Þjóðviljinn - 23.06.1990, Side 7

Þjóðviljinn - 23.06.1990, Side 7
Hafa forstöðumenn stofnana eða einstakir starfsmenn ekki leyfi til að láta í ljós eigin skoðanir? Ráðherrann virðist ekki vera í pólitík lengur Rætt við dr. Jón Gunnar Ottósson fráfarandi forstödumann Rannsoknastödvar Skógræktarríkisins að Mogilsa á Kjalarnesi um tildrög að uppsögn hans og annars starfsfölks við stöðina Hluti af því sem ég hef kallað aðför að mér sem forstöðu- manni Rannsóknastöðvarinnar á Mógilsá stafar einfaldlega af því að einstaka menn hafa séð ofsjón- um yfir vexti og viðgangi stöðvar- innar og þeim árangri sem rann- sóknir okkar voru farnar að skila, ekki eingöngu fyrir Skóg- rækt ríkisins heldur fyrir alla sem áhuga hafa á að starfa að trjá- rækt á íslandi. Ýmsir hafa þá far- ið að óttast um sinn hag af þessum sökum, því óneitanlega er viss hætta á að sá notalegi klúbbur sem hefur stjórnað þessum mál- um fram að þessu verði ekki alveg einráður lengur, eins og t.d. þeg- ar farið er að bjóða út trjáplöntu- framleiðslu og í ljós kemur að aðrir eru jafn hæfir eða hæfari til að sjá um hana en Skógræktin. Inn í þetta allt spilar svo líka umræða sem átt hefur sér stað um umhverfisráðuneyti, og ótti á- kveðinna manna við að missa þangað drjúgan spón úr sínum aski. Strax í tíð ríkisstjórnar Þor- steins Pálssonar var þessi um- ræða farin að valda titringi í land- búnaðarráðuneytinu. I raun verður hræðslan við að missa verkefni í sambandi við gróður- vernd yfir til umhverfisráðuneyt- is aðalhvati þess að menn fara á nýjan leik að afneita sjáifstæði Rannsóknast.yövarinnar og láta eins og hún sé aðeins eins konar þróunar- og tæknideild hjá Skóg- rækt ríkisins. Sveinbjörn Dag- finnsson, ^öuneytisstjóri í land- búnaðarráðuneytinu, fer þar með yfirumsjón þessara mála og getur ef honum sýnist svo brems- að þar af alla hluti sem menn eru að gera kröfu um. Þessi sami maður er síðan formaður stjórnar Rannsóknastöðvarinar á Mó- gilsá, hann er í stjórn Skógrækt- arfélags íslands og í fram- kvæmdanefnd þessa átaks sem kennt er við Landgræðsluskóga 1990. Fyrirvaralaus heimsókn Dr. Jón Gunnar Ottósson, frá- farandi forstöðumaður Rannsóknastöðvar Skógræktar ríkisins að Mógilsá á Kjalarnesi, var ómyrkur í máli þegar blaða- maður heimsótti hann á heimili hans á Stokkseyri nú í vikunni, þar sem hann býr ásamt konu sinni Margréti Frímannsdóttur, formanni þingflokks Alþýðu- bandalagsins og börnum þeirra. Erindið var að fræðast ögn um þá deilu sem upp er komin milli starfsmanna Rannsóknastöðvar- innar annars vegar og landbúnað- arráðherra og nokkurra embætti- smanna hans hins vegar, sem hef- ur orðið til þess að um miðjan síðasta mánuð sagði Jón Gunnar starfi sínu lausu frá og með 1. október nk. vegna boðaðra breytinga á reglugerð um starf- semi Rannsóknastöðvarinnar að Mógilsá, sem í hnotskurn ganga út á það að hans mati að koma stöðinni endanlega undir yfir- stjórn embættis skógræktar- stjóra. Daginn eftir sögðu sam- starfsmenn hans upp af sömu á- stæðu, en við stöðina hafa undan- farið starfað 13 manns í ársstarfi, auk forstöðumanns, þar af átta háskólamenntaðir sérfræðingar, aðallega líffræðingar. Ráðstöfun- arfé stöðvarinnar á þessu ári er samkvæmt fjárlögum 37 miljónir króna. Tveim vikum eftir að Jón Gunnar sendi inn uppsögn með fjögurra og hálfs mánaðar fyrir- vara, eða rétt fyrir hvítasunnu, var honum gerð fyrirvaralaus heimsókn á vinnustað, að tilh- lutan landbúnaðarráðherra, þar sem fóru þeir Jón Loftsson skóg- ræktarstjóri og Jóhann Guð- mundsson fjármálastjóri land- búnaðarráðuneytisins. Var Jóni Gúnnari boðið að hirða sitt haf- urtask og hverfa brott af vinnust- aðnum hið skjótasta og bannað að stíga þar fæti inn fyrir dyr eftir að vinna hæfist að afstaðinni hvít- asunnuhelgi. í trássi við fyrirmæli um að hald skyldi lagt á bókhald stöðvarinn- ar segist Jón Gunnar hafa haft það heim með sér til að geta gengið frá uppgjöri, og það hafi Steingrímur Sigfússon landbún- aðarráðherra samþykkt síðar. Eftir að Jón Gunnar hvarf frá stöðinni hefur Jón Loftsson skóg- ræktarstjóri verið settur til að gegna starfi forstöðumanns til bráðabirgða. Að njóta málfrelsis - Það merkilega er að þegar frumvarp un umhverfisráðuneyti lá fyrir Alþingi fyrr á þessu ári, þá var kallað eftir áliti forsvars- manna ýmissa stofnana eins og Landgræðslu ríkisins, Skógrækt- ar ríkisins, Rannsóknastofnunar landbúnaðarins og fleiri, en mér er kunnugt um að ráðuneytis- stjóri landbúnaðarráðuneytisins var með puttana í því hvað kom frá þessum stofnunum, þannig að álit þeirra eru nokkurn veginn samhljóða. Síðan gerðist það að forstöðumaður Rannsókna- stöðvarinnar á Mó- gilsá var kallaður fyrir allsherjar- nefndir þingsins, og þar útskýrði ég mín sjónarmið fyrir báðum þingnefndum og afhenti skriflega minnispunkta, þar sem ég lýsti því að ég teldi eðlilegt að rannsóknaþátturinn, fræðsla og eftirlit færi í umhverfisráðuneytið meðan framkvæmdaþáttur skóg- ræktar og landgræðslu gæti sem best setið eftir í landbúnaðar- ráðuneyti. í framhaldi af þessu kemur stjórn Rannsóknastöðvarinnar á Mógilsá saman og sendir þing- nefndunum bréf þar sem hún lýs- ir mig í raun ómerkan orða minna, ég hafi engan rétt haft til að tjá mig um málið þar sem ég hafi ekki borið álit mitt undir stjórnina sem eigi að ákveða hvað frá þessari Rannsóknastöð komi. Þetta er sama stjórn og hefur verið með yfirlýsingar um það þvert ofan í það sem þetta bréf og fundargerðir hennar stað- festa, að hún hafi ekki verið eiginleg stjórn heldur eins konar ráðgjafanefnd. Bréf stjórnarinn- ar og álit mitt getur fólk líka lesið í þingtíðindum, þar sem Ingi Björn Albertsson las hvort tveggja upp í umræðu um frum- varp um umhverfisráðuneyti á Alþingi. Athyglisverðast í þessu sam- bandi er e.t.v. það álit ráðuneyt- isstjórans, Sveinbjarnar Dag- finnssonar, sem kemur fram í fundargerðum stjórnar Rann- sóknastöðvarinnar á þessum tíma, en þar heldur hann því fram að forstöðumenn stofnana eða einstakir starfsmenn hafi ekki leyfi til að láta í ljós eigin skoðan- ir nema vera búnir að bera þær undir yfirmenn sína, sem í mínu tilfelli hefði átt að vera ráðun- eytisstjórinn. Ég spurði hann hvar þetta endaði, hvort það væri þá ekki ráðherrann sem endan- lega ætti að ákveða hvað menn mættu segja og hvaða skoðanir þeir mættu hafa. Ráðuneytisst- jórinn svaraði því játandi og þá spyr maður hvers konar Iýðræði menn sjái fyrir sér á íslandi ef þingnefndir Alþingis geta ekki leitað til embættismanna í kerf- inu, nema viðkomandi ráðherra gefi þeim fyrirmæli um hvað þeir megi segja. Þá er miklu skynsam- legra að spyrja ráðherrann beint álits niðri á Alþingi. Þegar rætt er um hvaða emb- ættismenn njóta málfrelsis og hverjir ekki, er rétt að rifja upp að á ráðstefnu sem haldin var í Kópavogi á vegum Landverndar fyrr á þessu ári talaði ráðuneytis- stjórinn, Sveinbjörn Dagfinns- son, gegn stefnu Alþýðubanda- lagsins og því sem ég taldi áð hlyti að vera stefna landbúnaðarráð- herra í umhverfismálum með því að leggjast alfarið gegn því að gróðurverndarþáttur land- græðslumála yrði fluttur í hið ný- stofnaða umhverfisráðuneyti. Sigurður Blöndal fyrrverandi skógræktarstjóri flutti líka ræðu þarna sem var mjög á sömu nót- um, en það dugði honum greini- lega ekki, því þegar Júlíus Sólnes umhverfisráðherra var að flytja sitt mál og skýra þær hugmyndir sem uppi eru um tilhögun og skipan mála í hinu nýja ráðu- neyti, þá var Sigurður Blöndal með stöðug frammíköll, - sagði meðal annars að menn utan úr bæ kæmu ekkert þarna til að stjórna skógræktarmálum á íslandi. Eg blandaði mér ekkert í um- ræðu þarna, enda komust varla aðrir að en þeir tveir sem áður eru nefndir. Afstaða mín var hins vegar öllum kunn sem þarna voru, því ég hef ekkert legið á mínum skoðunum og tók auk þess virkan þátt í mótun stefnu Alþýðubandalagsins og var ásamt Auði Sveinsdóttur lands- lagsarkitekt í fyrirsvari fyrir starfshóp þar sem mótuð var mjög skýr stefna í þessum málum sem Alþýðubandalagið sam- þykkti á sínum tíma á mið- stjórnarfundi, - stefna sem gengur eins og áður segir þvert gegn því sem Sveinbjörn Dag- fínnsson ráðuneytisstjóri boðaði á þessari ráðstefnu. Auk þess tók ég þátt í starfshópi á vegum land- búnaðarráðuneytis sem komið var á laggirnar í ráðherratíð Jóns Helgasonar til að reyna að skerpa starf Landgræðslu og Skógræktar ríkisins, en auk mín voru í þeim hópi þeir Andrés Arnalds, Sveinn Runólfsson og Stefán Sig- fússon, allir frá Landgræðslunni. Niðurstaða okkar var síðan gefin út í glæsilegum litprentuðum bæklingi á vegum ráðuneytisins sem nefndist: „Gróðurvernd; Markmið og leiðir.“ En þegar Steingrímur Sigfús- son tók við starfi landbúnaðar- ráðherra haustið 1988 batt ég töluverðar vonir við hann sem ráðherra. Það var von mín og fjölmargra annarra Alþýðu- bandalagsmanna að landbúnað- arráðuneytið hætti að gegna hlut- verki „hagsmunaráðuneytis“ út- valinna fulltrúa bænda, sem hafa höfuðaðsetur við Hagatorg í Reykjavík, en yrði í staðinn það sem kalla mætti „landnýtingarr- áðuneyti" með mjög breitt svið. Þetta var hægt að gera á einfaldan hátt með því að setjast niður og hugsa hlutina upp á nýtt. Það sem hefur komið mest á óvart er að Steingrímur Sigfússon virðist fyrst og fremst líta á sjálfan sig sem embættismann eftir að hann kom í landbúnaðarráðuneytið, - kannski hann sé búinn að gleyma hvernig á því stendur að hann er þangað kominn? Ráðherrann virðist alla vega ekki vera í pólitík lengur, hann er þarna einungis sem æðsti for- svarsmaður þeirra stofnana sem undir hans ráðuneyti heyra. í samræmi við það leitar hann fyrst og fremst eftir ráðgjöf hjá yfir- mönnum þessara sömu stofnana, þeirra manna sem árum og ára- tugum saman hafa mótað stefn- una í þessum málum, en virðist gjörsamlega lokaður fyrir frjórri umræðu og öllum nýjum hug- myndum, og sneiðir þannig jafnvel hjá nýlegum samþykktum eigin flokks! Harma trúnaöarbrest Hvergi er minnst á Rann- sóknastöðina í lögum um Skóg- rækt ríkisins, en í núgildandi reglugerð sem landbúnaðarráð- herra setti árið 1968 og nú hafa verið boðaðar breytingar á segir að stöðin sé sérstök deild innan Skógræktar ríkisins, en landbún- aðarráðherra skipi forstöðu- mann, að fengnum tillögum stjórnarnefndar stöðvarinnar, sem jafnframt er skipuð af ráð- herra. Rannsóknastöðin skal og samkvæmt starfsreglum þessum hafa sjálfstætt reikningshald og hefur frá og með fjárlögum fyrir árið 1989 verið alveg aðskilin frá fjárhag Skógræktarinnar. Eiríkur Tómasson hæstaréttar- lögmaður bendir á það í álitsgerð frá 8. febrúar sl., sem hann tók saman að beiðni Jóns Gunnars, að hvergi sé í umræddum reglum beinlínis talað um að Rannsókna- stöðin sé undir stjórn skógrækt- arstjóra þótt hún sé í 1. grein þeirra kölluð „sérstök deild innan Skógræktar ríkisins.“ Aft- ur á móti sé þar að finna fjölmörg önnur ákvæði sem bendi til hins gagnstæða. Þannig sé víðar en á einum stað í þessum reglum frá 1968 gengið út frá því að Rannsóknastöðin sé sjálfstæð stofnun og óháð Skógrækt ríkis- ins. Forstöðumaður lúti heldur ekki yfírstjórn skógræktarstjóra enda sé hann skipaður beint af landbúnaðarráðherra án atbeina skógræktarstjóra. Þá er í álitsgerð hæstaréttarlög- mannsins bent á að þar sem í regl- unum sé kveðið á um að ráðherra skipi fjóra menn auk skógræktar- stjóra í stjórnarnefnd Rann- sóknastöðvarinnar að Mógilsá sé fráleitt að álíta að honum sé jafn- framt ætlað að fara með yfir- stjórn stöðvarinnar. Auk Jóns Loftssonar skóg- ræktarstjóra sitja nú í stjórn Rannsóknastöðvarinnar þau Sveinbjörn Dagfinnsson, ráðu- neytisstjóri í landbúnaðarráðu- neytinu, sem er formaður, Þor- steinn Tómasson, Hulda Valtýs- dóttir og Indriði Indriðason, en þau fjögur hafa undirritað og sent frá sér til birtingar í blöðum á- lyktun stjórnar frá 7. júní 1990, þar sem þau segjast m.a. harma þann trúnaðarbrest sem orðinn sé á milli forstöðumanns Rann- sóknastöðvarinnar og margra þeirra aðila sem hann þarf að starfa með í hennar þágu, og lýsa yfir stuðningi við þær aðgerðir landbúnaðarráðherra í málinu, sem hér að framan er lýst. Jafn- framt segir þar: „Forstöðumað- urinn hefur tvisvar á sl. níu mán- uðum sagt upp störfum. Með hliðsjón af því og öllum aðstæð- um telur stjórnin að rétt hafi ver- ið að fallast á uppsögn hans og ákveða starfslok." Agreiningur um valdsvið - Forsaga málsins er að ég sagði fyrst upp í fyrrahaust af nánast sömu orsökum og núna, þ.e. að tilburðir voru uppi til að skerða fjárhagslegt sjálfstæði Rannsóknastöðvarinnar og færa klukkuna aftur um tíu ár eins og ég tel að Steingrími Sigfússyni hafi nú tekist. Þá tókust sættir og ég dró uppsögn mína til baka í þeirri trú að ráðherra ábyrgðist að ekki yrði hróflað við fjárhags- legu sjálfstæði stöðvarinnar. Þegar ég réð mig að Rann- sóknastöðinni árið 1981 var varla hægt að segja að hún risi undir nafni, rannsóknir voru litlar sem engar og aðalhlutverk stöðvar- innar var að vera eins konar fræk- ornabúð fyrir Skógrækt ríkisins. Þá voru starfsmenn ekki nema fjórir og ég varð lítið var við hina fyrst í stað, og vissi ekkert hvað þeir voru að bauka. Smátt og smátt jókst áhugi á að efla rannsóknastarfið og ég tók í auknum mæli að mér skipulagn- ingu á starfi stöðvarinnar, og var í raun og veru tekinn við stjórn hennar fjórum til fimm árum áður en ég var skipaður forstöðu- maður árið 1988. Þannig skrifaði ég oft skýrslur og greinar sem aðrir settu nöfn sín undir, en slíkt mun víst ekki vera einsdæmi hjá opinberum stofnunum. En núna þegar rannsóknastarfinu hefur fleygt það mikið fram að niður- stöður eru farnar að birtast í virt- um erlendum vísindaritum er blóðugt til þess að vita að allt verði látið hverfa aftur í sama far og það var þegar ég kom þangað fyrst. En varðandi fyrri uppsögn mína þá gerði Ríkisendurskoðun þá kröfu í fyrra ásamt Fjárlaga- og hagsýslustofnun að Skógrækt ríkisins héldi sig innan ramma fjárlaga og skæri niður kostnað við starfsemi sína sem komin var úr öllum böndum vegna lang- vinnrar fjármálaóreiðu. Við stóðum aftur á móti mjög vel á Mógilsá, og vorum raunar tveim miljónum króna undir fjárhags- áætlun á þeim tíma, enda með sjálfstæðan fjárhag. Engu að síður gerði Sigurður Blöndal, þá- verandi skógræktarstjóri, kröfu um að við skærum niður kostnað við launalið með því að draga úr yfirvinnukostnaði, og Sveinbjörn Dagfínnsson ráðuneytisstjóri studdi hann í þeirri kröfu, þótt hann væri jafnframt formaður stjórnar, og vissi fullvel að þessi niðurskurður gæti haft í för með sér röskun á rannsóknaverkefn- um hjá okkur, með þeim afleið- ingum að sum þeirra eyðilegðust. Peningana sem spöruðust hjá okkur gat Skógræktin heldur ekkert notað, vegna þess að þeir voru eyrnamerktir Rannsóknastöðinni á fjár- lögum, hins vegar gátum við not- að þessa sömu peninga til við- halds á húsakynnum stöðvarinn- ar. Fyrirkomulagið hefur verið þannig að við erum með allan okkar rekstur á eigin hendi og fáum peningagreiðslur beint frá Ríkisféhirði og sjáum um okkar eigið bókhald, en þegar við send- um inn reikninga fyrir yfírvinnu og ferðakostnað fyrir hvern mán- uð, þá þurfa vinnuskýrslur Rannsóknastöðvarinnar að fara eftir mjög einkennilegu ferli til að hljóta samþykki. Fyrst sendi ég vinnuskýrslur í landbúnaðar- ráðuneyti, þangað eru þær sóttar og farið með þær að Ránargötu 18, þar sem höfuðstöðvar Skóg- ræktarinnar voru áður til húsa, og þaðan eru skýrslurnar sendar skógræktarstjóra austur á Hérað, og ganga svo sömu leið til baka frá Skógrækt ríkisins á Egilsstöð- um um Ránargötu 18, þaðan eru þær sendar Vegagerð ríkisins til skráningar, og þá er loks komið að því að hægt sé að senda upp- lýsingar til Launaskrifstofu ríkis- isins sem sér um að borga starfs- mönnum út. Rétt fyrir verslunarmanna- helgi í fyrra kom hingað til lands vísindamaður frá Kanada til að dvelja hér í eina viku við að setja upp tæki sem kostuðu tíu miljónir króna og voru gjöf til Rannsóknastöðvarinnar frá há- skóla vestanhafs. Vegna mistaka hjá Flugleiðum urðu tækin eftir vestra og ég fól starfsmanni okk- ar að ganga í málið um helgina og ná tækjunum til landsins í hvelli til að missa Kanadamanninn ekki aftur úr landi, án þess hann hefði erindi sem erfiði, en maðurinn var mjög tímabundinn. Með því að leggja nótt við dag alla helgina tókst starfsmanni mínum að ná sendingunni og koma henni gegnum tollafgreiðslu í tæka tíð. Þegar svo kom að því að greiða honum laun fyrir ómakið lét Sig- urður Blöndal skógræktarstjóri stöðva yfirvinnugreiðslur til mannsins og Sveinbjörn Dag- finnsson ráðuneytisstjóri studdi hann í því. Þarna kom upp mjög skýrt dæmi um ágreining um valdsvið forstöðumanns Rannsókna- stöðvarinnar, og meira að segja var fyrirsjáanlegt að rannsókna- verkefni sem unnið hafði verið að í tvö ár færi í súginn ef ekki yrði breyting á þeirri afstöðu að skera niður alla yfirvinnu í stöðinni. Ég átti ekki annars úrkosta en segja upp, þar sem ég gat ekki unað því sem forstöðumaður að undirsk- rift mín á vinnuseðlum starfs- manna væri ekki tekin gild. Eftir það á ég fund með Steingrími Sig- fússyni þar sem hann lofar að fara ofan í þessi mál og finna lausn á þeim, svo niðurstaðan verður sú að ég dreg þessa fyrri uppsögn mína til baka. Ég geri honum hins vegar rækilega grein fyrir því þarna, að ef það fyrirkomulag eigi að gilda áfram að utanað- komandi menn geti ráðið yfir starfsfólki og stöðvað verkefni án þess að vera heima í málum Rannsóknastöðvarinnar, þá sjái ég mér ekki annað fært en segja aftur upp og hætta. „Hann lá svo vel við höggi“ - En þegar nýr skógræktar- stjóri tekur við Skógrækt ríkisins um síðustu áramóta endurtekur sama saga sig. Strax í janúar hef- ur Jón Loftsson sama leik og fyrirrennari hans Sigurður Blöndal og hefur stöðvað og tafið launagreiðslur til starfsmanna stöðvarinnar í hverjum mánuði eftir það. Einhvers staðar á þeirri merkilegu leið sem áður er lýst hefur tölum um fjölda vinnu- stunda verið breytt og jafnvel viðfangsefnanúmerum á þeim vinnuskýrslum sem ég var búinn að undirrita og senda frá mér. Þarna verður ágreiningurinn, ég lýsi því yfir að mér fínnist það óþolandi afskiptasemi þegar far- ið er að krukka í mín störf af mönnum sem engar upplýsingar hafa í höndunum, annaðhvort sé þetta í mínum verkahring eða einhverra annarra. Það gerist svo í beinu fram- haldi af þessu að Steingrfmur Sig- fússon setur tvo menn í að fara yfir málið og skila skýrslu um það, þá Leif Eysteinsson og Tryggva Sigurbjarnarson. Þeir ræða bæði við mig og stjórn stöðvarinnar og hina og þessa aðra, og þess má geta í framhjá- hlaupi að vinnuplöggin sem þeir notuðu voru tekin saman af Sveinbirni Dagfinnssyni ráðu- neytisstjóra. í þeirri merkilegu möppu voru bréf frá mér valin af honum og rifin úr öllu samhengi, augljóslega í þeim eina tilgangi að gera mig og mitt starf sem verst útlítandi. Þessir tveir menn komu aldrei á Rannsóknastöðina meðan þeir voru að vinna að sinni athugun, en samt komast þeir að mjög jákvæðri niðurstöðu fyrir okkur í skýrslu sinni til ráðherra, og í bréfi sem henni fylgdi benda þeir á að einungis tvær leiðir séu færar í þessu máli. Annars vegar sú að hafa Rannsóknastöðina inni í Skógrækt ríkisins sem sérs- taka deild, en þeir taka fram að þá þurfi að tryggja henni ákveðið sjálfstæði gagnvart skógræktar- stjóra. Hin leiðin sem þeir benda á er að gera stöðina að algjörlega sjálfstæðri stofnun. Þeir taka fram í bréfinu að ef fyrri leiðin verði valin muni forstöðumaður segja upp starfi og að öllum lík- indum muni fleiri starfsmenn telja sér misboðið og hætta störf- um á Mógilsá. Þrátt fyrir þetta og þrátt fyrir að Steingrími sé fullkunnugt um mína afstöðu eftir samtöl okkar velur hann fyrri kostinn þegar hann tekur endanlega ákvörðun um framtíð stöðvarinnar. Ég hef ekki getað fengið nein bein svör frá Steingrími Sigfús- syni um það hvaða ávirðingar mínar hafa orðið þess valdandi að hann hefur afráðið að koma mér strax úr starfi áður en uppsagn- artími minn er úti hjá Rann- sóknastöðinni á Mógilsá, og með þeim aðferðum sem ég hef hér lýst og hörðustu íhaldsmenn mundu jafnvel skammast sín fyrir. Við mig hefur hann ekki sagt annað en að ekkert hafí verið út á störf mín þar að setja. Kann- ski hann hafí þurft að sýna styrk sinn sem ráðherra, einsog Sverrir Hermannsson í Sturlu-málinu. Það er álíka og segjast hafa hög- gvið af manni hausinn af því hann lá svo vel við höggi. Mér er að minnsta kosti til efs að sá styrkur sem Steingrímur Sigfússon þykist hafa sýnt með þessu athæfi á ráð- herrastóli eigi eftir að fleyta hon- um upp í formannssæti Alþýðu- bandalagsins á næstunni. (Viðtal fyrir Þjóðviljann: Rúnar Armann Arthúrsson, Selfossi). 23.6.-1.7. Komið og kynnist swmlenskri þjónustu ogframleiðslu cí glæsilegri sýningu í Fjölbrautciskóhi . Suðurlands. Jgfc TILSKEMMTUNAR:) OSSfS\ BIIADAGAR HESTALEIGA ÍÞROTTADAGAR BERGSVEINN 19 9 0 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 23. júní 1990 Laugardagur 23. júní 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.