Þjóðviljinn - 19.05.1990, Blaðsíða 6
114 ára landa
Alexanders
mikla
Tanjugfréttastofan júgóslavn-
eska tilkynnti í gær að elsta kona
Júgóslavíu væri látin, 114 ára að
aldri. Fuca Skenderska hét hún
og lést í Berovo, þorpi í Make-
dóníu, en þar munu heimahagar
hennar hafa verið. Sögunni fylgir
að hún hafi aldrei Ieitað til læknis
um ævina. Hún lætur eftir sig
dóttur, 82 ára gamla. Frú Skend-
erska hefur verið tæplega hálfþrí-
tug um s.l. aldamót og þegn Tyr-
kjasoldáns framundir fertugt, en
þá fyrst lögðu kristin Balkanríki
Makedóníu undir sig.
Blótsvín varð
sbíðsorsök
Fimm menn voru vegnir og
margir hlutu áverka í fimm daga
stríði nú í vikunni milli Puman og
Mandak, tveggja ættbálka á Pap-
úu Nýju Gíneu. Áttust þar við
um 2000 vígamenn ættbálkanna,
skrautlega málaðir og vopnaðir
bogum og örvum og byssum.
Tildrög voru að illindasamt
hafði lengi verið með Púmönum
og Mandökum og komu þeir sér
að lokum saman um að binda
endi á þau leiðindi með friðarhá-
tíð, þar sem svíni skyldi blótað til
heilla. Hófst hátíðin á sunnudag
s.l. en þá kom babb í bátinn, því
að alvarlegur ágreiningur varð
urn hvernig framreiða skyldi
kjötið af blótsvíninu. Hófst út af
því stríð að nýju. En í gær tókst
enn að koma á friði og sam-
þykktu ættbálkarnir að halda
saman nýja friðarhátíð.
Ekki fleiri
„sjálfstæð“
Stjórn Suður-Afríku tilkynnti
fyrr í vikunni að hún hefði ákveð-
ið að hætta við að gera svokölluð
heimalönd blökkumanna að sjálf-
stæðum ríkjum. í heimalöndun-
um býr yfir helmingur af blökku-
mönnum landsins.
Fjögur svæða þessara hafa þeg-
ar verið lýst sjálfstæð ríki að til-
hlutan suðurafrískra stjórnvalda,
en Suður-Afríka hefur viður-
kennt þau ein ríkja auk þess sem
þau hafa viðurkennt hvert annað.
Suður-Afríkustjórn hefur til
þessa stefnt að því að þannig yrði
einnig farið með hin heimalöndin
sex, en nú hefur sem sé verið hætt
við það. Stoffel van der Merwe,
þróunarmálaráðherra, tilkynnti
stefnubreytingu stjórnarinnar í
máli þessu á þingi en nefndi ekki í
því sambandi á nafn heimalöndin
fjögur, sem sjálfstæð kallast. En
áður hefur komið fram af hálfu
Suður-Afríkustjórnar að hún
telji að stjórnir þeirra eigi að
ákveða hvort þau verði aftur for-
mlega innlimuð í Suður-Afríku
eður ei.
-dþ.
ERLENDAR FRÉTTIR
Langdrœx kjarnavopn
Þriðjungs fækkun í vændum
Þeir James Baker, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna og
Eduard Shevardnadze, starfs-
bróðir hans í Sovétríkjunum,
lýstu í gær yfir ánægju sinni með
árangur í viðræðum sem fram
fóru þann dag milli Bakers annar-
svegar og þeirra Shevardnadze og
Gorbatsjovs Sovétríkjaforseta
hinsvegar. Eru utanríkisráðherr-
arnir vongóðir um að fyrir næstu
ráðstefnu þeirra Gorbatsjovs og
Bush Bandaríkjaforseta, sem
hefst í Washington 30. þ.m.,
muni hafa náðst í meginatriðum
samkomulag um mikla fækkun
langdrægra kjarnaflauga í eigu
Bandaríkjanna og Sovétríkjanna.
Gert er ráð fyrir að með samn-
ingi þeim um þetta, sem nú er á
döfinni, muni stórveldi þessi tvö
skuldbinda sig til að skera niður
þennan hluta vígbúnaðar síns um
30-35 af hundraði. Shevardnadze
sagði að í viðræðunum hefði
einnig náðst mikilvægur árangur í
undirbúningi samnings um niður-
skurð efnavopna í eigu stórveld-
anna tveggja, en stefnt er að því
að í þeim samningi skuldbindi
þau sig til að eyða 90 af hundraði
birgða sinna af eiturgasi.
Reuter/-dþ.
Prunskiene í Moskvu
Segir Gorbatsjov hóta
harðari aðgerðum
Kazimiera Prunskiene, forsæt-
isráðherra Litháens, stödd í
Moskvu til viðræðna við sovéska
ráðamenn, sagði við fréttamenn í
gær að þeir Míkhafl Gorbatsjov,
forseti Sovétríkjanna og Níkolaj
Ryzjkov, forsætisráðherra
þeirra, hefðu báðir gefið í skyn og
jafnvel sagt berum orðum að svo
gæti farið að gripið yrði til enn
harðari refsiaðgerða gegn Lithá-
en ef það léti ekki meira undan í
deilunum við sovésk stjórnvöld.
Litháensstjórn viröist nú
reiðubúin til að ganga langt til
móts við kröfur sovésku stjórnar-
innar, en neitar að nema sjálfs-
tæðisyfirlýsinguna úr gildi eða slá
gildistöku hennar á frest. Eftir
viðræður Prunskiene við sovéska
ráðamenn í fyrradag skýrði Tass-
fréttastofan svo frá, að málamiðl-
unartillögur hennar væru ekki
fullnægjandi, að mati sovésku
stjórnarinnar.
Litháen er nú næstum olíulaust
vegna efnahagslegra þvingunar-
aðgerða sovésku stjórnarinnar og
mörg fyrirtæki hafa orðið að loka
þess vegna, með þeim afleiðing-
um að um 20.000 manns hafa
misst atvinnuna.
Tass skýrði svo frá í gær að sér-
þjálfaðar sveitir sovéska innan-
ríkisráðuneytisins hefðu verið
sendar til Eistlands og Lettlands
„til að halda uppi reglu“. Segjast
sovésk stjórnvöld hafa ákveðið
þessa liðssendingu eftir að til
ryskinga kom milli rússneskra
hermanna og innflytjenda annar-
svegar og landsmanna hinsvegar
við þinghúsin í Tallinn og Riga.
Reuter/-dþ.
Litháar mælast til að sovéski herinn
fari - en þess í stað sendir sovóska
innanríkisráðuneytið sórsveitir sínar
til Eystrasaltslanda.
Bandaríkin - Filippseyjar
Agreiningur um herstöövar
Lokið er í Manila fímm daga
viðræðum Bandaríkjamanna
og Filippseyinga um framtíð
bandarísku herstöðvanna þar á
eyjunum og náðist ekki sam-
komulag um meginatriði. Sam-
þykkt var að ræðast við síðar og
þá ekki aðeins um herstöðvarnar,
heldur allt samstarf ríkjanna um
stjórn- og hermál. Ekkert var þó
ákveðið um hvenær þær við-
ræður skyldu eiga sér stað.
Filippseyingar héldu því fram
að þeir ættu inni hjá Bandaríkja-
mönnum rúmlega 222 miljónir
dollara, sökum þess að Bandarík-
in hefðu ekki staðið í skilum með
umsamdar greiðslur fyrir afnot af
filippínsku landi undir herstöðv-
ar. Kom þar að Bandaríkjamenn
samþykktu að greiða andvirði
þessarar fjárhæðar í herútbún-
aði, matvælum, lyfjum og sjúkra-
gögnum.
Ekki munu viðræðurnar hafa
farið fram í neinum sérstökum
samlyndisanda og kvaðst Ric-
hard Armitage, formaður banda-
rísku samninganefndarinnar,
vera hissa og gramur út af þeirri
áherslu, sem Filippseyingar
hefðu lagt á að fá téða fjárhæð
greidda. Gaf hann í skyn að engu
væri líkara en Filippseyingar
vildu hafa herstöðvarnar einung-
is vegna peninganna, sem þeir fá
frá Bandaríkjunum fyrir að lána
þeim land undir þær. Væri það
svo, kæmi að því að Bandaríkin
legðu niður herstöðvar sínar á
eyjunum, enda væru peningar
ekki einhlítir til að tryggja vináttu
og bandalög.
George Bush Bandaríkjafor-
seti varaði Filippseyinga fyrr í
vikunni við fjárgræðgi út á stöðv-
arnar og kvað Bandaríkin geta
gætt hagsmuna sinna á Kyrra-
hafssvæðinu án þeirra. Væri nú
verið að athuga aðra valkosti í því
efni.
Herstöðvar þær er hér um
ræðir eru stór flugherbækistöð
(Clark Air Base), flotastöð við
Subicflóa og fjórar minni stöðv-
ar. Um 78.000 Filippseyingar
hafa vinnu við þær. Áuk gjalds-
ins, sem Bandaríkin reiða af
höndum fyrir þessa aðstöðu, fá
Filippseyjar hjá þeim miljarð
dollara árlega sem efnahags-
hjálp.
Filippseyingar eru mjög á báð-
um áttum um hvort hafa skuli
herstöðvarnar áfram og líta sumir
á þær sem arf þeirrar tíðar er
eyjarnar voru undir yfirráðum
Bandaríkjanna. Núgildandi
samningur um herstöðvarnar
rennur út 16. sept. 1991.
Reuter/-dþ.
Þýskur sameiningarsamningur
Upphaf á endi
austurþýska ríkisins
Innílegustu þakkir og hugheilar
óskir, meiri og betri en nokkur orð
fá tjáð, sendum við öllum þeim
fjölmörgu nær og fjær, sem
heiðruðu minningu ástkærrar
eiginkonu minnar
Sigríðar Höliu
Sigurðardóttur
og veittu okkurfjölskyldunni ómetanlegan styrkog huggun
við andlát hennar og útför.
Friðbjörn Gunnlaugsson
Fjármálaráðherrar þýsku ríkj-
anna, þeir Theo Waigel,
Vestur-Þýskalandi og Walter
Romberg, Austur-Þýskalandi
undirrituðu í gær í Bonn samning
um sameiningu atvinnu- og efna-
hagslífs ríkjanna. Samkvæmt
samningnum verður vesturmark-
ið gjaldmiðill í Austur-
Þýskalandi einnig frá og með 1.
júlí n.k. og sama dag taka vestur-
þýsk lög um óheftan markað,
gjaldeyris- og félagsmál gildi í
austurríkinu.
Undirritun samningsins, sem
fór fram er sex mánuðir voru
liðnir frá opnun Berlínarmúrs,
kom ekki á óvart, þar eð vitað var
að samkomulag hafði fyrir
allnokkru náðst um efni samning-j
sins. í Reutersfrétt um þetta er
komist svo að orði, að undirritun-
in sé upphafið á lokaþætti
Austur-Þýskalands sem sérstaks
ríkis. Það munu vera orð að
sönnu, því að gert er ráð fyrir að
efnahagslega sameiningin muni
flýta mjög fyrir pólitískri samein-
ingu ríkjanna.
Herbergi það í Schaumburg-
höll, þar sem undirritunin fór
fram, var blómum skrýtt og at-
höfninni var sjór.virpað um bæði
Þýskalönd. Ráðherrarnir sátu við
vinnuborð Konrads Adenauer,
fyrsta sambandskanslara Vestur-
Þýskalands, er þeir undirrituðu.
Má vera að einhverjum hafi þótt
sem það staðarval væri ekki kald-
hæðnislaust, því að hermt hefur
verið að sá gamli hafi harmað
skiptingu landsins eftir
heimsstyrjöldina síðari í hófi.
Hann var kaþólskur Rínlending-
ur, um skeið hlynntur allnánum
tengslum þýsku Rínarlanda við
Frakkland og að sumra sögn ekki
úr hófi hrifinn af löndum sínum
austanlands, mótuðum í skóla
Prússaveldis.
Reuter/-dþ.
6 SÍÐA-Þ.
Pólland
Atviimuleysi eykst
Avinnuleysi fer vaxandi í Pól-
landi og fjölgar skráðum atvinnu-
leysingjum þar hraðar en
stjórnvöld höfðu gert ráð fyrir.
Um miðjan þennan mánuð var
tala skráðra atvinnuleysingja
komin uppundir 400.000, að sögn
atvinnumálaráðuneytisins. Er
þar um að ræða tæplega 3% vinn-
uaflsins.
Búist er við að atvinnuleysið
aukist allmjög á næstunni er
fjöldi skólafólks kemur út á
vinnumarkaðinn og vegna þess
að mörg fyrirtæki muni verða
gjaldþrota og neyðast til að hætta
starfsemi. Atvinnuleysi hefurfar-
ið vaxandi þarlendis frá því í jan-
úar, er ríkisstjórnin, þar sem
Samstaða hefur forustuna, hóf að
framfylgja strangri sparnaðará-
ætlun. Verðbólga fer einnig vax-
andi í landinu.
Meðan kommúnistar réðu þar
ríkjum var atvinnuleysi ekki til
opinberlega, en núverandi
stjórnvöld halda því fram að 44 af
hundraði þeirra, sem nú hafa
látið skrá sig atvinnulausa, hafi
aldrei unnið handtak meðan
kommúnistar voru við völd,
nema þá sem svartamarkaðs-
braskarar.
Reuter/-dþ.
JINN