Þjóðviljinn - 24.05.1990, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 24.05.1990, Blaðsíða 25
Fyrir mörgum öldum var kveðinn Heimsósómi, mig minnir að hann byrji á þessa leið: Hvað mun veröldin vilja, hún veltist um svo fast, að hennar hjólið snýst. Og heldur hefur hún versa hert á sér síðan og aldrei sem nú. Og missa margir fóta sem vonlegt er: Mér verður hússins dæmi sem í hallri brekku stendur, segir í Vís- um Fiðlu-Bjamar. Ólíklegasta fólk er það reynd- ar, sem er eitthvað svo öryggis- laust og saknar vinar eða óvinar í stað. Eins og sú ágæta kona, reyndar fremur ópólitísk sagði: Eg kann ekki við þetta, mér finnst allt af lagt sem ég var vön. Ekki nóg með að kommúnisminn í Austur-Evrópu sé hruninn heldur er SIS líka komið að fótum fram. Að fagna og útskýra En vitanlega hugsa menn sig fram og aftur um Austur-Evrópu fyrst og fremst. Hægrimenn hafa verið mjög glaðir og sagt: við unnum stríðið, sósialisminn er búinn að vera. Vinstrimenn svara með bróður Robert Littell og hans grcin. Hann víkur með sérstæðum hætti að því þverstæðufulla hlut- verki sem rússneska byltingin hafði að gegna á Vesturlöndum. Hugleiðingar hans um það efni eru nokkuð skyldar þeim sem fram hafa komið í þessum pistl- um hér. Eg á þá við þá hugsun, að í rauninni sé það verkafólk á Vest- urlöndum sem hafi einkum grætt á rússnesku byltingunni: hún sló ótta á borgarana og gerði þá með- færilegri og gerði því auðveldara að hafa út úr þeim ýmislegar fé- lagslegar umþætur og réttindi. Um þetta segir Littell á þessa leið: Þeir sem syrgja drauminn um ljósaland ættu að óttast. Hvað hafa þeir að óttast fyrst kommún- isminn er horfinn af sviðinu? Svar: við ættum að óttast frekan og aðgangsharðan kapítalisma: Við ættum að hafa áhyggjur af því að fráfall kommúnismans hef- ur skilið eftir tómarúm á vett- vangi þeirra hugmynda sem menn lifa á. Kallið það það sem ykkur sýnist: kommúnismi eða sovét- kerfi - með sjálfri tilveru sinni hefur það haft djúptæk áhrif á Hvað mun veröldin vilja? á móti: fegnir erum við að vera lausir við spillt og illa virkt apparat sem gerir okkur þá bölv- un að kenna sig við sósíalisma. Heimamenn í Sovétríkjunum voru fyrst mjög fegnir því að allir fengu málið, en síðan dauð- hræddir við að uppsafnað ergelsi milli þjóða leiði til þess á tvísýn- um tímum að allir berjist gegn öllum. Svo eru þeir sem hvorki eru að fagna né hryggjast opinskátt heldur segjast bara vera að skoða og skilja. Túlkanir þeirra eru margar og fróðlegar. Séð hefi ég lærða umræðu í sovéska viku- blaðinu Literatúmaja gazéta um Karl Marx og kenningar hans. Þeir marxfróðu sögðu, að gamli maðurinn hefði um margt haft rétt fyrír sér um þjóðfélagsþróun - enda þótt Sovétríkin pössuðu ekki sem best inn í þau mynstur. Sov- étríkin stöðnuðu, sögðu þessir sovésku fræðimenn, í fomeskju- legri valdseinokun ríkisins. Það var hinsvegar á Vesturlöndum, segja þeir, sem kapítalisminn breyttist og varð ailur annar: þar „sósíalíseraðist” auðmagnið, dreifðist vítt og breitt - m.a. með tilstilli ríkisvaldsins sem lúsiðins milliliðar, miðlara. Hvers sakna menn? Svo má spyrja að öðru: hvers sakna menn hér á Vesturlöndum þegar ríkiskommúnisminn sov- éski hrynur? Ymislegt merkilegt reyndar sem upp kemur þegar menn fara að skoða það dæmi. Náttúrlega sakna kommúnist- ar af gömlum skóla og sumir bylt- ingarrómanlíkusar af yngri kyn- slóðum þess að draumurinn er þú- inn. Það segir sig sjálft. Öfl eru til í Bandaríkjunum og víðar sem sakna síns Ovinar, sem hélt saman Nató með tilveru sinni og tryggði miklar og ábata- samar pantanir hjá hergagnaiðn- aðinum og ýtti almennt undir sjálfstraustið: við erum þó betri en þessir kommaskrattar. En hér getur fleira komið til. Trúin á betri heim Robert Littell heitir banda- rískur rithöfundur sem oft hefur heimsótt Sovétríkin og Austur- Evrópu á síðastliðnum aldaríjórð- ungi. Þekkir þar allvel til, ekki síst andófsmanna. Og er feginn því að það kerfi sem kallaði sig kommúnískt cn var fyrst og síðast „spillt, samviskulaust, hræsnis- fullt og illa virkt” er komið á þann ffæga öskuhaug sögunnar. Far vel Frans, segir hann. En svo segir hann: samt höf- um við ástæðu til að fella nokkur tár. Hvers vegna þá ? Jú: við, segir Littell, ættum að fella tár í minningu margra okkar bestu og gáfuðustu manna sem voru reiðubúnir að fóma lífi sínu fyrir hugsjón - í rússnesku bylt- ingunni, í spænska borgarastríð- inu og víðar á þeim tíma þegar enn var hægt að trúa á nýjan og betri heim. Því, segir hann, á bak við hina upprunalegu kommún- ísku hugsjón var sú bjartsýna von að menn gætu með góðum ár- angri lagt sig fram í þágu samfé- lagsins, sem launaði þeim með þeim gæðum sem þyrfti til að þeir lifðu mannsæmandi lífi. Við ætt- um líka, segir hann, að fella tár yfir okkur sjálfum fyrir að þurfa að jarða þessa hugsjón, þurfa að komast að þeirri 'niðurstöðu að mannkynið búi ekki yfir getu til þess að búa til nýjan heim. Fyrir að þurfa að komast að þeirri nið- urstöðu að samfélagið virki betur þegar það byggir á gróðavon- inni, á græðginni, á þeim hvötum sem gera venjulegt fólk að neyt- endum og láta þá safna söfnunar- innar vegna. Reynt aö rota vinstrið Það er fleira réttmætt í þess- um viðhorfum en menn kannski kæra sig um. Það skiptir nefnilega ekki höfuðmáli í þessu sambandi, hvaða fortíð einstakir vinstri- menn eða flokkar þeirra eiga sér í gömlum væntingum um eða gagnrýni á hina sovésku tilraun og afsprengi hennar. Flokkar sem aldrei hafa „kommúniskir” verið eins og Sósíaldemókrataflokkur Svíþjóðar eða SF, Sósíalíski al- þýðuflokkurinn í Danmörku, einnig þeir lenda í vissri kreppu við hrunið mikla fyrir austan, þótt þeir haft aldrei litið í þá átt til fyr- irmynda. Vegna þess að hrunið hjá þeim sem töldu sig allt geta gjört með öðrum hætti en borg- araskapurinn ýtir undir þá skoðun að allar þjóðfélagslegar tilraunir séu dæmdar til að mistakast, eða þá að þær séu ekki ómaksins verðar. Mönnum verður að von- um um og ó ef þeir eiga að neyð- ast til að byggja alla sína pólitík á hagsmunatafli og fara í felur með jafn óarðbært fyrirbæri og mann- lega samstöðu. Fyrir nú utan það, að nú grípa hægrimenn tækifærið til að byrja á því sem einn af þingmönnum SF í Danmörku hefur neíht nýjan mccarthyisma. En hann felst í því að hamast á því að allar helstu vinstrihugmyndir stefni beint í sovéskt ófrelsi: tilgangurinn er sá að reyna að kveða niður án um- ræðu allar hugmyndir sem frá vinstrisinnum koma, hræða fólk frá því að hugsa um þær, hvað þá meir, láta ótvíræða hægrimenn eina um umræðuna. Vaxandi frekja kapítalism- ans En höldum áffarn hinn kapítalíska heirn um langt skeið. Ekki þarf annað en skoða hið félagslega öryggisnet í Bret- landi, Frakklandi eða þá Banda- ríkjunum, eða þá styrkleika verk- lýðshreyfinga í fjölmörgum lönd- um til að skilja að það var heilsu- samlegt íyrir kapítalismann að keppa við einhvem valkost. Nú þegar búið er að grafa þennan valkost í ómerktri ljölda- gröf, hvað mun þá viðhalda heið- arleika kapítalista heimsins? spyr Littell að lokum. Hvað mun flækjast fyrir þeim í arðráni van- þróaðra ríkja suðurhluta heims- ins? Sögunni er ekki lokið Þessar hugleiðingar rithöf- undarins bandaríska eru nytsam- leg tilbreyting við þann einróma söng að allt það sem rússneska byltingin leiddi af sér hafi ekki orðið til annars en bölvunar. Þó skiptir hitt meira máli: að vekja athygli á því hve hættulegt það í rauninni er að fallast á það, að ríkjandi ástand á Vesturlöndum sé hið eina mögulega, að ekki sé um neitt annað að velja. Ef menn á- netjast því, þá eiga þeir engin svör við hinni nýju stéttaskipt- ingu í þróuðum ríkjum: þeas. á milli þeirra sem fara bærilega út úr tæknibyltingunni og þeirra sem hún ýtir til hliðar og út í atvinnu- leysingjaskarann. Menn eiga heldur engin svör við vanda þriðja heimsins - við þvi að nýtt jámtjald rísi, í þetla sinn milli suðurs og norðurs, milli ríkra og fátækra samfélaga. Menn venja sig af þeim hugsjónum mannrétt- inda og jöfnuðar, sem tmfla sjálf- umgleði og sjálfsréttlætingu þeirra sem njóta auðs og fríðinda og koðna niður í dauflegri nauð- hyggju sem gerir ráð fyrir því að ranglætið sé náttúmlögmál og snýr baki í allt sem óþægilegt er með uppgjafarsóni: svona var það og er það enn. HELGARPISTILL Arni Bergmann Fimmtudagur 24. maí 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 25

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.