstæðisflokksins við Alþýðu-
flokkinn, en flugufregnir hafa
borist um slíkar viðræður undan-
farið. Og vitaskuld þarf þá að
sýna fram á, að núverandi flokks-
formaður sé úti úr myndinni.
Þorsteinn Pálsson vill formanns-
skipti í Alþýðuflokknum, áður en
hann verður til viðræðu. Það
segir hann með þessum hætti:
„Það broslegasta við þetta allt
saman er að Alþýðuflokkurinn
hafði enga þá fortíð sem dæmdi
hann inn í þessa atburðarás með
sama hætti og Alþýðubandalag-
ið. Þar er einvörðungu um að
kenna þeim mistökum flokksins
síðustu misseri að sveigja stefnu
hans að þörfum gamaldags vinstri
stjórnar og yfirgefa þar með
frjálslynd stefnumið síðustu ára.
í þeim vanda situr Alþýðuflokk-
urinn og virðist ekki með góðu
móti geta komið sér úr þeirri
klípu.
Alþýðuflokkurinn lætur nú í
orðnu kveðnu í veðri vaka að
hann hafi hug á að endurvekja
fyrri frjálslynda stefnu sína. Þeir
tala jafnvel um samstarf á við-
reisnargrundvelli. Slíkt tal ergott
og blessað út af fyrir sig, en því
miður algerlega merkingarlaust,
þegar tekið er mið af veruleikan-
um.
Meðan Alþýðuflokksforystan
keppist við að festa sig í sessi í
vinstrasamstarfi bæði í sveitar-
stjórnarmálum og í ríkisstjórn
fellur allt tal um gömlu frjálslynd-
isstefnuna í grýttan jarðveg.
Menn meta athafnirnar meira en
orðin. Alþýðuflokkurinn er í
blindgötu."
Viðreisn blasir
við, ef...
Sem sagt, samstarf A-
flokkanna og annarra vinstri
flokka kemur sér illa og er rangt,
segir Þorsteinn Pálsson. Rifji
menn nú upp, að ekki er langt
síðan Þorsteinn Pálsson boðaði
þveröfuga kenningu, nefnilega
að aukið samstarf A-flokkanna
og helst samruni væri heppileg
þróun á íslandi, yki stöðug-
leikann í stjórnmálum og gerði
stjórnarmyndanir auðveldari. Þá
trúði hann eins og fleiri, að for-
mönnum A-flokkanna mundi
takast að veita sameiningartil-
raunum í einhvern farveg og við
þann andstæðing yrði að fara að
kljást og taka hann alvarlega.
Nú eru breyttar aðstæður,
skyndilega sést glitta í óánægju
ýmissa þingmanna Alþýðu-
flokksins, sem hafa lýst því yfir að
þeir muni aldrei ganga í Jafnaðar-
mannaflokk Ólafs Ragnars og
Jóns Baldvins, ef einhver hafi
haldið það. Sjálfstæðisflokkurinn
sér aftur möguleika á að endur-
heimta kratana og leggur þeim
lífsreglurnar. Víkið af villunni,
skiptið um formann og stefnu.
Við erum reiðubúnir.
ÓHT
þJÓÐVIUINN
Síðumúla 37-108 Reykjavík
Sími:68 13 33
Símfax: 68 19 35
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
FrafnkvaBmdastjóri: Hallur Páll Jónsson.
Ritstjórar. Ámi Bergmann, Ólafur H.Torfason.
Fréttastjóri: Siguröur Á. FriöþjÖTsson.
Aftrlr blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Garðar
Guöjónsson, Guðmundur Rúnar Heiöarsson, Heimir Már Pétursson,
Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson
(Ijósm.), Lilja Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Þröstur Haraldsson.
Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir.
Skrifstofa: Guörún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir.
/
Auglýsingastjóri: Olga Clausen.
Augtýsingar: Guömunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingi-
mundardóttir, UnnurÁgústsdóttir.
Simavar8ia: Bára Sigurðardóttir, Þorgerður Sigurðardóttir.
Bilstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Útbroiftsiu- og afgreiftslustjórl: Guðrún Gísladóttir.
Afgreiftsia: Halla Páisdóttir, Hrefna Magnúsdóttir.
Innheimtumaftur: Katrfn Báröardóttir.
Útkeyrsla, afgreiftsia, ritstjórn:
Síftumúla 37, Reykjavík, sími: 68 13 33.
Simfax: 68 19 35.
Auglýsingar: Síðumúla 37, sími 68 13 33.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verft í lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr.
Áskriftarverft ó mónufti: 1100 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 27. mars 1990