Þjóðviljinn - 24.05.1990, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.05.1990, Blaðsíða 4
X-SELFOSS Sveitarstjórnarpólitíkin getur tekið hröðum breytingum. Árið 1986 voru sex listar í framboöi á Selfossi, en aðeins tveir þeirra bjóða fram sérstakan lista nú. Mynd gg. Mikil umskipti í framboðsmálum Alþýðubandalagið, Alþýðuflokkurinn og Kvennalistinn bjóðafram K-listann. Fengusamanlagtyfir 40 afhundraði atkvæða síðast. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði manni 1986. Óháðir með F-lista Alþýðubandalag, Alþýðuflokk- ur og Kvennalisti á Selfossi bjóða sameiginlega fram K-lista, en flokkarnir þrír fengu saman- lagt meira en 40 af hundraði at- kvæða í síðustu kosningum. Auk K-listans eru boðnir fram D-listi, B-listi og F-listi óháðra kjósenda og eru listarnir tveimur færri en fyrir fjórum árum. Sjálfstæðis- flokkur, Alþýðubandalag og Al- þýðuflokkur mynduðu meiri- hluta eftir kosningarnar síðast, en hann sprakk og síðan hefur ekki verið formlegur meirihluti í bæjarstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn var einn um að tapa manni í bæjarstjórn Selfoss í síðustu kosningum. Flokkurinn fékk fjóra fulltrúa 1982, en tapaði um 100 at- kvæðum síðast og það kostaði bæjarfulltrúa. Alþýðuflokkurinn vann tals- vert á án þess að vinna mann. Flokkurinn fékk 203 atkvæði 1982 en 341 atkvæði og einn bæj- arfulltrúa síðast. Framsóknarflokkurinn vann lítillega á og fékk þrjá bæjarfullt- rúa eins og 1982. AB vann á Alþýðubandalagið jók fylgi sitt Sigríður Jensdóttir verulega en fékk aðeins einn bæjarfulltrúa sem fyrr. Flokkur- inn fékk 249 atkvæði 1982, en 371 atkvæði síðast. Kvennalistinn fékk fæst at- kvæði þeirra sem náðu fulltrúa í bæjarstjórn, 232. Aðeins 30 manns greiddu Flokki mannsins atkvæði sitt. En nú bjóða A-flokkarnir og Kvennalisti fram einn lista, K- listann. Sigríður Jensdóttir, bæjarfulltrúi Kvennalistans, skipar efsta sæti listans, en Steingrímur Ingvarsson, bæjar- fulltrúi Alþýðuflokksins, er í öðru sætinu. Bæjarfulltrúi Al- þýðubandalagsins, Þorvarður Hjaltason, skipar þriðja sætið. Þremenningarnir sitja sem fyrr segir allir í bæjarstjórn, svo K- listinn getur tæplega verið fylli- lega sáttur við minna en fjóra bæjarfulltrúa. Nýr oddviti D-listans Oddviti Sjálfstæðisflokksins, Brynleifur Steingrímsson, hefur dregið sig í hlé, en Bryndís Brynj- ólfsdóttir bæjarfulltrúi kemur í Bryndís Brynjólfsdóttir hans stað. Hún er raunar eini bæjarfulltrúi D-listans sem held- ur áfram. Sigurður Jónsson, Björn Gíslason, Ingunn Guð- mundsdóttir og Þorgeir Ingi Njálsson skipa annað til fimmta sæti D-listans. Guðmundur Kr. Jónsson verð- ur áfram oddviti Framsóknar- flokksins, en bæjarfulltrúarnir Grétar Jónsson og Ingibjörg Guðmundsdóttir draga sig í hlé. Kristján Einarsson, Ása Líney Sigurðardóttir, Guðmundur Búason og Kristín F. B. Fjól- mundsdóttir skipa annað til Dagmœður Hundsa verðlagseftirlitið Dagvist barna miðar niðurgreiðslur við verðskrá Verðlagsstofnunar á meðan margar dagmœðurfara eftireigin verðskrá. Foreldrarþora ekki að kœra. Opinberir aðilar ráðalausir Fjöldi dagmæðra hundsar verðskrá þá sem verðlagseft- irlitið samþykkti í fyrrahaust og taka hærri gjöld en skrá eftirlits- ins mælir fyrir um. Dagvist barna greiðir niður gjöld einstæðra for- eldra að 7.900 krónum sem er það gjald sem greitt er fyrir 9 tíma gæslu á dagheimili. Fari hins veg- ar reikningur dagmóður upp fyrir verðskrá Verðlagsstofnunar verða foreldramir sjálfir að bera mismuninn. Sá munur er oft á tíð- um 1-2000 krónur og dæmi eru um að hann sé allt að 4.400 krón- um. Svo dæmi sé tekið stendur í verðskrá Verðlagsstofnunar að gjald fyrir 9 tíma gæslu 2 ára barna og eldri skuli á 3. taxta vera rétt tæpar 23.000 krónur. Hjá Dagvist barna fékkst það upplýst að reikningar dagmæðra eru oft á tíðum töluvert hærri. Garðar Jóhannsson skrifstofu- stjóri hjá Dagvist barna sagði stofnunina verða að miða við verðskrá Verðlagsstofnunar þeg- ar niðurgreiðslur eru reiknaðar út og ef foreldrar vildu gera at- hugasemdir væri þeim bent á að tala við þá dagmóður sem í hlut á. Ef það bæri ekki árangur væri vís- að á Verðlagsstofnun. „Foreldrar fóru að hafa sam- band við okkur strax í fyrrahaust. Við vitum þó ekki hve margar dagmæður brjóta þau lög sem við störfum eftir þar sem foreldrar þora aldrei að kæra af ótta við að fara út í leiðindi við dagmæður," sagði Ólafur Gunnarsson við- skiptafræðingur hjá Verðlags- stofnun í samtali við Þjóðviljann. „Ef foreldrar eru tilbúnir til að borga hærri taxta en okkar skrá segir til um þá er ekkert ólöglegt við að tveir aðilar komi sér saman um aðra gjaldskrá. Og á meðan enginn kærir getum við ekkert gert. Sé einhver tilbúinn til þess, sem er í raun réttur foreldra sam- kvæmt lögum, þá færi það mál til lögfræðings okkar og fengi með- ferð sem brot á lögunum um verðlag og samkeppni." „Ég álít ekki að verðlagseftir- litið hafi leyfi til að dæma dag- mæður til minni launa en aðrir verktakar hafa. Við erum álitnar verktakar hjá öllum öðrum opin- berum aðilum og erum látnar borga skatta og skyldureftir þv,í“ sagði Selma Júlíusdóttir formað- ur Samtaka dagmæðra og kvaðst ekki vilja láta hafa meira eftir sér um þetta mál. -hmp Már Ingólfsson fimmta sæti á lista Framsóknar- flokksins. F-listinn varð til skömmu áður en framboðsfresturinn rann út og er óþekkt stærð. Már Ingólfsson fer fyrir nýja listanum, en Drífa Eysteinsdóttir, Heiðar Bjarndal Jónsson, Grétar Páll Ólafsson og Helga Snorradóttir skipa annað til fimmta sæti F-listans. -gg K-listinn 1. Sigríður Jensdóttir, 2. Stein- grímur Ingvarsson, 3. Þorvarður Hjaltason, 4. Sigríður Ólafsdóttir, 5. Eygló Lilja Gránz, 6. Sigríður Matthíasdóttir, 7. Sveinn Helga- son, 8. Lilja Hannibalsdóttir, 9. Sigurjón Bergsson, 10. Kolbrún Guðnadóttir, 11. Kristín Þórarins- dóttir, 12. Margrét Ingþórsdóttir, 13. Unnar Þór Birgisson, 14. Nanna Þorláksdóttir, 15. Sveinn Ármann Sigurðsson, 16. Jóna Vigfúsdóttir, 17. Sigurður Guð- jónsson, 18. Sigurjón Erlingsson. 4 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.