Þjóðviljinn - 24.05.1990, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 24.05.1990, Blaðsíða 24
PISTILL EINAR MÁR GUÐMUNDSSON SKRIFAR Gjaldþrot og gróska Hvaðan kemur listin? Þessi spurning kann að hljóma einsog upphaf á ritsmíð eftir Mao Tse- Tung: Hvaðan koma réttar hug- myndir? Falla þær af himnum ofan, spurði Mao og hélt nú al- deilis ekki. Það mætti líka hefja þennan pistil og segja að með flugvélum tækju þjóðflutningarnir miklu ekki langan tíma. Eins liggur margra alda þróunarsaga að baki eldspýtustokknum sem þú gengur með í vasanum. f stuttu máli sagt: Fjarlægðirn- ar hafa styst og tíminn skroppið saman. f>ú getur gengið inn í bókabúð, keypt heilt söguskeið í pappírskilju og stungið því í vas- ann. Þetta eru gróskutímar: umrót, breytingar, krossgötur, vegamót; orð sem mæta okkur aftur og aft- ur. Orsakir þessara gróskutíma erh margvíslegar: auknar and- legar samgöngur, sjálfstæðisbar- átta þjóða, ótti við gereyðingu og fleira. Hálf öld er þurrkuð út á einni viku eða hún líður á tveimur dögum. I listsköpun, bæði sagnalist og myndlist, hafa menn æ meir losn- að við gamla drauga: farg frum- leikans, kröfu nýjunganna. Máli myndlistarmaður góða mynd skiptir það hann engu máli þótt einhver komi og segi: Petta er bara landslagsmynd. Það er sambandið við verkið, andinn sem miðlað er, sem skiptir máli. í listsköpun vega augnablikin salt við hefðina og blandast henni í hlutföllum sem ekki verða mæld. Listinni má líkja við lítið barn sem situr fyrir framan stóran spegil en sér í speglinum gamlan mann; minningu sína. Allt sem gert er í dag helgast af samband- inu við fortíðina, hvflir í vöggu hefðarinnar. Ríkjandi drættir í hefð ís- lenskrar listsköpunar eru sögu- legs eðlis. Okkar listræna hefð er sagnahefð. Oft er sagt að sú hefð hvfli einsog skuggi yfir allri list- sköpun. En gleymist þá ekki að bæta við að hún er einnig birta hennar? Jafn auðvelt og venjulegum manni getur veist að útskýra mál sitt með einföldu dæmi, sögu af manni eða konu, jafn erfitt getur þeim sama veist að skýra sín sjón- armið eftir reglum fræðilegrar kúnstar. Helst að stjórnmála- menn og hagfræðingar setji mál sitt fram án sagna, enda skilja þá mjög fáir. Þrátt fýrir hörmungar af ýmsu tagi, eldgos, hafís og aðra óáran, eru nokkrir rauðir þræðir sem ganga í gegnum sögu þjóðarinn- ar. Hún á sinn grunn í sögum, veiðum og bústörfum. Þó telja sumir að henni sé best borgið breytist hún í einn risavaxinn heildsala. Reikningsdæmi einsog þau hvað spara megi marga miljarða séu kartöflur innfluttar eða bændum og sauðfé komið fyrir kattarnef eru öll út úr kú, sett fram af mönnum sem misst hafa allt samband við söguna og sjá hana aðeins sem tölfræðilegt línurit. Þannig rambar sauðkindin, sem fylgt hefur okkur frá fyrstu sögunni, nú um leiðara blaðanna: en þótt henni verði varpað á haugana og rótað yfir hana með jarðýtum eða flutt inn í loftþétt- um umbúðum, samkvæmt úr- beinuðum hagfræðikenningum, mun hún ávallt skjóta upp kollin- um, sviplaus en með augun full af þjáningum. Sú andlega uppgjöf sem birtist í kerskálarómantík stjórnmála- manna er gott dæmi um hve tæpt samband sögu og samtíma er orð- ið. í landi ótæmandi möguleika dettur einni menntuðustu þjóð veraldar ekkert annað í hug en að biðla til stórlaxa um rauðglóandi kerskála. En kannski eru menntamenn þessarar menntuðu þjóðar bara lokaðir inni á kontórum og kunna ekkert annað en að hlýða. Þeir geta karpað um í hvaða firði ker- skálarnir eiga að vera en síðan ekki söguna meir. Séu þeir til vinstri bætast við deilur um skipulagsmál, karp um kosningar í nefndir og persónu- legur skætingur sem engum kem- ur við nema þeim sem orðið hafa fyrir slíku andlegu gjaldþroti að búið er að innsigla alla hugsun. Á þrettándu öld sátu lærðir menn víðs vegar um landið og skráðu sögur sem sagðar höfðu verið: breyttu staðreyndum í bókmenntir. Þótt enginn viti með vissu hverjir þessir menn voru eða hvað þeir hétu, hafa sögur þeirra lifað; svo ódauðlegar að enn þann dag í dag eru til menn sem aldrei hafa lesið þær í bók en kunna þær samt utanbókar. Og hvert sem við förum hittum við sögumenn. Alls staðar skilur maðurinn eftir sig slóða af orð- um; atvik í frásögur færandi. Já, hvaðan kemur listin? Orðin koma upp úr hafinu einsog Iífs- björg þjóðarinnar og þau spretta út úr auðninni, þokunni, rigning- unni, hinum gráa hversdagsleika sem er ekki bara grár, úr þorp- um, bæjum og sveitum. Við getum ímyndað okkur að hingað komi ókunnur maður. Hann tekur leigubfl gegnum þokugrátt regnið og spyr bflstjó- rann þegar þeir eru stopp á rauðu hvernig hægt sé að ímynda sér að í þessum gráma búi söguþjóð. Bflstjórinn segir að það sé einmitt ástæðan: við slíkar aðstæður kvikni sögurnar einsog græna ljósið í götuvitanum. Með öðrum orðum: Allt í kringum okkur liggja hin andlegu djúpmið, auð- lindir hugans. Hópurinn Mexíkanskur hundur skemmtir á Listahátíð í júní. Mexíkanskur hundur Músíkleikhús frá Hollandi á Listahátíð De Mexicaanse Hond eða Mexíkanskan hund kallar sig hópur hollenskra fjöllistamanna sem hingað koma á Listahátíð. Mexíkanskur hundur er hópur leikara, tónlistarmanna, mynd- listarmanna og hugvitsmanna frá Amsterdam. Sýning þeirra, Norðurbærinn, er blanda af rokktónlist, söng og leik. Auk þess er lýsing og sviðsmynd sér- stæð, og inn í sýninguna er fléttað kvikmyndum og alls kyns furðu- legum uppátækjum. Norðurbærinn er í alla staði óvenjuleg sýning og hefur hópur- inn flakkað með hana um heim- inn. Hvarvetna hafa þau hlotið lof fyrir frumlega og dæmalausa leiksýningu. Forsprakki hópsins er Alex van Warmerdam, leikritahöf- undur, sviðshönnuður, leikari og leikstjóri. Meðlimir auk hans eru bræður hans tveir, Marc og Vinc- ent. Marc er leikari og fram- kvæmdarstjóri Hundsins, en Vincent semur tónlistina og spil- ar á gítar. Leikkonan Loes Lucra þykir allra kvenna fyndnust og Ast Ceelan er Ieikstjóri og eftir- sóttur kvikmyndaleiicari. Christi- an Musier lemur listavel á trommurnar, og er þá hópurinn upptalinn. Spangól Mexíkanska hundsins mun heyrast í borginni um miðj- an júní en miðasalan hefst í dag. BE Þrír pýramídar og Sfinxin, eitt verka Olli Lyytikainen á Listasafni is- lands. Draumnum að Ijúka Síðasta sýningarhelgi á verkum Lyytikainen Sýningu á verkum Finnans Olll Lyytikainen í Listasafni íslands fer senn að Ijúka. Draumur í fjórum litum er yfir- skrift sýningarinnar, sem er sýn- ing á verkum Olli unnin á árunum 1969-1985. Hann lést úr of- drykkju aðeins 37 ára gamall árið 1987. Olli Lyytikainen þótti um Þjóðleikhúsið er nú í leikför um Vesturland meö Stefnumót í far- teskinu. í kvöld verður hópurinn í Lyngbrekku á Mýrum. Síðan liggur leiðin til Búðardals, Stykk- ishólms, Ólafsvíkur, Hellissands og Akraness. Stefnumót er byggt á stuttum leikritum eftir nokkra kunna er- lenda höfunda, þá Peter Barnes, Michel de Ghelderode, Eugene Ionesco og David Mamet. Leik- margt óvenjulegur listamaður og náði hann sérstaklega mikilli færni í meðferð vatnslita. Olli fjallar mikið um hversdagsleg atvik með súrrealísku og kímnu ívafi. Sýningunni lýkur um þessa helgi, en 2. júní opnar sýning á verkum súrrelastans André Mas- son í Listasafninu. stjórar eru fjórir talsins, allt ungt fólk sem nýlega hefur lokið námi. Meðal leikenda eru fjórir leikar- ar sem eiga fjörtíu ára starfsaf- mæli um þessar mundir, eins og Þjóðleikhúsið. Það eru þau Bald- vin Halldórsson, Bryndís Péturs- dóttir, Róbert Arnfinnson og Herdís Þorvaldsdóttir. Auk þess taka þátt í sýningunni tveir gam- alkunnir Ieikarar sem fóru á eftir- laun í vetur, þeir Bessi og Rúrik. Fær fiðlu- leikari Gerður Gunnarsdótt- ir fiðluleikari varð í fyrsta sæti í keppni í fiðluleik í Hollandi íslensk stúlka, Gerður Gunn- arsdóttir, hlaut fyrstu verðlaun í svonefndri Postbank-Sweelinck- keppni í fiðluleik í Amsterdam nýlega. Þrettán fiðluleikarar frá ýms- um löndum tóku þátt í keppn- inni. Að keppni þessari standa tónlistarháskólinn Sweelinck Conservatorium, þar sem Gerð- ur stundar nám, og Postbank, einn stærsti banki í Hollandi. Verðlaunin auk peninga er að koma fram á tónleikum, og mun Gerður leika einleik með sinfóní- uhljómsveit Sweelinck Conser- vatorium í Concertgebouw tónl- eikahúsinu í Amsterdam í haust. BE Gerður Gunnarsdóttir fiðluleikari 24 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Fimmtudagur 24. maí 1990 Stefnumót á Vesturlandi Þjóðleikhúsið í leikför um landið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.