Þjóðviljinn - 23.06.1990, Side 1
ís og sólskin sleikt á bekk í blíðunni í borginni. Hann lætur ekki ys og þys á sig fá karlinn þar sem hann situr með stráhatt og stóískan svip. — Enda ekki úr vegi að njóta þeirra fáu
sólskinsstunda sem gefast hér sunnan lands. MyndiKristinn.
Alþýðubandalagið
Hörð gagnrýni á ráðherrana
BHMR-málið veldur úlfúð innanAlþýðubandalagsins. Geir Gunnarsson: Bírœfið af ríkisstjórninni.
MargrétFrímannsdóttir: Standa á við samninga. Ekkert samráð viðþingflokkinn. SteingrímurJ. Sigfússon: Beiti mér
fyrir samkomulagi. GuðrúnKr. Óladóttir, varaformaður Sóknar: Ríkisstjórnin endurskoði afstöðu sína
Mér finnst það ansi bíræfið af
ríkisstjórninni að koma
svona fram við BHMR vegna þess
að þetta ákvæði um leiðréttingu
var það sem leysti BHMR-deiIuna
á sínum tíma. Auðvitað hefði ASÍ
átt að miða samning sinn við
þann samning sem búið var að
gera við BHMR, segir Geir
Gunnarsson, þingmaður Alþýðu-
bandalagsins, í samtali við Þjóð-
viljann.
í viðhorfsgrein BHMR-
félagans Hallgríms Hróðmars-
sonar í Þjóðviljanum í vikunni
var ráðherrum Alþýðubanda-
lagsins bent á að leita ráða hjá
Geir Gunnarssyni.
„Réttast væri að þið leituðuð
til manns sem við getum treyst til
þess að leysa þennan hnút,“ skrif-
aði Hallgrímur og átti við Geir.
Framganga ríkisstjórnarinnar í
BHMR-deilunni hefur valdið
mikilli óánægju innan Alþýðu-
bandalagsins og beinast spjótin
mjög að ráðherrum flokksins.
„Deilan um samning BHMR
er alveg sérstaklega viðkvæm
fyrir Alþýðubandalagið og það
gerir þetta mál enn erfiðara fyrir
okkur ráðherra flokksins. Það er
mikilvægt grundvallaratriði að
standa við gerða samninga og ég
mun beita mér fyrir því að reynt
verði að semja við BHMR með
einhverjum hætti, segir
Steingrímur J. Sigfússon, land-
búnaðarráðherra og varaformað-
ur Alþýðubandalagsins, í samtali
við Pjóðviljann.
Hörð gagnrýni hefur komið frá
stærsta flokksfélaginu, ABR, og
Æskulýðsfylkingin í Reykjavík
hefur harmað aðild ráðherra
flokksins að ótímabundinni frest-
un á gildistöku BHMR-
samningsins. Margrét Frímanns-
dóttir, formaður þingflokks Al-
þýðubandalagsins, er einnig
ómyrk í máli í garð ráðherranna
og ríkisstjórnarinnar í heild.
„Mitt álit er einfalt: Það á að
standa við gerða samninga og sú
krafa hefur verið aðalsmerki Al-
þýðubandalagsins. Þessi ákvörð-
un ríkisstjórnarinnar er að mínu
mati mistök af hennar hálfu,“
segir Margrét við Þjóðviljann.
Hún segir að ráðherrar Al-
þýðubandalagsins hafi ekki haft
samráð við þingflokkinn áður en
ákvörðun stjórnarinnar var
kynnt, en að sögn Margrétar
verður BHMR-deilan rædd í
þingflokknum í næstu viku.
Geir Gunnarsson gagnrýnir
ráðherrana einnig harðlega fyrir
að hafa ekki haft samráð við
þingflokkinn.
„Það hefði verið lágmark að
hafa samband við formann þing-
flokksins. Ég þekki engin dæmi
um jafn lítið samband ráðherra
flokksins við þingflokkinn og í tíð
þessarar ríkisstjórnar,“ segir
Geir.
Guðrún Kr. Óladóttir, vara-
formaður Sóknar, segir í samtali
við Þjóðviljann að ABR ætlist að
sjálfsögðu til þess að ríkisstjórnin
endurskoði ákvörðun sína um að
fresta gildistöku samningsins við
BHMR. Guðrún var einn flutn-
ingsmanna tillögu til ályktunar á
félagsfundi ABR.
„Það er ekki hægt að líða enda-
laust að stjórnvöld brjóti á launa-
fólki, síst þegar svo kölluð vinstri
stjórn á í hlut,“ segir Guðrún.
Steingrímur J. Sigfússon fellst
á að það hefði verið mjög
æskilegt að hafa samráð við þing-
flokkinn um BHMR-málið, en
segir ýmsar aðstæður hafa komið
í veg fyrir það. Hann vill hins veg-
ar ekki skilgreina þær aðstæður
nánar.
Hann segist jafnframt taka við-
brögð flokksfélaga sinna mjög al-
varlega, enda hafi Alþýðubanda-
lagið talið sig sérstakan málsvara
verkalýðshreyfingarinnar.
„Þarna stangast tvennir hags-
munir á. Annars vegar vilji okkar
til þess að ná efnahagsmarkmið-
um okkar, en hins vegar það
mikilvæga grundvallaratriði að
standa eigi við gerða samninga,"
segir Steingrímur.
„Vissulega lá BHMR-
samningurinn fyrir þegar þjóðar-
sáttin var gerð. Ég mun beita mér
fyrir því að reynt verði til þrautar
að ná samkomulagi í þessu máli,“
segir Steingrímur. -gg/grh
Neyðarkall Kohls og Mitterrands
vofir yfir Sovétríkjum
Hmn
Helmut Kohl, sambandskansl-
ari Vestur-Þýskalands og Fra-
ncois Mitterrand Frakklands-
forseti hvöttu vesturlandaríki ein-
dregið í gær til að veita Sovétríkj-
unum drjúga efnahagsaðstoð hið
snarasta. Gáfu þeir í skyn að þeir
teldu að engan tíma mætti missa
ef forða ætti sovésku efnahagslífi
frá hruni.
Þeir leiðtogarnir sendu út þetta
neyðarkall frá Assmannshausen,
þorpi í þýsku Rínarhéruðum, þar
sem þeir ræddust við í gær. „Við
lítum báðir svo á að Evrópuríki
og önnur iðnvædd ríki verði að
gera sér ljóst, að (Sovétríkin)
þurfa hjálp svo að þau geti hjálp-
að sér sjálf,“ sagði Kohl við
fréttamenn.
Ágreiningur er í þessu máli
milli þessara tveggja leiðandi
ríkja Evrópubandalagsins ann-
arsvegar og Bandaríkjanna hins-
vegar. Bandaríkjastjórn vill ekki
veita vestrænni efnahagshjálp til
Sovétríkjanna fyrr en gagnger
endurskipulagning hefur farið
fram á kerfi efnahagslífs þeirra.
En þeir Kohl og Mitterrand telja
að bregðast verði við Sovét-
mönnum til hjálpar þegar í stað.
„Ákveðum við að bíða þangað
til umbæturnar hafa verið gerðar
gæti sú bið orðið löng,“ sagði
Kohl. „Ég held ekki að við höfum
mikinn tíma fyrir okkur. Og per-
estrojka er okkur öllum til góðs.“
Hann sagði ennfremur að á-
standið í efnahagsmálum Sovét-
ríkjanna væri nú orðið slíkt, að ef
þeim bærist ekki efnahagshjálp
utan að kæmust þar engar um-
bætur í verk.
Fyrr í vikunni lagði Mitterrand
fast að best stæðu ríkjum heims
að gera hið snarasta ráðstafanir
Sovétríkjunum til efnahagshjálp-
ar. Hvatti hann til þess að næstu
leiðtogaráðstefnur ríkja þessara
tækju málið fyrir. Leiðtogar Evr-
ópubandalagsríkja hittast í Du-
blin í næstu viku, í byrjun júlí
funda leiðtogar Natóríkja í Lund-
únum og fáum dögum síðar hitt-
ast leiðtogar sjö auðugustu ríkja
heims í Houston í Texas.
f gær tilkynnti vesturþýska
stjórnin að Vestur-Þýskaland
hefði ákveðið að ábyrgjast fimm
miljarða marka bankalán til So-
vétríkjanna. Vesturþýska stjórn-
in er sögð vonast eftir að sovéska
stjórnin komi til móts við vest-
rænu ríkin í Þýskalandsmálum,
gegn efnahagsaðstoð þaðan.
Reuter/-dþ.