Þjóðviljinn - 23.06.1990, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.06.1990, Blaðsíða 4
þJÓOVIUlNK Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar ÍÞRÓTTIR Átöká vinnumarkaði Hvaö gerist ef ríkisstjórnin lætur undan þrýstingnum og endurskoðar afstöðu sína gagnvart kjarasamningnum við BHMR og kemur til móts við kröfur samtakanna um að umsamdar launahækkanir taki gildi? Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ hefur svarað því fyrir hönd sambandsins í bréfi til BHMR, þar sem hann lýsir því yfir, að AS(-félagar muni þá fara fram á samsvarandi launahækkanir, jafnvel þótt það raskaði forsendum febrúarsamninganna. Hér veltir forseti ASÍ uþþ afdrifaríkum möguleika, sem sýnir hve alvarlega hann metur málið. Og hvað gerist ef forsendur samninganna verða ekki lengur kjölfestan sem menn hafa reitt sig á? Er það víst að þar með sé fórnað sóknarfærunum sem áttu að fást með stöðugleikanum? Sitt af hverju bendir til, að svigrúm til kjarabóta í þjóðfélaginu verði hugsanlega eitthvað betra en gert var ráð fyrir í for- sendum kjarasamninganna við AS( og BSRB í vetur. Staða útflutningsgreina fer batnandi og sumir renna hýru auga til óvæntrar þorskgöngu frá Grænlandi. Hins vegar hafa marg- ir bent á nauðsyn þess, að miðla þeim ávinningi sem fást kynni af betri stöðu útflutningsgreinanna þannig að þenslu yrði haldið í skefjum. Flestir samþykkja nauðsyn þess að koma í veg fyrir sveiflur og víxlverkanir sem gætu nagað undirstöður „þjóðarsáttarinnar". Þegar í febrúar var sú taflstaða séð fyrir, að BHMR myndi ekki sætta sig við þær launahækkanir sem ASÍ og BSRB sömdu um. BHMR gerði allan tímann Ijóst, að bandalagið mundi halda fast við að þær langþráðu leiðréttingar, sem BHMR-félagar hafa barist fyrir undanfarin ár á kjörum sín- um, kæmu til framkvæmda, eins og samið hafði verið um. Það er nauðsynlegt að muna, að hér var ekki um venjulegar taxtahækkanir að ræða, heldur kerfisbreytingu á launastig- um til að jafna kjör þeirra háskólamanna sem starfa á vegum ríkis og einkaaðila. Að þessu leyti er hér um að ræða mál sem er annars eðlis en launahækkanirnar sem samið var um í febrúar. ASÍ gerði hins vegar grein fyrir því í febrúar að sambandið teldi eðilegt að BHMR fylgdi þeirri stefnu sem mörkuð var í „þjóðarsáttinni". Líka hefur skýrt komið fram, að ASÍ hefur ranglega verið ásakað um að leggjast á sveif atvinnurekenda og ríkisins með því að krefjast þess að launahækkanir til annarra hópa væru felldar niður með vald- boði. Engar slíkar málaleitanir hafa komið fram frá ASÍ, sem hefur á hinn bóginn bent á að BHMR-félagar njóta einnig eins og aðrir launamenn þeirra kjarabóta sem fylgir auknum stöðugleika, lágri verðbólgu og öðrum ávöxtum febrúar- samkomulagsins. Á bak við þetta felst sú ósk að BHMR taki þátt í framkvæmd „sáttarinnar" og leggi þar með sinn skerf af mörkum í heildarátakinu, með framtíðarávinning í huga. Páil Halldórsson, formaður BHMR, lýsti þvíyfir á útifundi á fimmtudaginn, að bandalagið væri enn tilbúið til þess að koma til móts við ríkisvaldið á þann hátt að ræða um hvernig hátta ætti endurskoðun launakerfisins, sé það gert strax. Þessi tilmæli hljóta að verða skoðuð. Ráðherrar Alþýðu- bandalagsins hafa þar sérstöku hlutverki að gegna. Ríkis- stjórninni hafa borist mótmæli frá ma. framhaldsaðalfundi Alþýðubandalagsins í Reykjavík og Æskulýðsfylkingunni vegna ákvörðunarinnar um að fresta ákvæðum kjarasamn- ings BHMR. Tveir þingmenn Alþýðubandalagsins lýsa sig í viðtölum í Þjóðviijanum í dag ósátta við framgöngu ráðherr- anna í málinu. Fullvíst er að hvarvetna munu Alþýðubanda- lagsmenn helst æskja þess að unnt sé að leysa þennan ágreining með þeim hætti sem flokki launamanna sé nægur sómi að. Spurningin er sú hvortforysta BHMR og ríkisstjórnin geti á næstu dögum komist að samkomulagi um framkvæmd endurskoðunar launakerfisins, með þeim hætti að aðrir aðil- ar vinnumarkaðarins teldu nægilega tryggingu fyrir því að febrúar-forsendurnar raskist ekki, eða svo lítið að við megi búa með hliðsjón af hagstæðari efnahagsþróun er þar var gert ráð fyrir. Hæpið er að ríkisstjórninni sé stætt á því að hunsa ósk BHMR um viðræður, sem reyndar kom fram strax sl. haust. ÓHT HM ífótbolta Nú hefst alvaran Riðlakeppnin bauð upp á dramatík og óvœnt úrslit, en nú verður leikið upp á líf og dauða. Hver leikur úrslitaleikur Hver hefði trúað því fyrir upphaf Heimsmeistara- keppninnar í knattspyrnu á Italíu að Sovétríkin og Svíþjóð Ientu í neðstu sætum sinna riðla en að Kamerún og Kosta Ríka kæmust áfram í 16-liða úrslit- in? Fæstir. En þannig er þetta nú einu sinni í fótboltanum. Það myndi enginn nenna að fylgjast með honum ef úrslitin væru alltaf eftir bókinni. Þegar betur er að gáð er kannski ekkert skrítið að allar viðmiðanir í fótboltaheiminum skuli vera að breytast. Þegar menn stóðu og göptu af undrun yfir því að leikmenn frá bláfátæku þriðjaheimsríki, Afríkuríkinu Kamerún, skyldu megna að slá sjálfum heimsmeisturunum frá Argentínu við í fyrsta leiknum, gleymdu þeir þvi að margir liðs- menn Kamerún eru atvinnumenn í íþrótt sinni og hafa leikið um árabil í frönsku 1. deildinni. Það sem hefur verið að breyt- ast í fótboltaheiminum er að stór- lið heimsins, einkum þau evr- ópsku, eru farin að leita víðar fanga eftir leikmönnum en í heimalöndum sínum. Þetta hefur að vísu viðgengist frá stríðslokum (eins og Albert okkar Guðmunds- son er gleggst dæmi um), en á síð- ustu árum hafa þau tekið upp þann sið að gera út her njósnara sem fer um heiminn og þefar uppi efnilega knattspymumenn, hvort sem þeir búa í myrkviðum Afríku eða uppi á Skipaskaga. Pening- amir hafa aukist í evrópskri knatt- spymu og þar með harkan í sam- keppninni um leikmenn. Af þessu njótum við smáríkin og þróunarlöndin í fótboltasam- hengi góðs. Afleiðingin verður sú að bilið milli stórveldanna og smáþjóðanna minnkar og raunar er sú tíð liðin að nokkurt landslið geti gengið til leiks í vissu um sigur. Raunar eru stórveldi knatt- spymunnar allt önnur en stórveld- in í heimspólitíkinni sem sést best á því að Bandaríkin og Sovétríkin deila þeim örlögum að verma botnsætið, hvort í sínum riðli. Frammistaða Sovétmanna verður að teljast stærstu vonbrigði keppninnar hingað til. Hörkuleikir En hver em stórveldin í knatt- spymunni? Því er ekki gott að svara á þessu stigi Heimsmeist- arakeppni. Nú er eins konar hálf- leikur og margir reyna að spá í spilin þólt það muni eflaust reyn- ast erfitt. Eitt er þó víst: leikimir sem eftir eru verða væntanlega öðmvísi en þeir sem búnir em vegna þess að nú er að duga eða drepast í hveijum leik. Tap þýðir bara heimferð úr ítölsku sólinni, allir leikir em úrslitaleikir. Þeir sem séð hafa öll liðin leika tala mest um frammistöðu ítala og Vestur-Þjóðverja sem unnu sína riðla nokkuð ömgg- lega. (talir héldu marki sínu hreinu og unnu með fullu húsi en Vestur-Þjóðveijar skomðu grimmt þangað til kom að Kól- umbíumönnum, þá geiguðu kanónumar og Davíð hélt i við Golíat. ítalir ættu að fara létt með Úmgvæmenn í Róm en Vestur- Þjóðveijar fá Hollendinga i heim- sókn tii Mílanó og þar mætast stálin stinn. Þeir síðamefndu hafa að vísu valdið nokkmm von- brigðum í leikjum sínum i undan- riðlinum sem öllum lyktaði með jafntefli. En ég hef þá trú að nú gefi þeir allt sem þeir eiga og á góðum degi standast fáir Hol- lendingum snúning, það fengu Vestur-Þjóðveijar að reyna í Hamborg fyrir tveimur ámm. slæma. Spánveijar líta þó betur út á pappímum. Irar og Rúmenar áttu köflótta Ieiki í undanriðlunum, eins og flest önnur lið. Eg treysti mér alls ekki til að spá um úrslit í þessum leik, Irar em þó talsvert frískir og gætu unnið á seiglunni. Tékkar ættu að hafa Kosta Ríka undir, þótt þeir síðamefndu hafi bæði lagt Svía og Skota að velli, en leikur Kamerún og Kólumbíu getur endað hvemig sem er. Nema með jafntefli, því það verð- ur leikið til þrautar í þeim leikjum sem eftir em, og gripið til víta- spymanna ef annað dugir ekki. Arangur ofar augnayndi Brasilíumenn unnu líka alla sina leiki en ekki em allir hrifnir af hinum nýja leikstíl Lasaronis þjálfara. Nú er öryggið og árang- urinn fyrir öllu, enda segir þjálf- arinn að honum finnist skemmti- legra að vinna 1-0 en tapa 3-4. A- horfendur em honum ekki endi- lega sammála, þeir sakna hins á- ferðarfallega fótbolta Sókratesar og Zicos. En Brassar verða samt að teljast sigurstranglegri í leikn- um gegn Argentínu, Maradona og félagar hafa verið langt frá sínu besta. Það lið sem hefur komið mér skemmtilegast á óvart er lið Belg- íu. Nýju mennimir í liðinu hafa spmngið út og liðið átt ágæta leiki. Englendingar hafa ekki ver- ið sannfærandi og raunar fékk ég mig fullsaddan á enskum fótbolta eftir leiki Englendinga gegn ímm og Hollendingum. Ég tippa á Belga. Spánverjar sem unnu E- riðilinn fá Júgóslava í heimsókn til Veróna og sá leikur gæti orðið spennandi. Bæði liðin áttu góða leiki í undanriðlunum og einnig Hver verður stjarna? Þessi heimsmeistarakeppni hefur enn ekki leitt fram á sjónar- sviðið stórstjömur eins og Rossi var á Spáni 1982, Maradona i Mexíkó 1986 eða hollenska tríóið Gullit, van Basten og Rijkard í Evrópukeppninni í hitteðfyrra. Það er helst að kólumbíski mark- vörðurinn José Higuita eða hin 38 ára þjóðhetja Kamerún, Roger Milla, hafi vakið athygli. Áður- nefnd stórstimi hafa verið heldur rislág það sem af er. Þetta kann þó að breytast því það er algengt í stórmótum að menn springi ekki út fyrr en undir lokin, sbr. Rossi á Spáni. Þeir sem teljast verða líklegastir til afreka em Þjóðverjamir Jurgen Klins- mann og Lothar Mathaus og Ital- imir Roberto Baggio og Gianluca Vialli. Margir fleiri em kallaðir en hér skal látið af spádómum. Það em leikimir sem skipta sköp- um og kl. 15 í dag hefjast 16-liða úrslitin. Öllum leikjunum sem eftir em - 16 að tölu - verður sjónvarpað beint svo nú gæti farið að reyna vemlega á þanþol ein- hverra hjónabanda. -ÞH Dagskrá HM á ítalfu það sem eftir er verður á þessa leíð: 1&*liða urslit: Bari Tórínó Mllanó Genúa Róm Veróna Bologna Lau. 23.6. kl. 15; Kamerún/Kólumbía Lau. 23,6. kl. 19: Tékkóslóvakfa/Kosta Rika Sun. 24.6. kl, 15: Brasiiia/Argentina Sun, 24.6. kl. 19: V-Þýskaland/Holland Mán. 25.6. kl. 15: iriand/Rúmenfa Mán, 25.6. ki. 19: Ítalia/Drugvæ Þri. 26.6. kl. 15: Spánn/Júgóslavía Þri. 26.6. kl. 19: ~ ' lit (Siguriiðum raðað eftír keppnisborgum): Fiórens Róm Míianó Lau. 30.6. kl. 15: TórínóA/eróna Lau. 30.6. kl. 19: Genúa/Róm Sun. 1.7. W. 15: Bari/MIIanó Sun. 1. 7. kl. 19: Napóll/Bologna Undanúrslit: Þft Tórínó 3.7. ki, 18: 4.7. kl. 18: Rórens/Róm Milanó/Napóií Úrslit: Bari Lau. 7.7. kl. 18: 3. sætið Róm Sun. 8.7. kl. 18: Lsætið Allir leikimir sýndir beint í Sjónvarpinu. þJÓÐVILJINN Síðumúla 37 —108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Ámi Bergmann, Ólafur H. Torfason. Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson. Aðrir blaöamenn: Bergdis Ellertsdóttir. Dagur borteifsson, Elias Mar (pr.), Garðar Guöjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), Vilborg Davíðsdóttir, Þröstur Haraldsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðnin Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Steinar Harðarson. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingimundardóttir. Útbreiöslu- og afgreiðslustjóri: Guðrún Gisladóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Skrifstofa, afgreiösla, ritstjóm, auglýsingar: Síðumúla 37, Rvík. Sími: 681333. Símfax: 681935. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: ðddi hf. Verð i lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr. Áskriftarverö á mánuði: 1100 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 23. maí 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.