Þjóðviljinn - 17.07.1990, Side 9
Þriðjudagstónleikar
í Listasafni
Sigurjóns Ólafssonar
í kvöld kl. 20.30
Gunhild Imhof-Hölscher og Hlíf Sigurjónsdóttir
leika dúetta fyrir tvær fiðlur eftir Jean-Marie
Leclair, Grazyna Bacewicz, Johannes W. Kall-
iwoda og Luciano Berio.
Aðgöngumiðar á kr. 450.- fást við innganginn.
Kennarar
Kennara vantar til starfa við Seyðisfjarðar-
skóla næsta vetur. Um er að ræða kennslu
yngri barna.
Boðið er upp á ódýrt húsnæði og greiddur flutn-
ingsstyrkur. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma
97-21365 og yfirkennari í síma 97-21351.
B
LANDSVIRKJUN
Útboð
Vegslóðar vegna 132 kV Blöndulínu
Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í veg-
slóðagerð vegna byggingar 132 kV Blöndulínu í
samræmi við útboðsgögn BLL-10.
Helstu magntölur:
Um 27.000 m3 aðflutt malarfylling
5.000 m síudúkur
Um 40 ræsi
Verklok eru 8. október 1990.
Útboðsgögn verða afhent frá og með mánudeg-
inum 16. júlí 1990 á skrifstofu Landsvirkjunar í
Reykjavík, gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð
kr. 2.000,-
Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar,
Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, eigi síðar en
þriðjudaginn 7. ágúst 1990 fyrir kl. 14.00 en
tilboðin verða opnuð þar þann dag kl. 14.15 að
viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
Reykjavík 12. júlí 1990
LANDSVIRKJUN
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Alþýðubandalagið í Reykjavík
Skrifstofa ABR
verður lokuð frá 16. júlí til 16. ágúst vegna sumarfris starfsmanns.
A sama tíma verður haegt að hafa samband við formann ABR
Sigurbjörgu í síma 77305, varaformann ABR Ástráð í slma
672307 og gjaldkera ABR Áma Þór í síma 625046. - Stjóm ABR.
Málefnafundur
Málefnafundur á Punkti og pasta (fyrrverandi Torfu) á mið-
vikudagskvöld, 18. júlí, hefst kl. 20.30.
Umræðuefni: Landbúnaðar- og neytendamál - alþjóðleg þróun -
Gatt-viðræður o.fl. Önnur mál.
Hópnefnd
HÆB 4
FRETTIR
Fjölmiðlanám
Fimmtán sóttu um
Fimmtán manns hafa sótt um
eins árs nám í hagnýtri fjöl-
miðlun sem hefst í haust í Háskóla
íslands. Áður hefur verið boðið
upp á einstök námskeið í hagnýtri
fjölmiðlun í félagsvísindadeild en
þetta er í fyrsta sinn sem boðið er
upp á heils árs nám í fjölmiðlun.
Inntökuskilyrði eru þau að við-
komandi hafi lokið háskólaprófi,
en einnig er gert ráð fyrir að taka
inn blaðamenn með a.m.k. fimm
ára starfsreynslu, enda þótt þeir
hafi ekki lokið BA eða BS-prófi.
Ákveðið hefur verið að takmarka
nemendafjölda við tíu manns og
verið er að meta umsóknir þessa
dagana.
Alls munu nemendur taka
fimm námskeið, þar af tvö sem
voru sérstaklega skipulögð fyrir
þetta nám og gefa samtals 15 ein-
ingár. Það eru Fjölmiðlastörf og
Fjölmiðlun og íslenskt þjóðfélag.
Önnur námskeið, þ.e. Fjöl-
miðlafræði I, Inngangur að mál-
fræði og Meðferð ritaðs máls,
taka fjölmiðlungarnir með öðr-
um nemendum í heimspeki- og
félagsvísindadeildum. F>á er áætl-
að að nemendur fari í vettvangs-
þjálfun yfir sumartímann, þ.e.
þeir sem þurfa á henni að halda,
og gefur hún 12 einingar.
Fastir kennarar við heimspeki-
og félagsvísindadeildir kenna á
síðartöldu námskeiðunum en
ekki er búið að ganga frá kennar-
aráðningum við nýju námskeiðin
tvö. Ætlunin er að þar komi
margir kennarar við sögu og
verður lögð rík áhersla á að leita
til reyndra manna úr blaðamann-
astétt um kennslu.
Að sögn Þorbjörns Brodda-
sonar dósents við félagsvísinda-
deild er búið að auglýsa starf
kennslustjóra við fagið laust til
umsóknar og rennur umsóknar-
frestur út 20. júlí. -vd.
Hárgreiðslustofur
Allt að 427% verðmunur
Samkvæmt verðkönnun sem
Verðlagsstofnun gerði nýlega
á 129 hárgreiðslu- og rakarastof-
um kemur fram að mjög mikill
verðmunur er milli stofa. Mesti
munurinn er á hárþvotti eða
427%, og á öðrum þjónustuliðum
er einnig mikill munur.
í verðkönnuninni var kannað
verð á átta þjónustuliðum, klipp-
ingu karla, kvenna og barna,
permanent, hárþvottur og hár-
lagning. Það var rakarastofan
Hárflikk sem reyndist hafa lægst
verðlag af hársnyrtistofum á höf-
uðborgarsvæðinu og var verð á
þessum þjónustuliðum 24%
undir meðalverði. Hæst var verð-
lagið hjá Jóa og félögum, eða
54% yfir meðalverði.
Verð á herraklippingu var
lægst hjá hárgreiðslustofunni
Þemu eða 800 kr. en dýrust hjá
Jóa og félögum, 1980 kr. Það er
148% verðmunur. Hárgreiðslu-
stofa Distu bauð lægsta verð á
klippingu nýrrar línu fyrir konur,
eða 850 kr. Hár Fix var með sama
verð. Dýrust er þessi kiipping hjá
Dúdda, eða 2.595 kr. Það er
205% munur. Ef konur eru ekki
klipptar samkvæmt nýrri línu,
heldur einhverri gamalli er það
ódýrast hjá hárgreiðslustofunni
Þemu og kostar þar 800 kr. Hjá
Jóa og félögum er slík klipping
dýrust og kostar 2.450 kr. eða
206% hærra en lægsta verðið.
Hæsta verð á permanenti í stutt
hár var hjá Kristu, 4.320 kr. en
lægsta verðið var hjá hárgreiðslu-
stofunni Lilju, 2000 kr. Það er
116% verðmunur. Verð á hár-
þvotti var á bilinu 100-527 kr.
Lægsta verðið var hjá hár-
greiðslustofunni Spörtu, en hæst
hjá Salon VEH og munar þar
427%. Það er því alveg ljóst að
fólk ætti að athuga verðskrár hár-
greiðslustofa áður en það sest í
stólinn. ns.
FLÓAMARKAÐURINN
SMÁAUGLÝSINGAR
Sumarbústaðir
Tveir fjögurra manna sumarbústaðir
til leigu fram til 27.júlí. Rafmagnshit-
un, sturta, ísskápur og gaseldavél.
Gisting og fæði I heimahúsi á sama
stað. Uppl.í síma 93-51198.
Græðandi iína-Banana Boat
Banana Boat E-el,græðir exem,
psoriasis. Græðandi og nærandi
Body Lotion, sólkrem, svitaeyðir, hár-
vörur og næturkrem úr töfrajurtinni
Aloe Vera. (sl. bæklingur. Heilsuval
Barónsstíg 20, póstkr.s. 626275,
Baulan, Borgarf., Apótek (safj.,
Ferska, Sauðárkr., Hlíðarsól Sigr. H.,
Ólafsf. Heilsuhornið, Akureyri, Hilma,
Húsavík, Sólskin, Vestm.eyjum.,
Heilsuhornið, Selfossi, Sólarlamp-
inn, Margr. Helgad., Vogum, Bláa
lónið, Heilsubúðin, Hafnarf., Bergval,
Kópav., Árbæjarapótek, Samt. psori-
asis & exemsjúkl. Einnig í Heilsuvali:
Hárrækt m.leisi, rafn., „akupunktur",
svæðanudd, megrun, orkumæling,
vítamíngreining. s. 11275.
Kerlingarfjöll
Eitt pláss í unglingahópnum 12. ág-
úst í Kerlingarfjöllum, til sölu vegna
sérstakra ástæðna. Búið að greiða
staðfestingargjald. Uppl.í síma
674263.
íbúð óskast
Ungt par með 3 ára barn hefur áhuga
á að taka á leigu 3-4 herbergja íbúð í
Reykjavík frá 1. september 1990.
Uppl. í síma 10333. Þór Túliníus.
Einstaklingsíbúð óskast
Helst 1 herbergi, eldhús og bað, eða
lítil 2ja herbergja íbúð. Uppl. í síma
678028.
Tll sölu
Til sölu koja á hillusökklum með hill-
um og skrifborði. Einnig barnarimla-
rúm, kerra, gærukerrupoki og burðar-
bakpoki fyrir börn. Uppl. í síma
38525, best á kvöldin.
(búð óskast
Óska eftir einstaklings eða vinnu-
stofuíbúð. Er laghentur bindindis-
maður og snyrtilegur í umgengni.
Flest kemur til greina. Uppl. í heima-
síma 626203 og vinnusíma 16484.
Bíll til sölu
Subaru station 1800, "81,4x4, ekinn
104.000 km. Nýir sílsar, ryðbættur
með dráttarkrók. Uppl í heimasíma
626203 og vinnusíma 16484.
Óskast ódýrt
Mig bráðvantar Ijóst sófasett eða
hornsofa, tvískiptan ísskáp eða litla
frystikistu, hjónarúm með dýnum og
náttborðum og litasjónvarp, helst 18
til 20 tommu, og þvottavél. Til sölu á
sama stað afruglari, Tuddi 14, nýja
gerðin. Uppl. ísíma45916fyrir kl.16.
Amsterdam eða Hamborg
Hæ, hæ. Langir ykkur til Amsterdam
eða Hamborgar, þá á ég miða á góðu
verði. Uppl. í síma 22903.
Vél og gírkassa vantar
Óska eftir vél og gírkassa í Fiat UNO
45884, eða heilan bíl af þessarri gerð
til niðurrifs. Uppl. í síma 12007.
Tll sölu
Til sölu Comöi-Camp 2000 tjaldvagn.
Uppl. í síma 672317 eftir kl. 18.
Kattavlnir athugið
Vegna breyttra heimilisaðstæðna
óskast nýtt, gott heimili fyrir 4 ára
gamla síamslæðu. Uppl. í síma
675862.
Til sölu
Grænn sófi á kr. 1500, kommóða á
kr. 500, skrifborð á kr. 1000, skrif-
borðsstóll á kr. 700, ryksuga á kr.
1000, svartur stofuskápur á kr 2000,
þykk dýna á kr. 500 og barnaföt á kr.
40 stk. Uppl. í síma 33988 eftir kl. 16.
Til sölu
Britax ungbarnastóll til sölu, lítið not-
aður, selst ódýrt. Uppl. í síma
657137.
Tll sölu
Amstrad PCV 8256 tölva með prent-
ara og aukadiskum til sölu. Uppl. í
síma 34523.
Til sölu
Til sölu 2 rúm með tvöföldu gorma-
lagi, 1.90 x 2, hægt að nota sem hjón-
arúm. Svo til ónotuð, seljast á kr.
15.000 stk. kosta ný kr. 25.000. Uppl.
í síma 17087.
Vantar ísskáp
Óskaeftirísskáp,85 cm. háum. Uppl.
í síma 28674.
Barnaleikgrlnd, barnavagn
Til sölu er lítið notuð barnaleikgrind
og Silver Cross barnavagn. Uppl. í
síma 678024 eftir kl. 19.
Gisting
Ertu á leið í bæinn? Góð gisting í her-
bergjum eða í íbúð. Aðeins hálftíma
akstur frá Reykjavík. Hestaleiga á
staðnum. Uppl. í síma 666096.
Til sölu
Lada sport árg. 88 til sölu og sýnis á
Laufásvegi 22. Ljósblár. Verð kr.
510.000. Uppl. í síma 25198.
Til sölu
Trabant Station 88 til sölu, góður bíll,
ekinn 25000 km. Verð hvorki meira
né minna en 50.000 kr. staðgreitt.
Uppl. í síma 71244 eftir kl. 19.00.
ísskápur óskast
Óska eftir ódýrum meðalstórum ís-
skáp. Uppl. í síma 615534.
Óska eftir
Emmaljunga kerruvagni og Ikea
skiptiborði. Uppl. í síma 22117, helst
á kvöldin.
Okkur vantar íbúð
Vill þannig til að einhver góöur les-
andi Þjóðviljans eigi íbúð á lausu í
Reykjavík til leigu í ár eða svo? Pott-
þéttar greiðslur. Uppl. í símum
628905 og 652633.
Til sölu
Emmaljunga barnavagn, ryðrauður
að lit. Ikea felliborð, 75 lítra suðupott-
ur, þriggja gíra reiðhjól, hjónarúm
með dýnum, hvítt skatthol, þriggja
sæta sófasett + 2 stólar, 2 stakir stól-
ar, fjögurra sæta trésófi með renn-
dum rimlum, 68x25 cm strauvél, bob-
borð og smíðataska. Upþl. í síma
22117 á kvöldin.
Til sölu
Blá barnakerra með svuntu, skermi
og hallanlegu baki. Nýlegur Römer
barnabílstóll fyrir 7mán.-5ára börn.
Hvítt rimlarúm, tvær hæðarstillingar á
botninum. Hvít dúkkuvagga, tvö pör
af hvítum skautum nr. 38 og 40. Cas-
io hljómborð, 5 áttundir. Gamall
svefnsófi sem stækkaður er með því
að draga út aðra hliðina og leggja 2
púða í millibilið og er með rúmfata-
skúffu. Uppl. gefnar í síma 73042 eftir
kl. 14.00.
Til sölu
Rafmagnsþilofn, stór baðvaskur á
fæti, 16“ tvíhjól, tveir tréstólar, tvær
bastgardínur, 6 metra gluggaþvotta-
stöng, tveir málningahristarar, barn-
askrifborð og stóll, strauvél og inni-
hurð. Uppl. í síma 17482.
Kennarar
Kennara vantar til starfa við Seyðis-
fjarðarskóla næsta vetur. Um er að
ræða kennslu yngri barna. Boðið er
upþ á ódýrt húsnæði og greiddur
flutningsstyrkur. Upplýsingar gefur
skólastjóri í síma 97- 21365 og yfir-
kennari í síma 97-21351.
Til sölu
Rafha þvottapottur 70 lítra , lítið not-
aður til sölu. Uppl. í síma 30834.
Húsnæði til ieigu
Vantar þig húsnæði til verslunar-
reksturs, iðnaðar, fyrir vinnustofu
(studio) eða til annara nota? Hef til
leigu ca. 100 m2 húsnæði ájarðhæð í
miðborginni. Uppl. í síma 30834 eftir
kl. 19.
Tii sölu
Til sölu velmeðfarið hvítt Whinter
stúlknahjól, 3 gíra með stillanlegu
stýri og sæti. Hentar 11 til 16 ára.
Skipti á fullorðinshjóli koma vel til
greina. Uppl. í síma 18959.
Þri&judagur 17. júlf 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9