Þjóðviljinn - 03.07.1990, Page 6
A ustur-Þýskaland
Flýtum okkur varlega
Matthias Gehler, talsmaður
austurþýsku stjórnarinnar,
sagði á sunnudag að stjórn hans
myndi halda sínu striki hvað sam-
einingu þýsku ríkjanna varðaði
og ekki gefa eftir fyrir þrýstingi
frá vesturþýsku stjórninni í þvi
efni. Gehler lét þetta í ljós sama
daginn og sá sögulegi atburður
gerðist að vesturþýska markið
var innleitt sem gjaldmiðill í
Austur-Þýskalandi, en það þýðir
í raun að efnahagslífi Þýskalands
alls er nú stýrt frá Bonn.
Helmut Kohl, sambandskansl-
ari Vestur-Þýskalands, vill að
kosningar fari fram í Þýskalandi
öllu í des. n.k. og jafnframt þeim
verði ríkin tvö sameinuð að fullu.
De Maiziere - geldur varhuga við
þrýstingi frá Bonn.
Spurningu um hvort austurþýska
stjórnin hefði nú fallist á þetta
svaraði Gehler ekki beint, en
sagði að í þeim efnum yrði að fara
að öllu með gát.
Lothar de Maiziere, forsætis-
ráðherra Austur-Þýskalands og
kristilegur demókrati eins og
Kohl, sagði á fréttamannafundi
um helgina að hann útilokaði
ekki samþýskar kosningar fyrir
árslok, en kvað það vera á valdi
Volkskammer, austurþýska
þingsins, að ákveða það.
Nauðsynlegt væri að fyrst gerðu
þýsku ríkin samning sín á milli
um pólitísk atriði í samhengi við
samninginn um efnahagslega
sameiningu. Ennfremur væri
nauðsynlegt að skipta Austur-
Þýskalandi í fylki, í samræmi við
forna hefð, og láta fara fram
kosningar í fylkjunum. Þá yrði
niðurstaða að fást í viðræðum
þýsku ríkjanna við veldi þau
fjögur, er hersetið hafa Þýska-
land frá lokum heimsstyrjaldar-
innar síðari, Bandaríkin, Sovétr-
íkin, Bretland og Frakkland. Þær
viðræður snúast um hemaðarleg
sambönd sameinaðs Þýskalands.
Gehler sagði aukheldur að
miklu skipti í sambandi við sam-
eininguna hvernig Austur-
Þjóðverjar brygðust við efna-
hagslegum afleiðingum gjald-
eyrissamrunans, en honum kem-
ur til með fylgja mikið atvinnu-
leysi og verðhækkanir.
Reuter/-dþ.
Imelda sýknuð
Dómstóll í New York sýknaði í gær Imeldu Marcos, fyrmm forset-
afrú á Filippseyjum, af ákæmm um fjárglæfra eftir fimm daga athugun
á málavöxtum. Um leið var sýknaður af sama rétti saúdiarabíski
kaupsýslumaðurinn Adnan Khashoggi, sem ákærður var fyrir að hafa
bmggað með ekkjufrúnni launráð um að festa fé, sem Marcoshjón
voru sögð hafa stolið af þegnum sínum Filippseyingum, í fasteignum í
New York.
Imelda grét gleðitámm er sýknunarúrskurðurinn var upp lesinn og
verjandi hennar, Gerry Spence, faðmaði hana eins og Matlock er
vanur að gera. Þennan sama dag varð Imelda 61 árs.
ERLENDAR FRÉTTIR
Bandaríkjastjórn
Nýtt og mildara Nató
Dregið verði úrhörku kjarnastríðsáœtlunar
George Bush, Bandaríkjafor-
seti, hefur lagt fram tiilögur
sem talsmenn Atlantshafsbanda-
lagsins í Brussel segja að boði
gagngerar breytingar á banda-
laginu í samræmi við að kalda
stríðinu er lokið. Meðal annars
býður Bush að Bandaríkin taki
frá Evrópu allar kjarnasprengi-
kúlur sem þau nú hafa þar, ætlað-
ar fyrir stórskotalið.
Annað atriði er tillaga um að
Nató lýsi því yfir, að það beiti
ekki kjarnavopnum í stríði nema
því aðeins að allt annað bregðist.
Er hér meðvitað verið að milda
afstöðu Bandaríkjanna og Nató
hvað beitingu kjarnorkuvopna
varðar, að sögn heimildarmanna
bandaríska blaðsins Washington
Post, sem birti frétt um þetta í
gær.
Frá því á sjöunda áratug hefur
það verið yfirlýstur ásetningur
Nató að beita kjamavopnum að
fyrra bragði, ef ekki tækist með
öðm móti að stöðva hugsanlega
sókn Varsjárbandalagshers inn í
Vestur-Evrópu. Með áður-
greindri tillögu sinni meinar Bush
ekki að þessum ásetningi verði
aflýst með öllu, en Bandaríkja-
stjórn ætlast til að héreftir skipti
hann ekki jafnmiklu máli og áður
í fyrirætlunum Nató með hliðsjón
af hugsanlegu stríði við Varsjár-
bandalagið.
Til að glæða vináttu með fyrr-
verandi andstæðingum stingur
Bush ennfremur upp á því að So-
vétríkin og Austur-Evrópuríki
hafi framvegis sendiherra í aðal-
stöðvum Nató í Brussel. Haft er
eftir heimildamönnum þar á bæ
að með þessu vilji Bandaríkja-
stjórn í fyrsta lagi fullvissa Sovét-
menn um að þeim stafi engin
hætta af Nató, og ekki heldur
sameinuðu Þýskalandi í Nató, og
í öðru lagi að sýna almenningi á
Vesturlöndum fram á að Nató sé
ekki staðnað, heldur fylgist með
tímanum.
Búist er við að þessi mál verði
rædd á leiðtogaráðstefnu Nató í
Lundúnum í vikunni.
Reuter/-dþ.
Júgóslavía
Slóvenía fullvalda
- Kosovo lýðveldi
IJúgóslavíu bar það til tíðinda í
gær að lýst var yfir fullveldi
lýðveldisins Slóveníu og því að
sjálfstjórnarhéraðið Kosovo yrði
lýðveldi. í frétt um þetta frá Tanj-
ug segir að slóvenska fullveldis-
yfirlýsingin hafi verið samþykkt
með yfirgnæfandi meirihluta at-
kvæða á þingi þar og hafi allir
stjórnmálafiokkar að henni stað-
ið.
í yfirlýsingunni felst ekki að
Slóvenía segi sig úr Júgóslavíu,
en á hinn bóginn mun út frá því
gengið að völd sambandsstjórn-
arinnar í Belgrad yfir lýðveldinu
verði lítið meira en formleg hér-
eftir. í Pristina, höfuðborg Koso-
vo, var samþykkt á þingi héraðs-
ins að það segði sig úr lögum við
Serbíu, sem það heyrir undir, og
yrði fullgilt lýðveldi með aðild að
júgóslavneska sambandslýðveld-
inu líkt og Serbía sjálf og hin lýð-
veldin þar fimm. Serbíustjórn
brást ekki vel við og lýsti sam-
þykkt Kosovoþings ólöglega.
Rcuter/-dþ.
ttalir vilja vændishús
Meirihluti ítala er því hlynntur
að banninu við rekstri vænd-
ishúsa, sem í gildi er þarlendis,
verði aflétt. Af aðspurðum í skoð-
anakönnun um þetta á vegum
tfmaritsins Espresso reyndust
rúmlega 56 af hundraði vera því
fylgjandi að rekstur slfkra fyrir-
tækja yrði lögleyfður en 23 af
hundraði svöruðu neitandi.
Karlmenn reyndust heldur
hlynntari því að umrædd laga-
breyting yrði gerð en konur, en
þó var rúmur helmingur að-
spurðra kvenna því fylgjandi.
Einn þeirra, sem gagnrýnt hefur
gildandi lög um þetta er Federico
Fellini, kvikmyndaleikstjórinn
frægi. Sagði hann bannið við
vændishúsarekstri þýða það eitt
að stjómvöld væru að láta sem
vændi væri ekki til þarlendis.
Sovétríkin
Forkólfar á 28. flokksþingi
Spáð er hörðum átökum áþvímilli íhaldsmanna, miðjumanna og róttœkra
Eftirtaldir menn eru meðal
þeirra, sem líklegast er að
kveði hvað mest að á 28. flokks-
þingi Kommúnistaflokks Sovétr-
íkjanna, sem hófst í Moskvu í
gærmorgun og stendur í tíu daga
skemmst:
Míkhaíl Gorbatsjov, aðalritari
flokksins og forseti Sovétríkj-
anna. Hann hefur oftlega sýnt að
hann veigrar sér ekki við að
leggja í átök, telji hann nauðsyn
bera til, og varla þarf hann að
kvíða því að nein ládeyða verði
kringum hann á flokksþinginu,
hvernig sem það allt fer. Ekki er
ólíklegt að þar verði reynt að
koma honum úr stöðu flokksað-
alritara, en hann hefur gefið til
kynna að hann hyggist ekki láta
það embætti laust, a.m.k. ekki að
svo komnu. Hann hefur lýst því
yfir að hann telji að óhjákvæmi-
legt sé að yngja flokkinn upp, eigi
hann að eiga nokkra framtíð fyrir
sér. í því augnamiði hyggst hann
fá sem flesta perestrojkusinna
kosna í miðstjóm flokksins. Gor-
batsjov, sem nú er 59 ára, og hans
fylgismenn em nú yfirleitt skil-
greindir sem miðjumenn í
flokknum.
Aleksandr Jakovlev, 66 ára og
einn eindregnasti stuðningsmað-
ur Gorbatsjovs í flokksforast-
unni. Jakovlev, sem fyrrmeir var
ambassador í Kanada, er gjaman
kallaður „herra Glasnost‘% enda
fól Gorbatsjov honum umsýslan
upplýsinga- og menningarmála.
Honum era flestum öðram frem-
ur þökkuð umskiptin til frjáls-
ræðis í þeim efnum, einkum hvað
fjölmiðla varðar.
Eduard Shevardnadze, utan-
ríkisráðherra síðan í júlí 1985. Þá
spáðu því ýmsir að ekki myndi
mikið fara fyrir honum og töldu
útnefningu hans benda til þess að
Gorbatsjov ætlaði að fara með
utanríkismálin að mestu sjálfur.
En þessi hrífandi, alúðlegi Ge-
orgíumaður, nú 62 ára, hefur
reynst laginn og óþreytandi
samningamaður og hann á án efa
drjúgan þátt í þeim breytingum,
sem orðnar eru á samskiptunum
við Bandaríkin og Vestur-
Evrópu. Um áframhaldandi
stuðning hans þarf Gorbatsjov
víst varla að efast.
Jegor Lígatsjov, 69 ára og situr
eins og Jakovlev í stjórnmálaráði
flokksins. Hann hefur á stjórn-
artíð Gorbatsjovs verið aðalfor-
kólfur íhaldssamra „rétttrúnað-
arkommúnista“ og gagnrýnt
Gorbatsjov, sem hann segir
stofna Sovétríkjunum í upp-
lausnarhættu með alltof hröðum
umbótum. Frá því 1988 hefur
hann verið á undanhaldi, en
geystist aftur fram af tilefni í
hönd farandi flokksþings og vakti
máls á því að ekki væri við hæfi að
sami maður (Gorbatsjov) væri
hvorttveggja í senn, forseti og að-
alritari flokksins. Enn um forustu
Gorbatsjov - verður þingið hans
mesta raun til þessa?
fyrir íhaldsmönnum verður
Lígatsjov nú að keppa við Ivan
Polozkov, sem komst í fremstu
röð áhrifamanna í sovéskum
stjórnmálum með því að ná kjöri
sem fyrsti formaður Kommún-
istaflokks Rússlands. Polozkov
er 55 ára og helsti forkólfur kyn-
slóðar „nýíhaldsmanna" í so-
véska kommúnistaflokknum,
manna sem eru yngri en Lígat-
sjov og hans stuðningsmenn og
fara ekki endilega sömu leiðir í
öllu. Polozkov gagnrýndi fyrir
skömmu núverandi floícksforastu
harkalega og sagði flokkinn ekki
vera haldinn neinni kreppu, held-
ur forustumenn hans. Sem
flokksstjóri í Krasnodarfylki,
Jeltsín - ætiar að mynda fjöl-
flokkastjórn.
sem nær yfir vesturhluta Norður-
Kákasíu og er mikilvægt land-
búnaðarsvæði, hefur hann látið
loka um 1000 samvinnubúum, er
stofnuð hafa verið á stjómartíð
Gorbatsjovs. Samt sagði Polozk-
ov nýlega að hann vildi að Gor-
batsjov léti ekki að svo stöddu af
stöðu aðalritara flokksins.
Borís Jeltsín, 59 ára stór-
skorinn og aðsópsmikill Síberíu-
maður, er helsti liðsoddur rót-
tækra flokksmanna og að margra
mati um þessar mundir vinsælast-
ur allra stjórnmálamanna í Rúss-
landi sjálfu. Jeltsín gagnrýnir
stjórn Gorbajsjovs fyrir að fara
sér of hægt í breytingum í efna-
hagsmálum, en lætur margt
flakka og er ekki alltaf auðvelt að
koma því öllu heim og saman.
Hann hefur lýst því yfir, að hann
vilji að Rússland taki sjálft stjórn
efnahagsmála sinna úr höndum
sovésku miðstjórnarinnar og
kveðst ætla að mynda þarlendis
stjórn með aðild fleiri flokka en
Kommúnistaflokksins.
Gavrfl Popov, 53 ára fjörlegur
náungi af grískum ættum, borgar-
stjóri í Moskvu síðan í apríl og
vinsæil þar að sögn. Hann er í liði
þeirra róttæku og hefur sagst ætla
að segja sig úr flokknum, ef
íhaldsmenn verði mestu ráðandi
á nýbyrjuðu þingi hans.
Vladímír Lysenko, 34 ára og
einn helstu forustumanna Lýð-
ræðisfylkingarinnar, róttækra
samtaka sem að sumra sögn hafa
um 40 af hundraði flokksfélaga á
sínu bandi, þótt ekki séu nema
80-100 af um 4700 þingfulltrúum
þeirra megin. Lýðræðisfylkingin
vill að flokkurinn hreinsi sig ó-
grunsamlega af alræðissvipnum
gamla og verði eins og hver annar
þingræðissinnaður flokkur. Tals-
menn Lýðræðisfylkingar segja að
hún muni kljúfa sig frá flokknum,
ef ekki verði á honum gagngerar
breytingar. Lysenko er svartsýnn
á að það gangi og hefur spáð
flokknum þeim örlögum að hann
klofni í þrjá hluta, fhaldssaman,
róttækan og miðjusinnaðan og að
miljónir félaga gangi þá úr hon-
um. Reuter/-dþ.
6 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Þriðjudagur 3. júlí 1990