Þjóðviljinn - 29.05.1990, Page 4

Þjóðviljinn - 29.05.1990, Page 4
þJÓÐVlLJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar KLIPPT OG SKORIÐ Lærdómar kosninganna Eitt af því sem menn þóttust sjá fyrir að gerðist í sveitastjómarkosningunum, sem haldnar voru á laugar- dag, var mikill sigur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Það gekk allt eftir ásamt verulegri fylgisaukningu flokks- ins í nágrannabyggðalögum þar sem hann hefur haft hreinan meirihluta. Ástæðumar eru nokkrar: Albertsliðið er komið heim, Sjálfstæðisflokkurinn er í stjórnarand- stöðu á heldur erfiðum tímum, auk þess er það mikil freisting mönnum á tímum hugsjónadeyfðar og sér- hyggju að halla sér sem rækilegast að þeim sem sterkastur er, að þeim sem undirtökin hefur. Hér við bætist sú niðurstaða kosninganna sem mest kemur á óvart: Nýr vettvangur í Reykjavík fékk miklu minna fylgi en spáð hafði verið. Með því gefa kjósendur afdrifaríkt merki: þeir hafa takmarkaðan áhuga á til- raunastarfsemi sem gengur þvert á flokkakerfið eins og það hefur verið. Sömu sögu er að segja í bæjarfélögum eins og Seltjamarnesi og Mosfellsbæ þar sem vinstri- flokkar voru þó allir samstíga um að gera slíka tilraun: atkvæðin nýtast ekki betur heldur verr. Talsmenn Alþýðuflokksins eru fyrstir til að draga af þessu ályktanir. A kjördag var um það rætt í leiðara Al- þýðublaðsins og grein eftir Jón Baldvin að kannski yrði Nýr vettvangur og sameiginlegu framboðin upphaf að stofnun nýs jafnaðarmannaflokks. Nú er slíkum áform- um vísað á bug: Guðmundur Árni Stefánsson, sigur- vegari kosninganna í Hafnarfirði, talaði á þann veg í sjónvarpi: fjórflokkakerfið hefur fest sig í sessi sagði hann. Bjarni R Magnússon, fyrrum borgarfulltrúi Al- þýðuflokksins, telur að úrslitin sýni að best fari á því að hafa hreina flokkslista. Það sýnast reyndar hafa verið fastakjósendur Alþýðuflokksins í Reykjavík sem áttu einna drýgstan þátt í að tilraunin með Nýjan vettvang skilaði mun minni árangri en til stóð: þeir hljóta að hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn í stórum stíl. Allt eykur þetta líkur á þeirri viðreisnarstjórn sem Morgunblaðið var í Reykjavíkurbréfi á dögunum að vonast til að sveita- rstjómarkosningamar gæfu ávísun á. Að sjálfsögðu set- ur útkoman formenn A-flokkanna, sem mest hafa beitt sér fyrir því að vinna fylgi hugmyndum um sameiningu flokkanna, í tilvistarvanda, sem torvelt er að sjá á þess- ari stundu hvemig þeir muni vinna úr. Um Alþýðubandalagið er það að segja, að miðað við aðstæður má það una sæmilega sínum hlut í þessum kosningum. Sundrung í Reykjavík hefur vafalaust haft lamandi áhrif á framgöngu margra stuðningsmanna fiokksins. Engu að síður náði G-listinn þar betri árangri en búist hafði verið við, í ýmsum bæjarfélögum náðist ágætur árangur, til dæmis í Hafnarfirði þar sem flokkur- inn hefur átt aðild að vinstrasamstarfi, og í Neskaupstað vannst frægur sigur. í Kópavogi veiktist staða Alþýðu- bandalagsins og mun ekki síst um að kenna framboði Kvennalistans en reynslan hefur löngu sýnt að þessar tvær hreyfingar höfða um margt til fólks með svipaðan hugsanagang. Vegna þess að staða Kvennalistans hef- ur mjög versnað (hugsið til síðustu kosninga og skoð- anakannana upp úr þeim), þá má jafnvel gera ráð fyrir því að hann sé á útleið úr íslenskri pólitík: sú þróun gæti líklega komið Alþýðubandalaginu til góða að öðru ó- breyttu. Þegar rætt var við Davíð Oddsson og Guðmund Árna Stefánsson í sjónvarpi á sunnudagskvöld hlaut mörgum að detta í hug að þar færu tveir næstu for- menn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks og ef til vill samráðherrar í viðreisnarstjórn einhverskonar. Þær pólitískar grunsemdir þurfa samt ekki endilega að ræt- ast allar: við lifum á tímum mikillar gerjunar, snöggra breytinga og samspil þeirra er alls ekki fyrirsjáanlegt. Talvél svarar og segir þér að velja fjólda tóna 1, 2, 3 eða 4. LÖGÐ í TALHÓLF to..,- merið, Talvél svarar og segir þér að lesa inn skilaboðin. Kosningar og tækni Sjónvarpsstöðvarnar tvær jusu ört fröðleik og trúðleik yfir áhorfendur á kosninganóttina. Að nokkru leyti var athyglisvert að sjá arfleifð O-flokksins líkamnast í Ragnari Reykás og Marteini Mosdal. Ragnar Reykás hefur sérstaklega reynst velheppnað mótvægi við grafaralvöru stjóm- málafólksins sjálfs, túlkað sín sjónarmið og verið spurður álits, jafnvel fyrir kosningar. Með þessu móti ýta stöðvarnar þó kannski örlítið undir þá skoðun manna, að kosningar séu einstak- lingsíþrótt en ekki flokka, - allt snúist þetta um persónur, en flokkarnir séu jafnvel bara eitt- hvert tortryggilegt fomaldarfyrir- brigði. Allt um það er innrás hirðfiflanna í kosningahasarinn ágætis skemmtan og góð leið til að brjóta upp streitukennt and- rúmsloft. Eins og venjulega í bæjar- og sveitarstjórnarkosningum berast tölur hraðar en í þingkosningum. Svo ótt bar á, að torvelt var að færa inn í kosningahandbækur í heimahúsum og meta stöðuna, fá heildaryfirlit. Kannski er sam- keppni ljósvakamiðlanna um að vera fyrstir með tölur komin út í dálitlar öfgar, flestir láta sér nægja að horfa á aðra hvora sjón- varpsstöðina og eru alls ekkert með í þessari kvartmílu útsend- ingarstjóranna. Þrátt fyrir ýmis tæknimistök í svona viðamiklum útsendingum, einhverju flóknasta verkefni sem stöðvamar lenda í, er aðdáunar- vert hve Sjónvarpið hefur öðlast mikla getu til útsendinga utan Reykjavíkur, en mál og mynd barst frá 5 stöðum auk aðalstöðv- anna við Laugaveginn. Það vakti líka athygli, hve tölvumyndir Sjónvarpsins og úrvinnsla bar af sams konar framlagi Stöðvar 2 (og þar hrundi tölvukerfið í þokkabót), en raunar voru það aðilar utan stofnananna sjálfra, sem önnuðust þann þátt. Að læra aftur á símann Þetta Ieiðir allt hugann að þvi hvort tæknin fer ekki að Ieiða okkur yfir í fjölbreyttari mögu- leika varðandi skoðanaskipti og ákvarðanatöku almennt. Þótt ekki sé komið upp jafn umfangsmikl- um búnaði og umslangi eins og við kosningar, er hægt að Iíta fram til þess tíma þegar skoðana- kannanir og landsmálaumfjöllun geta haldið innreið sína í sjón- varp með öðrum hætti en núna. Breytingar á sima- og tölvukerfi gera það kleift að bera skilaboð hraðar og markvissar en fyrr og vinna úr gögnum. Tónvalssímanotendur eiga nú kost á því að velja marga kosti í upplýsingalínum Pósts og síma og Veðurstofunnar, auk þess að nýta ýmsar merkilegar uppfinn- ingar og þjónustu sem gerð er grein fyrir á bls. 15-18 í nýrri símaskrá. Þar getur reyndar að líta svo nýstárleg orð að þeir sem hafa þóst fullfærir um að halda á síma verða nú að lesa sér til í símaskránni. Hvaða gagn er til dæmis að „gagnahólfum” Pósts og síma fyrir okkur, sem höfúm ekki hingað til notað önnur opin- ber hólf en frystihólf hjá kaupfé- lögunum og hrossahólf á sumrin? Ekki gerir síminn það endasleppt með gagnahólfum, heldur eru nú einnig komin til skjalanna „tal- hólf’. Hvað er svo „upphringinot- andi”? Jaðrar við að einhver kyn- lífsbragur sé á orðinu. Hvað eru „talnaboðtæki” og „tónboðtæki”? Svo mikið er víst að ævinlega blandast „talvél” inn í málið. Og hvaða verknaður er það sem kall- aður er á bls. 18 í símaskránni „aðgerðir gerðar af rétthafa boð- tækis”? Jú, svarið er: „Hafi boð- tækishafi aðgang að talhólfi getur símnotandi hringt í talhólfið og skilið eftir munnleg skilaboð.” Allt eru þetta vísast framfara- skref og verðugt íhugunarefni, hve stjómvöld geta mótað hvers- dagslífið með stefnumótun í tæknilegum efnum símkerfisins. Frakkar hafa tii að mynda farið aðra Ieið en flestir aðrir með tæki því vinsæla sem sameinar tölvu og síma og segir fólki skrítlur og klámsögur milli þess að panta fyrir það sæti í leikhúsum. Hrafn mátti skammast, ekki Ólína Bjami P. Magnússon, fymim borgarfulltrúi Alþýðuflokksins í Reykjavík upplýsir það í DV í gær, að í kosningaundirbúningi Nýs vettvangs afi hann lent í „...bullandi ágreiningi við A- munda Ámundason og Össur Skarphéðinsson...” um „...hvem- ig reka ætti áróðurinn í þeSsu framboði og hvernig tefla átti fram fólki í sjónvarpi.” Bjami fór að eigin sögn í fýlu eftir niðurstöður prófkjörsins, þar sem hann lenti í þriðja sæti og kenndi Jóni Baldvini og fleiri flokksbroddum um að hafa unnið gegn sér. Síðan jafnaði hann sig nokkra hríð, en viðurkennir í DV-viðtalinu að hann hafi í raun „stimplað sig út” þegar vika var til kjördags, vegna deilna við aðra Vettvangsmenn um tilhögun í áróðursmálum. „Ég vildi fara mjúku leiðina, ekki skattyrðast út í Sjálfstæðis- flokkinn,” segir Bjami P. í DV- viðtalinu. Að hans mati vom það mistök að láta Ólínu Þorvarðar- dóttur deila við Davíð: „Ef ein- hver átti að rifast við Sjálfstæðis- flokkinn var það Hrafn, ungi maðurinn í 5. sæti, en alls ekki oddvitinn...Hefði mjúka leiðin verið farin hefði fýlgi okkar orð- ið meira. Vegna þessa ágreinings var mér ekki komið fyrir í aug- lýsingum. Ég var hvergi með”. Bjöm Bjamason, aðstoðarrit- stjóri Morgunblaðsins, tók að nokkru leyti í sama streng í spjalli á Aðalstöðinni í gærmorg- un, hann taldi að Olína hefði haft af Vettvangnum þriðja sætið með framkomu sinni við Davíð í Sjónvarpinu. Nú er vonandi ekki verið að boða það að persóna borgarstjórans sé svo friðhelg, að ekki megi halla við hana orðinu. Hitt er trúlegra, að menn vilji viðurkenna það sem staðreynd, að forystusauður sá sem teymir með sér lungann úr hjörðinni hljóti að geyma í sér einhverja þá þætti sem almennt og yfirleitt em taldir nógu prýðilegir hjá lands- mönnum til að gera hælbíta hans í sumum tilvikum eitthvað ámátt- Iega tilsýndar. Sú var tíðin að enginn hægri sinnaður stjómmálamaður í Vest- ur-Þýskalandi var sagður eiga von um nægar vinsældir, tækist honum ekki að tárfella að myndavélum viðstöddum við Berlínarmúrinn. Þótt erfitt sé að meta tilfinningalega þætti í per- sónutöfmm stjórnmálamanna á suma kjósendur, má etv. líka ætla, að það hafi ekkert orðið Sjálfstæðisflokknum til atkvæða- taps, þegar borgarstjórinn fer inn á þær nótur í Sjónvarpsumræð- um, berandi skýr merki þess að vera nýstiginn upp úr veikindum, að hann hafi sjálfur verið alinn upp af ágætri, einstæðri móður, og geti vel ímyndað sér að hún hefði viljað eyða meiri tíma með bömum sínum. Opinber ímynd af þessu tagi, sem spannar bilið milli hreysti og fallvaltleika, krappra kjara og mikilla valda, er um margt sérstæð í hópi íslenskra stjómmálamanna. Að þessu leyti hefur það því kannski ekki verið gæfulegt fyrir andstæðinga Sjálf- stæðisflokksins og stefnumiða hans að persónugera baráttuna gegn flokknum í svo ríkum mæli sem tíðkast hefur. ÓHT þJÓÐVILJINN Síðumúla 37 —108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgofandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Ámi Bergmann, Ólafur H. Torfason. Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson. Aðrir blaðamenn: Bergdís Ellertsdóttir, Dagur Þorieifsson, Elías Mar (pr.), Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), Vilborg Davíðsdóttir, Þröstur Haraldsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristin Pétursdóttir. Augiýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingimundardóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Guðrún Gfsladóttir. Afgreiösla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Skrifstofa, afgreiðsia, ritstjóm, auglýsingar: Síðumúla 37, Rvfk. Simi: 681333. Simfax: 681935. Auglýsingan 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð í lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr. Áskriftarverö á mánuði: 1100 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 29. maí 1990 yvV> • rí'VvVvW’fc w yii'.r 's;r ca lUQflcuifií^

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.