Þjóðviljinn - 27.03.1990, Qupperneq 11
í DAG
________SKÁK_______
Fróðlegt endatafl
úr fjórðu umferð
Reykjavíkurmótið er nú rúm-
lega hálfnað og línur farnar að
skýrast nokkuð. P.e.a.s. stór-
meistararnir hafa raðað sér í efstu
sætin en í næstu sætum fer fram
hörð barátta um að komast í raðir
þeirra. í svona fjölmennu móti og
jafnsterku er nánast ómögulegt
að segja fyrir um úrslit. Þau
munu ekki ráðast fyrr en í loka-
umferðinni.
Tveir útlendingar hafa nú helst
úr lestinni vegna veikinda og þarf
það í sjálfu sér ekki að koma á
óvart. Þeir eru flestir Mið-
Evrópumenn en þar er vorið nú
víðast komið og hlýtur að vera
heljarmikið „sjokk“ að koma
hingað í vetrarharðindin. Maður
finnur til með þeim þegar þeir
klöngrast yfir skaflana og svell-
bunkana á gangstéttunum í mið-
bænum en kuldinn nístir áð beini.
Því þótt skákmenn séu allra
manna framsýnastir á skákborð-
inu er þeim mörgum hverjum ó-
sýnt um praktíska smámuni, eins
og að koma sér upp lopapeysum
og ullarnærbrókum, sem þeim
væri full þörf á eins og nú viðrar.
Veturinn hér bítur þó ekkert á
Sovétmennina því þeir eru
vetrarhörkunum vanir. A.m.k.
var ekki að sjá nein slappleika-
merki á Polúgaéfskí daginn sem
hann lagði landa sinn Azmajpar-
asvíli í fjórðu umferð. Upp kom
lærdómsríkt endatafl þar sem
báðir kreistu úr stöðunni það sem
unnt var. Á endanum munaði að-
eins einum leik að Polu ynni en
það var líka nóg.
Hvítt: Polúgaévskí
Svart: Azmajparasvfli
Kóngsindversk vörn
1. d4- d6 5. e4 - exd4
2. Rf3 - g6 6. Rxd4 - Rc6
3. c4 - Bg7 7. Be3 - Rg-e7
4. Rc3 - e5 8- Rxc6 - bxc6
Hugmynd svarts er að ná
tökum á d4-reitnum með c6-c5 og
Re7-c6 en hvítur kemur í veg fyrir
það með 12. leik sínum.
9. Bd4 - 0-0 12. c5 - dxc5
10. Bxg7 - Kxg7 13. Dxc5 - Dd6
11. Dd4+ - f6
abcdefgh
Staðan er að mótast. Ekki er
ráðlegt fyrir hvít að hörfa með
drottninguna því hann er á eftir í
liðskipan. T.d. 14. De3 Db4 15.
b3 He8 16. Be2 Rd5 og vinnur.
Svartur fær nú tvö peð á opnum
línum sem hvítur getur herjað.
14. Dxd6 - cxd6
15. 0-0-0 - d5
Petta er þvingað fyrr eða síðar.
Ef svartur léki Hd8 mundi hvítur
tvöfalda hrókana á d-línunni og
binda svart við að valda peðið.
Nú máhvíturekki takapeðið: 16.
exd5 Rxd6 17. Rxd5 cxd5 18.
Hxd5 Be6 19. Ha5 Ha-c8+ 20.
Kd2 (ekki 20. Kbl vegna Bf5 og
mátar) Hf-d8+ 21. Ke3 Hcl og
Hd-dl og svartur vinnur mann.
16. Be2 - Be6 18. exd5 - Rxd5
17. Bf3 - Hf-d8 19. Bxd5 - cxd5
Peðastaðan breytist ekki í
grundvallaratriðum frá þessu til
loka skákarinnar. Hvítur hefur
tvö peð gegn einu á drottningar-
væng en svartur stakt frípeð á
miðborðinu. Hvítur á möguleika
á að skapa sér fjarlægt frípeð á
drottningarvæng og skákin væri
unnin ef aðeins væru kóngar á
borðinu. Svarturgetur merkilega
lítið aðhafst því hann er bundinn
við að valda stöku peðin sín en
reynir þó að skapa sér mótfæri á
kóngsvæng. Framhaldið þarf þó
að tefla af mikilli nákvæmni og
gaman að sjá í næstu leikjum
hvernig Polu kemur riddara sín-
um og drottningarhrók í góðar
stöður áður en hann snertir hrók-
inn á hl.
20. Hd4 - Ha-c8 24. Ha4 - Bf7
21. Kd2 - Hc4 25. Rd4 - He-c8
22. Re2 - He8 26. Hel - g5
23. b3 - Hc7
Svartur byrjar að skapa sér
mótfæri á kóngsvæng. Polúgaév-
skí einfaldar nú taflið með smá-
brögðum.
27. He6 - Bxe6
Svartur má ekki leyfa He6-a6
því þá fellur a-peðið fyrr eða síð-
ar.
28. Rxe6+ - Kg6
29. Rxc7 - Hxc7
30. Ha5 - Hd7
31. g4 - h5
32. h3 - h4
abcdefgh
Hvítur hefur neglt niður peðin
á kóngsvæng en svartur komið
peði til h4. Á því byggjast allar
vonir hans um mótspil. Hér
hefðu flestir minni spámenn
leikið hvíta kónginum til d4 til að
“virkja kónginn“ en hvítur er
engu nær eftir t.d. 33. Kd3 Kf7
34. Kd4 Ke6 35. Ha6+ Kf7 36.
Ha5 Ke6. Polu lætur kónginn
standa á d2, því þar valdar hann
borðið og þriðju reitaröðin, en
einbeitir sér að því að skapa sér
frípeð á drottningarvæng.
33. b4 - Kf7
34. Ha6 - ...
Ekki má hafa of mikinn asa á.
Eftir a2-a4 og b4-b5 á svartur færi
á gegnumbrotinu f6-f5 (gxf5) g6-
g5 (hxg4) h4-h3 og peðið rennur
upp. Hvítur verður alltaf að
reikna með þessum möguleika.
34. ... Hc7
Nú sést að hvíti kóngurinn
valdar alla mikilvæga reiti á c-
línunni.
35. b5 - d4
36. a4 - Ke7
37. a5 - Hb7
38. b6 - axb6
39. Hxb6 - Hc7
Leiðin 39. ... Ha7 40. a6 er al-
veg vonlaus.
40. Hb3 - fS
41. D - Ke6
42. a6 - Ha7
43. Ha3 - Ke5
Hér er rétt að staldra við. Hvíti
hefur orðið mikið ágengt, á fjar-
lægt frípeð sem hrókurinn valdar
aftan frá en svarti hrókurinn múl-
bundinn við að skorða það.
Svartur má ekki fara í peðakaup
með fxg4 (fxg4) og hvítur getur
með hægu móti haft vald á h-
peðinu. Mótspil svarts byggist á
að leika Ke5-f4-g3 og sækja að
peðinu en það kostar að hann
verður að sleppa valdi á f-peði
sínu. Nú þykir Polu loks kominn
tími til að kóngur hans fari að láta
að sér kveða.
44. Kd3 - Kf4 46. gxf5 - Kxh3
45. Kxd4 - Kg3 47. Kc5 - ...
Lykilleikur í stöðunni. Manni
sýnist hættuspil að láta kónginn
fara svona langt frá kóngsvængn-
um en hann á að leysa hrókinn af
og Polu hefur reiknað allt ná-
kvæmlega. Eftir 47. f6 Kg3 48. f7
Hxf7 49. a7 Hxa7 50. Hxa7 Kxf3
getur hvítur ekki unnið.
47. ... - g4
Ef 47. ... Kg2 48. Kb6 Ha8 49.
a7 h3 50. Kb7 Hf8 51. a8D Hxa8
52. Hxa8 h2 53. Hh8 hlD 54.
Hxhl og f-peðið rennur síðan
upp í borð. Þarnar munar aðeins
einum leik en það er að vísu nóg.
48. Kb6 - Ha8
Ekki mátti 49. fxg4 Kxg4 50. f6
Hf8 51. a7 Hxf6+ 52. Kc5 Hf8 53.
a8D Hxa8 54. Hxa8 h3 og svartur
heldur jöfnu.
49. Kb7 - Hf8 52. Hxa8 - g2
50. a7 - g3 53. Hg8
51. a8D - Hxa8
Og svartur gafst upp því hvítur
lætur hrókinn fyrir g-peðið og f-
peðið rennur upp í borð.
Ef til vill hefur þessi ósigur orð-
ið Azmajparasvíli tilefni til að líta
einu sinni enn í endataflsbækurn-
ar sínar því í næstu umferð á eftir
tefldi hann við Karl Þorsteins og
fékk upp mjög áþekka lokast-
öðu, en var að þessu sinni í sæti
sigurvegarans.
Hvítt: Azmajparasvíli
Svart: Karl Þorstcins
Þessi staða kom upp eftir 49.
leik Karls g6-g5. Eftir 50. fxg5
Kxg5 er staðan jafntefli en hvítur
nýtir sér þrönga stöðu svarta
kóngsins til máthótana.
50. Hal - g4+
51. Kg2 - g3
52. Kf3 - g2
Því miður er þetta allt þvingað
og hvítur vinnur létt.
53. Kxg2 - Kg4 56. f5 - h3
54. Ha4 - h4 57. Ha3+
55. Kgl - Kg3
og svartur gafst upp.
Jón Torfason
tUÓÐVIUINN
FYRIR50ÁRUM
Akstureinkabílaleyfður. Bílar
þessir voru stöðvaoir þann tíma
sem vant er að hafa þá lokaða
inni í skúrum. Stöðvunin var enn
ein þjóðstjórnarblekkingin. Hvað
finnst atvinnubílstjórum um
svona ráðstafanir?
27. mars
þriðjudagur. 86. dagurársins.
Sólarupprás í Reykjavík kl. 7.04-
sólarlag kl. 20.04.
Viðburðir
Þórarinn Guðmundsson tón-
skáld fæddur árið 1896.
DAGBÓK
APÓTEK
Reykjavík: Helgar- og kvöldvarsla
lyfjabúöa vikuna 23. til 29. mars er
í Laugarness Apóteki og Árbæjar
Apóteki.
Fyrmefnda apótekiö er opið um helgar
og annast næturvörslu alla daga 22 til 9
(til 10 frídaga). Síöarnefnda apótekiö er
opið á kvöldin 18 til 22 virk daga og á
laugardögum 9 til 22 samhliða hinu fyrr-
nefnda.
LÖGGAN
Reykjavík............sími 1 11 66
Kópavogur............sími 4 12 00
Seltjarnarnes........sími 1 84 55
Hafnarfjörður........sími 5 11 66
Garðabær.............sími 5 11 66
Slökkviliö og sjukrabilar:
Reykjavík............sími 1 11 00
Kópavogur............sími 1 11 00
Seltjarnarnes........simi 1 11 00
Hafnarfjörður........simi 5 11 00
Garðabær.........:.... sími 5 11 00
LÆKNAR
Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn-
arnes, og Kópavog er I Heilsuverndar-
stöð Reykjavíkur alla virka dagafrá kl. 17
til kl. 08, á laugardögum og helgidögum
allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, síma-
ráðleggingar og tímapantanir í sima
21230. Upplýsingar um lækna- og lyfja-
þjónustu eru gefnar í símsvara 18888.
Borgarspftalinn: Vakt virka daga frá kl.
8 til 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis-
lækni eöa ná ekki til hans. Landspítal-
Inn: Göngudeildin er opin kl. 20 til 21.
Slysadeild Borgarspitalans er opin all-
an sólarhringinn slmi 696600.
Hafnarfjöröur: Dagvakt, Heilsugæslan
sími 53722. Næturvakt lækna sími
51100.
Garöabær: Heilsugæslan Garðaflöt
sími65666, upplýsingar um vaktlækna
sfmi51100.
Akureyri: Dagvakt kl 8 til 17 á Lækna-
miðstöðinni sími: 23222, hjá slökkvilið-
inu sími 22222. hjá Akureyrar Apóteki
sfmi 22445. Farsimi vaktlæknis 985-
23221.
Keflavfk: Dagvakt. Uppjýsingar s. 3360.
Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna
sími 1966.
SJÚKRAHÚS
Heimsóknartímar. Landspftaiinn: Alla
daga 15 til 16 og 19 til 20. Borgarspftal-
inn: Virka daga 18:30 til 19:30, um helg-
ar 15 til 18 og eftir samkomulagi. Fæö-
Ingardeild Landspítalans: 15 til 16.
Feðratími 19.30 til 20.30. Öldrunar-
lækningadeild Landspitalans Hátúni 10
B. Alla daga 14 til 20 og eftir samkomu
lagi. Grensásdeild Borgarspítala: Virka
daga 16 til 19, helgar 14 til 19.30.
Hellsu verndarstööin við Barónsstig
opin alla daga 15 til 16 og 18.30 til 19.30.
Landakotsspítali: Alla daga 15 til 16 og
18.30 til 19. Barndeild: Heimsóknirann-
arra en foreldra kl. 16 til 17 daglega.
St.Jósefsspítali Hafnarfirði: Alladaga
15 til 16 og 19 til 19.30. Kleppsspftal-
inn: Alla daga 15 til 16 og 18.30 til 19.
Vestmannaeyjum: Alla virka daga 15 til
16 og 19 til 19.30. Sjúkrahús Akra-
ness: Alla daga 15.30 til 16 og 19til
19.30. Sjúkrahúsiö Húsavfk: Alladaga
15 til 16 og 19.30 til 20.
YMISLEGT
Hjálparstöð RKÍ: Neyöarathvarf fyrir
unglinga, Tjarnargötu 35. Sími: 622266,
opið allan sólarhrínginn.
Sálfræöistöðin. Ráðgjöf i sálfræði-
legum efnum. Slmi: 687075.
MS-f élaglð, Álandi 13. Opið virka daga
frá kl. 8 til 17. Síminn er 688620.
Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum Vest-
urgötu 3. Opið þriðjudaga kl. 20 til 22,
fimmtudaga 13.30 til 15.30 og kl. 20 til
22, sími 21500, símsvari.
Sjálfshjálparhópar þeirra, sem orðið
hafa fyrir sifjaspellum, sfmi 21500, sím-
svari.
Upplýsingar um eyðni. Sfmi 622280,
beint samband við lækni/hjúlrunarfræð-
ing á miðvikudögum kl. 18 til 19,annars
simsvari.
Samtök um kvennaathvarf, simi
21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur
sem beittar hafa verið ofbeldi eða
orðið fyrirnauðgun.
Samtökin 78. Svarað er í upplýsinga-
og ráðgjafarsíma félags lesbia og
homma á mánudags- og fimmtudags-
kvöldum kl. 21 til 23. Símsvari á öðrum
tímum. Síminn er 91 -28539.
Bllanavakt rafmagns- og hitaveitu: sfmi:
27311. Raf magnsveita bilanavakt sími:
686230.
Rafveita Hafnarfjaröar: Bilanavakt,
sfmi: 652936.
Vlnnuhópur um sif jaspellamál. Sími
21260 alla virka daga kl. 13 til 17.
Lögf ræöiaðstoð Orators, félags laga-
nema, er veitt f síma 11012 milli kl. 19.30
og 22.00 á fimmtudagskvöldum.
„Opið hús“ krabbameinssjúklinga
Skógarhlíð 8 er „Opið hús" fyrir alla
krabbameinssjúklinga og aðstandendur
þeirra á fimmtudögum kl. 17 til 19.
Samtök áhugafólks um alnæmls-
vandann sem vilja styðja smitaðaog
sjúkaog aðstandendur þeirra. Hringið f
síma 91 -2240 alla virka daga.
Stfgamót, miðstöð fyrir konur og böm sem
orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi.
Ráðgjöf, f ræðsla, upplýsingar. - Vestur-
götu3, R.
Sfmar: 91 -626868 og 91 -626878 allan sól-
arhringinn.
GENGIÐ
26. mars 1990
Bandaríkjadollar........... 61,70000
Sterlingspund................. 99,47900
Kanadadollar............... 52,41000
Dönsk króna.................... 9,42340
Norsk króna.................... 9,31180
Sænsk króna.................... 9,97090
Finnskt mark.................. 15,24770
Franskur franki............... 10,68210
Belgískur franki............... 1,73630
Svissneskur franki............ 40,55210
Hollenskt gyllini............. 31,96480
Vesturþýskt mark.............. 35,96930
Itölsk líra.................... 0,04885
Austurrískur sch............... 5,11080
Portúg. escudo................. 0,40690
Spánskur peseti................ 0,56210
Japanskt jen................... 0,39535
Irskt pund.................... 96,02700
KROSSGÁTA
Lárétt:1 hár4horfa6
skjót 7 lappi 9 kofi 12
fjölda 14 sjór 15 tryllt 16
kjass 19 hestur 20 heiti
21 riðar
Lóörétt: 2 spil 3 gárar 4
tíndu 5 traust 7 hræðslu
8öl10krafsar11 rödd-
ina 13 duft 17 trylli 18
eira
Lausn á sfðustu
krossgátu
Lárétt: 1 gláp4gust6
eir 7 basl 9 óþæg 12
valur 14 góa 15 áli 16
Ieitt19lauf20átak21
tvístra
Lóörétt: 2 lóa 3 pela 4
Gróu5snæ7bagall8
svalur10þrátta11
grikks 13 lúi 17 efi 18 tál
Þriðjudagur 27. mars 1990 pJÓÐVILJINN - SÍÐA 11