Þjóðviljinn - 03.07.1990, Síða 12
Peter Salmon
framkvæmdastjóri
(talir. Þeir spila langskemmti-
leqasta og mest spennandi fót-
boltann.
Einar Númason
vélstjóri
Vestur-Þjóðverjar, mér líst vel á
þá. Þeir hafa staðið sig vel.
■ SPURNINGIN
Hverjirveröa heims-
meistarar?
Hannes Sigurjónsson
kennari
í hverju? italir verða heimsmeist-
arar, þeir eru á heimavelli.
Sigríður Gissurardóttir
heimavinnandi
Guð minn almáttugur! Þar
komstu að tómum kofunum. Ég
fylgist ekkert með þessu, og get
því ekki svarað spurningunni.
Guðný Ármannsdóttir
verkakona
Ég fylgist ekki með keppninni.
Mér er alveg sama hverjir verða
heimsmeistarar.
[IIÓOVILIINN
Þriðjudagur 3. júlí 1990 —120. tölublað 55. árgangur
SÍMI 68 13 33
SÍMFAX
68 1935
Landsvirkiun 25 ára
Horn-
steinn
lagður
að
Blöndu-
virkjun
Forseti íslands, Vigdís
Finnbogadóttir, lagði
hornstein að Blöndu-
virkjun í tilefni
25 ára afmœlis
Landsvirkjunar
Landsvirkjun átti 25 ára af-
mæli þann 1. júlí sl., og af
því tilefni lagði forseti íslands,
Vigdís Finnbogadóttir, horn-
stein að Blönduvirkjun. Virkj-
anaframkvæmdir hófust haust-
ið 1984 og áætlað er að fyrsta
vélin af þremur verði sett í gang
haustið 1991.
Það var árið 1949 sem fyrstu
hugmyndir komu upp um virkjun
Blöndu. Þá var áætlað að virkja
saman Blöndu og_ Vatnsdalsá
niðri í Vatnsdal. Aætlanir um
virkjun Blöndu í eigin farvegi
komu hins vegar fram 1975, og á-
kveðið var að leiða vatnið um
inntakslón í Eldjámsstaðaflá að
inntaki á Eiðsstaðabungu og
virkja þaðan 287 m fall um neð-
anjarðarstöð í Eiðsstaðalandi.
Samningar tókust milli ríkisins og
Landsvirkjunar um að fyrirtækið
sæi um að reisa og reka Blöndu-
virkjun árið 1982.
Blanda rennur úr Hofsjökli
um 125 km leið til sjávar við
Blönduós og virkjun árinnar
byggist á því að stífla hana á há-
lendinu og búa til nýjan farveg
norður heiði, eða þangað sem
hægt er að fá mikið fall á stuttri
leið út í farveginn aftur. Blanda
verður stífluð við Refsstaða-
bungu, sem er milli upptaka og
árósa, en þar em góðar aðstæður
til að mynda stórt miðlunarlón.
Ur lóninu verður Blöndu svo
veitt um skurði og stöðuvötn eftir
Auðkúluheiði, 24 km leið að inn-
taki á Eiðsstaðabungu, og þaðan
fellur vatnið sem fyrr segir, 287
m um aflstöðina og út í farveginn
á ný.
Miðlunarlónið sem stíflan
myndar verður eitt stærsta stöðu-
vatn landsins, um 56 km2 að flat-
armáli og að rúmmáli um 400 Gl.
Til að byija með verður það hins
vegar 39 km2 og nýtanlegt rúm-
mál þess 220 Gl.
Stöðvarhús virkjunarinnar er
rúmlega 200 m undir yfirborði.
Það er 12,3x66 m að flatarmáli og
er 28 m á hæð. Inn í stöðvarhúsið
er hægt að aka malbikuð göng
sem eru 808 m að lengd og með
12,5% halla. Stjómhús virkjunar-
innar er byggt yfir stöðvarhúsið
og milli þeirra liggja 214 metra
göng. Alls verða þijár vélar í hús-
inu, hver 50 MW
og verður Blöndu-
virkjun því 150
MW. Orkugeta
virkjunarinnar
verður 610 GWst á
ári miðað við
minna miðlunar-
lónið, en 720 GWst
miðað við það
stærra. Heildar-
kostnaður virkjun-
arinnar er áætlaður
um 12.600 miljónir
króna.
Þar sem mjög
mikið gróið land
mun fara undir
miðlunar- og inn-
takslónið, hefúr
Landsvirkjun sam-
ið við heimamenn
um allmikla land-
græðslu á heiðun-
um beggja vegna
Blöndu, Auðkúlu-
heiði og Eyvindar-
staðaheiði. Nú
þegar hafa verið
ræktaðir upp 1.250 hektarar af
þeim 3.000 sem um var samið.
Einnig ætlar Landsvirkjun að
standa að endurbótum á vegum,
brúm og girðingum.
Landsvirkjun hefúr gegnum
tíðina lagt áherslu á að raska sem
minnst gróðri og náttúru vegna
virkjanaframkvæmda og á 25 ára
starfsferli sínum hefúr Lands-
virkjun varið um 350 miljónum
króna til landgræðslu. Einnig
hafa verið gerðar miklar rann-
sóknir á vatnasvæði Blöndu til að
unnt verði að meta áhrif virkjun-
arinnar á fiskgöngur og veiði.
Foiseti íslands, Vigdís Finnboga-
dóttir, lagði homstein að Blönduvitkj-
un I tilefni 25 ára afmælis Lands-
virkjunar. Myndir Kristinn.
Sem fyrr segir lagði Vigdís
Finnbogadóttir homstein að
Blönduvirkjun 1. júlí sl. Sú at-
höfn fór ffam í stöðvarhúsi virkj-
unarinnar, þar sem fjöldi gesta
var samankominn. Avörp fluttu
Jóhannes Nordal stjómarformað-
ur Landsvirkjunar, Halldór Jón-
atansson forstjóri og loks Vigdís
Finnbogadóttir forseti Islands.
Öll viku þau að því hversu mikil-
vægt það er að eiga auðlind sem
er endumýjanleg og það yrði að
fara varlega með hana. Vigdís
Finnbogadóttir sagði i sinni ræðu
að við þyrftum að skila því aftur
sem við tækjum, og helst meiru.
Að því væri unnið við Blöndu-
virkjun og væri hún því framfara-
spor.
Eftir athöfnina í stöðvarhús-
inu var haldið til Húnavaila þar
sem gestir snæddu hádegisverð.
Þar flutti Jón Sigurðsson iðnaðar-
ráðherra ávarp og sagði að með
stofnun Landsvirkjunar hefðu
verið mótuð áform um nýtingu ís-
lenskra fallvatna. Nýting orkunn-
ar þannig væri mikilvægt þjóð-
málaverkefhi okkar Islendinga.
ns.
Aðkoman að göngunum niður í
stöðvarhúsið.
S'Pá er að koma nýjustu tillögunum um að vísa
ágreiningnum f Alþýðubandalaginu í nefnd fyrir f
haugnum yfir Varmalandsskýrslur og önnur