Þjóðviljinn - 31.05.1990, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 31.05.1990, Blaðsíða 3
A Iþýðubandalagið Málum verði komið á hreint Framkvæmdastjóm Alþýðu- bandalagsins kom saman til fund- ar á þriðjudagskvöld og ræddi stöðu flokksins eftir nýafstaðnar kosningar. Ákveðið var að halda annan fund á næstunni og að boða til miðstjórnarfundar um mánaðamót júní/júlí. „Það var mjög eindregin krafa uppi um það á fundinum að koma ákveðnum hlutum á hreint. Menn vilja að það verði rætt og gengið frá því á næstu mánuðum hvemig flokkurinn kynnir sig og hvort hann gengur til alþingisk- osninga heill og óskiptur eða hvort við sitjum uppi með sama aðdraganda og útkomu og við borgarstjórnarkosningamar. Þessu verður að koma á hreint fyrr en seinna," sagði Steingrím- ur J. Sigfússon varaformaður Al- þýðubandalagsins og formaður miðstjómar. Óttar Proppé, formaður fram- kvæmdastjórnar, sagði fátt frétt- næmt varðandi þennan fund, enda regla að halda framkvæmdastjórnarfundi hálfs- mánaðarlega og til miðstjórnar- funda væri boðað tvisvar til þri- svar á ári. „Fjölmiðlar bjuggu sér til þá mynd að þetta yrði einhver uppgjörsfundur en í raun er þetta bara fundur ákveðinnar stofnun- ar innan flokksins til að fara yfir stöðuna að afstöðnum kosning- um eins og venja er,“ sagði hann. -vd. FRETTIR Atvinnuástand Uggur i namsmönnum u ggur er nú að færast í fjölda tekist að verða sér úti um vinnu í sumar. Elsa Valsdóttir fram- kvæmdastjóri Atvinnumiðlunar stúdenta sagði miklu fleiri náms- menn hafa skráð sig hjá miðlun- inni nú en á sama tíma í fyrra. Nú hafa um 950 háskólastúdentar og framhaldsskólanemar skráð sig hjá miðluninni en í fyrra voru þeir á bilinu 6-700. Atvinnumiðl- unin hefur hins vegar aðeins 200 störf á lausu að sögn Elsu. í fé- lagsmálaráðuneytinu er unnið að úttekt á atvinnuástandinu og er niðurstöðu að vænta innan fárra daga. Elsa sagði í samtali við Þjóð- viljann í gær að Atvinnumiðlunin hefði nú þegar haft milligöngu um að útvega um 100 náms- mönnum atvinnu. Þetta væru mest hefðbundin sumarafleysingastörf á skrifstof- um, við afgreiðslu og í bygginga- vinnu. Elsa sagði ekkert útlit fyrir að vinnumarkaðurinn væri betri nú en í fyrra. Hjá Atvinnumiðlun hefðu menn ekki átt von á að ástandið yrði svona slæmt, heldur reiknað með að það yrði svipað og í fyrra. Á síðasta ári stóð ríkisstjórnin fyrir sérstöku atvinnuátaki fyrir námsmenn. Elsa sagði átakið hafa tekist mjög vel enda betra að fá einhverja vinnu en vera á at- vinnuleysisbótum, sem væru niðurlægjandi. Atvinnumiðlun stúdenta hefði því sent Jóhönnu Sigurðardóttur erindi í síðustu viku og hvatt til annars átaks. Að sögn Elsu eru álíka margir karlar skráðir hjá miðluninni og konur. Læknanemar, hjúkrunarnemar og sjúkraliðar ættu auðveldast með að fá vinnu en annars væri ástandið svipað á milli deilda Há- skólans. Framhaldskólanemar eru um 40-50% þeirra sem skráðir eru hjá Atvinnumiðlun. Grétar Guðmundsson aðstoð- armaður félagsmálaráðherra sagði að undanfamar tvær vikur hefði verið gerð athugun á at- vinnuástandinu á vegum ráðu- neytisins. Hann sagði niðurstöðu að vænta á alira næstu dögum. „Erindi námsmanna fór strax í at- hugun hér í ráðuneytinu og fé- lagsmálaráðherra lítur ástandið alvarlegum augum. Samkvæmt athugun félags- málaráðuneytisins virðist at- vinnuástandið í landinu í heild vera nokkuð betra en í fyrra. Grétar sagði upplýsingar náms- manna hins vegar benda til þess að atvinnuhorfur þeirra væm síst betri en í fyrra. -hmp Dagsbrún Verðhækkanir stoppaðar 0 tjórn Dagsbrúnar skorar á Verðlagsráð að leyfa ekki verðhækkanir. I tilkynningu frá Dagsbrún segir að vitað sé að fjöldi beiðna um verðhækkanir liggi fyrir næsta fundi Verð- lagsráðs. Dagsbrún hvetur til virkara verðlagseftirlits og segir að nöfn þeirra fyrirtækja sem hækki vörur sínar verði birt. Dagsbrún telur alvarlega hættu á að verðlag í landinu fari yfir þau mörk sem sett vom í síðustu kjarasamningum. Gangi þetta eftir telur stjórn Dagsbrúnar miklar líkur á að ekki takist að hemja verðlag á næsta viðmiðun- artímabili kjarasamninga. -hmp Einfaramir í íslenskri myndlist, þeir Sæmundur Kíkó, Eggert, Stefán frá Möðrudal og Guðjón, í Hafnarborg. Kristinn. T . , , Listahatið Obeislað hugarflug Einfara infarar í íslenskri myndlist er yfirskrift sýningar sem opnað verður í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, á laugardag. A sýningunni eru rúmlega eitt hundrað verk eftir fimmtán ís- lenska alþýðulistamenn. Lista- menn þessir flokkast undir naív- ista eða utangarðsmenn í list- sköpun sinni. Aðalsteinn Ingólfs- son listfræðingur kýs að kalla þá næfa listamenn í nýútkominni bók sinni sem ber sama heiti og sýningin. Bók Aðalsteins mun hafa verið kveikjan að sýning- unni í Hafnarborg og aðstoðaði hann við val verka og uppsetn- ingu þeirra. Elstu verkin á sýningunni era eftir Sölva Helgason (1820-1895) en einnig er mikið af verkum nú- lifandi listamanna. Sýningin verður opnuð laugar- daginn 2. júní kl. 16. Opnunar- tími safnsins er frá kl. 14-19 alla daga nema þriðjudaga. Verkum einfara í íslenskri myndlist geta menn kynnst til 24. júní næstkomandi. BE Meirihlutaviðrœður Ymis mynstur reynd ViðrœðurSjálfstœðisflokks ogABáAkureyrihafnar. Framsókn rœðir við Sjálfstœðisflokkinn íKópavogi. Jafnaðarmenn út íkuldann á Húsavík. AB og Framsókn reyna aftur á Eskifirði Sjálfstæðisflokkur og Alþýðu- bandalag hófu viðræður um myndun mcirihluta í bæjarstjórn Akureyrar í gær, en Framsóknar- flokkur og Sjálfstæðisflokkur ræddu hugsanlega meirihluta- myndun í Kópavogi. Annars stað- ar eru meirihlutaviðræður að hefjast, en margt er enn óljóst. Þjóðviljinn skýrði frá því í gær að búist hefði verið við að sigur- vegari kosninganna á Akureyri, Framsóknarflokkurinn, myndi leita til Alþýðubandalags um myndun meirihluta. Alþýðu- bandalaginu þótti Framsókn þó hika of lengi og hóf því viðræður við Sjálfstæðisflokkinn. Kópavogur Biðlað var til Framsóknar- flokksins í Kópavogi úr báðum áttum, en Framsókn valdi þar Sjálfstæðisflokkinn, enda er boð hans allt annars eðlis en boð A- flokkanna. A-flokkamir buðu samstarf á jafnréttisgmndvelli, en Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðið Sigurði Geirdal stöðu bæj- arstjóra. Auk þess hafa Fram- sóknarmenn greinilega ekki gleymt því að A-flokkamir buðu þeim ekki samstarf 1986. Það sem helst verður tekið eftir í viðræðunum í Kópavogi er framtíð íþróttahússins umdeilda sem byggja á fyrir HM í hand- knattleik 1995. Viðræður Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks á ísaflrði hófust í gærkvöldi, en áður höfðu for- ystumenn Sjálfstæðisflokksins og í-listans reynt að ná saman. Óháðir án áhrifa Alþýðuflokkur og Framsókn- arflokkur á Akranesi hafa hafið viðræður, en í Borgarnesi era málin ekki eins skýr. Sjálfstæðis- . flokkur og Framsóknarflokkur eru komnir í viðræður, en jafn- framt fara fram þreifingar á milli annarra. Til að mynda hefur Al- þýðuflokkurinn snúið sér til S j álfstæðisflokksins. í Borgamesi vora Alþýðu- bandalag, Alþýðuflokkur og óháðir í meirihluta á síðasta kjörtímabili. í nýafstöðnum kosningum vantaði Alþýðu- bandalagið fimm atkvæði upp á að halda bæjarfulltrúa sínum og staða óháðra er í raun þannig að enginn þarf á þeim að halda í meirihlutasamstarfi. Alþýðu- flokkur, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hafa tvo bæjarfulltrúa hver, en óháðir einn. Skrautlegt í Ólafsvík Samstarf flokkanna í Ólafsvík var fremur skrautlegt á síðasta kjörtímabili. Fyrsti meirihluti þar sprakk fáum vikum eftir kosning- ar, næsti entist lengur en sprakk á endanum og þegar kjörtímabil- inu lauk vora Samtök lýðræðis- sinna, A-flokkamir og Framsókn í meirihluta. Kristján Pálsson frá L-listanum er pólitískur bæjar- stjóri þar. Nú eru hins vegar hafnar við- ræður Framsóknarflokks, Sjálfs- tæðisflokks og Alþýðubandalags um myndun meirihluta í Ólafs- vík, enda þótt fyrri meirihluti hafi ekki fallið. Raunar tapaði Sjálf- stæðisflokkurinn fylgi nú. Kristján Pálsson sagði við Þjóðviljann í gær að Samtök lýð- ræðissinna myndu líklega kæra talningu atkvæða, en ákvörðun um það á að liggja fyrir í dag. Það munaði aðeins þremur at- kvæðum að L-listinn stæði jafnfætis D-listanum að atkvæða- magni og Kristján segist hafa gran um að utankjörfundarat- kvæði sem dæmd vora ógild hafi ráðið þar úrslitum. Framsókn ræður í Keflavík Framsóknarflokkurinn er í oddaaðstöðu í Keflavík með einn bæjarfulltrúa. Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur hafa fjóra full- trúa hvor og hafa báðir farið fram á viðræður við Framsókn. í gær átti Framsóknarflokkurinn könn- unarviðræður við báða aðila, en í dag er búist við ákvörðun um hvor aðilinn verður fyrir valinu. Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn era komnir í formlegar viðræður á Ilúsavík. Á síðasta kjörtímabili átti Al- þýðuflokkurinn aðild að meiri- hluta ásamt þessum tveimur flokkum, en nú þurfa þeir ekki lengur á honum að halda. G-listi Alþýðubandalags og óháðra var einn í minnihluta á síðasta kjörtímabili. Þriðji bæjar- fulltrúi þeirra tapaðist naumlega nú. Sjálfstæðismenn á Seyðisfirði hafa fengið boð um viðræður frá bæði Framsóknarflokknum og Tindum og hefur ákveðið að ræða fyrst við Framsókn. Theódór Blöndal, bæjarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins, segist þó ekki útiloka neitt í þessum efnum. AB og Framsókn á Eskifirði Alþýðubandalagið og Fram- sóknarflokkur ræða saman um myndun meirihluta á Eskifirði. Þessir flokkar vora saman í meiri- hluta 1982-1986, en sá meirihluti féll 1986. Þá tókst samstarf með fulltrúum Alþýðuflokks, Sjálf- stæðisflokks og óháðum sem Hrafnkell A. Jónsson fór fyrir. Hrafnkell tók þriðja sætið á D- listanum nú en náði ekki kosn- ingu. D-listinn fékk því aðeins tvo bæjarfulltrúa á meðan Fram- sóknarflokkurinn bætti við sig þriðja bæjarfulltrúanum. Al- þýðubandalag og Alþýðuflokkur héldu einum hvor. ~gg Fimmtudagur 31. maí 1990 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐÁ 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.