Þjóðviljinn - 24.05.1990, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 24.05.1990, Blaðsíða 2
SKAÐI SKRIFAR Ég hugsa um fiskinn í sjónum Ef þið haldið að ég, Skaði, nenni að tala um þessar svokölluðu borgarstjómarkosning- ar, þá er það misskilningur. Enda sé ég af skoðanakönnunum að Reykvíkingar eru loks- ins komnir að þeirri einu niðurstöðu sem vit er í, en hún er sú að Sjálfstæðisflokkurinn er eðlilegur vettvangur mannfélagsins og þess aðskiljanlegra náttúra og óþarft að vera að trufla hans nauðsynlega starf með einhverju útburðarvæli frá vinstri. Og nóg um það. Hinsvegar hefi ég dálitlar áhyggjur af því hver á fiskinn í sjónum, mér stendur einhvem- veginn ekki á sama um það. Og þegar ég kom að Gísla frænda mínum þar sem hann var að lesa bók eftir Hannes Hólmstein um fiskinn, þá fannst mér að vel bæri í veiði og ég spurði si sona: A þjóðin fiskinn í sjónum? Að sjálfsögðu, svaraði Gísli. En af hverju er útgerðarmönnum þá af- hentur fiskurinn fyrst þjóðin á hann? spurði ég. Það er liggur í augum uppi væniminn, sagði Gísli. Það er vegna þess að þjóð sem slík er eiginlega ekki til nema sem paragraff í laga- grein. Það em einstakiingamir sem em til. Nú, og hvað með það? spurði ég. Sérðu það ekki Skaði, það geta ekki allir íslenskir einstaklingar átt fiskinn í sjónum. Hvað ættu þeir Iíka að gera við hann? Éta hann hráan? Það er þvi eins og segir í þessari góðu bók hér:„Best fer á því að dugmestu einstak- lingamir í hópi þjóðarinnar nýti fiskistofn- ana”. Og em það útgerðarmennimir? spurði ég og lyfli brúnum eins og ég geri þegar ég vil vera háðskur. Gísli frændi hefur nefnilega ver- ið í útgerð og farið þrisvar á hausinn en alltaf komið standandi niður. Að sjálfsögðu, sagði Gísli. Hver heldurðu að nenni að standa í því að gera út á fisk nema þeir dugmestu menn? Þetta vom afreksmenn, skal ég segja þér. Þegar Eldeyjar-Hjalti var að vaxa úr grasi var til einn og hálfur þorskhaus á mann á heimilinu yfir heila páskahelgi. Annar skapari íslenskra togara var Tryggvi Ófeigs- son, sko héma segir bókin frá honum: Hann var svo útsjónarsamur að hann kom auga á leið til að nýta brauðmylsnu í rasp á togurum sinum og sparaði með því útgjöld og svoleið- is. Eða Alli ríki sem aldrei spandéraði pening- um í brennivín og kvenfólk heldur notaði þá til að kaupa upp atvinnutækin í heimabyggð sinni. Ef þessir karlar eiga ekki skilið að fá að I ROSA- GARÐINUM eiga fiskinn i friði þá hver? Það er nú svo langt síðan, sagði ég. Taktu það ekki til þín, Gísli minn, en það vom líka allskonar óráðsíufólar og eymingjar að gera út þama um 1980 þegar kvótinn kom eins og hver annar happdrættisvinningur... Og þó svo væri? spurði Gísli. Er ekki son- ur þinn ágætis námsmaður og dóttir þín svo lagleg að allir vilja hana eiga? Er það þeim að þakka? Nei, þau hafa akkúrat ekkert til unnið. Mega þau ekki hirða afraksturinn af námsgáf- um sínum og laglegheitum? Viðurkennir þú ekki eignarhald manna á þeirra hæfileikum? Fiskurinn í sjónum er ekki hæfileiki, sagði ég- Fiskurinn í sjónum er náðargáfa eins og fegurðin, sagði Gísli. Réttlætið er víkjandi staðreynd í þeim málum. Og hvað nú ef þessir handhafar náðarinnar og aðalsmenn dugnaðarins hlaupa með fiskikvótann sinn til Spánar eða eitthvað og leggjast þar i sukk og plássið heima fer á með- an til andskotans? spurði ég. Vertu ekki með svona andskotans svarta- gallsraus, Skaði. Svoleiðis gerir enginn ís- lenskur útgerðarmaður vegna þess blátt áfram að annað eins kemur ekki til mála og getur ekki átt sér stað. mmamamm Mosfellingar vllja ' •-og Grafarvogsbúar ekki hafa ruslið í vilja ekki böggunar I .^mqaKORNIÐ!!! Hvað Álfsnesi... , stöð í Gufunesi 'J ' l - S Ærl || l< SEINT FYRNAST FORNAR SYNDIR Hef ekki átt kind í 15 ár en verð samt að borga. Fyrirsögn í DV LOKSINS EITT- HVAÐ AF VITI! Helsta baráttumál vinstri flokkanna í Reykjavík er að borgarstjóri þeirra ferðist um á reiðhjóli. DV ALLT Á HREINU í komandi kosningum... verður kosið um innsæi kvenna og útsæi karla, eldmóð unga fólksins og þor-móð öldung- anna. Um uppbyggingu og nið- urrif, jafnvel endurbyggingu á áður niðurrifinni uppbyggingu. Víkurblaðið ÞAU ERU MÖRG FEIMNISMÁLIN Þannig tókst Ólafi Ragnari Grimssyni að tala í tæpa tvo tíma á fundi hér (á Húsavík) s.l. sunnudag án þess að taka sér orðið „vinstri” í munn. Víkurblaðið RANNSÓKNAR- BLAÐAMENNSKAN ER EKKI DAUÐ Þar voru nemendur spurðir fimm spuminga. Sú fyrsta var hvort þeir hefðu sofið hjá kenn- ara. 93,5% stelpnanna svöruðu neitandi, 6,5 % svömðu játandi en bættu því við að þær hefðu verið svo fullar að þær myndu ekkert eftir því. DV GEGN UPPLÝS- INGASKORTI! Grímuklæddir nemendur... höfðu brotist inn í skólann til að stela prófverkefnum í ensku og þýsku. DV EINHVERSSTAÐAR VERÐUR VONT AÐ VERA Eins flokks kerfi í stjóm Reykjavíkur? Fyrírsögn í Tímanum ENDALOK MANN- KYNSSÖGUNNAR Hvað er að gerast í Reykja- vík? Er búið að framkvæma allt sem gera þarf svo að ekki er um neitt að tala? Morgunblaðió NEI, ÞETTA HEITIR EINKAVÆÐING Kona, hvar ertu, sem þjóð- nýttir skyline-gluggatjöldin frá sameiginlegri biðstofu fegrunar- aðgerða okkar... Þau em grá, 100% bómull og var rennt út af Z-brautinni og hurfu fyrir páska- hátíðina. Lesendabréf í Morgunblaðinu KRAFTAJÖTNAR TAKASTÁ Steingrímur gerði þó ekki annað en tala við Arafat, en Morgunblaðið telur sig þess um- komið að leiðbeina sjálfum Bush inn á réttari brautir. Morgunblaðið 2 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Fimmtudagur 24. maí 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.