Þjóðviljinn - 31.05.1990, Qupperneq 6
Hammer um Gorbatsjov
Snillingur
eins og Lenín
Armand Hammer, rúmlega ní-
ræður bandarískur iðnrek-
andi og auðkýflngur sem komið
hefur sér í kynni við aila æðstu
menn Sovétrikjanna að Stalín
undanteknum („af því að ég vildi
ekki hitta hann,“ sagði kall),
sagðist í fyrradag hafa tröllatrú á
að vinur sinn Gorbatsjov myndi
sigrast á öllum þeim erflðleikum,
er hann ætti við að glíma, enda
væri hann snilligáfu gæddur ekki
síður en Lenín.
Hammer hefur allt frá stofnun
Sovétríkjanna reynt að greiða
fyrir viðskiptum þeirra á milli og
Vesturlanda og allt kalda stríðið
út í gegn var hann óþreytandi við
að bera boð á milli þessara aðila
sem óopinber stjómarerindreki, í
ísrael
Skæmliðaárás
á baðströnd
Fjórir palestínskir skæruliðar
voru felldir og 12 teknir til
fanga í gær er þeir reyndu að
komast í land á baðströndum
fyrir sunnan og norðan Tel Aviv.
Að árásum þessum stóð Frelsis-
fylking Palestínu sem nýtur
stuðnings Líbýu og íraks og er
stjórnað af Abu nokkrum Abbas.
Aviv, en ísraelskt sjólið tók
áhöfn hans til fanga áður en hún
komst að landi. Dan Shomron,
yfirmaður ísraelska herráðsins,
segir skæruliða þessa hafa komið
frá Benghazi í Líbýu. Reuter/-dþ.
von um að sættir tækjust. í viðtali
við Reuter sagði Hammer að
efnahagsvandræði Sovétríkjanna
væm mesta ljónið á vegi Gorbat-
sjovs en þar næst kæmi Jeltsín.
En Gorbatsjov tækist áreiðan-
lega að finna lausn á öllum
vandamálum. Hammer, sem
þegar hefur hitt núverandi Sovét-
ríkjaforseta fimm sinnum, kvað
hann hafa vaxið í áliti hjá sér með
hverjum fundi.
Hammer var ekki eins svart-
sýnn og sumir aðrir fyrir nýbyrj-
aða ráðstefnu þeirra Bush og
Gorbatsjovs, telur að þeim muni
á henni verða mikið ágengt og
sumt af því muni koma heiminum
mjög á óvart.
Samkvæmt niðurstöðum skoð-
anakönnunar á vegum CBS-
sjónvarpsins og blaðsins New
York Times telja næstum níu af
hverjum tíu Bandaríkjamönnum
mikilvægt fyrir Bandaríkin að
Gorbatsjov verði áfram við völd.
Reuter/-dþ.
Gorbatsjov - Hammer telur að hann muni sigrast á öllum erfiðleikum.
Ráðstefna arabaleiðtoga
í garð Bandaríkja og
Þekktasta „afrek“ samtaka
þessara hingað til var er liðsmenn
þeirra tóku 1985 á vald sitt ítalska
skemmtiferðaskipið Achille
Lauro og myrtu við það tækifæri
aldraðan bandarískan gyðing,
lamaðan.
Skæruliðar þeir er hér um
ræðir voru á tveimur hraðbátum
og komst annar bátanna uppað
fjöru á Nitzanimbaðströnd,
suður af Tel Aviv. Hlupu skæru-
liðar upp í fjöruna, þar sem vart
varð þverfótað fyrir fólki í sól-
baði, enda var þá helgidagur í ís-
rael. En ísraelskir hermenn
komu í sömu svipan á vettvang,
bæði land- og loftleiðis, og gerðu
samstundis út af við árásarmenn-
ina eða tóku þá til fanga. Engan
ísraela sakaði.
Hinn báturinn stefndi á aðra
baðströnd, sem er norðan við Tel
Harðorð
Leiðtogaráðstefnu arabaríkja í
Bagdað lauk í gær með birt-
ingu sameiginlegrar yflrlýsingar.
I henni er Israel sakað um tilraun
til þjóðarmorðs og fordæmt fyrir
það og Bandarfldn fordæmd
hörðum orðum fyrir stuðning við
Israel.
Ráðstefnan var haldin einkum
að tilhlutan Frelsissamtaka Pal-
estínu (PLO) og aðaltilefnið var
innflutningur sovéskra gyðinga
til ísraels. Saddam Hussein lr-
aksforseti reyndi og að nota ráð-
stefnuna til að fá stuðning ann-
arra arabaríkja gegn Vestur-
löndum, sem beint hafa að hon-
um spjótum vegna hátæknilegs
vígbúnaðar íraks.
Ráðstefnan hafði að engu til-
mæli Bandaríkjanna um að
viðurkenna ísrael og hafna
hryðjuverkum. í yfirlýsingu ráð-
stefnunnar er ísrael sakað um að
ætla að hagnýta sér aðstreymi so-
vésku gyðinganna til að stofna
„Stór-ísrael“. Sé ætlun ísraela að
drepa Palestínumenn á Vestur-
bakka og í Gaza eða að reka þá á
brott.
í yfirlýsingunni segir að
Bandaríkin beri höfuðábyrgð á
ísrael og öllu sem af því stafi því
að þau sjái fsraelum fyrir vopn-
um, haldi efnahag þeirra uppi og
beri blak af þeim í alþjóðastjóm-
málum. Þá eru í yfirlýsingunni
harmaðar „hótanir í garð araba-
heims“ og mun þar átt við áhyggj-
ur sem Bandaríkin og fleiri hafa
látið í ljós út af hátæknivígbúnaði
íraks.
Mubarak Egyptaforseti, sem
sárlega er kominn upp á banda-
ríska efnahagsaðstoð, reyndi
eftir bestu getu að draga úr hörku
orðalagsins í yfirlýsingunni og
fékk til þess stuðning fleiri svo-
kallaðra hófsamra arabaríkja.
Saddam Hussein vildi hinsvegar
hafa yfirlýsinguna sem harðorð-
asta. Niðurstaðan varð mála-
miðlun, en þó höfðu svokallaðir
róttækir arabaleiðtogar ívið bet-
ur. Saddam Hussein hefur svarað
fullum hálsi kvörtunum vestur-
ísraels
Yasser Arafat
landaríkja út af vígbúnaði hans
áðurnefndum og fengið út á það
miklar vinsældir arabísks al-
mennings. Reuter/-dþ.
ERHJARTAD A
RÉTTUM'STAÐ?
MERKJASALA 31. MAÍ - 2. JÚNÍ
Stuðlum ai bættum tækjabúnaði
sjúkrastofnana og wppbyggingu
haefingarsttfðva fyrir hjartasjúldinga.
SÓKN TIL BETRI HEILSU
LANDSSAMTOK HJARTASjUKLINGA
Hafnartiúsinu v. Tryggvagötu. Sími 25744 Pósthólf 830.- 121 Reykjavík.
Tókkareikningur 5800 Islandsbanka, Austurstræti 19.
Öflugur jarðskjálfti í Austur-Evrópu
Mikið tjón í Búkarest
Míu menn að minnsta kosti fór-
ust og margir slösuðust er
jarðskjálfti gekk yflr mikið af
Evrópuhluta Sovétríkjanna og
Austur-Evrópu í gær. Upptök
skjálftans eru talin hafa verið í
Rúmeníu og þar varð tjónið mest.
Sumir vísindamenn telja að
styrkur skjálftans hafl verið sjö
stig á Richterskvarða og hefur
hann verið einn af kröftugustu
jarðskjálftum sögunnar, sé það
rétt.
Jarðskjálftinn hófst er klukk-
una vantaði 18 mínútur í tvö í
Rúmeníu, eða klukkan 10.42
samkvæmt Greenwich-meðal-
tíma, og stóð í 45 sekúndur. Að
sögn rúmenska sjónvarpsins voru
upptökin í héraðinu Vrancea,
norðaustur af Búkarest, og fregn-
ir í gær bentu til að tjónið hefði
orðið mest þar í borg og í hé-
ruðum norður og austur þaðan. í
Rúmeníu var í gær vitað að þar
höfðu átta manneskjur farist, en
líkur voru taldar á að sú tala
myndi hækka. Einnig bárust
fréttir af manntjóni í Búlgaríu og
Sovét-Moldavíu.
Bæði frá Rúmeníu og Sovét-
Moldavíu bárust fréttir um mikið
eignatjón. I Búkarest slösuðust
margir er þeir urðu fyrir þakflís-
um er hrundu af húsþökum. Aðr-
ir fórust þar eða slösuðust er þeir
í ofsahræðslu stukku fram af
svölum hátt uppi á fjölbýlishús-
um.
Reuter/-dþ.
Malajsía
Hengingar fyrir heróínsmygl
^ tta Hon;
ngkongbúar, sjö karlar
og ein kona, voru hengd í
fyrrakvöld og gærmorgun í fang-
elsi í borginni Taiping í Malajsíu.
Höfðu þau öll verið dæmd til
dauða fyrir heróínsmygl.
Manneskjur þessar, sem voru á
þrítugs- og fertugsaldri, hafa ver-
ið í fangelsi síðan 1982, er þau
voru handtekin á flugvellinum
við Penang. Dómur var kveðinn
upp yfir þeim 1985. Margir höfðu
gerst til að biðja þeim h'fs, þeirra
á meðal ekki viðkvæmari mann-
eskja en Margaret Thatcher, for-
sætisráðherra Bretlands.
Malajsía er meðal þeirra ríkja
sem refsa eiturlyfjasölum strang-
legast, og síðan 1983 bíður shkra
ekkert nema dauðinn í því landi,
komist upp um þá. Hafa um 90
manns verið hengdir þarlendis
fyrir eiturlyfjasmygl og -sölu síð-
ustu sjö árin.
Malajsía er tiltölulega nálægt
„gullna þríhymingnum“ svo-
nefnda, sem er þar sem saman
koma Búrma, Tæland, Laos og
Kína. Þríhyrningur þessi er ann-
að tveggja helstu ræktunar- og
framleiðslusvæða eiturlyfja í
heiminum, hitt er Andesfjalla-
lönd. Frá þríhyrningnum fer um
Malajsíu mikið af eiturlyfjum
þeim sem smyglað er þaðan til
Vesturlanda. Talsvert verður þó
eftir af þeim í Iandinu og er sú
banvæna nautn orðin mjög út-
breidd meðal ungs fólks þar.
Tveir Hongkongbúa þeirra er
hér um ræðir höfðu snúist til
kristni í fangavistinni og ánafnað
augu sín læknavísindunum, að
græða mætti þau í lifandi fólk er
misst hefði ljóss augna sinna.
Taiping er kínverska og þýðir;
Eilífur friður.
Reuter/-dþ.
6 SlÐA — ÞJÓÐVJ IN Fimmtudagur 31. maí 1990