Þjóðviljinn - 28.04.1990, Síða 11

Þjóðviljinn - 28.04.1990, Síða 11
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Vestmannaeyjum Vinnufundir - Opið hús Kosningaundirbúningur frambjóðenda Alþýðubandalagsins í Eyjum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar er hafin. Vinnufundir verða haldnir öll fimmtudagskvöld frá klukkan 20.30 í húsi félags- ins við Bárugötu. Stuðnir.gsfólk er hvatt til að mæta og hafa áhrif á stefnumótunina. Opið hús verður álla laugardaga frá klukkan 13 - 15. Frambjóöendur AB Alþýðubandalagið í Keflavík Kosningaskrifstofan Búið er að opna kosningaskrifstofu á Hafnargötu 37A og verður hún opín fyrst um sinn frá 15 til 19 og 20.30 til 22. Sími: 11061. Stuðningsmenn eru hvattir til að líta við á skrifstofunni og fá fréttir. Frambjóðendur verða til viðtals á kvöldin. G-listinn í Keflavík Alþýðubandalagið Kópavogi Opið hús í Þinghól, Hamraborg 11 kl. 10-12 alla laugardaga fram yfir bæjar stjórnarkosningar. Alþýðubandalagið í Reykjavík Stuðningsmenn G-listans í Reykjavík! Hafið samband við skrif- stofu félagsins að Hverfisgötu 105, sími 17500 og gerist félagar í Alþýðubandalaginu í Reykjavík. Styrkjum þannig stjórnmálastarf félagsins. Stjórnin Svanfríður Jóhann Sólveig k ''æL Kjartan Bjargey Suðurnes Námsstefna um sveitarstjórnarmál Alþýðubandalagsmenn og aðrir framfarasinnaðir kjósendur á Suðurnesjum efna til námsstefnu um sveitarstjórnarmál laugar- daginn 28. apríl nk. í húsi Iðnsveinafélagsins að Tjarnargötu 7 Keflavík og hefst hún kl. 10 fyrir hádegi. Framsöguerindi: 1. Svanfríður Jónasdóttir aðstoðarmaður fjármálaráðherra: Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga og sveitarstjórnarmál al- mennt. 2. Jóhann Geirdal deildarstjóri Keflavík: Málefni Keflavíkur og samvinna sveitarfélaga á Suðurnesjum. 3. Sólveig Þórðardóttir Ijósmóðir Njarðvík: Heilbrigðismál og mál- efni Njarðvíkur. 4. Kjartan Kristófersson bæjarfulltrúi Grindavík: Málefni Grinda- víkur. 5. Bjargey Einarsdóttir fiskverkandi: Atvinnumál á Suðurnesjum. Að framsögum loknum verða umræður í hópum. Hádegisverður verður snæddur á staðnum. Kaffi eftir þörfum. Nánari upplýsingar eru gefnar í síma 11061 í Keflavík. Alþýðubandalagið í Borgarnesi Minnir á kosningaskrifstofuna Kosningaskrifstofa Alþýðubandalagsins í Borgarnesi er opin alla virka daga í Röðli frá kl. 20.30 til 22.00. Laugardaga frá kl. 14-17. Á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins þann 1. maí nk. verður opið hús í Röðli frá kl. 20.30. Frjálsar stjórnmálaumræður- kaffi- veitingar. Stjórnin Alþýðubandalagið Sauðárkróki Félagsfundur Fundur í Villa Nova kl. 13. laugardaginn 28. apríl. Umræðuefni: Málefni sveitarfélaga, reynslan af verkaskipting- unni. Gestir fundarins verða Ólafur Ragnar Grímsson og Ragnar Arn- alds. Stjórnin Utankjörfundarskrifstofa Alþýðubandalagsins Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík Símar: 629982 og 629983 Myndsendir: 17599 Utankjörfundarskrifstofa Alþýðubandalagsins er í Miðgarði, Hverfisgötu 105, 4. hæð. Skrifstofan veitir upplýsingar um kjörskrá og aðstoöar við kjör- skrárkærur. Athygli er vakin á því að kærufrestur vegna kjörskrár rennur út 11. maí n.k. Símar aðalskrifstofu Alþýðubandalagsins eru: 17500 og 629971 og 72. Alþýöubandalagið hvetur alla þá kjósendur sem staddir verða utan heimabyggðar á kjördag 26. maí að kjósa snemma. Alþýðubandalagið Húsavík Fjörutíu ára afmæli Húsvíkingar minnast þess í dag að bœrinn hefur verið kaupstaður í fjörutíu ár Það verður mikið um dýrðir á Húsavík í dag þegar bæjarbúar gera sér dagamun í tilefni af því að í ár eru liðin 40 ár frá því bærinn fékk kaupstaðarréttindi. Lög þar að lútandi sem mæltu svo fyrir að Húsavík yrði gerður að kaupstað eru frá 30. desember 1949. Fyrstu kosningar til bæjarstjórnar Húsavíkur fóru fram í janúar 1950 og fyrsti bæjarstjórnarfundur hins nýja kaupstaðar var svo haldinn 31. janúar sama ár. Þann sama dag í ár var ákveðið í bæjar- stjórn Húsavíkur að halda upp á afmælið þann 28. apríl sem er í dag. Ennfremur var samþykkt á þessum merka bæjarstjórnar- fundi að setja á stofn sjóð sem hafi þann tilgang að kaupa listaverk til að prýða um- hverfi bæjarins sem og stofnanir og fyrir- tæki hans. Stofnframlag bæjarsjóðs var 500 þúsund krónur og framvegis mun bæjar- sjóður veita 0,1% af tekjum sínum til sjóðs- ins. Glæsileg dagskrá Húsvíkingar munu halda daginn hátíð- legan með ýmsu móti með glæsilegri dag- skrá sem hefst í fyrramálið þegar forseti fslands, frú Vigdís Finnbogadóttir kemur í heimsókn. Hátíðarsamkoma verður í Húsavíkurkirkju klukkan 10,30 og að henni lokinni verður forseta íslands og fleirum boðið til hádegisverðar. Um klukkan 14 verður síðan opnuð yfirlitssýning í Safna- húsinu á málverkum Ásgríms Jónssonar og klukkutíma seinna verður hátíðarsamkoma í íþróttahúsi bæjarins þar sem boðið verður uppá ýmis skemmtiatriði fyrir unga sem aldna. Að auki fá allir viðstaddir að kitla bragðlaukana því þar verður boðið uppá stóra og mikla afmælistertu. Heimildir ny- rðra herma að mikil tilhlökkun sé meðal bæjarbúa að vita hvernig afmælistertan muni líta út og þá ekki síst hvernig hún muni verða á bragðið. Um kvöldið mun bæjar- stjórn Húsavíkur bjóða gestum sínum til kvöldverðar og seinna um kvöldið verður svo hátíðarsýning hjá Leikfélagi Húsavíkur á leikverki Kjartans Ragnarssonar Land míns föður. Atvinnumál Á tímamótum sem þessum er mönnum gjarnt á að líta um öxl en ekki síður að spá í framtíðina. Bjarni Þór Einarsson bæjar- stjóri segir að mál málanna í bænum í dag séu atvinnumálin og staða þeirra, en um síðustu mánaðamót voru 67 á atvinnuleysis- skrá í bænum. Bæjarstjórinn segir að þetta sé há tala á mælikvarða bæjarfélagsins sem stafi að hluta til af því gæftaleysi sem verið hefur þar nyrðra sem og einmuna lélegu tíðarfari. Að öðru leyti telur Bjarni Þór að staða mála í Húsavík sé að mörgu leyti góð miðað við landsvísu. Það sem háir Húsvíkingum sem og öðrum landsbyggðarmönnum sem lifa á sjávarfangi er sú staðreynd að sífellt er verið að skerða þann kvóta sem úthlutað er til skipa og báta og það hefur sín áhrif á atvinnuástandið og nýtingu þeirrar fjárfest- ingar sem fyrir er í sjávarútveginum. Að auki hafa Húsvíkingar notið góðs af nábýli við sveitirnar í nágrenninu þó svo að meira hafi verið að gera við vinnslu landbúnaðar- afurða og þjónustu en var hér á árum áður. Þessa þróun hefur mátt sjá í afkomu Kaupfélags Suður Þingeyinga á Húsavík sem var rekið með umtalsverðum tapi árið 1988 en á síðasta ári var þeirri þróun snúið myndarlega við á þann hátt að lítilsháttar hagnaður var af rekstri þess. Ekki má skilja svo við Húsavík á þessum tímamótum án þess að geta þess að þar reis af grunni fyrsta húsið á íslandi. Það gerði sænski víkingurinn Garðar Svavarsson sem hafði þar vetursetu, samkvæmt því sem segir í Landnámu. -grh í DAG þlÓÐVILJINN fyrir 50 árum 28. apríl Bretland og Bandaríkin hafa við- urkenntsjálfstæði íslands. Pétur Benediktsson fulltrúi íslands með diplomatísku umboði í London. Vilhjálmur Þór aðalræð- ismaður íslands I Bandaríkjun- um. Breskursendiherra og bandarískur aðalræðismaður væntanlegir. Erekki vonáviður- kenningu fleiri ríkja? Laugardagur. 118. dagurársins. Sólarupprás I Fteykjavík kl. 5.11 - sólarlagkl. 21.42. Viðburöir Bæjarbardagi 1237. Jafnaðar- mannafélag Reykjavíkur klofnar í annað sinn árið 1926 vegna ágreinings milli Ólafs Friðriks- sonarog kommúnista. DAGBÓK APÓTEK Reykjavik: Helgar- og kvöldvarsla lyfjabúða vikuna 27. apnl til 3. maí er í Breiðholts Apóteki og Apóteki Austur- bæjar. Fyrrnef nda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga 22 til 9 (til 10 frídaga). Síðarnefnda apótekið er opið á kvöldin 18 til 22 virk daga og á laugardögum 9 til 22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík............simi 1 11 66 Kópavogur............sími 4 12 00 Seltjarnarnes...... sími 1 84 55 Hafnarfjörður .......sími 5 11 66 Garðabær..............sími 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabílar: Reykjavík.............sími 1 11 00 Kópavogur.............sími 1 11 00 Seltjarnarnes.........sími 1 11 00 Hafnarfjörður.........sími 5 11 00 Garðabær..............sími 5 11 00 LÆKNAR Læknavakt fyrlr Reykjavík, Seltjarn- arnes, og Kópavog er í Heilsuverndar- stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til kl. 08, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, síma- ráðleggingarog timapantanir í sima 21230. Upplýsingar um lækna- og lyfja- þjónustu eru gefnar í símsvara 18888. Borgarspítalinn: Vakt virka daga frá kl. 8 til 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspítal- inn: Göngudeildin eropin kl. 20 til 21. Siysadeild Borgarspítalans er opin all- an sólarhringinn sími 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt simi65666, upplýsingar um vaktlækna sími51100. Akureyri: Dagvakt kl 8 til 17 á Lækna- miðstöðinni sími: 23222, hjá slökkvilið- inu sími 22222. hjá Akureyrar Apóteki sími 22445. Farsimi vaktlæknis 985- 23221. Keflavfk: Dagvakt. Uppjýsingar s. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna sími 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartimar. Landspftalinn: Alla daga 15 til 16 og 19 til 20. Borgarspítal- Inn: Virka daga 18:30 til 19:30, um helg- ar 15 til 18 og eftir samkomulagi. Fæð- Ingardeild Landspítalans: 15 til 16. Feðratimi 19.30 til 20.30. Öldrunar- læknlngadeild Landspítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14 til 20 og eftirsamkomu lagi. Grensásdeild Borgarspitala: Virka daga 16 til 19, helgar 14 til 19.30. Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg opin alla daga 15 til 16 og 18.30 til 19.30. Landakotsspitali: Alla daga 15 til 16 og 18.30til 19. Barndeild: Heimsóknirann- arraenforeldrakl. 16til 17daglega. St.Jósefsspftall Hafnarfirði: Alladaga 15 til 16 og 19 til 19.30. Kleppsspital- inn: Alla daga 15 til 16 og 18.30 til 19. Vestmannaeyjum: Alla virka daga 15 til 16 og 19 til 19.30. Sjúkrahús Akra- ness: Alla daga 15.30 til 16 og 19til 19.30. Sjúkrahúsið Húsavík: Alladaga 15 til 16 og 19.30 til 20. YMISLEGT Hjálparstöð RKÍ: Neyðarathvarf fyrir unglinga, Tjarnargötu 35. Sími: 622266, opið allan sólarhringinn. Sálfræðistöðin. Ráðgjöf i sálfræði- legum efnum. Sími: 687075. MS-fálagið, Álandi 13. Opiö virkadaga frá kl. 8 til 17. Síminn er 688620. Kvennaráðgjöf in Hlaðvarpanum Vest- urgötu 3. Opið þriðjudaga kl. 20 til 22, fimmtudaga 13.30 til 15.30 og kl. 20til 22, sími 21500, símsvari. Sjálf shjálparhópar þeirra, sem orðið hafa fyrir sifjaspellum, sími 21500, sím- svari. Upplýslngar um eyðni. Sími 622280, beint samband við lækni/hjúlrunarfræð- ingámiðvikudögumkl. 18til 19,annars símsvari. Samtök um kvennaathvarf, síml 21205. Húsaskjól og aðstoð tyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðiðfyrirnauðgun. Samtökin 78.Svaraðeríupplýsinga- og ráðgjaf arsima félags lesbía og homma á mánudags- og fimmtudags- kvöldum kl. 21 til 23. Símsvari á öðrum tímum. Siminn er 91 -28539. Bllanavakt rafmagns- og hitaveitu: sími: 27311. Rafmagnsveita bilanávakt sími: 686230. Rafveita Hafnarfjarðar: Bilanavakt, simi: 652936. Vlnnuhópur um sff jaspel lamál. Simi 21260 allavirkadaga kl. 13til 17. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt í sima 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 á fimmtudagskvöldum. „Opið hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhlíð 8 er „Opið hús“ fyrir alla krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirraáfimmtudögumkl. 17 til 19. Samtök áhugaf ólks um alnæmls- vandann sem vilja styðja smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið í sima 91 -2240 alla virka daga. Stigamót, miðstöð fyrir konur og böm sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. Ráðgjöf, fræðsla, upplýsingar. - Vestur- götu3, R. Símar: 91 -626868 og 91-626878 allan sól- arhringinn. GENGIÐ 27. apríl 1990 Bandaríkjadollar.............. 60,9000 Sterlingspund................ 99,41000 Kanadadollar................. 52,34000 Dönsk króna................... 9,54170 Norsk króna................... 9,32760 Sænsk króna................... 9,98610 Finnskt mark................. 15,31880 Franskur franki.............. 10,81180 Belgískur franki.............. 1,75710 Svissneskur franki........... 41,63110 Hollenskt gyllini............ 32,23330 Vesturþýskt mark............. 36,25540 Itölsk líra................... 0,04945 Austurriskur sch.............. 5,15160 Portúg. escudo................ 0,40930 Spánskur peseti............... 0,57330 Japanskt jen.................. 0,38296 Irskt pund................... 97,28500 KROSSGÁTA Lárétt: 1 narr4sóp6 for7klöpp9m,unnbiti 12bor14loga15vafa 16 fyrirgefning 19 út- skýra 20 hópur 21 gata Lóðrétt:2hag3að- eins 4 fugl 5 eyði 7 íss 8 duga 10 pallur 11 ófúsi 13fantur17skip18 elska Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1 slæg 4 sorg 6 átt8skír9anga12 tangi14fúa15sög16 Ieitt19skín20riða21 andúð Lóðrétt: 2 lok 3 gára 4 stag 5 rög 7 sefast 8 Italia 10 nistið 11 ang- rar 13 nói 17 enn 18 trú Laugardagur 28. apríl PJÓÐVIUINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.