Þjóðviljinn - 23.06.1990, Síða 2

Þjóðviljinn - 23.06.1990, Síða 2
FRETTIR Draga þurfti um fjórða mann Sjálfstæðisflokks og annan mann minni- hlutans í fimm manna nefndum, og Sjálfstæðisflokkurinn hafði mun oftar heppnina með sér. Hann hefur því mun meira vægi í mikilvægum nefndum en fylgi hans segir til um. Mynd Ari. Sjálfstœðisflokkurinn Völd langt umfram fylgi Sjálfstœðisflokkurinn hefur 80prósent vœgi í borgarráði og mikilvœg um nefndum ^ jálfstæðisflokkurinn hefur mun meira vægi i nefndum borgarinnar en kjörfylgi hans segir til um. Flokkurinn hlaut rúm 60 prósent atkvæða í kosn- ingunum, en hefur 80 prósent vægi í mörgum mikilvægum nefndum borgarinnar, þar á meðal í borgarráði. Dæmi eru um að Sjálfstæðisflokkurinn sitji einn að ákveðnum tveggja manna nefndum. Sjálfstæðisflokkurinn átti góðu gengi að fagna þegar dregið var um fjórða mann hans eða annan mann minnihlutans í fimm manna nefndum borgarinnar. Sjáltstæðisflokkurinn vann hlutkesti í 13 tilvikum af 20. Minnihlutaflokkarnir gerðu með sér samkomulag um kjör í nefndir og samkvæmt því á Al- þýðubandalagið fulltrúa í borg- arráði fyrsta árið. Dregið var um setu Kristínar Á. Ólafsdóttur frá Nýjum vettvangi eða Árna Sigfússonar Sjálfstæðisflokki og hafði Árni betur. Nýr vettvangur, sem fékk mest fylgi minnihlutaflokkanna, á nú fulltrúa í 12 nefndum, en fylgis- minnsti flokkurinn, Kvennalist- inn, á fulltrúa í sjö nefndum.-gg Hafnarfjörður Hafbeit Góðar heimtur Almennt er búist við að heimtur laxa úr hafbeit verði samkvæmt áætlun í ár og að sögn Friðriks Sigurðssonar fram- kvæmdastjóra Landssambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva lofar byrjunin góðu. Það sem af er sumri hefur laxinn skilað sér vel, altént miðað við sumarið í fyrra sem var frekar lélegt. f fyrra- sumar voru í endurheimt 16 haf- beitarstöðva alls 48.600 laxar, eða um 136 tonn af laxi úr sjó. Það er 24% fækkun frá árinu 1988, en þá komu 64.000 hafbeit- arlaxar úr sjó. Núna eru 2ja ára laxar að skila sér og þykja mjög vænir. Einnig er að aukast að eins árs fiskur sé að koma og hann er líka vænn. Að sögn Óskars Hallgríms- sonar hjá Silfurlaxi hafa heimtui hjá þeim gengið alveg prýðilega og eru menn mjög ánægðir. „Laxinn byrjaði að koma mun fýrr en reiknað var með. Það er 2ja ára fiskurinn sem kom fyrst og hann er bæði stór og fallegur. Heimtur hjá okkur hafa gengið alveg samkvæmt áætlun, sem er mikið betra en í fyrra. Það er hins vegar ekki tímabært að dæma sumarið í heild,“ sagði Óskar. Fi- skarnir eru að meðaltali 5,5 kg, en að sögn Óskars er heimsmark- aðsverðið ekkert til að hrópa húrra fyrir. Hins vegar væri hann alveg sáttur við það verð sem fengist hefði hingað til. Mun hærra verð fæst nú fyrir hafbeitarlaxinn en eldislax, og það er allt upp í 20-40% verð- munur. ns. Slökkvilið Reykjavíkur Þrek bruna- Handavinnukennarar Maðurinn og umhverfið Hannyrða- og smíðakennarar á Norðurlöndunum þinga á Laugarvatni dagana 24.-29. júní, en að þinginu standa Handavinn- ukennarafélag íslands og Nordisk slöj d-/texti!lærerfor bu nd. Þing af þessu tagi eru haldin á þriggja ára fresti, til skiptis á Norðurlöndunum og er þetta í annað sinn sem íslendingar sjá um þingið. Fyrra skiptið var árið 1976. Þema þingsins er „Maðurinn og umhverfið“ og er dagskráin mjög fjölbreytt, fyrirlestrar, námskeið og námsferðir. Þá verður sett upp sýning á hannyrð- frá grunnskólanemum í um tengslum við þingið. -Sáf Leiðréttingar í Nýju Helgarblaði í gær urðu þau leiðu mistök í myndatexta við grein um villta skoska kattar- stofninn að kötturinn er sagður eina villta landspendýrið á Bret- landseyjum. Þetta er vitanlega fjarri sanni eins og lesendur hafa vafalaust merkt. Þá féllu einnig út lokaorð viðtals við Þorlák Karlsson um skoðana- kannanir og auðkennisstafir blaðamanns. Rétt hljóðar síðasta málsgreinin þannig: „En kjarni málsins er að ef það á að setja lög eða reglur, þarf það mál að skoðast mjög vel.“ Undir um- fjölluninni um skoðanakannanir átti að standa -ns. Lesendur eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Aukið atvinnuleysi varða eykst Moolínnar cnmhlíTÍ!) hrpLnrnf Ísíðasta mánuði voru skráðir2.426 atvinnuleysisdagar. Miðað við sama tíma fyrir ári hefur atvinnuleysi í Firðinum aukist um 67% Verkamannafé- aður getur ekki annað en verið sár út í stjórnvöld. A sama tíma og fjöldinn allur gengur um atvinnulaus virðast þau hafa næga peninga til að kosta ýmis gæluverkefni í stað þess, eins og ég lagði til á sínum tíma að tekið yrði rösklega til hendinni við byggingu félagslegra íbúða. Þar hefði verið hægt að slá tvær flugur í einu höggi: Minna atvinnuleysi og fleiri félagslegar íbúðir, sagði Sigurður T. Sigurðs- son formaður lagsins Hlífar. í síðasta mánuði voru skráðir 2.426 atvinnuleysisdagar í Hafn- arfirði og hefur þeim fjölgað verulega frá mánuðinum á undan eða um 814 daga. Ef miðað er við maímánuð í fyrra hefur atvinnu- leysi í Firðinum aukist um 61% Á maflok voru 142 einstaklingar á atvinnuleysisskrá, 75 konur og 67 karlar. Mest var atvinnuleysið hjá verslunar- og skrifstofufólki eða um 48 manns og þeim fjöl- gaði um 28 frá fyrra mánuði. Þar munar að mestu um starfsfólk Grundarkjörs en verslunin var lýst gjaldþrota um miðjan maí og þegar versluninni Strönd var lok- að. Næstmest var atvinnuleysi hjá verkafólki eða um 35 manns. Atvinnumiðlun skólafólks, 16 ára og eldri tók til starfa í lok apríl og um miðjan mánuðinn höfðu 230 nemendur látið skrá sig þar. -grh Dúntekja Utflutningur blómstrar Æðarvarpi nær lokið. Sjaldan betri útflutningsmöguleikar Það eru um 400 aðilar sem hafa markaðir fyrir selskinn séu að dúntekju hér á landi, en mis- opnast á ný. „Það er kannski mikla. Nokkuð er um að bændur lifi á henni, en flestir hafa hana sem búbót og ná nokkrum kg á ári. Að sögn Árna eru að byrja að vakna vonir hjá mönnum um að Þetta gengur yfirleitt vel víðast hvar, en þessu er nú ekki al- veg lokið, sagði Árni Snæbjörns- son hlunnindaráðunautur hjá Búnaðarfélagi íslands aðspurður um æðarvarp og dúntekju. Búist er við að dúntekja verði álíka mikil og undanfarin tvö ár sem hafa verið mjög góð og það þarf að fara aftur til ársins 1940 til að finna jafn góða útflutningsmögu- leika. í fyrra var útflutningur á dúni alls 3.266 kg, sem þykir mjög gott. Sem dæmi má nefna að fram til ársins 1986 voru aðeins flutt út um 2000 kg, þannig að aukningin er veruleg. Langmestur hlutinn er keyptur til Japans og Þýska- lands, og fæst mjög gott verð fyrir kg. Staðgreiðsluverð til bónda er á bilinu 36.500-37.000 krónur fyrir kg. er nokkuð snemmt að fullyrða nokkuð um það, en það er útlit fyrir að það sé að komast hreyf- ing á sölu selskinna," sagði Árni Snæbjörnsson. ns. Mælingar samhliða þrekprófl og læknisskoðun brunavarða hjá atvinnusjúkdómadeild Heilsu- verndarstöðvar, sem gerðar hafa verið frá 1986, sýna að þrek slökkviliðsins hefur aukist jafnt og þétt frá ári til árs. Þetta kemur fram í Vinnu- vernd, fréttabréfi Vinnueftirlits ríkisins. Þar kemur fram að breytingin stafar ekki af því að eldri menn hafi hætt og yngri og hraustari menn komið í staðinn. Framförin hjá þeim 46 bruna- vörðum sem hafa verið prófaðir öll árin, samsvarar því sem hefur gerst hjá hópnum í heild. Fyrir utan að fara læknis- skoðun og þrekpróf á ári hverju hefur verið tekin upp þrekleik- fimi á dagvöktum hjá slökkvilið- inu. En eins og kunnugt er felur brunavarðarstarf í sér sérstaka áhættu og mikla áreynslu á köflum og að þeir séu búnir undir átök fyrirvaralaust. Því skiptir miklu að menn sem stunda það starf séu þrekmiklir og heilsu- hraustir. Fyrir utan þjálfun stunda allmargir brunaverðir aukstörf sem reyna verulega á líkamann, eins og húsasmíðar og flestir stunda einnig einhverja íþrótta-ogþrekþjálfun. —grh 2 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Opna Leigjendasamtökin skrifstofu að nýju Leigjendasamtökin opna skrif- stofu að Hafnarstræti 15, þriðju hæð, á mánudag kl. 14. Skrifstofan verður opin alla virka daga frá 14 til 17. Þar geta leigjendur fengið allar upplýsing- ar og ráðgjöf. Síminn er 23266. Að sögn Jóns frá Pálmholti, formanns Leigjendasamtakanna, hefur hann sinnt þessu heima hjá sér undanfarið og síminn oft og iðulega verið rauðglóandi, þann- ig að þörf á skrifstofuhúsnæði var orðin mjög aðkallandi. „Fyrir þinglok í vor voru sam- þykkt ný lög um húsnæðiskerfið. I framhaldi af því stendur til að breyta lögum um húsaleigusamn- inga og aðlaga þau að norrænum húsaleigulögum, en slíkt tryggir rétt leigjenda meira en nú er. Samkvæmt nýju lögunum er gert ráð fyrir víðtækara hlutverki Leigjendasamtakanna, einkum í sambandi við fyrirhugaða húsa- leigustyrki," sagði Jón. -Sáf

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.