Þjóðviljinn - 17.07.1990, Blaðsíða 11
I DAG
Magnús H. Gíslason skriffar
r
A FÖRNUM VEGI3.
- Jæja, nú kemur pósturinn i
dag með blessaða Himskringluna
mína og framhaldssöguna, sagði
öldruð sómakona, sem lengi var á
bernskuheimili mínu. Þetta var á
þeim árum þegar Vestur-íslensku
blöðin, Lögberg og Heims-
kringla, voru og hétu. A þeim
árum þegar pósturinn kom í besta
falli einu sinni í viku og hafði þá
öðru hvoru meðferðis þessi blöð,
komin alla leið vestan frá Winni-
peg, hverra lesefni var m.a. hin-
ar vinsælu framhaldssögur.
Við málkunningi minn höfðum
nú setið á beinhörðum bekknum
á Lækjartorginu. Hann hafði nú
gengið eitthvað til á áttinni, svo
norðangolan náði betur en áður
þama á torginu. Ég hafði að
mestu setið þegjandi, aðeins
skotið inn í ræðu kunningja míns
fáum orðum hér og þar. En
klukkutíma ræða verður ekki birt
í einu Þjóðviljablaði, hún myndi
fara langt með að fylla það og
kaupendurnir hrynja af blaðinu
þegar þeir sæu framan í slíka
langloku, hversu skynsamlegur
og brýnn boðskapur, sem þama
kynni að vera fluttur. En í sem
stystu máli snerist meginefni ræð-
unnarum það, af hverju pólitíkin
væri orðin svona leiðinleg. En því
ollu ekki eingöngu hin fá-
fengilegu fundahöld, sem nú tíð-
kuðust eða sjónvarpskosningarn-
ar, eins og minnst var á í síðasta
þriðjudagspistli. Fleira kom til.
Það er alkunna, að margir segjast
ekki sjá neinn mun á stjórnmála-
flokkunum og því taki naumast
að vera að skipta sér neitt af
þessu. Það á hér við, sem Jóhann-
es skáld úr Kötlum sagði einu
sinni, þótt í öðru sambandi væri:
„Mér finnst það varla von að guð
/ sé að vasast í þessu lengur.“
Nú veður allt út í skoðana-
könnunum á fylgi stjórnmála-
flokkanna og mér liggur við að
segja, að hvaða fávitahópur sem
er, geti staðið fyrir þeim.
Áreiðanlegheitin, - eða hitt þó
heldur, - má svo marka af því, að
skoðanakönnunum, sem gerðar
eru svo til samtímis, ber tíðum
mikið á milli. Þrjátíu eða fjörutíu
prósent aðspurðra eru óráðnir í
hvaða flokk þeir kjósa eða hvort
þeir kjósi yfirleitt. Svona tví-
ræðni og raunar algert áhugaleysi
var því nær óþekkt fyrir svona
20-25 árum, hvað þá ef lengra er
litið.
Eftir að íslendingar fóru að
skipta sér í stjórnmálaflokka
samkvæmt afstöðu til innan-
landsmála voru flokkarnir, fram-
an af árum, aðeins þrír. Jónas frá
Hriflu var í raun og veru upphafs-
maður þeirra allra. Hann átti
meginþátt í stofnun Framsóknar-
og Alþýðuflokksins og þá var
sjálfgefið að íhalds- og eigna-
fólkið í landinu hlaut að mynda
sinn flokk til mótvægis við hina.
Þetta var eðlileg flokkaskipun og
hún hélst óbreytt fram til 1930
þegar kommúnistar klufu sig út
úr Alþýðuflokknum. Það breytti
engu þótt íhaldsflokkurinn skipti
um nafn og tæki að nefna sig
Sjálfstæðisflokk sem út af fyrir sig
er öfugmæli. Jónas Kristjánsson,
sem var afbragðs læknir en kann-
ski minni stjórnmálamaður þótt
hann sæti á þingi um skeið fyrir
íhaldsflokkinn, hitti naglann á
höfuðið þegar hann sagði að
nafnbreytingin ætti að þjóna
sama tilgangi og litaskipti rjúp-
unnar: að dyljast. Bænda-
flokkurinn kom dálítið við sögu á
tímabili en leið bráðlega undir
lok af því hann skorti pólitískt
jarðsamband. Nasistarnir, ung-
Ungamir „með hreinu hugsanirn-
ar“, eins og Jón Þorláksson
orðaði það, urðu aldrei annað en
eins konar áflogalið íhaldsins og
hurfu fljótlega aftur til móður-
kartöflunnar.
Vegna þess hve flokkarnir
voru fáir voru flokkslínur skýrar
og því auðvelt fyrir fólk að taka
afstöðu. En manstu hvað margir
flokkar eða flokksbrot buðu fram
við síðustu alþingiskosningar?
Voru þeir ekki níu? Og þetta hjá
þjóð, sem telur ekki fleiri íbúa en
smáborg úti í heimi. Afleiðingin
er eilífar samsteypustjórnir fleiri
eða færri flokka og úr verður ein
allsherjar moðsuða, sem fólki
finnst það ekkert botna í. Finnst
þér svo furða þótt mörgum þyki
stjórnmálin orðin leiðinleg?
Ég var nú raunar engan veginn
sammála viðmælanda mínum um
allt, sem hann sagði. Hollast mun
samt að horfast í augu við það, að
hann á sér mýmörg skoðanasyst-
kini. Og, - í einlægni spurt: Er
þeim ekki nokkur vorkunn?
-mhg
Viðtal við Kohl
Framh. af 7. síðu
við þetta. Þeirra er sjaldan getið í
sögunni, sem í hana vilja komast.
Ritstj.: En hefur sá möguleiki
ekki sín áhrif á yður?
Kohl: Að sjálfsögðu. Það segir
til sín í lífsskyni mínu, en ekki
með tilliti til sagnaritunar. Menn
eiga sér draum. Að koma á sam-
einingu Þýskalands og samein-
ingu Evrópu var ekki aðeins
draumur minn, heldur heillar
kynslóðar. Ég trúði því ávallt, að
til hennar kæmi, en ég efaðist
mjög, að það yrði um mína daga.
Vissulega sá ég það ekki fyrir, að
hana bæri að mér í þessu emb-
ætti. Nú er það tækifæri til staðar,
á allri ævi minni hef ég ekki lagt
eins hart að mér, en ég hef aldrei
verið eins hamingjusamur.
Ritstj.: Atburðir síðustu sex
mánaða hafa vakið upp gamlar
klisjur um Þjóðverja: Þeir eru
hrokafullir og ráðríkir.
Kohl: Við því var að búast.
Ritstj.: Er til þýsk þjóðarskap-
gerð?
Kohl: Ég býst við, að landa á
milli séu skapgerðaeinkenni fólks
missterk. I rómönskum löndum
virðist fólk njóta lífsins meira.
Frammi fyrir eins stórfenglegum
atburðum og þýskri sameiningu,
hefði fólk í París eða Róm fagnað
með miklum veisluhöldum. Yfir
málavöxtum sitja menn hérlendis
og segja: Fögnum seinna. Það
áttar sig ekki á, að þá verður það
of gamalt til að njóta fagnaðar.
Þótt ég segi þetta í gamni, fylgir
því nokkur alvara. Á landshluta
þeim, sem nú er Austur-
Þýskaland, verður velmegun eftir
þrjú eða fjögur ár, og mun það
verða fyrir sérkennandi þýskt
þrekvirki. En þá vaknar þessi
spurning: Munum við njóta
hennar?
Við verðum að vera hrein-
skilnir við sjálfa okkur. Tvær
styrjaldir hafa verið háðar á þess-
ari öld. Til fyrri heimsstyrjaldar-
innar hrösuðu allir fyrir glópsku.
En vafi leikur ekki á að Hitler bar
ábyrgð á síðari heimsstyrjöldinni
og að glæpir harðstjórnar nazista
voru hryllilegir glæpir. Við getum
ekki vænst þess, að minningar um
þá máist úr minni þjóða.
Þjóðverjar eru vinnusamir og
dugmiklir. En ástríkis njóta þeir
ekki. Þeir eru virtir, en ekki vin-
sælir. Við tölu þeirra bætast nú
nálega 17 miljónir. Og þeir, sem
minnast fortíðarinnar, hafa á
orði: „Jæja, Kohl reynir að hraða
hlutunum," og nefna það „blitz-
krieg Kohls“. Það læt ég mér
lynda. Ef ég hitti gyðinglegan
landa, sem átti fjölskyldu, sem af
lífi var tekin í Auschwitz, og kann
þýsku, en neitar að tala hana, þá
hlýt ég að sætta mig við það.
Fyrirgefningar biðst ég aðeins.
Tilkall á ég ekki til hennar.
Lægri hvatir segja til sfn hjá
öðrum, hrein öfund til dæmis.
Það væri hyggileg stefna að fylgja
fljótlega fram sameiningu Evr-
ópu, - að einangra ekki, heldur
að fella saman. Því lengra sem
samfellingin gengur, því minna
verður um öfund og ótta. Þess
æskir fólk hérlendis. Unga kyn-
slóðin á Þýskalandi æskir ekki
einangrunar. Sú kynslóð vill
þvert á móti sjá sig um í heimin-
um.
Ritstj.: Frökkum virðist skilj-
ast, að einangra beri ekki Þýska-
land.
Kohl: Þeir átta sig á því öðrum
betur. Og sú er skýringin á hinum
nánu samskiptum okkar.
Ritstj.: Hvað um Breta?
Kohl: Þeir munu líta málin
sömu augum, þótt seinni séu til
þess. Verst standa mál fyrir okk-
ur, þar sem nazistar drýgðu hroð-
alegustu glæpi sína. Það fæ ég
skilið.
Ritstj.: Merkir það, að þér haf-
ið áttað yður á, hvers vegna Pól-
verjar eru svo óánægðir með
lagalega afstöðu yðar til landa-
mæra þeirra og Þýskalands?
Kohl: Hvað Pólverjum viðvík-
ur, er meginvandinn sá, að þeir
misskildu rök mín, þegar þeir
lögðu mat á tillögur mínar. Éng-
um vafa lét ég undirorpið að
tryggja yrði vestur-landamæri
Póllands, þegar gengið yrði til
sameiningar (Þýsklalands).
Skiptar skoðanir eru um, hvernig
að því skuli staðið, en ég er þess
fullviss, að tillögur mfnar vega
þyngst pólitískt. Samþykktar
verða í þessari viku í austur-
þýska þinginu og í Bundestag
(ath. hinu vestur-þýska) álykt-
ani, sem kveða skýrt á um, að
sameinað Þýskaland geri samn-
ing við Pólland, bindandi að al-
þjóðalögum, sem tryggi landa-
mærin vendilega.
Ritstj.: Verður Berlín höfuð-
borg sameinaðs Þýskalands?
Kohl: Alkunna er, að ég er
gamall stuðningsmaður Berlínar
(sem höfuðborgar). Úr því þarf
ekki að skera nú þegar. Það verð-
ur rætt á þingi sameinaðs Þýska-
lands. Ákvörðun um höfuðborg
verður ekki tekin, meðan sovésk-
ur her situr þar. Rín mun lengi
fram streyma, uns það mál verð-
ur upp tekið. Ef þetta væri eina
vandamál okkar, væri okkur ekki
mikill vandi á höndum.
Ritstj.: Hver er helsti vandi
Þýskalands?
Kohl: Atvinnuleg, efnaleg
vandamál eru okkur á höndum,
en þau má öll leysa. Að siðferði-
legum styrk þjóðar okkar þarf að
huga. Hefur hann veikst á árum
velgengni og velmegunar? Það
held ég ekki. En á siðferðisstyrk
okkar hefur verið borið lag
smjörs, kiwi og rækju. Þegar það
lag verður af strokið, mun hann
aftur koma í ljós. Orðið hugsæis-
stefna er hér upp sprottið, - það
var framlag þýskra heimspekinga
og hörmulega rangsnúið á þessari
öld. Til bakfalls kom og nú verð-
um við að jafna metin.
H.J.
ÞJOÐVILJINN
FYRIR 50 ÁRUM
Það þarf að flytja sem flest börn
úr bænum vegna hættunnar á
loftárásum. Jonai-stjórnin í Jap-
an segir af sér. Japanir ætla að
leggja algert hafnbann á Kína.
Stjórn Chang Kajsheks staðráðin
í að berjast þar til yfir lýkur. Nyga-
ardsvold ákærir Per Albin fyrir
hjálpviðnazista. Norskastjórnin
mótmælir leyfi sænsku stjórnar-
innar til þýzkra herf lutninga yf ir
Svíþjóð.
17. júlí
þriðjudagur. 198.dagurársins.
Sólarupprás í Reykjavík kl. 3.45
sólarlag kl. 23.20.
DAGBÓK
APÓTEK
Reykjavík: Helgar- og kvöldvarsla lyfja-
búöa vikuna 6. til 12. júlí er í Háaleiís
Apöteki og Vesturbæjar Apóteki.
Fyrmefnda apótekið er opið um helgar
og annast næturvörslu alla daga kl. 22 til
9 (til 10 á frídögum). Síðamefnda apó-
tekið eropið á kvöldin kl. 18 til 22 virka
daga og á laugardögum kl. 9 til 22 sam-
hliða hinu fýrmefnda.
LOGGAN
Reykjavík..................« 1 11 66
Kópavogur...................« 4 12 00
Seltjamames.................« 1 84 55
Hafnartjörður...............” 5 11 66
Garðabær.....................rr 5 11 66
Akuneyri.......^..........« 2 32 22
Slökkvilið og sjúkrabilar
Reykjavík.....................“ 1 11 00
Kópavogur..................« 1 11 00
Seltjamames.................* 1 11 00
Hafnarfjöröur...............« 5 11 00
Garðabær....................« 5 11 00
Akureyri....................« 2 22 22
LÆKNAR
Læknavakt fyrir Reykjavik, Seltjamar-
nes og Kópavog er í Heilsuvemdarstöð
Reykjavikur alla virka daga ffá kl. 17 til 8,
á laugardögum og helgidögum allan sól-
arhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðlegg-
ingar og tímapantanir I-e 21230. Upplýs-
ingar um lækna- og lyfjaþjónustu ern
getnar í símsvara 18888. Borgarspital-
inn: Vakt virka daga frá kl. 8 til 17 og fyrir
þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná
ekki til hans. Landspitalinn: Göngudeild-
in er opin frá kl. 20 til 21. Slysadeild
Borgarspítalans er opin allan sólarhring-
inn,« 696600.
Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan,
tr 53722. Næturvakt lækna, " 51100.
Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt,
« 656066, upplýsingar um vaktlækna,
n 51100.
Akureyri: Dagvakt frá kl 8 til 17 á Lækna-
miðstöðinni, « 22311, hjá Akureyrar
Apóteki, « 22445. Nætur- og helgidaga-
vakt læknis frá kl 17 til 8 985-23221
(farsími).
Keffavík: Dagvakt, upplýsingar i
n14000.
Vestmannaeyjar Neyðarvakt lækna,
«11966.
SJÚKRAHÚS
Heimsóknartímar Landspítalinn: Alla
daga W. 15 til 16 og 19 til 20. Borgar-
spitalinn: Virka daga W. 18:30 til 19:30,
um helgar kl. 15 til 18 og eftir samkomu-
lagi. Fæðingardeild Landspltalans: Alla
daga kl. 15 til 16, feðratími kl. 19:30 til
20:30. Fæðingarheimili Reykjavíkur
v/Eiriksgötu: Almennurtími Id. 15-16 alla
daga, feðra- og systkinatími kl. 20-21 alla
daga. Öldrunariækningadelld Land-
spitalans, Hátúni 10B: Alla daga kl. 14 til
20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild
Borgarspítala: Virka daga kl. 16 til 19, um
helgarkl. 14 til 19:30. Heilsuvemdar-
stöðin við Barónsstíg: Alla daga kl. 15 til
16 og 18:30 til 19:30. Landakotsspitali:
Alla daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19.
Bamadeild: Heimsóknir annarra en for-
eldra kl. 16 til 17 alla daga. St Jósefs-
spitali Hafnarfirði: Alla daga kl. 15 til 16
og 19 til 19:30. Kleppsspítalinn: Alla
daga kl 15 til 16 og 18:30 til 19. Sjúkra-
hús Vestmannaeyja: Alla daga Id. 15 til
16 og 19 til 19:30. Sjúkrahús Akraness:
Alla daga Id. 15:30 tíl 16 og 19 til 19:30.
Sjúkrahúsið Húsavík: Alla daga kl. 15 til
16og 19:30 til 20.
ÝMISLEGT
Hjálparstöð RKl: Neyðarathvarf fyrir
unglinga, Tjamargötu 35,« 622266, opiö
ailan sólarhringinn.
Samtökin 78: Svarað er I upplýsinga- og
ráögjafarsíma félags lesbía og homma á
mánudags- og fimmtudagskvöldum H. 21
til 23. Símsvari á öðrum timum.
« 91-28539.
Sálfræðistöðin: Ráðgjöf I sálfræðilegum
efnum,« 687075.
Lögfræðiaðstoð Orators, félags
laganema, er veitt í síma 11012 milli kl.
19:30 og 22 á fimmtudagskvöldum.
MS-félagið, Álandi 13: Opið virka daga
frákl.8tíl 17, «688620.
„Opið hús" fýrir krabbameinssjúklinga
og aðstandendur þeirra I Skógarhlið 8 á
fimmtudögum kl. 17 til 19.
Samtök áhugafólks um alnæmisvand-
ann sem vilja styðja smitaða og sjúka og
aöstandendur þeirra i« 91-2240 og þar
er svanað alla virka daga.
Upplýsingar um eyðni:« 622280. beint
samband við lækni/hjúkrunarfræðing á
miðvikudögum M. 18 til 19, annars slm-
svari.
Samtök um kvennaathvarf:« 21205,
húsaskjól og aöstoð við konur sem beittar
hafa verið ofbeldi eða oröiö fyrir nauðgun.
Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpa, Vesturgötu
3: Opið þriðjudaga W. 20 til 22, fimmtu-
daga kl. 13:30 til 15:30 og kl. 20 til 22,
« 21500, símsvari.
Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðiö hafa
fyrir sifjaspellum:« 21500, símsvari.
Vmnuhópur um sifjaspellsmál:
« 21260 alla virka daga kl. 13 til 17.
Sb'gamót, miðstöð fýrir konur og böm
sem oröið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi.
Ráðgjöf, firæðsla, upplýsingar, Vestungötu
3,« 91-626868 og 91-626878 allan
sólarhringinn.
Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu:
« 27311. Rafmagnsvelta: Bilanavakt I
« 686230.
Rafveita Hafnarfjarðar Bilanavakt,
« 652936.
GENGIÐ
9. júlí 1990 Sala
Bandarikjadollar.............58,91000
Sterfingspund................106,50000
Kanadadollar..................50,81700
Dönsk króna....................9,39180
Norsk króna....................9,31680
Sænsk króna....................9,86440
Finnskt mark..................15,28940
Franskur franki...............10,65230
Belgískur franki...............1,73900
Svissneskur ftanki............42,31280
Hollenskt gyllini.............31,75140
Vesturþýskt mark..............35,75720
Itölsk lira....................0,04877
Austumskur sch.................5,08280
Portúgalskur escudo........... 0,40810
Spánskur peseti................0,58330
Japanskt jen...................0,39104
Irskt pund....................95,95000
KROSSGÁTA
Lárétt: 11aupur4trá-
saga 6 vogur 7 jafningi
9spil12klampann14
hópur15peninga 16
góðvild 19 makaði 20
dugleg21 krota
Lóðrétt: 2 vafa 3 brigð
4 himna 5 mánuður 7
rýrt8botnfall 10snáfa
11 sól13svar17fas18
hrúga
Lausn á siðustu
krossgátu
Lárétt: 1 fjúk4basl6
afl7skör9æsta12
naust14rög15yls16
vægar 19 geir 20 mjór
21tauta
Lóðrétt: 2 jók3 kara4
blæs 5 sút 7 skrögg 8
öngvit10styrja11
Austri 13ugg 17æra
18amt
Þriðjudagur 17. julí 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11