Þjóðviljinn - 23.06.1990, Blaðsíða 3
_________________________FRETTIR _______________________
Bgggingarsjóður ríkisins
Húsnæðislánakerfið í uppnámi
Byggingarsjóð vantar2 miljarða á nœsta ári. Ásmundur Stefánsson: Ríkisvaldið hefur tekið tekjustofna húsnœðislána trausta-
takitilannarranota. Þorsteinn Pálsson: Ákvörðunríkisstjórnarinnar „gaga“. Steingrímur Sigfússon: Hvar á að taka peninga?
að eru engin ný sannindi að
almenna húsnæðisiánakerfíð
standi frammi fyrir fjárþröng svo
að fyrirsjáanlegt er að ekki verði
hægt að standa við áætlanir um
húsnæðislán. Ríkisvaldið hefur
ekki skirrst við að skera niður
fjárframlög til byggingarsjóð-
anna, sagði Ásmundur Stefáns-
son, forseti Alþýðusambands Is-
lands, en nýverið sendi stjórn
Húsnæðismálastofnunar forsæt-
isráðherra bréf þar sem því er lýst
að tveggja miljarða króna fram-
lag ríkissjóðs þurfí að koma til á
næsta ári svo að unnt verði að
BHMR/ASÍ
Svar Ásmundar
Alþýðusambandinu hefur bor-
ist bréf frá BHMR þar sem óskað
er eftir því að ASÍ geri grein fyrir
afstöðu sinni varðandi tiltekin
atriði.
Miðstjórn ASÍ hefur ekki
komið saman til að fjalla um bréf-
ið en ég rel rétt að koma svari á
framfæri án tafar.
Alþýðusamband íslands hefur
hvergi sett fram kröfu um það að
samningsbundnar kauphækkanir
annarra hópa verði felldar niður
með valdboði. Alþýðusamband-
ið hefur ekki á neinum vettvangi
tekið undir slíka kröfu frá öðrum
aðilum.
Þessi afstaða kom skýrt fram á
fundi fulltrúa ASÍ og forustu
BHMR á meðan á samningavið-
ræðum ASÍ og BSRB stóð í janú-
ar. Hún hefur einnig komið fram
á fundum með ríkisstjórninni.
Sögusagnir um annað eiga ekki
við rök að styðjast.
Á fundi okkar með forustu
BHMR í janúar gerðum við jafn-
framt grein fyrir því að við teld-
um eðlilegt að BHMR og aðrir
hópar launafólks fylgdu þeirri
stefnu, sem mörkuð er í samning-
um ASÍ og BSRB, þar sem fé-
lagsmenn BHMR njóta góðs af
ávinningum þeirra samninga með
sama hætti og aðrir launamenn í
landinu. Fast gengi, óbreytt bú-
vöruverð, lækkun nafnvaxta og
kauptryggingarákvæðin nýtast
öllum. Það er ekki síður mikil-
vægt fyrir aðra launamenn en fé-
lagsmenn ASÍ og BSRB að for-
sendur febrúarsamninganna
standist.
Við tókum jafnframt fram á
fundi okkar í janúar með forustu
BHMR, að verði launahækkun
hjá öðrum hópum launafólks um-
fram það sem felst í samningum
ASÍ og BSRB, yrði gerð krafa
um sömu kauphækkanir til handa
félagsmönnum ASÍ. í öllum að-
draganda og við afgreiðslu samn-
inganna kom afdráttarlaust fram
af hálfu aðildarfélaga ASÍ að þau
væru ekki reiðubúin til þess að
bera skarðan hlut frá borði miðað
við aðra hópa. Þau hlytu, ef kaup
annarra hækkaði umfram samn-
inga ASf og BSRB, að krefjast
sömu kauphækkana, jafnvel þótt
fprsendum febrúarsamninganna
væri þar með raskað. Forusta
BHMR hefur ekki gert athuga-
semd við þessa afstöðu enda
augljóst að Sóknarfólk, iðn-
verkafólk, afgreiðslufólk og fisk-
verkafólk þarf ekki síður á
kauphækkunum að halda.
Varðandi túlkun á ákvæðum 1.
greinar samnings BHMR frá
1989 hafa samtökin, samkvæmt
frásögnum fjölmiðla, valið að
vísa málinu til Félagsdóms. Sá
túlkunarágreiningur er því í
ákveðnum farvegi.
Vonandi er öllum misskilningi
rutt úr vegi með þessu svari.
Með félagskveðju,
Ásmundur Stefánsson.
standa undir áætlunum um hús-
næðislán á næsta ári.
í fjárlögum var ráðgert að fra-
mlag ríkissjóðs til Byggingar-
sjóðsins yrði 150 miljónir króna í
ár, en með niðurskurði í ríkis-
Um 40 tonn af misjafnlega
hættulegum efnaúrgangi hafa
borist í móttöku Sorpeyðingar
höfuðborgarsvæðisins það sem af
er. Það er meira en búist hafði
verið við, en þetta magn er þó
ekki nema lítill hluti þess sem til
feliur af efnum sem eru skaðleg
umhverfinu og ættu að fara f
efnamóttökuna.
Efnin sem koma í móttökuna
eru send til Kommunekemi í Ný-
borg í Danmörku og þar er þeim
eytt. Ásmundur Reykdal, stöðv-
arstjóri hjá Sorpeyðingu höfuð-
borgarsvæðisins, segir að Kom-
munekemi beiti fullkomnustu
tækni við eyðinguna.
„Þessi 40 tonn hefðu ella farið
út í náttúruna, ýmist oní jörðina
eða í holræsi. Þetta er ekki svo
ýkja mikið magn, en miðað við
væntingar okkar er þetta þó feiki-
lega góður árangur. Við höfðum
fjármálum í kjölfar síðustu kjara-
samninga var framlagið lækkað
um 100 miljónir. Samkvæmt
áætlun Húsnæðismálastofnunar
er ráðgert að lánveitingar Bygg-
ingarsjóðsins nemi um 6,5 milj-
búist við að fá um 60 tonn á ár-
inu,“ segir Ásmundur í samtali
við Þjóðviljann. Starfsemi mót-
tökunnar hófst í febrúar síðast
liðnum.
Þangað til hafði leysiefnum og
öðrum skaðlegum efnum alfarið
verið fargað eins og hverju öðru
sorpi, með urðun eða hreinlega
með því að hleypa þeim um hol-
ræsakerfin og út í sjó. Það er enn
algengasta aðferðin, ekki síst úti
á landi þar sem engin móttaka er
starfandi. Vonir eru þó bundnar
við að menn notfæri sér móttök-
una í ríkari mæli.
Efnamóttakan á að standa
undir sér fjárhagslega og því er
tekið gjald af þeim sem koma
með efni þangað. Að sögn Ás-
mundai er gjaldið á bilinu 10-300
krónur á kílóið og fer það eftir því
hve erfitt og kostnaðarsamt er að
eyða efnunum. -gg
örðum á næsta ári. Af þeirri upp-
hæð hefur þegar verið ráðstafað
3,8 miljörðum með útgefnum
lánsloforðum. Fáist ekki það við-
bótarfjármagn sem stofnunin tel-
ur sig þurfa er sýnt að ekki verður
hægt að verða við nema um 600
miljón króna viðbótarlánveiting-
um á næsta ári, en nú bíða 8000
umsækendur eftir afgreiðslu hjá
stofnuninni.
Ásmundur sagði að ítrekað
hefði stjórnvöldum verið bent á
að hverju drægi í kjölfar þess að
framlög ríkisins væru stórlega
skert og með tilkomu húsbréfak-
erfisins hafi lánsfjármagn frá líf-
eyrissjóðunum til Byggingar-
sjóðsins snarlega minnkað.
Reiknað er með að lánsfjármagn
frá lífeyrissjóðunum verði allt að
tveimur miljörðum króna minna
á næsta ári en í ár þar sem sjóðun-
um er heimilt að verja allt að 18%
ráðstöfunarfjár þeirra til kaupa á
húsbréfum í stað 10% nú.
- Því er þveröfugt farið að al-
menna húsnæðislánakerfið hafi
reynst fjárfrekara en ætlað var að
í upphafi. Þegar þessu kerfi var
komið á 1986 hafði töluverðu
fjármagni verið veitt í húsnæðis-
lánakerfið og ráðstafanir voru
gerðar til að tryggja fjáröflun
kerfisins, s.s. með hækkun sölu-
skatts og með launaskatti. Ríkis-
valdið hefur síðan valið að verja
þessum tekjupóstum í eitthvað
allt annað, sagði Ásmundur.
í kjölfar neyðaróps húsnæð-
ismálastjórnar, hefur Þorsteinn
Pálsson, formaður Sjálfstæðis-
flokksins, farið þess á leit við
forseta Sameinaðs þings að hann
hlutist til um við Ríkisendur-
skoðun að gagnger athugun fari
fram á fjárhagsstöðu byggingar-
sjóðsins.
Aðspurður hvort hér væri ekki
um vindhögg að ræða, þar sem
félagsmálaráðherra hefði fyrir
nokkru skipað nefnd til að fara
ofan í saumana á fjárhagsstöðu
sjóðanna, sagði Þorsteinn ekki
svo vera. - Einhver innanbúðar
úttekt skiptir engu máli þar að
lútandi. Það er eðlilegt að óháðri
stofnun sé falið að gera slíka út-
tekt þegar stjórn Húsnæðismál-
astofnunar sendir þingflokkun-
um sína aðvörun.
Það er augljóst að stefna ríkis-
stjórnarinnar er að leggja al-
menna húsnæðislánakerfið í rúst
með því að veita 50 miljónum
króna til þess í ár. Þetta er upp-
hæð sem dugir aðeins fyrir einum
tíunda hluta af rekstrarkostnaði.
Um þessa ákvörðun verður ekki
annað sagt en að hún sé gaga, svo
vitnað sé til orðalags fjármála-
ráðherra, sagði Þorsteinn.
Stcingrímur Sigfússon, er
gegnir stöðu fjármálaráðherra
um stundarsakir, sagði það sína
skoðun að samfélagið ætti skil-
yrðislaust að koma til móts við þá
sem væru tekjuminni og þá sem
væru að kaupa eða byggja hús-
næði í fyrsta sinn. - En ég vísa
bara til þeirrar erfiðu stöðu sem
er í ríkisbúskapnum. Menn eru
ekki ginnkeyptir fyrir mikilli
skattheimtu og ríkissjóður er rek-
inn með bullandi halla. Mér er
spurn, hvar á að taka það fjár-
magn sem upp á vatnar? sagði
Steingrímur.
Laugardagur 23. júni 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
HELGARRÚNTURINN
JÓNSMESSUNÓTT og margt getur óvænt og dularfullt gerst. Við
Norræna húsið verður bálköstur kveiktur kl. 20.30 í kvöld og haldin
Jónsmessuhátíð með maístöng og hljóðfæraslætti langt fram á nótt.
Dansk-sænska vísnasöngkonan Hanne Jull mætir ásamt norska
kórnum Raumklang og kvintett Görans Palms. Færeyingar dansa
þjóðdansa af alkunnri snilld. Sama kvöld heldur Dómkórinn í Reykja-
vík jónsmessutónleika í Dómkirkjunni sem hefjast tveimur stundum
fyrir miðnætti, aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Fyrr um daginn
verður stórsveit og kór frá Húsavík með tónleika í Norræna húsinu,
og hefjast þeir kl. 16.
DROTTNINGIN varð ástfangin af bjána heitir leikrit sem Auðhumla
sýnir á Jónsmessunótt við Kjarvalsstaði á Klambratúni á horni Löngu-
hlíðar og Flókagötu. Aðgangur er ókeypis, en áhorfendum er bent á að
taka með sér mottur eða stóla til að njóta verksins sem hefst á
miðnætti.
LANDSBYGGÐIN fær loks smjörþefinn af Reykjavíkurmenningunni
þegar snjóa leysir og vegir verða greiðfærari. Sigrún Ástrós yfirgaf
Borgarleikhúsið fyrir stuttu og lagði land undir fót. Hún spjallar við
Húsvíkinga í kvöld, og annað kvöld verður hún stödd í Skjólbrekku.
ísaðar gellur úr Alþýðuleikhúsinu eru einnig að ferðast um landið og
verða í kvöld í Sindrabæ á Höfn, annað kvöld skemmta gellurnar
Vestmannaeyingum. Spaugstofumenn eru orðnir heitir í leitinni að
léttustu lundinni, þeir verða með Grínmúrinn á ísafirði í kvöld og á
Hvammstanga annað kvöld. Hljómsveit allra landsmanna kalla Stuð-
menn sig, þeir lögðu í hann nýlega og hafa haldið miðnæturtónleika
víða. í kvöld verður sveitin ( Njálsbúð, og annað kvöld á Selfossi.
Greifarnar eru einnig að hefja hringferð um landið. Þeir byrja þó á því
að skemmta borgarbúum í Næturklúbbnum við Borgartún 32 í kvöld
áður en þeir leggja út á þjóöveginn.
JÓNSMESSUNÆTURGANGA verður á vegum Útivistar í dag. Farið
verður með Akraborginni upp á Akranes, gengið út með strönd og
fylgst með sólarlaginu, sem verður ugglaust rómantískt mjög. Brottför í
ferðina er frá Grófarbryggju kl. 18.30.
ÁRBÆJARSAFN er komið í sumarbúning, og þar má sjá stúlkur með
rauðan skúf í peysu og í upphlut. Þær bera fram kaffi í Dillonshúsi og
selja kandís í Krambúðinni. Áhugamenn um prentlist og bókband
geta svo brugðið sér inn í Miðhús og séð prentara og bókara að
störfum, og er handbragðið að hætti aldamótamanna. Suður í Hafnar-
firði stendursýningin Einfarar í íslenskri myndlist fram ásunnudag í
Hafnarborg. A leiðinni suðureftir geta menn staldrað við í nýjum sýn-
ingarsal við Þernunes 4 á Arnarnesi. Gunnarssalur nefnist hann og
þar sýnir Gunnar I. Guðjónsson olíumálverk daglega frá kl. 16-22. A
morgun eru einnig síðustu forvöð að sjá sýningu Listmálarafélagsins
í Listhúsinu að Vesturgötu 17.
í dag kl. 14 opnar ung listakona, Guðbjörg Hjartardóttir, sýningu í
FÍM-salnum við Garðastræti 6. Guðbjörg sýnir þar olíumálverk sem
hún hefur unnið á undanförnum tveim árum.
Um 40 tonn af efnaúrgangi hafa borist efnamóttöku Sorpeyðingar
höfuðborgarsvæðisins síðan hún tók til starfa í febrúar. Efni hefðu ella
farið í jörð eða út í sjó. Mynd: Kristinn.
Efnaúrgangur
Lfltíkinu hlíft
við 40 tonnum
40 tonn afefnaúrgangi hafa borist ímóttöku
Sorpeyðingar höfuðborgarsvœðisins. Meira
en gert var ráðfyrir, en þó aðeins brotafþví
sem tilfellur. Urðun er enn algengastaförgun-
araðferðin