Þjóðviljinn - 17.07.1990, Page 7

Þjóðviljinn - 17.07.1990, Page 7
„Framtíð frjálsrar Evrópu ekki framtíð gamals þjóðríkis“ Time birti 25. júní viðtal við ríkiskanzlara Vestur-Þýskalands, Helmut Kohl, sem við hann áttu aðalritstjóri þess, Henry Muller, og aðstoðarntstjóri, Karsten Pra- ger. Ritstj.: Veldur andstaða Ráðstjórnarríkjanna við aðild sameinaðs Þýskalands að At- lantshafsbandalaginu yður áhyggjum? Kohl: Hverjum þeim, sem æskir friðsamrar nýrrar Evrópu, hlýtur að vera ofarlega í huga, að á meðal verstu mistakanna eftir fyrri heimsstyrjöldina, var ein- angrun Weimar-lýðveldisins á al- þjóðlegum vettvangi. Ég leggst eindregið gegn því, að þau mis- tök verði aftur gerð. Þýskaland, og þá líka sameinað Þýskaland, á hlutdeild að samfélagi vestur- landa og siðmenningarmati þeirra. Á annað föllumst við ekki. Merkilegt er, að öll aðildar- lönd Varsjár-bandalagsins nema Ráðstjórnarríkin vilja fulla aðild Þýskalands að Atlantshafsbanda- laginu. Pólland, Ungverjaland og Tékkóslóvakía eru þessa sinnis, - án skilyrða og að fullu. Hvers vegna? Einfaldlega sökum þess að þau vilja ekki einangrun Þýskalands. Bandaríkin, allir aðrir bandamenn okkar og Þjóð- verjar sjálfir eiga að kveða upp úr um það í viðræðum sínum við Ráðstjórnarríkin. Ég held, að málið verði leitt til jákvæðra lykta. Á nokkurri skipan mála til bráðabirgða er ao sjálfsögðu þörf. Leyfa mætti til dæmis setu sovésks herliðs um nokkurt skeið á (þeim landshluta) sem nú er Þýska alþýðulýðveldið. Fært tel ég líka að ræða hlutfallslega stærð herafla yfirleitt í þeim samninga- viðræðum, sem samtímis fara fram í Vín, - þó ekki á grundvelli tveggj a-plús-fjögurra. Eitt fer ekki á milli mála: Ráðstjómarr- íkin eiga lögmætra öryggis hagsmuna að gæta. Ritstj.: Að neikvæðum hætti má líta á málin og telja, að banda- menn í austri og sum Austur- Evrópulönd vilji raunar, að Atl- antshafsbandalagið haldi Þýska- landi í handarkrika sínum. Kohl: Hvatir (aðila) læt ég mig ekki varða. Ég fellst ekki á slíka útlistun, en að sama brunni ber. Ég vil, að Þýskaland verði áfram í Atlantshafsbandalaginu. Það, að við er borið ástæðum, Þjóðverj- um miður vinsamlegum, - nú, jæja, þá læt ég mér það lynda með tilliti til sögu okkar. Við það hlýtur þýskur ríkiskanslari að sætta sig. Árinni verður tekið dýpra í. Það vekur undmn ýmissa manna, á meðal þeirra Bandaríkja- manna, að sameining Þýskalands ljær mestan þrótt sameiningar-1 öflum Evrópu í heild sinni. Mál horfa svo við mér, að sameining Þýskalands og sameining Evrópu séu tvær hliðar á sama peningi. Ef Þýskaland yrði sameinað án þess að Evrópa verði sameinuð, merkir það, að ég hefði ekki náð settu marki. Ýmsir telja traust þak yfir Þjóðverjum varða mestu. Aðrir vilja reisa tvö þök, Atlantshafs- bandalagið og einingu Evrópu. Undir það tek ég. Mér gengur annað til, en niðurstaðan er það, sem máli skiptir. Sannið þið til: Sameining Þýskalands knýr á um sameiningu Evrópu. Ritstj.: Hvers vegna tvö þök? Kohl: Eining Þýskalands árið 2000 getur ekki verið hin sama sem eining Þýskalands árið 1900. Framtíð frjálsrar Evróþu er ekki framtíð gamals þjóðríkis. Víðari sýn er að opnast op stund Evrópu að renna upp. Hun býður Þjóð- verjum líka tækifæri... Það fellur að hugarþeli manna hér: Föður- landið er Þýskaland, framtíðin er Evrópa. Það heitir svo í dag. Ef þið hefðuð spurt um Evrópu fyrir fimm eða sex árum, hefðuð þið haft Evrópu-kölkun að orði, - heiti slæms sjúkdóms, sem á Evrópu legðist. Nú heyrist ekki lengur minnst á Evrópu-kölkun. í staðinn er spurt: Reisið þið virk- ið Evrópu? Þær áhyggjur eru af öndverðum toga. Én við ætlum ekki að reisa virkið Evrópu. Ég er á móti vemdarstefnu. Ritstj.: Hvemig breytist heimurinn eftir því sem að árinu 2000 líður? Kohl: Enn verður dregið úr öndverðum uppfylkingum í austri og vestri. Vel verður ág- engt um afvopnun og niðursetn- ingu deilumála. Enn verður þó þörf vopna og hers árið 2000. Án tilkostnaðar mun frelsi ekki fást, jafnvel þá. Ég er á móti stefnu á afvopnun, sem tekur orð fyrir gerðir. Eitthvað verður að koma á móti tilslökunum okkar. Ritstj.: Og hver verður staða Evrópu í þeim heimi? Kohl: Átök norðurs og suðurs verða miklu hættulegri en þau eru nú. Fram sé ég komin þrjú mjög mikilvæg efnahagsvæði árið 20000: Bandaríkin og Kanada, ef til vill í þann veginn að taka Mex- íkó í félag með sér, fjarlæg Austurlönd og Evrópu. Áfram munu fara umbreytingar á Efna- hagsbandalaginu í átt til pólití- skrar einingar umfram hina efna- hagslegu einingu. Að sjálfsögðu er Evrópa ekki Efnahagsbanda- lagið eitt. Það er aðeins bolur hennar. Ásamt með öðrum evr- ópskum löndum mun það ríða vítt samstarfsnet, ekki endilega með því að veita þeim aðild, en ef til vill með samningum um tengsl. Ráðstjómarrfkin munu líka leita sér staðar í þeirri rísandi Evrópu, efnahagslega að minnsta kosti. Það skiptir Þýskaland meginmáli. Lega þess hefur marga kosti, en líka ókosti. Um langan aldur hefur lega þess í miðbiki (álfunnar) öllu fremur verið bölvaldur og boðið hættum heim. Nú færir hún því mikið tækifæri. Það kann að mynda brú. En að brú verður það því aðeins, að styrkum stoðum standi í vestri. Þá er ég kominn að Atl- antshafsbandalaginu og Evrópu. Ég er sannfærður um, að hafinn sé áratugur Evrópumanna. Ritstj.: Verða Ráðstjórnarrík- in stjórnmálalega hluti af Evrópu að yðar áliti? Kohl: í svipinn segir enginn framtíð Ráðstjórnarríkjanna fyrir. Ég vona að Gorbatsjov komi fram umbótastefnu sinni. í einlægni vona ég það. í perest- rojku felst fjölþættni og opnun. Þess þarfnast Ráðstjórnarríkin; að öðmm kosti ráða þau ekki fram úr vandamálum sínum, hvorki þjóðernislegum né efna- hagslegum. Vesturveldin eiga að styðja Ráðstjómarríkin, að ég tel, meðan því fer fram. Skynsamlega og verkmannlega verðum við að sjálfsögðu að standa að því. Hvað sem öllu líð- ur, á stolt land í hlut. En aðhafast verðum við með vinarhug. Til þess er Sambandslýðveldið Þýskaland boðið og búið, svo sem ég sjálfur. Ritstj.: Merkir þetta, að yður sýnist sem Ráðstjórnarríkin muni fallast á (veru Þýskalands) í Atlantshafsbandalaginu? Kohl: Það veit ég ekki. For- sagnir leiði ég hjá mér, því að við erum í miðjum klíðum í samning- aviðræðum. Ég veit aðeins, hvað ég vil. Ég æski aðildar sameinaðs Þýskalands að Atlantshafsbanda- laginu. Og ég er alfarið á móti því, að Þýskalandi verði búin sér- staða. Þegar Ráðstjórnarríkin íg- runda þau mál, hygg ég, að þeim skiljist, að þeim komi best, að Þýskaland verði í Atlantshafs- bandalaginu, þegar til lengdar lætur. Það getur ekki verið hagur Ráðstjórnarríkjanna til langf- rama, að Þýskaland hafi sér- stöðu. Ritstj.: Tvívegis hafið þér nú vikið að samningaviðræðum við Ráðstjórnarríkin. Eigið þér við Viðtal við HelmutKohl kanslara Vestur- Þýskalands tvíhliða viðræður eða þær víðu samningaviðræður, sem Banda- ríkin og fleiri lönd eiga í? Kohl: Hinar víðu samningavið- ræður yfirleitt. En tvíhliða við- ræður þarf þeim til undirbúnings. Mótsögn er ekki þar á milli. Ritstj.: Segja Ráðstjórnarríkin annað við ykkur en þau segja í heyranda hljóði? Kohl (hlæjandi); Það segi ég ekki Time. Ritstj.: Leyfið mér að endur- orða... Kohl: Þess þurfið þér ekki frekar (að spyrja). Um það hef ég engin orð. Samningaviðræðum höldum við að sjálfsögðu áfram. Ritstj.: Getið þið einfaldlega gengið til sameiningar og aðildar að Atlantshafsbandalaginu og sagt: Þessu förum við fram, hvað sem Gorbatsjov segir? Kohl: Nei, við hljótum að semja. Annað kemur ekki til álita. Samninganviðræðum höld- um við að sjálfsögðu áfram. Ritstj.: Þið virðist flýta ykkur til sameiningar. Kohl: Alls ekki. Það segja blöðin, en þeim skjátlast. Nokk- urrar óþolinmæði gætir að sjálf- sögðu, en ég el ekki á henni. Ég finn til hennar. Þið þurfið að líta nokkra mánuði aftur í tímann. í nóvember s.l. bar ég á sambands- þinginu upp tillögu um samein- ingu í 10 liðum og gekk þá út frá allt öðrum tímamörkum. Ég taldi, að 1990 næðum við samkomulagi eða samnings- grundvelli við Austur-Þýskaland, að 1991 eða 1992 kæmum við á skipan sambandsríkis. í huga mér voru líka áform Efnahagsbanda- lagsins um samfellingu innri markaða sinna í árslok 1992. Hélt ég, að þá nokkru síðar, 1993 eða 1994, gætum við sameinað (Þýskaland). En þá stóð (Hans) Modrow, (forsætisráðherra Austur- Þýskalands) ekki við orð sín. Hann vann ekki að frjálsræði í efnahagslífi né hafðist annað að. Þvert á móti afréð hann að endur- reisa öryggislögregluna. Það olli hrikalegum sálrænum við- brögðum í Þýska alþýðulýðveld- inu. Þau urðu ráðin sem af hita- mæli: Daglega fluttust æ fleiri Austur-Þjóðverjar hingað. Og hafa verður stærð sambandslýð- veldisins í huga. Það er ekki gríð- arlega stórt land. Frá áramótum hafa samt sem áður 220 þúsundir manna flust yfir mörkin. Þess vegna sagði ég í janúar, að þörf væri á samfellingu atvinnulífs og gjaldmiðla (þýsku rfkjanna): Ef ég hefði ekki gert það og kosið hefði ekki verið í Austur- Þýskalandi 18. mars hefðu 600 þúsundir manna eða enn fleiri flust hingað. ímyndið ykkur, hvað af því hefði hlotist. Þetta eru dugandi menn: iðnaðar- menn, tölvufræðingar, læknar, efnafræðingar. Þörf er á þeim fyrir handan. Austur-þýskt efna- hagslíf verður ekki reist án þeirra. Þá sömu mánuði tókum við auk þess á móti 175.000 þýsk- ættuðum mönnum frá Póllandi, Rúmeníu og fleiri löndum í Austur-Evrópu. Ég er ekki sá, sem málum hraðar. Þau ber áfram. Minnist, hvernig líf þessa fólks hefur ver- ið. „Við erum fólkið“ - það var hrópað í Prag og Búdapest og raunar á Rauða torginu. Þess vegna verða ekki settar tíma- skorður. Ef samningi (þýsku ríkj- anna) væri hafnað, spái ég, að um miðjan júlí yrði tala flóttamanna orðin þrefalt hærri. Ritstj.: Knýr þetta á um kosn- ingar í Þýskalandi öllu í ár eða verða þær síðar? Kohl: Þegar vestur-þýska markið gengur í gildi í Austur- Þýskalandi 1. júlí, fá milljónir manna í fyrsta sinni í hendur gjaldmiðil, sem stendur fyrir sínu. Það veldur þeim ekki fræði- legum eða heinspekilegum vangaveltum. Fremur mun eigin- maður segja við kon i sína: För- um til Parísar. Og þau munu ganga Champs Elysét s og þeim mun finnast þau vera stödd í (hjarta) veraldar. Þetta fólk ræður kosningadeginum. Hve- nær hann verður, veit ég ekki, en mér sýnist sem hann verði bráð- lega. Stjómmálamenn eru vanir að spyrja sig: Er fordæmi fyrir þessu? Hvernig var áður á þessu tekið? En það, sem okkur er nú á höndum, hefur aldrei áður að borið. Á nokkmm klukkustund- um þarf að ráða fram úr málum, sem alla jafna ráðast á árabili. Þegar Lothar de Maiziére varð forsætisráðherra Austur-Þýska- lands, var síminn hans ekki í lagi. Hann hafði meira að segja ekki nothæfan síma. Frá Vestur- Berlín varð ég þannig að senda einhvern á fund hans eða hann að skreppa til Vestur-Berlínar til að hringja til mín. Það var rétt eftir páska. Síðan höfum við lokið gerð milliríkjasamnings. Ef þið hefðuð sagt mér það fyrir í fyrra, hefði ég sagt ykkur mglaða í rím- inu. Þetta eru fáránlegir tímar, en líka stórkostlegir tímar. Mér finnst það vera blessun í nokkr- um skilningi. Og að sjálfsögðu er draumur Evrópu og Þýskalands að rætast. Fyrir tveimur vikum fór ég að gröf Ludwigs Erhards í þorpi í Bæjaralandi. Við konu mína sagði ég: Brauð væri enn skammtað, ef Erhard hefði þurft að ráðgast við allt það fólk, sem ég verð að tala við í dag. - Um hvað sem semst, er mér eitt til hugarhægðar: Rín fellur fram og nær til sjávar. Svo fer líka fram eining Þýskalands. Og annað veit ég í dag, sem ég átti ekki á von fyrir fimm ámm: Þessi áratugur færir Evrópu lfka einingu. Ritstj: Munu Bandaríkin varða Evrópu miklu í framtíðinni? Kohl: Mjög miklu. Að mínum dómi tefldi Evrópa að nokkm sinni framtíð sinni í hættu, ef hún tæki ekki til Bandaríkjamanna. Þeirra þörfnumst við ekki aðeins vegna hernaðarlegs öryggis okk- ar, eins þungt og það vegur, held- ur ber hvað eina til, í efna- hagsmálum og menningarmál- um. Framtíð Þjóðverja á 21. öld er það tilvistaratriði, að stefna ykkar hvíli á tveimur traustum stoðum: Hinni þýsk-amerísku og hinni þýsk-frönsku. Og þá er ekki um að ræða aðra hvora eða aðra jafnframt hinni. Og það merkir ekki, að við gemm lítið úr öðrum bandamönnum. Ritstj.: Hvers vegna ætti hálfþrítugur Þjóðverji, sem álítur stríð heyra sögunni til, að láta sig varða sérlega náin samskipti við Bandaríkin, úr því að Evrópa er öflug, þróttmikil og sjálfri sér nóg/ Kohl: Vegna þess að hann er ekki kjáni, að ég vona. Ef hann er ekki kjáni, veit hann lítið eitt um söguna og að búið er að sameigin- legum siðmenningargildum. Hvernig megum við bregðast við vanda þriðja heimsins, - gmnd- vallar vandamáli í framtíðinni, - ef Bandaríkjamenn, Þjóðverjar og Japanir standa ekki saman? Náttúrleg arfleifð reikistjörnu okkar verður því aðeins varð- veitt, að við vinnum allir saman. Það sem við Evrópumenn, - og Þjóðverjar, - megum læra af Bandaríkjamönnum, er jákvætt viðhorf til lífsins og lífshrifning, að kalla glas hálf-fullt fremur en hálf-tómt. Á Þýskalandi er margt falsspámanna, sem alltaf sjá glös hálf-tóm. Ritstj.: í sögunni verður yðar sjálfsagt minnst sem „samein- ingarkanslarans". Kohl: Höldum sögunni utan Framh. á 11. síðu Þrlðjudagur 17. júlí 1990 WÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Vinningstölur laugardaginn 7. júlí ‘90 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 0 2.037.826,- 2. 2 176.897,- 3. 4af5 70 8.718,- 4. 3af 5 2.794 509,- Heildarvinningsupphæð þessa viku: 4.424.026,- kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.