Þjóðviljinn - 23.06.1990, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 23.06.1990, Qupperneq 12
—SPURNINGIN— Ætlarðu að velta þér upp úrdögginni í nótt? (Jóns- messunótt) SÍMI 681333 SÍMFAX 681935 Gunnar Höskuldsson, kennari: Nei, þaö ætla ég ekki að gera. Ég hef enga trú á svona löguðu. Valdimar Svavarsson, rafvirki: Nei, alls ekki. Ég trúi ekki á svona lagað. Bergsveinn ‘90 Undir stærsta landsins glugga Um 50fyrirtœki ogþjónustuaðilar hafaskráð sig á sýninguna sem hefst í dag og lýkur sunnudaginn 1. júlí. Boðið uppá margvíslegt afþreyingar- og skemmtiefni Markmið sýningarinnar er að koma á framfæri og kynna starfsemi sunnlenskra fyrirtækja og þjónustustofnana til eflingar atvinnustarfsemi í gervöllu Suðurlandskjördæmi. Um 50 fyr- irtæki og þjónustuaðilar hafa skráð sig á sýninguna bæði innan- dyra og á útisvæði fyrir framan Fjölbrautarskóla Suðurlands þar sem er stærsti gluggi landsins, sagði Sigurður Jónsson fram- kvæmdastjóri Bergsveins ‘90 á Selfossi. Atvinnuþróunarsjóður Suður- lands gengst fyrir sýningunni Bergsveinn ‘90 sem hefst í dag, laugardag og lýkur sunnudaginn 1. júlí. Sýningin ber heitið Berg- sveinn ‘90 eftir bergrisanum í skjaldarmerki landsins. Merki sýningarinnar, sem Böðvar Leós auglýsingateiknari hannaði, sýnir risann og er tákn hennar. Af þátt- töku fyrirtækja og þjónustustofn- ana að dæma stefnir í að sýningin verði með afar fjölbreyttu sniði. Eins og gefur að skilja er básar sýningaraðila misstórir en þeirra stærstir verða trúlega básar Mjólkurbús Flóamanna á Sel- fossi, Hafnar hf. og Kaupfélags Arnesinga. Margvísleg skemmtan Fyrir utan sjálfa sýninguna verður gestum boðið upp á af- þreyingarefni af margvíslegum toga. Þar verður meðal annars hestaleiga fyrir yngstu börnin og þar verður einnig torfærujeppi sem mun keyra um á lóð Fjölbrautaskólans. Auk þess stendur gestum til boða að fara á túnfiskveiðar á túninu og kynna sér fiskveiðiundur þeirra Mýr- dælinga sem er fyrirbæri sem er í senn bátur og bíll eftir því hvort hann er á sjó eða á landi. Stærstu sveitarfélögin á Suður- landi verða einnig með sína sér- stöku daga á sýningunni og þar munu Eyjamenn meðal annars kynna Þjóðhátíðina í ár og einnig verða þar sérstakir Selfossdagar. Þar sem sýningin Bergsveinn ‘90 er haldin á Selfossi búast að- standendur hennar því við, að íbúar á höfuðborgarsvæðinu, sem eru um 70% þjóðarinnar sjái sér fært að skjótast austur en þangað er aðeins um 40 mfnútna akstur sé ekið á löglegum hraða. Því til viðbótar búa hátt í 10 þús- und manns í sumarbústöðum á Suðurlandsundirlendi á þessum árstíma. Af þeim sökum eru Sunnlendingar bjartsýnir á að- sókn sem þó fer að venju eftir því hvort veðurguðirnir verða þeim hliðhollir á meðan á sýningunni stendur. Hún verður opin alla virka daga frá klukkan 14-22 og um helgar frá klukkan 16-22. Að- gangseyrir er krónur 500 fyrir fullorðna. -grh Svartfugl Miljónir í þeim þremur stóru Jóhanna Elíasdóttir, húsmóðir: Nei, ekki núna. Ég gerði þetta nokkrum sinnum héma áður fyrr. Það er gaman að öllu svona þótt ég viti ekki hver áhrifin eiga að vera. Helga Helgadóttir, skrifstofustúlka: Nei, ég held ekki. Annars getur það vel verið að ég prófi. Ég hef aldrei það, en ég hef hins vegar oft vakað á Jónsmessunótt. Guðný Helgadóttir, vélskreytingamaður: Alls ekki og ég hef aldrei gert það. Ég hef ekki neina trú á þessu. Það er ágætt ef fólk trúir á þetta og ég hef heyrt um slíkt. Um 80-90% afsvartfuglsstofnum N-Atlantshafs íLátrabjargi, Hornbjargi og Hœlavíkurbjargi Nú á tímum eru stóru fuglabjörgin ekki nytjuð á sama hátt og áður fyrr heldur fer þar fram lítilsháttar eggjataka á vori hverju. að sem kom kannski mest á óvart í þessum talningum er hvað mikið af svartfuglstofnun- um ■ Norður-Atlantshafi er í björgunum þremur, Hornbjargi, Hælavíkurbjargi og Látrabjargi eða um 80%-90%. í tölum talið er þetta um miljón pör til samans í fyrrnefndu björgunum og annað cins í Látrabjargi, sagði Arnþór Garðarsson prófessor við Háskóla Islands. Sumarið 1985 var í fyrsta skipti gerð tilraun til að telja fugla í þessum björgum. Það var gert með sérstakri aðferð sem er upp- finning Arnþórs og félaga við Líf- fræðistofnun Háskólans. Til að geta talið fuglana voru teknar myndir af björgunum úr flugvél á ákveðinn hátt. Síðan tók það margar vikur að telja eftir mynd- unum, en sýnu erfiðast að telja álkuna sem sást mjög illa á þeim vegna þess að fuglinn heldur sig mikið á milli hraunlaga í björgun- um og í urðum. Þá olli það vissum erfiðleikum sökum birtuskilyrða að mynda í Hornbjargi og Hæla- víkurbjargi þar sem bæði björgin snúa í norður. Aftur á móti snýr Látrabjarg í suður. Fer 100 mílur í fæðisleit Um framhaldið sagði Arnþór að stefnt væri að því að telja í björgunum einhvern tíma aftur og þá hugsanlega með 10 ára millibili. En þó væri mikilvægt að' rannsaka í þessu sambandi hvernig fæðuskilyrðin í hafinu eru fyrir fuglinn og hvernig hann ferámilli. Bjargfuglinn fer nefni- lega langar leiðir til að afla sér fæðu og allt að 100 sjómílna radí- us út frá björgunum. Til dæmis þá fer Látrabjargsfuglinn í fæðuleit langt norður frá bjarginu og einn- ig allt suður á Faxaflóasvæðið. Norðanfuglinn heldur sig hins- vegar út við ísröndina þar sem er venjulega krökkt af honum en minna við sjálf björgin. Arnþór taldi það ekki líklegt að fjöldi fuglanna í björgunum) þremur hafi tekið miklum breytingum í gegnum tíðina og skipti þá litlu hvort miðað væri við þá tíma sem þau voru nytjuð í einhverjum mæli og nú á seinni tímum. Ástæðan felst fyrst og fremst í stærð bjarganna sem Arnþór segir séu of stór til þess að nytjar heimamanna hafi haft þar einhver áhrif á sínum tíma. -grh

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.