Þjóðviljinn - 17.07.1990, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRETTIR
Sovétnkin-Pýskaland
Gorbatsjov samþykkir Natóaðild
Hernámsréttindifjórvelda úrgildi við sameiningu. Sovéther úr Þýskalandi á nœstuþremur-fjórum árum
Sovéska stjórnin hefur sam-
þykkt fyrir sitt leyti að sam-
einað Þýskaland verði í Atlants-
hafsbandalaginu, sé það vilji
Þjóðverja. Tilkynnti Míkhafl
Gorbatsjov, forseti Sovétríkj-
anna, þetta í lok tveggja daga við-
ræðna þeirra Helmuts Kohl, sam-
bandskanslara Vestur-Þýska-
lands, sem fóru fram að nokkru í
Stavropolfylki í Norður-Kákasíu,
þar sem eru heimahagar Gorbat-
sjovs.
Þetta þykir sæta tíðindum
nokkrum, því að til þessa hefur
sovéska stjórnin mælt á móti því
að sameinað Þýskalandi verði í
Nató, á þeim forsendum að það
myndi raska valdajafnvægi í Evr-
ópu. íhaldsmenn í sovéska
kommúnistaflokknum og sumir
hershöfðingja sovéska hersins
hafa lagt fast að Gorbatsjov að
gefa í engu eftir í því efni.
„Sú kemur tíð að sameinað
Þýskaland gengur í Nató, ef það
svo vill, hvort sem okkur Iflcar
betur eða ver,“ sagði Gorbatsjov
á blaðamannafundi í lok við-
ræðnanna. Kohl sagði á sama
fundi að þeir leiðtogarnir hefðu
orðið sammála um, að réttindi
þau, sem Bandaríkin, Sovétríkin,
Bretland og Frakkland hafa sem
hemámsveidi notið í Þýskalandi
frá lokum heimsstyrjaldarinnar
síðari, yrðu úr gildi numin jafn-
skjótt og Þýskaland hefði verið
sameinað. Hersveitir Sovétríkj-
anna í Þýskalandi austanverðu
yrðu kallaðar heim á næstu þrem-
ur eða fjómm ámm, en eftir á að
semja nánar um það. Gert er ráð
fyrir í samkomulaginu að her-
sveitir Bandaríkjanna, Sovétríkj-
anna, Bretlands og Frakklands
verði áfram í Berlín á því tíma-
bili, sem og því að þau árin færi
Nató ekki út kvíamar til þess
svæðis sem nú er Austur-
Þýskaland. Að sögn Kohls hefur
vesturþýska stjórnin gefið sam-
þykki sitt til að fækkað verði
vemlega í her hennar næstu þrjú
eða fjögur árin og verði eftir það í
þýska hernum ekki fleiri en
370.000 manns.
Þeir Gorbatsjov og Kohl urðu
og sammála um að Þýskaland
skyldi lýsa því yfir að það skyldi
hvorki framleiða né eiga efna-
vopn og undirrita sáttmálann
gegn útbreiðslu kjarnavopna. í
samkomulaginu er einnig gert
ráð fyrir því að viðræðum ríkja
þeirra fjögurra, sem hafa her í
Þýskalandi, og þýsku ríkjanna
tveggja um öryggismál í sam-
bandi við sameiningu Þýskalands
skuli vera lokið ekki síðar en í
nóvember, áður en 35 ríkja ráð-
stefnan um öryggi og samvinnu í
Evrópu (RÖSE) kemur saman í
París.
Gera má ráð fyrir að með þessu
samkomulagi sé rutt úr vegi síð-
ustu hindmnunum í vegi Þjóð-
verja til kosninga í landi þeirra
öllu og fullrar sameiningar fyrir
áramót. Báðir leiðtogarnir virt-
ust ánægðir í lok viðræðnanna.
Tekið er til þess að þær hafi verið
í stíl við toppfundi Bandaríkj-
anna og Sovétríkjanna, þannig
vom með leiðtogunum í viðræð-
unum utanríkisráðherrar þeirra
ogfjármálaráðherrar. Af Vestur-
Evrópuleiðtogum þeim, sem
heimsótt hafa Gorbatsjov, er
Kohl sá fyrsti sem sovéski
leiðtoginn sýnir æskustöðvar
sínar í Stavropolfylki.
Gorbatsjov gaf í skyn að yfir-
lýsing Nató fyrr í mánuðinum um
að það liti ekki lengur á Sovétrík-
in sem andstæðing hefði auðveld-
að þeim Kohl að ná samkomu-
Sovéskir hermenn í Austur-Þýskalandi - heim á næstu þremur til fjórum árum.
lagi. Þjóðverjinn Manfred Wörn-
er, framkvæmdastjóri Nató, kom
um helgina í opinbera heimsókn
til Sovétríkjanna, fyrstur manna í
þeirri stöðu sem slíka ferð fer.
Reuter/-dþ.
Sovétríkin
Upplausn eða lauslegra samband?
Af sovétlýðveldunum 15 hafa sjö síðan ímars s. I. gert ráðstafanir með víðtceka
sjálfstjórn eða sjálfstœðifyrir augum, þar aföll lýðveldin í Evrópu nema Hvíta-Rússland
Fullveldisyfirlýsing Úkraínu,
sem samþykkt var á þingi lýð-
veldisins f gær, bendir til þess að
Sovétríkin séu á leið með að
breytast úr mjög miðstýrðu ríki í
sambandsríki með víðtækri sjálf-
stjórn sovétlýðvelda. í mörgum
lýðveldanna eru öflugar hreyflng-
ar, sem vilja ganga lengra og
stefna að því að lýðveldin verði
fullkomlega sjálfstæð rflri.
Stjórn Gorbatsjovs hefur með
hliðsjón af þessari þróun boðið
stjórnum sovétlýðveldanna upp á
samningaviðræður með það fyrir
augum að þau fái aukna sjálf-
stjórn. En sjálfstjórnar- og sjálf-
stæðissinnar í lýðveldunum virð-
ast ekki telja vænlegt að bíða
þeirra samningaumleitana. Með-
al þeirra sovétlýðvelda, sem lýst
hafa yfír fullveldi, eru tvö þau
fjölmennustu, rússneska sam-
bandslýðveldið og Úkraína.
Þróun þessi í sjálfstjórnar- og
sjálfstæðisátt hófst í Eystrasalts-
lýðveldunum þremur, Eistlandi,
Lettlandi og Litháen, sem voru
sjálfstæð ríki á árunum milli
heimsstyrjaldanna. Blað var
brotið í þessum málum 11. mars
s.l., þegar þing Litháens lýsti yfir
fullu sjálfstæði landsins. 29. júní
felldi litháíska þingið sjálfstæðis-
yfírlýsinguna úr gildi í 100 daga,
en sú samþykkt tekur þó ekki
gildi fyrr en viðræður hefjast með
litháískum og sovéskum
stjórnvöldum um sjálfstæðismál
Litháens.
Sovéska stjórnin lagði allt
kapp á að fá Litháa til að aftur-
kalla sjálfstæðisyfirlýsinguna og
beitti til þess viðskiptaþvingun-
um, af ótta við að fleiri sovétlýð-
veldi myndu fylgja litháíska for-
dæminu. Svo varð og. 30. mars
s.l. samþykkti eistneska þingið
að Eistland skyldi leitast við að
endurheimta sjálfstæði sitt í
áföngum. 4. maí lýsti Lettland sig
„sjálfstætt, lýðræðislegt lýð-
veldi“, en í samþykkt lettneska
þingsins um þetta var gert ráð
Sovéskir ríkisfjölmiðlar
Eftirlit kommúnistaflokks afnumið
M
íkhaíl Gorbatsjov, Sovét-
ríkjaforseti, ákvað á sunnu-
dag með forsetatilskipun að ríkis-
reknir fjölmiðlar yrðu héðan í frá
ekki undir stjórn eða eftirliti
nokkurs einstaks stjórnmála-
flokks. Þýðir þetta í raun að so-
Bresk leyniskýrsla
Þjóðverjar sagðir
væmnir þjösnar
Igreinargerð, sem Charles Pow-
ell, helsti ráðunautur Margar-
etar Thatcher, forsætisráðherra
Bretlands, um utanríkismál, tók
saman ekki alls fyrir löngu, er þvi
haldið fram m.a. að Þjóðverjar
séu yfirgangssamir þjösnar, þjá-
ist af minnimáttarkennd, vilji að
öðrum geðjist vel að þeim og séu
hneigðir til væmni og sjálfsmeð-
aumkvunar.
Greinargerðin er samantekt
niðurstaðna eftir námstefnu í
mars s.l. á sveitarsetri forsætis-
ráðherra. Þá stefnu sat Thatcher
sjálf, sem og Douglas Hurd,
utanríkisráðherra, og nokkrir há-
skólamenn, breskir og banda-
rískir. Markmiðið með námstefn-
unni var að undirbúa Thatcher
fyrir viðræður við Helmut Kohl,
sambandskanslara Vestur-
Þýskalands. í greinargerðinni er
Thatcher að endingu ráðlagt að
„vera góð við Þjóðverjana."
Greinargerðin átti að vera al-
gert trúnaðarmál, en komst eigi
að síður í eitt Lundúnablaðanna á
sunnudag. Forsætisráðuneytið
hefur fyrirskipað rannsókn til að
komast á snoðir um hver hafi lek-
ið efni greinargerðarinnar. Þetta
bætir gráu ofan á svart fyrir
bresku stjórnina, eftir óþægileg
ummæli Ridleys viðskiptaráð-
herra í s.l. viku, einnig um Þjóð-
verja. Ridiey var knúinn til að
segja af sér á sunnudag, vegna
téðra ummæla.
Reuter/-dþ.
véski kommúnistaflokkurinn er
sviptur ráðum yflr fjölmiðlum
þessum, sem eru fyrst og fremst
sjónvarp og hljóðvarp. Tilskip-
unin verður að lögum þegar í
stað.
Undanfarin tvö ár hefur Gor-
batsjov unnið að því færa völd frá
kommúnistaflokknum til ríkis-
stofnana og er litið á tilskipunina
frá því á sunnudag sem eina ráð-
stöfunina enn í þeim tilgangi.
í tilskipuninni er kveðið á um
aukinn rétt og vald lýðvelda og
svæða til reksturs hljóðvarps og
sjónvarps. Þá er m.a. almenn-
ingssamtökum og stjórnmála-
flokkum samkvæmt tilskipuninni
heimilt að stofna hljóðvarps- og
sjónvarpsstöðvar á eigin kostn-
að. „Aukið lýðræði í þjóðfé-
laginu, fullveldi sambandslýð-
veldanna og vaxandi fjölhyggja í
landinu kalla á róttækar breyting-
ar á rekstri hljóðvarps og sjón-
varps,“ segir í tilskipuninni. .jþ
fyrir umþóttunartíma. Stjórnar-
skrá Sovétríkjanna verður þar í
gildi að mestu þangað til ný lög-
gjöf fyrir lýðveldið hefur verið
samin.
Rússneska sambandslýðveld-
ið, langvíðlendasta sovétlýðveld-
ið og með rúman helming allra
íbúa Sovétríkjanna, lýsti yfir
fullveldi 12. júní að forgöngu
Borísar Jeltsín, sem þá hafði ný-
lega verið kjörinn forseti Rúss-
lands. 20. s.m. lýsti þing Úsbeki-
stans því yfir að lög þess væru
sovéskum lögum æðri í lýðveld-
inu og að stjórn þess skyldi hér-
eftir hafa æðstu völd um innan-
og utanríkismál þess. 24. júní
samþykkti þing Sovét-Moldavíu
yfirlýsingu þess efnis, að lýðveld-
ið hefði sjálft æðstu ráð yfir landi
sínu og auðlindum þess. Einnig
var tekið fram að stjórnarskrá
lýðveldisins yrði þarlendis tekin
framyfir sovésk lög.
í gær kom svo fullveldisyfirlýs-
ing Úkraínu, annars fjölmenn-
asta sovétlýðveldsins með yfir 50
milj. íbúa. Sú yfirlýsing gengur í
ýmsu lengra en samskonar yfir-
lýsingar Rússa, Úsbeka og Mold-
ava. Þannig er því lýst yfir að
Úkraína stefni að því að verða
hlutlaust ríki og koma sér upp
eigin her. Reuter/-dþ.
Kennedyfjölskyldan
Ætbnóðir 100 ára
r
Asunnudaginn var haldið upp á
100 ára afmæli Rose Kenne-
dy, móður Johns F. Kennedy,
Bandaríkjaforseta, Roberts
Kennedy, öldungadeildarþing-
manns og þeirra systkina. Fór af-
mælisfagnaðurinn fram á setri
fjölskyldunnar í Hyannisport á
Cape Cod í Massachusetts.
Viðstödd voru þau fjögur börn
Rose, sem enn lifa, 28 barnabörn
hennar og 22 barnabarnabörn.
Þar í hópi var Maria Shriver,
dótturdóttir Rose, maður henn-
ar, leikarinn Arnold Schwarzen-
egger og dóttir þeirra nýfædd.
Margt var þar einnig vina og
kunningja.
Rose, sem nokkrum sinnum
hefur fengið slag, er nú rúmföst.
Afmælisdagur hennar er 22. júlí,
en þá verða aðeins fjölskyldu-
meðlimir gestir. Kennedyfjöl-
skyldan er án efa sú frægasta í
Bandaríkjunum af þeim, sem
haft hafa veruleg afskipti af
stjórnmálum og sagt hefur verið
að af öllum bandarískum fjöl-
skyldum hafi hún komist næst því
að teljast með konungbornu
fólki. Sjálf lýsti Rose sér eitt sinn
sem „móður að atvinnu“ og hún
hefur yfirleitt ekki sóst eftir at-
hygli utan fjölskyldunnar.
Reuter/-dþ.
6 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 17. júlí 1990
90 fórust í
jarðskjálfta
A.m.k. 90 manns fórust af
völdum jarðskjálfta (7,7 á ric-
hterskvarða) sem gekk yfir
norðurhluta Filippseyja í gær.
Flestir þeirra sem fórust, þeirra á
meðal um 30 skólabörn, munu
hafa verið staddir í háhýsum sem
hrundu af völdum skjálftans.
Samstaða klofnar
Stuðningsmenn Tadeusz Maz-
owiecki, forsætisráðherra Pól-
lands, innan Samstöðu hafa
stofnað sérstakan stjórnmála-
flokk. Er svo að sjá að með því
séu full pólitísk slit orðin með
þeim Mazowiecki og Lech Wa-
lesa, leiðtoga verkalýðsarms
Samstöðu, en ágreiningur þeirra
á milli hefur aukist mjög undan-
farið.